Morgunblaðið - 01.04.1926, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 01.04.1926, Blaðsíða 6
MORGUNBLAÐIÐ i þekkja bændur og útgerðarmenn ’ágætlega hag verkafólksins, en eigi að síður skilur nokkuð hags- 'muni beggja. Sanngjarnt væri, að tryggja verkafólki, sjó- in ö n n u m#) eða ö ð r u m s t j ett u m , s e m k y n n u a ð v e r ð a afskiftar, eitt cðafleiri sæti á þ in g i, en auðvitað engum sjerstökum pólitískum flokki. Þá mætti og bæta starfs- krafta þingsins með því, að láta nobkra sjeríróða menn eða for- stöðumenn stofnana eiga fast sæti é þingi, t. d. landlækni, form. Fiskiveiðafjel. o. fl. Jeg sje til lítils að útlista þetta nánar, því auðvelt er að ráða sæmilega fram úr þessn. T ö 1 u þ i n g m a n n a m æ 11 i m i n k a til muna að skaðlausu, en vafa- laust heldur hvert kjördæmi dauðahaldi í sína þingmenn, bæði af metnaði og hagnaðarvon. Að sjálfsögðu ætti ekkert sveitakjör- dæmi, að hafa fleiri en einn þingmann. VI. Ráðherraval. Jeg gaf þjóðinni nægilega sterka stjórn, án þess að taka af henni það vald, sem henni har með rjettu. (Sólon, löggjafi Aþenu- borgarmanna). Til þess að geta gert sjer grein fyrir, með hverjum hætti væri heppilegast að skipa æðstu stjórn- ina or nauðsynlegt, að gera sjer ijóst hverjar kröfur vjer viljum gera til góðrar stjórnar og hvað það heist er, sem vjer vildum ráða bót á. Þetta tel jeg mestu varða : 1. Að ráðherrar sjeu, starfhæfir menn, hafi bæði þdkkingu og nokkra reynslu á sínu sviði. 2. Að þeir sjeu ekki um skör fram háðir þingfolkkunum é- gengni þeirra og ofsóknum. 3. Að þeim sje gefið sanngjarut tækifæri og tími til þess að koma fyrirætlunum sínum í framkvaund, — fair trial — eins og Englend- ingar kalla. Þeir meg;i því ekki vera mjög valtir í sessi. 4. Að eigi að síður sje eftir- lit með stjórninhi og auðið að steypa henni af stóli, ef þess ger- ist brýn nauðsyn. Fram úr öllu þessu má að miklu leyti ráða með því að taka upp skipulag, sem við Guðmundur Finnbogason höfum bent á. pess- vegna. rifja jeg það upp. Ráðherrar skulu vera t v e i r: landshöfðingi og ráð- herra. Landshöfðinginn f er með alt umboðsvald og embætta- veitingar og er ætíð reyndur lög- fræðingur cða hagfræðingur. — Hann skal valinn þannig, að fyrst tilnefna helstu starfs- menn landsin s#*) 2 eða fleiri menn, sem A 1 þ i n g i getur síð- an valið um, eða ráðhcrraefni þau, sem sameinað þing velur, ef farið er eftir tillögu Guðm. Finnboga- #) Jeg á hjer við virkilega verkamenn og sjómenn, en ekki „leiðtoga“ tír öðrum stjettum. **) Sýslumenn, hæstarjettardóm- arar, biskup, prófastar, landlækn- ir, fræðslumálastjóri, hagstofustj.. póstmeistari, símastjóri, formenn Rúnaðarfjelags fslands, Fiskifjel. o. fl., svo sem lagt er til í ,Stjórn- arbót‘ Guðm, Finnbogasonar. sonar. Að starfsmenn landsins ráða valinu að hálfu leyti, er í mínum augum full trygging fyrir því, að maðurinn sje bæði reynd- ur og liafi góða þekkingu. Að sameinað þing ræður henni að hálfu le.vti og hefir úrslitin í hencli sjer, er miklu nær sönnu þingræði en að „meiri hluti meiri hlutans“ ráði einn öllu. Konung- ur veitir að lokum stöðuna. Nú er það bersýnilegt, að það kemur sjer mjög illa, að oft sje skift um mcnn í þessu mikilsvarð- andi embætti, en hinsvegar nauð- synlegt að eftirlit sje með því, hversu það er rekið. Það geta starfsnienn landsins ekki haft 4 hendi, þvi riiggsamur landshöfð- ingi og kriifuharður við þá, get- 4ir orðið óvinsæll í bili hjá þeim. Verður því að treysta eftirliti Alþingis og a;tti það. að nægja, að % sameinaðs þings gætu lýst yfir vantrausti á honum og færi hann þá frá. Með þéssum hætti mundi maðurinn oftast sitja mörg ár, líkt og landshöfðinginn fyrr- um, verða öllum hnútum kunnug- ur, leikinn í starfi sínu og laus við alt flokkatog. fætta hlyti að gera alt stjórnarfarið fastaraí rás- inni. Landshöfðingi ætti að eiga sæt.i á þingi og geta tekið þar til máls, svarað fyrirspurnum og þvíl., en ekki vera þingmaður eða hafa þar atkvæðisrjett. Hann þarf að vera fyrir utan og ofan allar þing- deilur. Erfiðara er það að bcnda á álit- legii aðferð fil þess að velja hinn r á ð h e r r a n n s e m starfai a ð 1 ö g g j ö f i n n i. Uppruna- lega íagði jeg til, að meirihluta- flokkur þingsins nefndi til fimm ráðherraefni, en kjósendur um alt land veldu milli þeirra. Var þá ráðherrann landkjörinn, en eigi að síður þingræðinu haldið. Á þcnn- an hátt var staða ráðhcrrans bæði veglegri og fastai i, því hann átti þá e'kki að þakka hana þinginu einu, heldur meiri hJuta kjósenda. Þó voru ýmsir gallar á þessu: Meiri hluti þingsins gat verið mótfallinn ráðherranum, þó „meiri hluti meiri meiri hlutans“ fylgdi honum. Viðbúið er það og, að kjósendur þektu ráðherraefnin lítið og freistuðust til þess að velja þann, sem mestu hefði lofað og mest, smjáðrað. LTr þessu vill nú Dr. Guðm. Finnbogason bæta með því, að sameinað þing kjósi ráðherraefnin, en þau vclji síðan ráðherrann sín á rnilli, með sama hættti og tíðkast við páfa- kosningu. Jeg tel það vafalaust til bóta, að sameinað þing velji ráðherraefnin, en hinsvegar sýn- ist mjer nokkur hætta á, að ráð- herravalið mistakist oft. Þau ráð- herraefni, sem sjá sitt óvænna að ná kosningn, mundu oft kjósa þann manninnn, sem auðveldast- ur væri við að eiga og auðveldast að fella, en forðast að kjósa at- kvæðamann. Þykir þetta hafa brunnið við við páfakosningar. Þegar ráða skal fram úr þessu vandamáli er nauðsynlegt að gera sjer ljóst, hver helstu skilyrðin eru, sem nauðsynlegt er að full- nægja. Þessi mætti nefna: a) Ráðherrann verður að hafa t r a u s t þ i n g s i n s . Annars væri viðbúið að hann lenti óð- ara í miklum minnihíuta og færi frá völdum eftir skatnma stund. b) Ráðherrann þarf eigi að síð- ur að geta átt svo rnikið undir sjer, að hann verði e n g i n n leiksoppur þingsins og þurfi ekki að skjálfa á beinunum við hvern andróður frá því, e) Af því að ráðherrann ræður mestu um fjárlög og skatta, auk allrar annarar löggjafar, scm snertir allan almenning, þarf hann og stefnuskrá hans að hafa traust og samþykki al- mennings í 1 a n d i n u . — Hann á Jivort sem er, að borga fjeð og búa við lögin. d) Trygging þarf að vera fyrir því, að ráðherra sje sæmilega v a x i u n s t a r f i s í nu . Vjer skulum nú athuga, hver ráð sjeu líklegust f il þess að full- nægja þessum skilyrðum. Traust þ i n g s i n s er nægi- lega trygt, ef saineinað þing velur ráðheraefnin, hvort sem þau eru ,5 eða 3. Sjeu fastir flokkar á þinginu er sjálfsagt að haga kosn- 'ingu þeirra þannig, að hver fái hlutfallslega jafnmörg ráðherra- efni. S j á1f st æði r áðherrans gagnvart þinginu verður naumast trygt betur á annan hátt en að gera hann þjóðkjörinn. Hann á þá vald sitt að hálfu leyti að þakka meirililuta kjósenda, að liálfu meirihluta sameinaðs þings. Með þessum hætti yrði st.aða hans bæði fastari og virðulegri. Traustog s a m þ y k ki a 1 - mennings kæmi auðvitað fram í landkjöri ráðherrans, en ljetta má honum valið á þann hátt, að birt yrðu eigi aðeins nöfn ráð- herraefna á undan kosningu, helcl- ur stefnuskrá þ e i r r a h v e r s fyrir sig. Væri þá liaAi að velja um mennina og mál- pfnin. Af því að hjer er hreyft við nýmæli: — stefnuskrá ráðherra, ;— þá verður að fara um það nokknim orðum. Ráðherravalið hefst á því, að sameinað þing kýs 5 ráðherraefni. Kosningin mætti vera leynileg. Oðar en ráðherraefni eru kosin, s k a 1 h v e r t, þ e i r r a s k r i f a fáorða s t e f n u s k r á. í henni skulu t.alin 1—3 sjerstok (kon- kret,) ákveðin mál, sem ráðherra- efni vill láta sitja í fyrirrúmi fyr- ir iillum öðrum. Ef verulegt fje þarf til þess, að framkvæma þau, skal bæði tilgreina áætlunarupp- hæð og hvaðan og á Jivern hátt skuli taka hana. Forsetar Alþingis dæma um, hvort, stefiiuskrá sje skýrt ákveðin eða ekki, en þær einar skulu teknar gildar, sem ákveðnar eru og tvímælalausar. Strax eftir að kosning ráðherra- efna og stefnuskrár þeirra liafa verið lesnar upp og birtar Alþ., skal síma nöfn ráðherraefna og stefnuskrár til allra sveita lands- ins. Eru atkvæðaseðlar geymdir í Uillum hrepputn og merktir með f(iliistiifunuiii 1—5. Kosuing ráð- herra fer svo tafarlaust fram í hverjum hreppí og lirslitin eru símuð til st.jórnarinnar.Yrði henni lokið á svo stuttum tíma, að erfitt vrði að koma æsingum og undir- róðri við. Að sjálfsögðu er h.jer gert, ráð ýyrir, að stefnus'krár ráðherra ,sjeu á alt annan veg en verulegar ftefnuskrár flokkan.ua, sem alla- (jafna eru óákveðið bull í sem almennustum orðlini. pær gætu því gefið kjósendum mikilvæga leiðbeiningu og bætt að nokkru úr þ\ú, áð fæstir þekkja mennina jtil hlýtar. Satt, að segja er það jþhæfa, að ráðherrar skuli nú vera kosnir án þess að þeir þurfi að jjiáta nokkuð ákveðið up.pi um fyr- ^rætlanir sínar. Er rjett, að það sjáist svart á Jivítu hverju ráð- Jierra lofar, svo bera megi það saman við efnclirnar. Ýmsir kostir fylgja þessu skipu- lagi: Kjósendur fá þannig þanu halla bæt.tan að mestu, sem þeir myndu sumir þykjast 'hafa beðið við það, að sýslunefndir kjósa þingmenn. Afstaða ráðherrans verður betri gagnvart þinginu og sjálfstæðari. Flokkavéldið biði .mikinn hnekki, er ráðherrakosn- ing væri svo óviss í hendi. Stjórn- arskifti yrðu sjaldnar, af sömu ástæðu. Nýjum álögum yrði oft skotið til dóms kjósenda. Helsta mótbáran virðist vera sú, að hjer sje ætlast til meira ax ikjósendum en þeir sjeu færir um. Stefnuskrárnar hæta þó ' að nokkru úr þessu. Almenningur myndi t. d. fljótt átta sig á því, hvort heldur sikyldi velja, að þorga skuldirnar og ljetta skatt- ana eða aiika þær um 7 millíónir og hyggja járnbraut austur í Ár- nessýslu. Þingið hefði að s.jálfsögðu eftir- Jit méð öllum gerðum ráðherrans, og rjeði því hve lengi hann sæti í völdum. Þó virðist mjer það óhæfa, að 1—2 atkvæða meirihluti ráði stjórnarskiftum. Slíkt er ill útlenska á engu viti bygð, og ann- að ekki.*') Meirihlutinn mætti ekki vera minni en sem svaraði 1/10 af tölu þingmanna, til þess að stjórnarskifti gætu komið til mála.Þó slíkt skipulag væri rniklu betra en það sem vjer húum við, þá er ekki loku skotið fyrir það, að hvert þing fengi stjórnarskifta- kveisu með öllu því fargani, sem henni fylgir, svo ráðherrann ætti sífelt í vök að verjast. Jeg tel því hyggilegast, að ráðherra s i t j i ú t k j ö r t í m a b i 1 i ð nema. 2/3 sameinaðs þings lýsi vantrausti á honum. Fer þá saman karl og lcíll, þingmenn og ráð- herrann. Jeg s,je ekki öllu meiri ástæðu til þess að skifta um stjórn á kjörtímabilinu, en að skifta um þingmenn. Hinsvegar tei jeg vafa- laust, að svo framarlega sem ráð- herra reynist tiltakanlega ilia, eða verður mikil skyssa á, þá fengjust óðar 2/3 þingmanna til þess að lýsa vantrausti á honum. Keppi- mautar hans t riieirihlutarmm myndu fúsir til þess, og andstæð- ingarnir eugu síður, t.ii þess að losa þingið við vanvirðu eða vandræði. Ef einhver kynni áð halda, a.ð 2 ráðherrar nægðu oss ekki, þá má minna á, að Rómverjar kom- ust ágætlega af með 2 „konsúla“ og var þó veldi þeirra meira en vort. í:') Sennik'ga á þessi tölutrú ról sína að rekja alla leið til Pyþagor- asar heimspekiugs (530 f. Kr.). Hann sagði: „í upphafi var t a 1 a n .“ Ný skurðgrafa. Áveitufjelagið Freyr í Skagafirði leitar áúts Bf. fsl. um hentug tæki til að grafa skurði í kviksyndis- mýrum. Tuttugu ár eru liðin síðan liinn fyrsti undirbúningur var hafinu, ■til þess að gera engjabætur í 'bin‘ um víðáttumiklu Staðar- og Víkur ínýrum í Skagafirði. Mýrar þessar eru uin 1500 ha. að stærð, mest kviksyndis forað- Hjeraðsvötnin flæða yfir þær nr' lega, og eru þær grasgefnar, cn heyskapur mjög erfiður vegna ±or aða. Nauðsynlegastar umbætur þar eru framræsluskurðir, er gera hey skap sæinilega kleifan. Yfirlit het- ir verið gert yfir það, hternig aðalskurðum skuli iiagað þarna- Undanfarin ár hefir Jón alþ®1- Sigurðsson á Reynitað, iinuið aö einum þessara aðal skurða, seBi teknr mestan vatnsaga úr eng.j11111 lians. Unnið hefir verið að þessu á haustin, pá er minst, vatn 1 mýrunum. En skurðgröftur er þarna örð- ugur. Mýrarnar þannig, að meters þykk reiðingstorfa hvíUr á — eða öllu heldur flýtur ofan á — leirieðju. Rista þarf reiðing- inn í vatui, að mestu, og grafa síðan upp leðjuna. En skurðir hlaupa saman svo ört, að tveggja metra breiður skurður að hausti er ekki yfir 1 meter breidd að vori. Yiunan liefir þó orðið alveg ó- trúlega ódýr ; hver tenings meteft sem grafinn hefir verið upp, kost- ar að meðaltali 36 aura. Stunguspöðum verður livergi komið við þarna á efsta lagið (torfið) ; verður að rista það al± með Ijáum. En er kemur niður úr torfinu, tekur ekki betra við, að grafa í hinni kviðu eðju. Og þó verkið hafi unnist þetta ódýrt, er það fyrirsjáanlegt, að viðhald sikurðanna verður svo til — ef ekki algerlega — óklei±± með handverkfærum. En árangurinn af framræslun111 er auðsær frá byrjun, þegar hæg± er að stunda stararheyskapii111 þurum fótum. •. Eigendur og ábúendiir Staða- og Víkurmýra hafa fyrir nokkr- um ármn myndað nieð sjer fje' lag. til þess sameiginlegá að standa straum af umbótum mýr' anna. Nefna þeir fjelagið Frey- í sumar sem leið leituðu þeir t.il Árna G. Eylands verkfæraráð11' naufs Bf. ísl., og liáðu hann að rannsaka, hvaða vjel m.yndi fáan- leg handha'gust, til þess að grafa skurði í inýrum þessum. Hefir hann aflað sjer upplýsinga fríl verksmiðjuih víðsvegar um heim> og er ranns’ókn hans eigi lokið enn. En eftir því sem málið horf^ nu við, er álitlcgast að ráðást 1 'kaup á graftrarvjel einni, •se)1|l 'kostai' uiu 30 þús. kr. Er hún il pramma, sem flýtur eftir skui’ð' iiium er Iiún sjálf grefur, e11 S^C gerð er ein möguleg þarna. vjelin rekin með 12 liesta. móto1 og á að grafa 20 ten. metr- a klst. Þrjá menn þarf til að stjórna henni. Vjelin er með smáskóflum, se)U ±és1 ar eru á rennandi lceðju (Pa*'' ernoster-verk). Víða um land gæti það konllð að notum, ef lientug vjel fengist til þess að grafa fram kviksynd11’ mýrnr. Er þess að vænta, að hæef verði að fá þessa eða aðra ben.t uga gröfu til landins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.