Morgunblaðið - 06.01.1926, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 06.01.1926, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Þnrkaðir ávestir Epli, Ferskjnr, Blandaðir áveztir, Rnreimnr, Sveskinr, Rnsínnr, Fíkjnr. mmummmummmmmmmmmammmmamammummammmmmmmmmmmmmammMmmmmmmmmmmmmmmmammmmmummmmmmmmm Heilbrigðistíðindi. Heilsufarsfrjettir. Taugaveikin á Vesturlandi. Engin ný tíðindi. Hjeraðslæknir á ísafirði telur taugaveikisfarald- urinn í sínu hjeraði „alveg um garð genginn". Einn sjúklingur Ijest af afleiðingum veikinnar (hjartabólgu). Yfirleitt gott heilsufar á Vest- urlandi. Mislingarnir á Akureyri. 25 heimasveinar í gagnfræða- skólanum liggja í mislingum. — Annars gott heilsufar þar nyrðra, símar hjeraðslæknir á Akureyri. \ BamaveiM í Reykjavík. Átta hafa veikst alveg nýlega, — eiga heima á Njálsgötu, Berg- þórugötu og Óðinsgötu. Veikin er væg, segir hjeraðslæknir, og all- erfitt sem stendur að greina hana frá vanalegri hálsbólgu, sem tals- vert er um í bænum. Kvefsóhtin á Suðurlandi. heldur enn áfram. Þung er hún ékki. Þó hafa nokkrir sjúklingar, einkum börn, fengið lungnabólgu upp úr kvefinu. Læknar telja heilsufar yfirleitt gott. Hjeraðslæknarnir í Hafnar- firði og á Akranesi segja t. d. báðir óvenju lítið um veikindi, eftir þvi sem vant er að vera á þessum tíma árs. 4. jan. 1925. G. B. Húsin við götuna. Vitleysur mega menn gera, en þeir mega ekki byggja þær. Goethe. } Ef vjer sæjum stólum raðað niður við stórt matborð og hver istólinn væri öðrum ólíkur að •Btærð og efni og útliti, einn væri Wí$f* % Mikið úrval af verulega góðum weirarfrökkum og regnfrökkum .gríðarhár en aðrir minni alt niður í lítinn barnsstól, þá myndi flest- um þykja þessi samtíningur ósmekklegur og fara illa við borð- ið. Ef einn stóllinn væri fyrir- ferðarmikill hægindastóll, annar klæddur skinni, þriðji klæddur dúk, fjórði væri úr grönnu gljá- fægðu mahóní, fimti luralegur eikarstóll, sjötti úr óbrotnum furufjölum, o. s. frv., þá myndu fiestir undrast slíkan hrærigraut, en ljótastur yrði hann þó, ef ólík- .ustu stólarnir stæðu saman, sá hæsti hjá þeim lægsta og sá grensti við hliðina á þeim lura- legasta. Um þetta myndu nálega allir ' sammála. En hvernig ættu þá stólarnir að vera? Flestir myndu telja það viðkunnanlegast, að hafa þá alla af sömu gerð, nema ef vera skyldi að stólar húsbænd- : anna bæru að einhverju leyti af hinum, en hefðu þá sama svip. Þó ólíku sje saman að jafna, gildir svipuð regla um húsin við 'götur vorar. Það fer illa á þvx, að þau sjeu mjög sundui'leit, og .vmikill munur á hæð þeirra, gerð i og útliti. Sumir vilja jafnvel hafa þau öll eins, líkt og stólana, og 'telja það fara best. Þó er þetta hæpið, því flestir vilja að sitt hús sje að minsta kosti svo frá- brugðið hinum, að það sje auð- þekt án þess að gætt sje að götu- númerinu. Þá er og smek'kur manna svo misjafn, að flestir kjósa einhverja tilbreytingu eftir sínu höfði eða sínum sjerstöku þörfum. 1 Yfirleitt má gefa þá reglu, að húsin við hverja götu eigi að hafa sömu hæð, vera helst úr sama efni, hvort sem það er steypa eða timbur, hafa líkan svip, en þó svo mikla tilbreytni, að hvert hús sje sæmilega auðþekt, annaðhvort af gerð sinni eða umhverfi. Á þenn- ian hátt verður heildarsvipur göt- únnar rólegur og fagnr. Ef nauð- syn ber til þess að skifta um (hæð hxisa í sömu götu, fer best á því, að það sje gert á gatna- mótum, þar sem þvergata liggur inn í götuna, og sje þá hæðar- breytingin hvergi meiri á nábúa- húsum en sem svari einni hæð. iBrunagaflar mega auðvitað ekki sjást í fullbygðri götu. Ef nú er spurt, hvort vjer höf- uxn farið eftir þessum einföldu og auðskildu reglum, þá þarf ekki annað en líta á Reykjavík. í mörgum götum ægir saman hús- um svo ólíkum sem fre'kast má. Við hliðina á einlyftum timbur- ihúsum rísa upp stór steinhús, og ,hingað og þangað gnæfa marglyft stórhýsi, hátt upp úr húsaröðinni með eyðilegum, heiðnum bruná- göflum. Skárstar eru jafnvel sum- ar gömlu göturnar, þar sem lítið !,er um ný hús. Að nokkru leyti má bera í bætifláka fyrir þetta, því ekki verður allskostar komist hjá slíkri ringulreið í bæjum, sem vaxa liratt og eru að hafa fataskifti. pessi afsökum gildir þó ekki um .nýbygðu húsin sum og jafnvel 'heilar götur hjer í Reykjavík, 'sem eru nýbygðar eða hálfbygð- |ar. Víða eru húsin þar ærið sund- ^iirleit og sitt með hverjum svip. Sumstaðar er og geysilegur mun- ,ur á hæð nýbygðra húsa, sem standa hvort hjá öðru. Það er ekki lítil ábyrgð, sem hvílir á bygginganefnd bæjarins í þessum efnum, því ekki er hlaupið að því að lagfæra heil hverfi eða húsaraðir; sem bygðar eru úr steinsteypu, ekki síst ef loft og gólf eru úr járnbentri steypu. Líklegast er, að slík hús standi öldum saman sem talandi vottur um smekk eða smekkleysi þeirrar kynslóðar, sem bygði þau. G. H. Besta sðkhnlaðið er Heildsölubirgðir hefir Eiríkur Leifsson, Reykjavík. Þeir byggja sjálfir í Árs. Stefán Stefánsson læknir í Árs á Jótlandi skrifar mjer í brjefi: „Byggingamálið er þá á dag- skrá heima eins og hjer. Hjer í Ars er þó nóg af bústöðum. Verkamennirnir byggja sjálfir, það er að segja, að þeir vinna að því í frístundum, steypa se- mentsteina og múra úr þeim. Þeir ;verða helmingi ódýrari en múr- steinar, því alla vinnu við þá verður að borga. Ekki held jeg þó, að þessi hús sjeu eins hlý og 'holl og múrhúsin." 1 Þessi stefna ryður sjer hvar- yetna til rúms síðustu árin, enda er ‘hún eina úrræðið til þess að færa verð húsanni niður, svo fá- tæklingar hafi efni á að búa í þeim. Hinsvegar er það ekki und- arlegt þó húsin verði köld í Ars. Þau eru gerð úr tvöföldum, þunn- um steypuveggjum með engu 'tróði, en steypuveggir verða ætíð helkaldir nema að þeir sjeu ræki- lega fóðraðir með hlýju efni, eða ríflegt tróðlag milli veggja. G. H. NOKKUR ORÐ UM FISKIVEIÐAR VIÐ ÍSLAND. Eftir Sveinbjöm Egilson. II. Er hætt við, að fiskþurð verði hjer við land? Þeirri spurningu eru togara- skipstjórnarnir íslensku færastir . að svara. Þeir eru á veiðum mest- an ársins hring, eru athugulir menn, leita á mörgum fiskislóð- um og eiga þannig hægast allra með að gefa gaum að, hvernig Yiskur hagar sjer. Mörg ár eru liðin síðan Vída- línstogararnir stunduðu botn- vörpuveiðar í Faxaflóa, en þeir menn lifa þó enn, sem muna, að við nálega hvern vörpudrátt var 30—40 skóflum af seyðum mokað útbyrðis, og .munu flest þeirra hafa drepist. Okkur er kent á barnaökólum, að úr þorsk- og annara fiska hrognum komi seyði, sem síðan vaxa og verði að lokum full- þroskaðir fiskar. Einnig er okkur sagt, að í þorsgotu sjeu mörg hundruð þúsund egg (korn) og að hvert af þeim geti orðið að fullþroska fiski, sjeu þau ótrufl- uð, þar sem öll skilyrði hjálpast iað, að svo megi verða.í tali manna meðal er fullyrt, að í einni þorsk- gotu sjeu ein miljón egg, en um það er ekkert sagt hjer fyrir víst. Á vetrarvertíðum eyðileggjast hrogn og verða óhæf til ætlun- arverksins, þótt þau oft liafi bætt í búi hjá mönnum, sem leggja gotu inn í verslanir, og eyðilegg- ing þessi er mikil. Eyðileggingu hrogna og ungviðis verður að reikna með billjónum árlega, en hvað er billión? Sem börn lærum við að nefna þá tölu og einnig, að hiin er sltrifuð einn með 12 núllum fyrir aftan, eða millión sinnum millión. í almennu ári eru 31.536.000 sekúndur, en ein billión sekúndur eru rúm 30 þús- und ár. Billión er því stór tala, og fari billión þorskeggja að for- görðum árlega, auk þeirra seyða, sem drepast og aldrei ná þroska- stigi, þá má mikið vera, ef sú mikla upphæð ekki dregur úr; —- ekkert er þó fullyrt hjer, aðeins •leyft sjer að hugsa. Afli togarar 200 þús. fiska að meðaltali hver yfir vetrarvertíð, og segjum að tíundi hver fiskur sje hrognfiskur, þá drepur hver togari öll þau egg, sem 20 þús. fiskar hafa í sjer; og sjeu togar- ar 40, þá fara egg að forgörðum úr 800 þús. fiskum. Hve mörg fiskaefni er í þeim fiskum, ættu náttúrufræðingar að geta leyst úr; en sje nokknð að marka töln þá, sem við stnndum heyrum nefnda miUíón fiskaefna í, hrogn- fiski, þá varóur talan 800,000,00(;, 000 Þetta yrði aðeins hjá íslensku togurunum, eins og tala þeirra er nú, og auk þeirra eru mótor- bátarnir; en ,;vo safnast hingað á fiskimiðin um hrygningartím- ann — ca. 100 færeyskir kútfar- ar, þýskir, frakkneskir, hollenskir og enskir togarar svo hundruðum skiftir, og a.lli*' leggjast á eitt að drepa þorsk, og um leið eyði- leggja þeir hrogn og ungviði, og verði nokkur áætlun gerð um tölu þess, sern eyðilagt er, þá verður að reikna með billiónuni, þótt tala sú sje gífurleg. Spurningin verður því sú: Get- ur kynið haldist við með slíku drápi? Hve langt er þangað til að menn verða þess varir, að dráp á ungviði og eyðilegging hrogna, sem nemur billiónum, koma í ljós, því talan er svo stór, Betri sjón, — meiri ánœgja Gleraugun verða að vera nákvæmlega sniðin eftir hæfi yðar. Það fáið þjer í Laugavegs ApótekE, sem er fullkomnasta sjóntækjá- verslun hjer á landi. senv efftir eru verða seldar með miklum / afslætti. Eilll Imliti. Saumavielar! Ágætar, bæði stignar og hand- snúnar, sömuleiðis grammófónar o. m. fl. alt með gjafverði. Lítið inn á Lausafjár- og fasteignasöl- una á Laufásveg 5. Opið kl. 7—8y2 s. d. Fyrirliggjandi: Epli í kössum. Nokkrir kassar óseldir. I. BFPÍ Símar 890 og 949. Fyrirliggiandi: Hið viðurkenda, norska Landsöl. Hjalti Bjömsson ‘Jk Go. að hún hlýtur að segja til síni fyr eða síðar, og ár frá ári er hert á drápi og eyðileggingu, þar sem skipin, sem stunda veiðar, verða æ fleiri, sem ekki er aS furða, þar sem í blaðagreinum og öðru er nálega skorað á útlend- ínga að koma hingað og færa sjer gullnámuna í nyt. Framh.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.