Morgunblaðið - 19.11.1925, Page 6

Morgunblaðið - 19.11.1925, Page 6
NUVERANDI S T J Ó R QBQUNBÍiAÐIÐ íSI&il&fÉ}*- ¥' T HO R V “A L DSENSFJELAGSINS Frú Rósa Þórarinsdóttir. rúm í tje með ánægju ,og ókeyp- is. Sjálfar skiftust konurnar á um að skamta matinn, og gengust inn á það í viðbót að borga háar sekt- ir fyrir að koma óstundvíslega eða koma ekki. Margir gáfu þeim til matgjaf- anna. Fyrra árið hjelt t. 'katólskur prestur, Friðriksen að nafni, fyr- irlestur um „Sköpunina og vísind- in“ til ágóða fyrir matargjafirnar. Annars hafa fjelagskonur gjört ýmislegt til að afla peninga: haft tombólur, leikið, bazar o. fl. Thorvaldsens-Basarinn stofnaður. Árið 1900 varð fjelagið 25 ára, og var þá mikið rætt um, hvort fjelagið ekki gæti gert eitthvað í tilefni af 25 ára afmæli, sem verða hiætti að liði seinna meir. 0g gam- an er að athuga uppástungurnar, r Frú Soffía Hjaltested. þó að 25 ára gamlar sjeu. Sú fyrsta var, að reyna að safna fje til að koma upp húsi, þar sem nokkrar gamlar konur gætu feng- ið- ókeypis bústað. Önnur var sú, að safna fje til húsaleigustyrks handa fátækum; og þriðja ^að kaupa „frípláss“ handa 1 eða 2 s.iúklingum á hinum fyrirhugaða Landsspítala. — Þess skal getið, að frú Þórunn Jónassen fylgdi uppástunaunni um bústað handa gömlum einstæðingskonum. Eng- in af þessum uppástungum fjekk nægan byr hjá fjelagskonum. En þá kom nokkru seinna sú uppá- stunga, að fjelagið reyndi að koma á fót útsölu á heimilisiðn- aði. Uppástunguná átti frú Soffía Hjaltested, sem þá var frk. Soffía Finsen. Hún er í fjelaginu enn, og er búín að vera í því. í 30 ár cg hefir lengi gegnt þar trúnaðar- störfum við útsöluna. Þessi uppá- stunga fjekk byr undir báða vængi og var þegar samþykt með öllum þorra atkvæða. Frú Katrín Magnússon. — Thorvaldsens-Basarinn var þannig stofnaður, og var hann opn- ur l.júní 1900, í húsi E. Þorkels- nar, sem er við hliðina á húsi horvaldsensfjelagsins nú. — Því er ver og miður, að ekki er hægt að segja nema svo lítið hjer um þessa stofnun; til þess er rúmið of lítið. Og þótt það misjafna, sem um Basarinn hefir verið sagt hafi ekki altaf farið framhjá fje- lagskonum, þá eru þær sjálfar, og hafa altaf verið, sannfærðar um, að útsala þessi á íslenskum heim- ilisiðnaði, hafi gjört mikið gagn og geri enn. Það má vera, að þær hefðu getað verið vandlátari með vinnuna á því, er þær tóku til ,sölu; en þá var ekki þeim tilgangi náð, að selja alt, sem nokkrar lík- ur voru til að seldist. Nokkur áhugi hjá almenningi fyrir vandaðri vinnu hlaut altaf að fylgja útsölunni, enda þótt að fleira væri tekið til sölu en fyrsta í'lokks vinna. Fyrsta árið sem Basarinn var opinn seldist þar fyrir ltr. 3480,61; síðasta ár seldist fyrir 36321,28 kr. Mesta sala á Basarnum var ár- ið 1920 og seldist þá fyrir 53535,68 krónur. Alls hefir verið selt þar fyrir 505242,00 krónur. Árið 1905 keypti fjelagið húsið, sem Basarinn er nú í. Fjelagskonur hafa lagt á sig mikla vinnu við þessa verslun, þar jsein þær hafa selt sína vissu daga í mánuði til skiftis, kauplaust. — Ekki hafir vinnan þó komið jafnt niður á allar. I hinni svo kölluðu forstöðu- nefnd Basarsins eru 12 konur, sem eru skyldugar ða vera þar á- kveðna daga í mánuði. pær kon- ur, sem eru í stjórn fjelagsins, eru líka í forstöðunefnd Basars- ins. Oft hafa útlendingar litið þar inn og keypt fyrir álitlegar upp- hæðir. Kona ein hjer í Rvík, sem var túlkur ensku ferðamannanna í sumar, sagði svo frá, að hún hefði fylgt þeim m. a. inn á Bas- ar. Þegar út kom fór hún svo að segja þeim frá þessari stofnun, og fyrir hvað fjelagskonur söfnuð fje, og þótti þeim það mjög merki- legt, að það skyldu vera konur, sem sæju um þntta og gæfu alla sína vinnu, og sögðu, að þeir mættu til að fara aftur inn og kanpa og skoða. Eftir að Basarinn var stofnaður keyptu fjelagskonur mikið af bók- um, og varð það gott safn, enda Frú María Ámundason. vörðu þær allmiklu fje til þess árlega. Tilætltmin var að konurn- ar gætu haft nóg að lesa, þegar Jítið var að gera við útsöluna. í mörg ár voru þær í sambandi við Stúdentafjelagið um kaup á blöð- um og tímaritum. Barnauppeldissjóðurinn. Nú safnaðist þeim fje, þar sem þær tóku 10% í sölulaun og fje- lagið átti nú eignir, sem gáfu af sjer tekjur og var nú farið að ræða um að mynda sjóð í sjerstöku skyni. Fjelagið hafði frá því fyrsta hugsað nokkuð um börnin, saumað handa þeim föt, glatt þau um jólin með jólatrje, haft sauma^ skóla fyrir litlar stúlkur o. fl. Fór svo að fjel. stofnaði fyrsta barnauppeldissjóðinn hjer á landi áiið 1906 — með 500 króna gjöf frá Basaranum. Árlega hafa fjelagskonur lagt meira og minna fje í sjóðinn, bæði frá fjelaginu og Basarnum. Fyrstu árin gebk söfnuniu til sjóðsins hægt og var ástæðan til þess sú, að trúin hjá þeim mörg- um um það, sem þær einu sinni höfðu hugsað sjer, nefnilega að byggja barnahæli, var heldur dauf ari, strax eftir að farið var af stað. Það þurfti svo mikið til, en fjeð óx mjög hægt, og sumar Frú Guðrún Árnason. Thorvaldsensfjelagsins ágætir; voru þar samankomnar mestu blómarósir bæjarins ,og þá vant- aði heldur ekki karlmennina til að hjálpa við að leika og útbúa, bara þegar dömurnar vildu leyfa þeiin það og láta svo lítið að nefna það við þá. Um aldamótin var fjörið mest í sjónleikunum. Þá var ekki jafnmikið af skemtun- um í bænum og nú, og hefir því þótt allgóð tilbreyting í sjónleik- um fjelagfiins; því leikendur voru úrvals fóllc og leikirnir vel valdir og líf og fjör fylgdi þessu. Pó að sjónleikir fjelagsins stæðu í mestum blóma áður en barna- uppeldissjóðurinn var stofnaður var oftsinnis leikið fyrir hann með fullu fjöri. Leyfi til að gefa út og selja jólamerki hjer á landi fjekk fje- lagið 1913. Töluverðar tekjur hafa af þeim orðið, en þó ekki eins miklar og skyldi. Notkún þeirra er ekki nógu alinenn ennþá, en eykst þó með hverju árinu. Bara að hægt væri að gera fólki skiljan- legt, að það munar mikið um, ef hver og einn keypti 10 aura merki á brjefin sem hann sendir um jólin, þá væri mikið unnið og miklar tekjur af því að fá. Formaður sjóðsstjórnar er frú Sigríður Jensson^og hefir hún verið það síðan hann var stofn- konurnar ljetu það í ljósi, að betra aður, enda líka mest og best fyr- hefði verið að ætla sjer annað með ir hann unnið alla tíð. Hefir hún fjeð. Nokkuð vantaði þannig á trú og áhuga, sem um leið tafði fyrir vexti sjóðsins. En nú á síðustu ár- um hefir sjóðurin aukist ört, enda hafa störf fjelagsins þann tíma að- allega verið fólgin í því, að auka sjóðinn, jafnframt því að selja og sjá um útsöluna á Basarnum. Og salan á Basarnum eykur líka sjóð- inn. Eipstaka menn hafa styrkt sjóð inn með gjöfum og áheitum, og má þar fremstan telja Jón Laxdal, .konsúl, sem gaf sjóðnum 10,000 krónur árið 1919, auk ágóða af hljómleikum, sem haldnir voru í minningu um fimtugsafmæli hans. Þá ánafnaði Morten Hansen, skólastjóri, sjóðnum fje, í erfða- skrá sinni og nam það 2866,88 krónum, sú upphæð er ókomin inn á reikning sjóðsins. Hlutaveltur hafa verið haldnar og oftsinnis „basar“ með heima- únnum munum eftir fjelagskonur | er frú Rósa pórarinsdóttir; er það sjálfar, og sjónleikir leiknir. Og; mikið verk, en svo vel af hendi svo að minst sje aftur á f jelagið leyst, að hún nýtur einróma að- ^ í gamla daga, þá þóttu sjónleikir dáunar fyrir. Aðrar konur í stjórn verið í fjelaginu í 45 ár. Með henni í stjórn eru: frú Margrjet Rasmus og frú Svanfríður Hjart- ardóttir. Eru þær allar samhuga og einbeittar við f jarsöfnunina. Við síðustu reikningsskil var sjóðurinn rúm 59000 og hefir hann aukist um nokkur þúsund þetta ár. Von er nú líka um að ekki líði mörg ár hjer frá að byrjað verði að nota sjóðinn. Núverandi stjórn. Formaður fjelagsins er frú M. Ámundason; tók hún við stjórn, þegar frú Þórunn Jónasen dó, Valin var»sú konan til þess, sem lengi hafði verið í stjórninni með henni og henni var handgengust við stjórnarstörfin. Hefir hún rkki brugðist þeim vonum, sem fje- lagskonur gerðu til hennar þá. Hún hefir verið meðlimur fjelags- ins í 45 ár. Gjaldkeri fjelagsins Frú Kristín Sigurðardóttir, eru frú Guðrún Árnason, frú Katrín Magnússon og frú Kristín Sigurðardóttir; og eru þær kunn- ar að festu og dugnaði. Hlutaveltur fjelagsins fóruþann- ig fram síðustu árin, að aldrei var safnað gjafa til þeirra. Það voru samantekin ráð. Þær pönt- uðu muni beint frá heildsöluversl- unum ytra fyrir svo og svo mikla upphæð. En þá bom sú breyting á stríðsárunum, að ebki varð pantað og þá varð að grípa til þess úr- ræðis að safna gjöfum. Það gekk vel, eii mörgum fjelagskonum fjell illa að þurfa þess, en þakk- látar eru þær öllum, sem hafa sint gjafabeiðninni og oft hefir þeim gefist vel. En jólamerkin seljast ekki nógu vel, því það eru ekki nærri allir sem nota þau. Allir ættu að muna eftir þeim og kaupa þau á hvert einasta brjef og kort, sern send eru um jólin. Þetta vildi fjelagið geta fengið fólk til að muna og gera. Það ýje rennur í Barnauppeldissjóðinn. Og hafi fjelagið yfir meira fje að ráða, þá verður því áreiðan- lega vel varið; það hefir það marg sýnt. T. d. gaf Það 1000 krónur til minningar um 40 ára afmæli sitt og aðrar 1000 krónur gaf það til Gamalmennahælisins, skömmu eftir að það tók til starfa o. fl. o. fl- En hjer er ekki nema hálfsögð sagan í stuttri grein. Fjelagið heldur áfram að starfa, með sama markmiði og áður; það hefir ekki látið neitt mikið á sjer bera og lítið snúið sjer til annara, til að biðja um styrk. Jóna Sigurjónsdóttir. f I)AG kl. 2 leggja fjelagskonur Thor- valdsensf jelagsins blómsveig á leiði frú Þórunnar Jónassen. í kvöld hefir fjelagið samsæti á Hótel ísland. — Merki Thorvaldsensfjelagsins verða seld á götunum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.