Morgunblaðið - 08.12.1925, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 08.12.1925, Blaðsíða 6
MORGUNBLASIB ».». >..«..K_rtg_____.... J agiaw! ooooooooo < > o <x>o<x><>c><x><x><><xxk>xxxxxxx>o BiSjið um bilboð. Að eina heildsala. Selur timbur í stærri og smærri sendingum frá Kaupmannahöfn. — Eik til skipasmfða. Einnig heila skipsfarma frá Svíþjóð. P. □. 3acabsen 5 Sön. Timburverslun. Stofnuð 1824. Kaupmannahöfn C, Símnefni: Granfnrn. Carl-Lundsgade. New Zebra Code. ooooooooooooooooooooooooooo Kaffistell, Eldhússett 5 feg. Barnaleikfcing, lfatnsglös með skrautstöfum. Allir stafir verða til i miðri vikunni. ! Ei Bankastræti. virtur í ræðu og riti. Hra'kmenni eru nefnd mannhundar. og mörgu illu í eðli rnannsins líkt við eðli hundsins. Sýnir þetta athæfi manna vanþakklæti þeirra og flónsku, því hundurinn er hið göfugasta dýr, og vitur vel; mun tæplega mega finna illt innræti í hundum, nema þeim sje það kom- ið frá sjerstaklega illu og glæp- samlegu uppeldi illra húsbænda. Mjer hefir lengi verið í hug að rita nokkur orð um þetta leiða efni, vanþakklæti mannsins við hundinn og illa meðferð á hund- um, en nú kom mjer ný hvöt til þess að sýna lit á þessu; á jeg þar við grein, sem stóð í Morgunblað- inu 25. fyrra m^iaðar og nefnist: „Á hundavaði“; þar er atferli stjórnmálafífls og lýðskjalara líkt við atferli hundsins. Hygg jeg að ekki verði lengra gengið í þá átt að svívirða hinn trygga förunaut mannsins, og auk þess er þetta svo fjarri rökrjettri hugsun, sem mest íhá verða, og skal jeg benda á nokkur dæmi til þess að sanna það og taka dæmi í sambandi við Morgbl.-greinina. Stjórnmálafíflið er huglaust, I og -kann auk þess ekki að synda. Ekki þörir það að ríða á sund yfir nokkra sprænu, J?að verður því að krækja á vað, og kýs þá ávalt grynsta vaðið, bæði af þeim sökum að þar er minst hætta yfir að fara, og svo vegna þess, að þar fær það „mest gusað“, en það skiftir fíflið meiru máli en fiest annað. Hundurinn kann að synda, hann þarf því ekki að krækja langar leiðir á vöð; enda er hann hreinn og beinn að nátt- úru, og fyrirlítur króka og und- irferli stjórnmálaskálksins. En hundurinn kýs skemsta sundið, að öðru jöfnu komi slíkt ekki í bág við skyldur hans gagnvart húsbónda sínum. Hundurinn er allra dýra nægjusamastur. Hann krefst ekki annarð en góðs at- lætis og svo góðs fæðis að hann fái rækt störf sín fyrir húsbónda sinn, og skyldur sínar við hann. — Stjórnmálaskálkurinn og lýð- skjalarinn er hverju dýri þurfta- meiri og gráðugri, og raunar óseðj andi, og ánægður er hann ekki fyr en hann smjattar á síðasta blóð drojia hinna auðtrúa og fáráðu vesalinga, sem gangast upp við smjaður hans og skjallyrði; og sem í þakkarskyni leyfa honum að festa sogskálarnar á líkami sína. Þessi lýsing er jafnrjett á bændaföngurunum,* sem á smjöðr urum yerkamanna og sjómanna í þorpuín og kauptúnum. Nú þykist jeg hafa sýnt, hve fjarri það er öllu viti og rjett- * Þetta orð er hálfgerð vand- ræðaþýðing á danska orðinu „Bondefanger“, sem í Danmörku er raunar notað um skálka ann- arar tegundar en þá, sem hjer ræðir um. En orðið á vel við bændasmjaðrarana íslensku, og er ekki verra orð en orðið fálka- fangari, sem nota^, var v hjer á landi meðan þurfti. sýni að líkja stjórnmálafíflum og pólitískum bófum við hunda og 'háttu þeirra. En jeg leyfi mjer að benda á, að þetta er mjög svo óþarft. Til er ærinn fjöldi óþrifa- dýra, sem illa eru ræmd og að maklegleikum, tiJ þess að draga dæmi af til líkinga við kumpána þessa. Skal jeg nefna fáein og af handahófi, svo sem flatlýs og færilýs, blóðsugur og bavíana- skoffín og skonka, hýenur og há- merar; nenni jeg ekki fleiri að telja, en hverju þessara kvikenda fyrir sig og iðju þeirra má á marg víslegan hátt og með rjettum rök- um líkja við stjórnmálabófana og íýðskjallarana og hina skaðsam- legu starfsemi þeirra. Þetta mun þykja orðið all-langt mál, og tekur nú að styttast, en um hundahald og góða meðferð þeirra mætti rita langt mál, og væri veí gert, ef hæfur maður viidi inna það verk af hendi. Síð- an Hermann heitinn Jónasson rit- aði um hundahald í Búnaðarrit sitt hefir lítið verið vim það mál ritað af viti og þekkingu. En með þessari grein ætlaði jeg að bera blak af hundunum og þykist hafa gert það. Þeir munu vera rjett- lausir eða rjettlitlir gagnvart vanþakklæti mannanna og sví- virðingum, og allir eiga þeir ó- s'kilið mál, þegar um þá er rætt, eins og í Morgunblaðsgreininni. Jeg hefi átt allmarga hunda, frá því jeg var barn, og voru þeir mjer hinir trúustu, og einatt leið- togar á ferðalagi, þegar jeg kunni ekki veg minn fyrir snjó- sorta og náttmyrkri. Gerist einhver til þess að líkja stjórnmálasnápum slíkum, sem um ræðir í Morgunlaðsgreininni við einhvern þeirra hunda, ætla jeg að lögsækja þann mann til sekta, og reyna að fá því slegið föstu fvrir dómstólunum, hvort víta- laust sje eða ekki að sverta og óvirða göfug dýr eða minningu þeirra. Ritað í des. 1$25. Árni Árnason (frá Höfðahólum). Bechstein-Piano-Flygel. Ótal verksmiðjur um allan heim starfa eingöngu að framleiðslu hljómfagurra hljóðfæra, sem með fögrum tónum og vönduðum frá- gangi sínum geti fullnægt öllum kröfum hinna listnæmustu og færustu Piano-leikara. Úrvals Píano eða Flygel er venjuleg- ast- kærasti hluturinn á hverju heimili; hann er til ómetanlegr- ar nautnar þeim, sem hann hand- leikur og öllum öðrum til ánægju. Sumar af verksmiðjum þessum eru og hafa lengi verið heims- frægar. Nöfn þeirra hafa löngum verið besta trygging fyrir því, að einmitt hljóðfæri þeirra' væru hin allra bestu að liljómfegurð og hljómstyrk, og loks hin endingar- bestu. Hinar allra bestu og fræg- ustu verksmiðjur eru ekki marg- ar. Ein liin allra fremsta og besta þeirra er Bechstein-verksmiðjan í Berlín. Aðaleinkenni á hljóðfærum henn- ar er hið fagra og mikla hljóm- magn þeirra, og hinn undurblíði, mjúki hljóðhreimur, sem einkenn- ir þau frá mprgum Öðrum hljóð- færum, þó góð megi þau heita að öðru leyti. — Bechstein-hljóðfærin' skara langt fram úr hinum og eru mjög lítið eða engu dýrari, þegar á alt er lit.ið, Bechstein Pianoin hafa hljóm- magn og hljómfegurð fullkomlega á við ágæt stofu-Flygel, en taka þó ekki upp meira rúm í stofu en venjuleg Piano. pau eru því afarhentug og hin mesta prýði á hverju heimili. Öll Bechstein-hljóðfæri eru svo lipur og ljett í áslætti, að hvert barn á auðvelt méð að leika á þau, og þau eru svo vönduð að öllum frágangi’, að bÖrnin skemma þau ekki; þau þola árum saman hinn þunga áslátt listamannsins og eru jafngóð eft.ir, þegar önnur lakari hljóðfæri og ódýrari fyrir löngu eru uppslitin. Á. Th. Jólaverðið byrjað. T. d. gylt postulinsbollapör með 20% afslætti, 12 manna kaffistell frá kr. 25.00, diskar, djúpir og grunnir o. fl. Versl „ÞÖRF“, IJverfisgötu 56. Sími 1137. Lítið inn á meðan úr nógu er að velja. Fataefni í miklu úrvali. Tilbúin föt, heima- saumuð, fár 75 kr. Manchett- skyrtuefni. Skyrtur saumaðar eft- ir máli. Regnfrakkar frá 50 kr. Andi'jes Andrjesson, Laugaveg 3. Snjöll hugmynd. Svíi einn, Jean de Mare að nafni, á söngleikhús eitt í París Ilann hefir nýlega fengið svo snjaila hugmynd, að hann er tal- inn að græða offjár. — Hann fann upp á því, að láta söng- stúlkur leikhússins vera alklædd- ar. Þetta er svo nýstárlegt að aðsóknin að leikhúsinu er gífur- leg. Plokkur ungra Pæreyinga, karla og kvenna, hefir undanfar- jð verið á ferðalagi um Noreg, til þess að sýna þar færeysku dansana. Hafa ungniennafjelögin í Færeyjum gengist fyrir förinni. Formaður fjelaganna er Páll Patursson, son.ur Joannesar Pat- urssonar kongsbónda. Páll var hjer við nám um tíma, fyrir nokkrum áruni. VÍKINGURINN. — Nei, jeg fullvissa yður um, að þau þekti jeg ekki. — En þessi tilkynning var bírt síðasta janúar. — Jeg — jeg —- er — ekki — læs, stamaði Nuttall. — En nú hefi jeg látið yður vita það. Og fyrir miðdegi verðið þjer að vera komnir á skrifstofuna með hin fyrirskipuðu 10 pund. „ Nuttall var þakklátur í hjarta síriu fyrir það, að hann var ekki spurður meira. En þó vissi hann að ekki var öllu lokið. Það versta var eftir. Hann bölv- aði þeirri stundu, sem hann hafði látið tilleiðast að taka þátt í flóttatilraun Bloods. Nú yrði hann ef til vill hengdur, eða minsta kosti seldur eins og fangi og brennimerktur. Ef hann aðeins hefði þessi 10 pund, gat þó verið, að hann slyppi. En hverníg átti hann að fá þau fyrir miðdegi. Nuttall hljóp á stað í þeim erindum að hitta Blood. Hann hljóp götu úr götu, og spurði alla, hvort þeir hefðu ekki sjeð Blöod. Hann sagðist vera veikur. Og hann var þannig útlits, að menn trúðu því. En enginn hafði sjeð læknirinn. Loks ákvað hann að fara upp að ökrum Bishops óbersta, og vfta hvort hann hittí ekki Blood þar. Ef það lánaðist ekki, ætlaði hann að reyna að ná tali af Pitt, og biðja hann uin skilaboð til Bloods. Rjett um þetta leyti fór Blood frá landstjóranum. Honum hafði nú tekist að lina svo þjáningar hans, að hann gat farið heim. Ef ýms ófyrirsjáanleg óhöpp hefðu ekki komíð fyrir, mundi hann hafa verið heima á undan Nuttall. Og þá hefði verið komið í veg fyrir margskonar óþægindí. En töfin, sem Blood varð fyrir, var aðallega ungfrú Arabellu að kenna. Þau mættust við hliðið Ji liinum gífurlega skraut- lega garði óberstans. Arabella var ríðandi, og varð mjög hissa, að sjá lækninn sömuleiðis ríðandi. —- Góðan dag! mælti Arabella glaðlega, Það er alt að því mánuður síðan jeg sá yður síðast. -— Nákvæinlega 21 dagur, sagði læknirinn, jeg hefi talið tímana. — Jeg var farinn að halda, að þjer væruð dauður. — Þá má jeg þaklsa yður fyrir sveiginn. — Sveiginn? — Á kistuna mína. — Getið þjer aldrei talað í alvoru? spurði hún og leit ásakandi á hann. •— Sumir verða stundum að hlægja að sjálfum sjer, annars sturlast þeir. En það eru, því miður, ekki margir, sem sjá þett-a, og þessvegna eru svona marg- ir brjálaðir menn í veröldinni. — Þjer getið hlegið að sjáífum yður eins og yður

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.