Morgunblaðið - 04.12.1925, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 04.12.1925, Qupperneq 4
sr 4 MORGUNBLAÐIÐ Auglýsingadagbók V l&UKÍf tí. Af hverju er ekki sama hvar sjfcma vindlategundin er keypt. Öllum ber saman um, sem reynt hafa, að vindlar sjeu bestir í Tó- hakshúsinu, Austurstræti 17, því þar er altaf jafn og nægur hiti, sem er skilyrði fyrir því að vindl- ar sjeu góðir. öll smávara til saumaskapar, á- «amt öllu fatatilleggi. Alt á sama stað, Guðm. B. Vikar, klæðskeri, Laugaveg 21. íslenskt Smjör á 2.50 per. % fcg., fæst í YerSlunin TTísir“. Jólalöberar, saumaðir og á- tpiknaðir, fást á Skólavörðustíg 14. Egg, nýkomin. Spaðsaltað kjöt. Hangikjöt. Kæfa. Sauðatólg. — Hannes Jónsson, Laugaveg 28. Appelsínur. Epli. Vínber. Hann- e® Jónsson, Laugaveg 28. 25 aura Bollapör. Kökudiskar. Áletraðir Postulinsbollar. Hannes Jónsson, Laugaveg 28. Harmonikur 17.50. Munnhörpur. Leikföng allsk. Jólatrje. Flugeld- af. Hannes Jónsson, Laugaveg 28. Nýkomið: Hattar, húfur, man- chettskyrtur, flibbar, axlabönd, sokkar, handklæði, nærföt, bindi- síifsi, vasaklútar. Ábyggilega ó- dýrast. Einnig, gamlir hattar gerð- ír sem nýir. Karlmannahattaverk- sttæðið, Hafnarstræti 18. Konfekt í fallegum öskjum til tækifærisgjafa, fæst í miklu úr- vali í Tóbakshúsinu, Austurstræti 17. Ágætar Sjómannamatressur. — Ödýrastar í Sleipni. Sími 646. Gljábrensla, nikkelering og all- ar aðrar viðgerðir á reiðhjólum í Örkinni hans Nóa, Laugaveg 20 A. Sími 1271. llllllllllll Vinm^lBiHliiiBí Múra innan ofna og eldavjelar. Set upp eldstæði. Ábyggileg vinna Fagmaður. Upplýsingar á Bar- ónsstíg 10, forst. uppi. þjer ætlið að kaupa: Postulínsvörur. Glervörur. Aluminiumvörur eða Barna- leikföng, þá gerið svo vel og athugið verðið hjá okkur áð- ur en þjer kaupið annarstað- ar. — Erum altaf að fá ný- jar vörur og ódýrari en áð- ur. — K. Bankastræti. Lægsta markaðsverð. Fsesf alls staðar á Islandi. I stundvíslega. Efni: Formaður flyt- ur erindi um Jól, eftir Einar Jóns son myndhöggvara. Áheit á Bókasafn sjúklinga á Vífilsstöðum frá E. S. kr. 5.00. Bókagjafir frá S. S. Arnarholti og J. J. Reykjavík. Kærar þakkir. Verslunarmannafjel. Reykjavík- ur heldur fund í kvöld kl. 8% í Kaupþingssalnum. Hr. Sighvatur Bjarnason bankastj. flytur þar er- indi um Styrktar- og Sjukrasjóð verslunarmanna í Reykjavík. — Sjóður þessi er orðinn töluvert yfir 50 ára gamall, og er ein af mikilverðustu stofnun verslunar- stjettarinnar. Öllum kaupmönnum og verslunarmönnum bæjarins er bcðið á fundinn, meðan rúm leyf- ir. — Hljómsveit Reykjavíkur. Mis- prentast hafði í blaðinu í gær nafn hins heimsfræga tónskálds IJaydns, og síðar í greininni á að standa „þrjú orkester-lög eftir“ o. s. frv. Það er einnig vegna mis- minnis ekki rjett, að forleikur fyrir ,,Töfraflautu“ Mózarts hafi ekki heyrst hjer áður. Hann var leikinn hjer af Lúðrasveitinni í fyrra, en þess betur njóta þeir hans nú, sem heyrðu hann þá. Þess skal getið, að aðgöngumið- a,r að aðalæfing hljómsveitarinnar, sem fer fram í kvöld (föstudag) kl. 714. í Nýja Bíó, verða seldir í clag í bókaversl. S. Eymundsens og við innganginn, ef þeir þá ekki verða upp seldir. Þeir kosta að- eins 1 krónu sætið. Samningar um Dagsbrúnar- kaupið ganga hægt. Hefir það taf- ið fyrir, að Jón Baldvinsson er á ferðalagi, en hann er einn í samninganefnd. 100 fundi hefir samninganefnd útgerðarmanna setið á þrem mán- uðum út af kaupgjaldsmálinu. Sýning Finns Jónssonar er op- in í síðasta sinni í dag. Henni verður lokað kl. 7 í dhg. Opin frá kl. 10. Útgerðarfjelaginu Alliance hef- ir verið leyft af byggingarnefnd að byggja þurk- og fiskgeymslu- hús úr steinsteypu, áfast við fisk- hús fjelagsins við Mýrargötu. — Stærð hússins á að vera 443,34 ferm. Á lóðinni er timburhús, 285 ferm. að stærð, og verður það rif- ið Gjafajtilboð Thorvaldsensfjelags ins. Um það var rætt á fundi fjár- hagsnefndar 1. des. Var engin* á- kvörðun tekin í málinu, en sam- þykt, að nefndin ætti tal við stjórn fjelagsins. Fjórar mjólkurbúðir voru Iög- giltar á síðasta bæjarstjómar- fundi, samkvæmt tillögum heil- brigðisnefndar. Ein frá Mjólkur- fjelagi Vatnsleýsustrandar, í Mið- stræti 6; önnur frá Alþýðubrauð- gerðinni á Grettisgötu 2; og tvær frá Brauðgerðarfjelagi G. Ólafssonar og Sandholt í brauð- sölubiið fjelagsins á Laugaveg 36 og Þórsgötu 17. Vilhj. Finsen ritstjóri var meðal fárþega á Lyra í gær. Myndaverk Einars Jónssonar. Bók með myndum af helstu lista- verkum Einars Jónssonar hefir verið prentuð í Höfn, og er henn- a,r von í bókaverslanirnar næstu daga. Er prentun og frágangur allur mjög vandaður. — Bókar- innar verður nánar getið. Nv póstkort, 1 25 tegundir af nýjum póstkortum, með íslenskum landslagsmynd- um eru nýkomin út. Þetta eru fegurstu póstkort sem bjer hafa sjest. Bestu jólakortin. Bókair. Sigfúsar Eymundssonar. Verslunarstúlkur. 2 stúlkur geta komist að í Tóbaks- og Sælgæ'tisverslun hjer í bænum, nú þegar. —■ Tilboð, merkt „Verslunarstúlka“, send- ist A.S.Í. fyrir kl. 7 annað kvöld. Trúlofun sína opinberuðu 1. þ. m. ungfrú Sigríður Pálsdóttir frá Þykkvabæ í Landbroti og Gunn- laugur Indriðason stud. mag. — Ennfremur María Ágústsdóttir cand. phil. og Sigurður Stefáns- son stud. theol. Bæjarstjómarkosning á að fara fram hjer í hænum 23. jan. n. k. Kosningin á að fara fram í Barnaskólanum, og verða kjör- deildirnar 16. Vjelstjórarnir. Sú fregn barst um bæinn í gærmorgun, að vjel- stjórarnir á togurunum hefðu samþykt að gera verkfall nú, þeg- ar átti að fara að hreyfa togar- ana. En sem betur fór reyndist sú fregn röng. Aðeins vildu vjel- stjórar ná tali af útgerðarmönn- um, áður en farið ýrði að lögskrá á skipin. Komu nefndir frá aðil- um svo saman, og samkomulag varð þar í öllum atriðum. Togaramir húast nú 'sem óðast til veiða. í gær var að mestu lögskráð á Tryggva gamla, Egil Skallagrímsson og Belgaum, og ætluðu þeir á veiðar í nótt, eða snemma í dag. í dag verður senni- lega skráð á Karlsefni, Njörð og Menju. Fara flestir togaramir út á ísfisksveiðar. Loftskeytamenn á togurunum voru í gærkvöldi að semja við útgerðarmenn um kaupið. Skodsborg, kolaskip, fór hjeðan í gær. „Dried fish and butter usually comprise the Icelanders dimier“ ; svofeld klausa stendur í blaðinu „Telegram“ í Toronto, Ontario, hinn 6. ágúst s. 1. Fontenay sendiherra hefir ný- jlega í „Geografisk Selskab“ í jllöfn, haldið fyrirlestur (með . myndasýningu) um Vatnajökuls- I ferð sína síðastl. sumar. PSZDKBHI <ap Vallastræti 4. Laugaveg 10 Heilsunnar vegna kaupið innpökkuð brauð. Framreidd, seld og afhent & hreinlegan hátt. Þar eð öll brauð eru pökkuð' inn strax eftir hökunina, koma þau hrein inn á heimilin, beint úr ofninum. Duglegui*f ábyggilegur og lipur versl- unarmaður óskar eftir atvinnu strax. Brjef merkt »Verslunar- maður leggist inn á A. S. í. fyr- ir mánudagskvöld. „Axel“, eftir sænska skáldsnill- inginn Esaias Tegnér, í ísienskri þýðingu eftir Stgr. Thorsteinsson. 2. útg., fæst á afgreiðsln Sunnn- dagsblaðsins. Aðeins fá eintök. Verð í bandi kr. 1.00. (Sama verð og fyrir stríðið). — Ágæt sænsk kvikmynd um sama efni og kvæð- ið fjallar um er nú sýnd í Gamla Bíó. Bókin er 64 síður og er í henni ítarleg æfisaga Tegnérs, samin af þýðandanum. Afgr. Sunnudagshl. er opin 4—7 dag- lega í Kirkjustræti 4. VÍKINGURINN. pað dró skugga yfir andlit Whackers læknis, og hann varð hugsi um stund. — Jeg hefi lesið hana. Og jeg þori auðvitað ekki að kaupa bátinn. Það mundi vitnast, og sektin er 200 pund fyrir utan fangelsisvist. Það mundi gera mig gjaldþrota. Það sjáið þjer sjálfur. — En þá er líka alt kafnað í fæðingunni, sagði Blood raunamæddur. — Það er ekki öll von úti enn, mælti Whacker. Jeg hefi nokkuð um þetta hugsað, og víst er um það, að sá maður, sem kaupir bátinn, verður að fara með yður, svo hann verði ekki krafinn til sagna á eftir. — En það vill auðvitað enginn með mjer fara nema fangarnir, fjelagar mínir, og þeir geta ekki gert meira en jeg. — Það eru fleiri en þrælar, sem haldið er föstum á þessari eyju. Það eru margir, sem hjer eru vegna ^kulda, og þeir mundu verða glaðir yíir því að fá að jfcomast hurtu. Jeg þekki einn náunga hjer, Nuttall heitir hann, og hann mundi taka því fegins hendi að komast hjeðan. — En það verður að sjálfsögðu um það spurt, hvernig skulda-fangi getur keypt hát. — Vitanlega. En ef þjer farið skynsamlega að, þá getið þið verið komnir óraveg, áður en nokkur verður var við það. Blood kinkaði kolli. — Pjer fáið peninga hjá mjer nú strax. Ef þjer verðið einhverntíma síðar meir spurður að, hvað þjer hafið fengið þá, þá svarið þjer því, að einn sjúkling- ur yðar hafi látið yður fá þá, en nafn hans megið þjer ekki nefna. Blood kinkaði enn kolli, 0g Whacker hjelt áfram: — Þjer verðið sjálfur að koma þessu öllu í kring við Nuttall. Hafið þjer alt til, áður en þið fáið bátinn, svo þið verðið allir á burtu áður en hægt <er að spyrja óþægilegra spurninga. Hafið þjer skilið mig? Það skorti ekkert á það, að Blood hefði skilið hann, og eftir klnkkustund var hann búinn að tala við Nuttall, og fá haun til þess að tafca þátt í flóttanum. Nuttall var skipasmiður, svo hann hlaut að verða einu . hinn gagnlegasti meðal bátshafnarinnar. En það var örðugra en við var búist að fá bátinn, Þrjár vikur liðu áður en fleytan fjekst. Eu þa skýrði Nuttall frá því, að hann hefði fengið hentugan hál; fyrir 22 pund. Sama kvöldið afhcnti Blood honum. peningana. Nuttall átti að gera út um kaupin svo* seint og unt væri daginn eftir °g koma svo bátnum um nóttina að hryggjunni, og þar átti Blood og fje- lagar hans að hitta hann og leggja síðan á stað í skyndi. Alt var undirbúið og til reiðu. Nuttall hafði falið- útbúnað ýmsan í skúrunnm, sem ensku og spönsku sjómennirnir lágu í. Þar var meðal annars 100 pund af brauði, tveir stórir ostar, ein tunna af vatni, nokkr- ar flöskur af víni, áttaviti, sjókort, loggglas, ýms smíða-ahöld og önnur nauðsynleg tæki. Sömuleiðis var alt tilbúið í litla fangaþorpinu. Hagtorpe, Dyke og Ogle höfðu samþykt að taka þátt í þessari djarflegu flóttatilraun, og átta aðrir höfðu verið valdir eftir rnikla umhugsuu og ranusókn. Þeúj

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.