Morgunblaðið - 13.03.1926, Síða 4
' 4
MORGUNBLAÐIÐ
Viðskifti.
Upphlutasilki er hvergi betra nje
ódýrara en á Skólavörðustíg 14.
Fersól er ómissandi við blóð-
leysi, svefnleysi, þreytu, óstyrk-
teik og höfuðverk. Fersól eykur
kraft og starfsþrek. Fersól gerir
líkamann hraustan og fagran. —
Fæst í Laugavegs Apóteki.
Spaðkjöt og baunir. ísl. Kart-
öflur og Gulrófur. Smjör 2.50 ^
3tg. Egg. Ódýr sykur. Hannes
Jónsson, Laugaveg 28.
Aluminiumpottar nieð tækifær-
isverði: Katlar 1.50. Ýmsar ódýr-
ar vörur nýkomnar. Hannes Jóns-
son, Laugaveg 28.
Allar tegundir af Húsgögn-
«m fáið þjer í Húsgagna-
Tersl. Áfram, Laugaveg 18;
þar fáið þjer einnig bólstruð
Iiú^sgögn og hina þjóðfrægu
legubekki (dívana).
Tilkymiingar.
Stehkar og veikar, dýrar og
ódýrar, góðar, betri og bestar
eru reykjarpípurnar, sem fást í
Tóbakshúsinu, Austurstræti 17.
Vinna.
Sauma kven- og barnafatnað
eftir nýjustu tísku. Sníð og máta,
ef óskað er. Bergstaðastræti 42.
Sími 1408. Sigríður Heiðar.
Prjón er tekið á Spítalastíg 2,
nppi.
Ungur og efnilegur piltur getur
fengið að læra húsgagnasmíði. —
Einnig óskast sendisveinn á sama
stað. A.S.Í. vísar á.
Tapað. — Fundið.
Fiskur í óskilum. A.S.Í. vísar á,
Húsnæði.
Barnlaus hjón óska eftir íbirð,
3 herbergi og eldhús, frá 14. maí.
' Tilboð, merkt „3 herbergi", send-
ist A.S.f.
legu strandferðum, vegna þess að
það yrði altof stórt til þess að
koma inn á „víkur og voga“.
Næstur honum tók til málsJón
Sig. Taldi hann flm. „breytingar-
tillögunnar“ fa,ra miður lieppilega
að ráði sínu, því þeir færu hjer
nieð fleyg í vinsælt mál. Allir
væru samdóma um framlag til
kæliskips, en það væri vitanlegt,
að skiftar væru skoðanir um,
hvernig bæta ættj strandferðir.
Karp stóð um inálið alt að 3
klst. og tóku margir til máls.
Atvinnumálaráðherra skýrði frá
því, að Emil Nielsen áljti, að
strandferðaskip eins og það sem
hjer ræðir um, myndi eigi kosta
innan við hálfa miljón króna. —
Hjer væri auk þess eigi um fram-
lag að ræða í eitt skifti fyrir öll,
því reýnslan sýndi, - að útgerðin
myndj kosta 150 þús. kr. á ári.
Strandferðaskips „breytingartil-
lagan“ var feld með 14 atkv.
gegn 13. Af Framsóknarmönnum
var Kl. J. einn á móti tillögunni,
og lýsti því yfir áður, að hann
af fjárhagsástæðum sæi sjer ekki
fært að vera með henni, enda
hefðu samgöngumálan. » beggja
deilda ekki sjeð sjer fært að ráð-
ast í þetta, eins og stæði.
Sennilega verður ástæða og
tækifærj til þess að víkja að
þessu máli síðar.
SÍÐUSTU SÍMFREGNIR.
Bindindismál Norðmanna.
Símað er frá Ósló, að á kristi-
legum fundi, sem allir bisltupar
landsins tóku þátt í, var ákveðið
að styðja bindindisstarfsemina
þannig, að taka þátt í starfsemi
fjelagsins Folkets Ædrueliglíeds-
raad. — A sama fundi kom fram
frv. um að banna alla ónauðsyn-
lega umferð á sunnudögum, leik-
sýningar og hverskonar skemtan-
jr. Frumvarpig var felt.
D A G B 0 K.
Messur: í Dómikirkjunni á
morgun kl. 11 sjera Bjarni Jóns-
son. Kl. 5 sjera Friðrik Hallgríms-
son.
f f.ríkirkjunni í Reykjavík kl.
5 e. h. sjera Árni Sigurðsson.
í Landakotskirkju hámessa kl.
9 f. h. og kl. 6 e. h. guðsþjónusta
með prjedikun.
I fríkirkjunni í Hafnarfirði kl.
2 e. h. sjera Ólafur Ólafsson.
Ðánarfregn. Nýlega er látinn í
Keflavík, á heimili dóttur sinnar, |
I’orbjargar Friðgeirsson, Einar1
Tli. Hallgrímsson, fyrv. verslunar-
stjóri á Akpreyri og Seyðisfirði.
Lík hans verður flutt norður til
Akureyrar með Goðafoss.
Hjúskapur. í dag verða gefin
saman í hjónaband í Potsdam í
pýskalandi ungfrú Charlotte Ko-
kert og Marteinn Einarsson kaup-
maður. Þau búa fyrst um sinu
á Palasthótel í Potsdam.
Björn Magmússon símastjóri frá
ísafirði, hefir fengið 6 mánaða
utanfararleyfi, og fer hann með
Botniu næst. Hann liefir verið í
þ.jónustu landssímans frá byrjun,
eða í nærfelt 20 ár.
Esja fór hjeðan í liringferð
austur og norður um land í gær.
Er það 1. ferð hennar á þessu ári.
Farþegar voru allmargir.
Saltskip, sem Shea Dart heitir,
kom í gær til Bernh. Petersen.
Þrjá fyrirlestra, um viðreisn ís-
lendinga, ætlar Ág. H. Bjarnason
,prófessor að flytja í Hafnarfirði
nú bráðlega. Fyrsta fyrirlestur-
inn heldur hann á morgun kl. 4
síðd. í Bíóhúsinu.
Lagarfoss fer hjeðan í dag kl.
4 til Hull og Leitli.
Af veiðum er nýkominn Jón
forseti með 60 tunnur lifrar.
Togaraflotinn. Flestir togar-
anna hafa nú hætt ísfisksveiðum.
Eru nú í Englandi eða á leið
heim aðeins þessir: Jupiter, Apríl,
Hilmir, Gulltoppur og Tryggvi
gamli. Hinir eru annaðhvort á
saltfisksveiðum eða liggja hjer
inni í höfninni.
Síðari grein „útbreiðslunefndar'
vDagsbrúnar“ verður svarað hjor
í blaðinu innan skamms.
Hljómsveit Reykjavíkur. — 1
grein Á. Th. í Mbl. í gær, hefir
misprentast „Tónarnir, í hinni
óendanlegu tilfinningu tónsveifl-
ana og hljóðfalls ■■■■“, fj’rir:
Tónarnir, í hinni óendanlegu
margbreytni tónsveiflana og
hljóðfalls.
Úr Öræfum. Þar hefir verið ein
muna tíð í vetur, að því er segir
í brjefi þaðan 16. f. m. Hafa Ör-
*wr—
lLLu.ni nii i m 111H111111111111 nn'H 111111H11H1111 ill 111 f niTmuiIg
niiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiimiiiiiiiiiii
a-fingar altaf við og við í vetur
verið að vinna að jarðabótum, og
mun það óvanalegt hjer á landi í
svartasta skainmdeginu. Selveiði
hefir verið talsverð þar í vetur;
eina vikuna í febrúar veiddu Ör-
æfingar 28 seli; voru af þeim 8
kópar vænir, hitt Vatnaselir, er
allir, nema 4, voru slegnir í fjöru-
borði“, segir í brjefinu.
Austan úr Mýrdal var Mbl. sím
að í gær, að þar væru enn sömu
snjóþyngsli og samgöngur að
mestu teptar. Pósturinn er enn í
Vík; hefir ekki komist austur
yfir Mýrdalssand; margar til-
raunir gert til þess að komast
austur, en altaf orðið að snúa aft-
ur. í dag var ætlunin að reyna
að nýju og fara með sjó, en þar
heíir ekki verið tiltök að fara
undanfarið vegna brims. Sýslu-
fundi, sem átti að setja á mánu-
daginn kemur, hefir verið frestað
um eina viku vegna ófærðarinnár.
Austan Mýrdalssands er víst mik-
ill snjór. Einnig var sagt í sím-
skeyti frá Kirkjubæjarklaustri,
að vegurinn yfir Skaftárelda-
jiraun væri ófær.
Bléa Bandið
er betri
G E N G I Ð.
Rvík í gær.
Sterlingspund....... 22.15
Danskar krónur .. .... 118.58
Norskar krónur .. .. .. 99.13
Sænskar krónur .. .. .. 122.37
Dollar............... 4.57
Franskir frankar.... 16.78
Gyllini .. ..... .. ... .. 183.20
Mörk.................108.62
Heypnar t ó I
E. H<. 333 komin aftur
SI m a r
24 verslunin.
23 Poulsen.
27 Fossberg.
Klapparstig 26"
Snjöskðilar
ag Snjðknstar
Mfllii ðll
VlKINGURINN
auðheyrt. Hann mundi ekki sleppa því mannsblóði,
sem hann teldi sig- liafa rjett til að láta streyma í
sjóinn fyrir frænku sína, ekki fyrir systur sina, og
ekki fyrir móður sína. Hann er regluleg blóðsuga,
mesta kvikindi. Við þekkjum hann, Blood og jeg: Við
höfum verið þrælar hans.
— En það ber að taka nokkurt tillit til inín, sagði
Julian með allmiklu stærilæti.
Wolverstone hló enn, og það bætti ekki skap
lávarðarins. -
— Jeg fullvissa yður um það, að orð mín eru ekki
alveg áhrifalaus í Englandi.
Nú heyrðist önnur fallbyssuþruma, og kúlan fjell
í sjóinn nokkruin föðmum aftan við skipið. Blood
hallaði sjer út yfir borðstokkinn, en talaði svo í hljóði
"við unga manninn, sem stóð við stýrið.
— Gefðu skipun um að minka seglin, Pitt, sagði
hann. Við bíðum. ,
En Wolverstone vildi ekki fallast á þetta.
— Bíddu, Pitt, öskraði hann. Bíddu augnablik.
Hann sneri sjer enn að skipstjóranum, en hann
lagði höndina á ösl hans og mælti:
— Rólegur, gamli úlfurinn þinn. Rólegur.
— Rólegur sjálfur, Pjetur! Þú ert sturlaður.
Ætlarðu að stofna okkur öllum í voða vegna þess-
arar stúlku?
— Wolverstone! hrópaði Blood í skyndilegri
reiði. Nú þegirðu!
En Wolverstone var þrár.
— Nú skaltu fá að heyra sannleikann. Það er
þessi bölvaða pilsglenna, sem gert hefir þig huglausan.
Það er hennar vegna, sem þú vilt ekki berjast, þú
ert hræddur um, að eitthvað hendi hana — frænku
Bishops óbersta. En drottinn minn dýri — hjer skal
verða uppþot, og jeg skal stofna til þess sjálfur frem-
ur en að álpast beina leið í gálgann í Port Royal.
Þeir horfðu um stund hvor á annan, annar fullur
þráa og þverúðar, hinn skjálfandi af þögulli reiði.
— Hjer er ekki um annað að ræða en sjálfan mig,-
sagði Blood. Geti Bishop sent, þau boð til Englands, að
jeg sje tekinn til fanga og hengdur, hefir hann unnið
sjer til lofs og jafnframt svalað liefndarþorsta sínum-
Jeg sendi bonum þau orð, að jeg gæfist upp með þeim
skilmálum, að jeg fari í skip hans ásamt ungfrir
Arabellu og Julian lávarði, en þá leyfi liann „Ara-
bellu“ að fara í friði. Þetta tilboð samþykkir hann
áreiðanlega, þekki jeg hann rjett.
— Petta tilboð skal hann aldrei fá, sagði Wol-
verstone og varð æ reiðari. Þú hlýtur að vera band-
vitlaus að hugsa þjer annað eins og þetta.
— Ekki eins bandvitlaus eins og þú, úr því að
‘þú hugsar þjer að berjast við þessa þrjá.
Blood benti á skipin, sem eltu þau og sífelt nálg-
uðust.
•
— Eftir nokkrar mínútnr erum við kommr -
skotfæri.