Morgunblaðið - 13.03.1926, Side 2

Morgunblaðið - 13.03.1926, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ MaHS| Strausykur, Florsykurf UmsöEmlr um styrk úr minningarsjóði Sigríðar Thóroddsen, sendist ásamt læknisvottorði, til stjórnar Thorvaldsensfjelagsins (Thorvaldsens- basar) fyrir 25. þ. m. Reykjavík, 12. mars 1926. Stjórnin. ■■ Ut nr ógongnnnm. Eftír Guðm. Hannesson prófessor. II. Kostirnir, sem um er að velja. Heimurinn er nú orðinn gamall í hettnnni o" menn hafa flest reynt, en í rann og veru hafa aðeins fundist þrenskonar stjórn- skipulög: einveldi, fárra manna stjóm og múgstjórn. Og það er ekki líklegt að neitt splundurnýtt skipulag verði fundið. E i n v e 1 d i kalla jeg það stjórn- skipulag, þegar heita má að einn maður ráði öllu, hvort sem hann er nefndur konungur eða ekki. Svo var þetta t. d. um Alexander mikla, Pjetur mikla, Napoleon og Lenin. Þctta skipulag ryðnr sjer allajafna til rúms, þegar mikil- menni koma upp úr kafinu og við því verður aldrei sjeð. Það er eins og þau dáleiði alla og vefji þeim um fingur sjer, hvort sem það verður þjóðinni til góðs eða ílls. Oftast er einveldið skamm- líft og fer í gröfina með mann- inum, sem kom því á fót. Það er undanteknir.g, sem ekkert verð- ur bygt 4, ikemur af sjálfu sjer, án þess .að við verði gert, og hverfur, þó allir vildu halda í j>að. Um múgstjórn er svipað að segja. Hún getur hvergi þrif- ist á vorum dögum, nema að litlu leyti í borgum. í stað hennar hef- ír fulltrúastjórnin, þingrœðið komið, en það er í raun rjettri stjórn fárra manna. Jeg spurði eitt sinn fróðan mann í Danmörkn undir hve mörgum mönnum úrslit eins stórmáls væru komin. Hann nefndi þrjá menn og sagði, að «vo framarlega sem þeir fjellust á að ráða fram úr málinu á á- kveðinn hátt, þá væri því áreið- anlega borgið. — Svo fáir menn hafa töglin og hagldirnar í þing- ræðislöndunum! Það er þá aðeins um eitt stjórn- skipulag að gera: stjórn f á r r a m a n n a . Annað getur ,ekki komið til tals! Allt veltur á því, með hverjum hættj slíkt stjórnarfar verði álitlegast. Þetta er þó ekki svo einfalt sem það sýnist, því fárra taanna stjórn getur verið með fleirum hætti en einum. Vjer ketum ekki sloppið hjá því að athuga þetta nánar, en til þess að gera málíð sem einfaldast nefni jeg aðallega þrjú dæmi: höfðingjastjórn, full- trúastjórn og úrvalsstjórn. 1. — 1 hreinni höfðingja- s t j é r n (aristokrati, bestu manna stjórn) eru völdin venju- lega að mestu leyti í höndum ! konungs og aðals, og ganga að , erfðum. pó er oftast svo, að auð- | menn og fræðimenn (æðstu em- (bættismenn) hafa talsverða hlut- deild í stjórninni. Þetta er æfa- gömul stjórnarskipun og sýnist j vera ódrepandi, því enn er það álit. margra ágælismanna, að kon- ungsstjórn sje besta skipulagið. 'Höfðingjastjórnin hefir því reynst tiltölulega vel, þrátt fyrir ýmsa | galla. K o s t i r þessa stjórnarfars eru einkum þeir, að stjórnin er sterk og stefnuföst, á auðveit með all- ar framkvæmdir. Deilur eru að jafnaði litlar og flokkadrættir. TJppeldi valdhafanna er óvenju- iega gott og niiðað við það, að þeir taki við stjórn og völdum. Kostur er það og, að þeir eru nálega ætíð fjárhagslega sjálf- stæðir, ef ekki auðugir. 1 hönd- um mikilhæfra manna er þetta stjómarfar öflugt og ágætt. Gallar eru ekki fáir: Vald, sem gengur að erfðum, hlýtur oft að lenda i höndum miður hæfra manna. Stjórnin er nálega 'eftirlitslaus, hættir til sjerdrægni og kyrstöðu, eða jafnvel kúgunar, þegar verst lætur. Þá verður naumast lijá því komist, að mik- ið djúp verði milli valdhafanna og almennings, að þeir verði ó- j kunnugír þörfum hans og högum, en af því leiðir aftur, að jafnvel I jrjettmætar óskir og kröfur al- ■ jmennings eiga erfitt uppdráttar. Hætt er og við því, að góðir starfskraftar, er vaxa upp í lægri ^ stjettunum, notist ekki. Þó hafa Englendingar bætt úr því á þann j hátt, að framúrskarandi mönnum. úr öllum stjettum er veitt aðals- tign og sæti á þingi. 2. Fullt'rúastjórn er oft- ast á vorum clögum þingræðis- stjórn. Jafnvel vitrustu menn hjeldu að þetta stjórnarfar va^ri fvrirmynd, bæð; rjettlátt og nota- gott, því völdin hlytu að lenda í höndum úrvalsmanna úr öllum stjettum, sem bæði settu þjóðar- haginn ofar öllu og hefðu úr mik-1 illi þekkingu að spila. Því miður hefir þetta reynst á annan veg. K o s t i r fulltrúastjórnar eru ótrúlega fáir, þegar hún hefir náð fullum þroska og er ein um hit- una.*) Jeg met þann mest, að almenningur á auðvelt með að segja til sinna meina og þarfa, þó erfiðlega gangi það - oft að fá úr þeim bætt. Þann tel .jeg næst- an, að stjórnin hefir talsvert eft- irlit og aðhald frá andstæðing- unum og oft er það dregið frarn í dagsbirtuna, sem miður fer í stjórnarfarinu. Sumir telja það mikinn kost hve auðvelt sje að steypa stjórninni, en lítið verður úr honum þegar þess er gætt, að engin trygg'ing er fyrir því, að j betri stjórn komi í hennar stað. jYonin um, að hestu og hæfustu menn þjóðarinnar sætuáþingi og í völdum, hefir brugðist að mest i leyti erlendis. Þessir og þvílíkir gallar hafa gert |það að verkum, að hrein höfð- •ingjastjóm getur illa þrifist er til lengdar lætur, síst á vorum dög- ^um. Yald konungs og aðals hefir verið takmarkað á ýmsan hátt. p > stjórnin. Svo er og um lestiná. Aftur er að sameiginlegl, með báðum, að gallarnir eru þyngri á, metunum en kostirnir, ef vel er gáð að, og hvorugt skipulagið álitlegt til frambúðar. Þó vjer nú athuguðum aðrar tegundir af stjórn manna, t. d. fræðimannastjórn (em- bættismanna) og a u ð m a n n a - s t j ó r n , þá yrði sama. uppi á teningunum: sjerstakir góðir kost- ir, en eigi að síður ekki nægir til þess að vega móti göllunum. Munu flestir sammála um þetta, sem gefa sjer tíma til þess að athuga kosti þeirra og lesti, eðá gá vel að dómi sögunnar. Ef ein- hver kynni að halda, að fáta'k- lingastjórn („alræði öreiganna“) vau-i þi'anta úrræðið, þá er því að svara, að jeg veit engin dæmi slíkrar stjórnar, ekki einu sinni í Rússlandi. Og það þarf mi'kla trú il að halda að: „Þeir sem aldrei þektu ráð, þeir eigi að bjarga hinum.“ I Það mun fara svo fyrir öllum, sem vilja um þessi mál lingsa, a’ð þeir verða á einu máli um það, að engum sjerstökum f 1 o k k i manna eða stjett sje alskostar trúandi f y r i r 1 a n d s s t j ó r n, o g s í s t pólitískum f 1 o 'k k i. Ölluin hættir þeim til, „að hlynna að sjer og sínum ,mönnum“ — á annara kostnað, öllum að sjá það best sem næst sjer er. Þetta er óumflýjanleg afleiðing af mann- legum breyskleika og ófullkomleg- leika. Frh. höfðingjastjórn hafi haldist í jmörgum ríkjum t. cl. Englandi, þá j.er hún ekki lengur ein um iiit- una, eins og var t. d. í.Egypta- landi á dögum Faraóanna. G a 11 a r á þingræðisstjórn eru taldir áður. Stjórnin er alla jafna veik og völt, stefnan reikul, æs- ingar og flokkadrættir óumflýj- anlegir, flokkshagur situr ætíð í fyrirrúmi, eyðsla verður mikil og skattar háir. Margskonar spilling fvlgir þessu stjórnarfari. Það getur naumast dulist nokkr- um, sem þe'kkir til þess hversu þingræðið gefst í flestnm lönd- um, að það er á fallanda fæti. Gallarnir eru að vaxa mönnitm vfir höfuð og svo grípa menn í vandræðum til harðstjórnar eða höfðingjastjórnar, eins og sjá má í Suðurevrópu um þessar rnundir. Yið samanburð á þessum tveim stjórnskipulögum er það augljóst, að hvert hefir sína kosti og sína lesti. Hö'fðingjastjórnin hefir þannig alt aðra kosti en fulltrúa- Heilræði Ólafs Friðrikssonar Árið 1910 dvaldi Ólafur Frið- riksson í Kaupmannahöfn og skrifaði þá í Eimreiðina : „Um fjárhag vorn og framtíð“. Þar *) Jeg spurði nýlega einn vm minn, embættismann, sem ætíð lófar lýðveldið, hverja aðalkosti hann teldi þingræðið hafa. Hann nefndi tvo, og var annar mjög vafasamur. Fleiri fann hann ekki í svip, hversu sem jeg spurði! stendur, meðal annars, þetta: — .... Að vísu er kaupgjald svo hátt á sumrin, að það nægir — eða ætti að nægja, ef sparsemi þektist á íslandi — allri alþýðu, eða að minsta kosti þeim, sem í kauptúnum búa, til þess að kaupa fyrir nauðsynjar alt árið. En það gerir helclur ekki betur, svo þó atvinna sje góð á sumrin, þá jest upp arðurinn af henni á vetrin, er menn eru atvinnulausir. Flest- ir eru því jafnfátækir á vorin, eins og þeir voru áður, áður en atvinna byrjaði. Það er gamla sagan um mögru kýrnar, sem átu þær feitu, án þess að fitna. Það er því mjög mikilvægt fyr- ir framtíð þjóðarinnar, að unnið sje bæð; vetur og sumar, og jafrr vel þó að menn hefðu ekki meira upp úr vetJarvinnunni en fæðið, .... því iðjuleysið gerir menn lata og venur á ýmsa ósiði. Þess vegna finst mjer líkur til þess, að mönnum mundi hollara að hafast eitthvað að — jafnvel ein" göngu vinnunnar Vegna. Hvað gegir Ólafur Friðriksson nú? Verkamaður. Sölgleraugu mikið úrval frá 1 kr. Ávalt bestar vörur og lægst verð í Laugavegs Apóteki. 2 krónu það sem eftir er seljast íyrir I fer. í dag. Dansheftin fyrir 50 aura. Nokkuð eftir af klassiskum lögum á 25 anra. Munið: síðasti dagur í dag. Hljóðfærahúsið. )) Haimw í Qlsem ((if Anuezlðsknr Töskur, sem rúma 10 sinnum meira en fer fyrir þeim. — Mjög hentugar. — Verð frá kr. 3,50 til 6,25. Hlullers badker úr olíubornum dúk, mjög ■þægileg við þvott á smá- börnum; kosta aðeins kr. 9.00. Reynið þau. UORUHÚSie riim |{cj verður selí fyrir EiáSfftfirði. Eilil imiliti.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.