Morgunblaðið - 08.07.1927, Síða 4

Morgunblaðið - 08.07.1927, Síða 4
4 MORGITNBLAÐH) Vefnaöarvörur ódýrar og fjölbreyttar í Heildv. Garðars Gíslasonar Yiðskiftl. QilletteblHd ávait fyrirliggjandi i heíldsölu Vilh. Fr. Frimannsson Sími 557 Rökkur, áður Sunnudagsbl. Al- þýðlegt mánaðarrit með myndum, 3 kr. árg. Afgr. Kirkjustræti 4, 11—12 og 3—6. Blóm í pattuni, sem láta má á leiði — mjög ódýr, fást á Skóla- vörðustíg 14. Konfekt í lausri vigt og í heilum kössum í mjög miklu úrvali. Ný- komið í Tóbakshúsið, Austurstræti 17. — Útsprungin blóm fást á Amtmanns* *tíg 5. Sími 141 og á Vesturgötu 19 (send heim ef óskað er). Sími 19. Verslið við Vikar! — pað verður ■otadrýgst! Keyktan lax seljum við mjög ódýrt. Reykhúsið, Grettisgötu 50 B, sími 1467. Rósahnappar og önnur blóm, við og við til sölu. Hellusundi 6. Sími 230. Bifreiðastöð Borgamess hefir ávalt bíla til leigu og áætlunar- ferðir í Norðurárdal. Pantið sæti í síma 16, áður en þjer komið. Magnús Jónasson. Nýkomrð: Bollapör, súkkulaði- og kaffistell, Laufásveg 44. Hjálm- ar Guðmundsson. Neftóbak skorið og í bitum hverg betra nje ódýrara en í Tóbakshúsinu Austurstræti 17. Húsnæði. Tvær stofur og aðgang að eldhúsi vantar mig frá 1. október. Tiiboð óskast sem fjrrst. Sigfús Einarsson, Laugaveg 15. ®. VimuL D a g b ó k. I. 0. 0. F. 109788i/2. Fiskimjölsverksmiðju hefir Bmil Rokstað sótt um til bæjarstjórnar að fá að byggja milli Lauganess og Klepps. Á hún að verða úr timbri og járni. „Litli Kleppur“. Fyrir skömmu [samþykti bæjarstjórnin að kaupa „Litla, klepp“ til niðurrifs. Stend- ur húsið út í Laufásveginn, og hefir hamlað því, að hægt væri að breikka hann svo, sem nauðsyn hefir verið á. Nú er byrjað að ríia innan úr húsinu, og mun svo verða farið að rífa það niður að grunni. Brúarfoss fer hjeðan kl. 12 ann- að kvöld vestur og norður um land. Bæj arstj órnarfundur var hald- inn í gærkvöldi, en gekk treglega að fá hann svo fjölmennann ,að hann væri lögmætur. Voru fjórir bæjarfulltrúar mættir, þegar fund- ur átti að byrja. Svo komu tveir ,eftir langa stund, svo aðrir tveir þar á eftir, nokkuð löngu, og síð- ast einn, og varð þá fundarfært. Jafnaðarmennirnir voru heldur lausir við fundinn, komu seint og fóru aftur tveir þeirra, eftir stutta stund, svo fundurinn varð ekki ályktunarfær. Voru það þau þing- mannsefnin, Hjeðinn og Stefán Jó- hann. Lasleika var engan að sjá á Hjeðni, en hann var óvenjulega óframfærinn. Jakob Möller er að verða ör- jvinglaður, skinnið. Hið opinbera Kaupakona óskast á gott heimiii í Borgarfirði. -— Upplýsingar á Smiðjustíg 5. Kaupamaður óskast austur í Rangárvallasýslu. Upplýsingar í Reykhúsinu, Grettisgötu 50. uppboð þjáir hann. morgnn. Nánar á Alþýðublaðið telur það „ein- stakt“ tilfelli, og alls ekki algengt innan Alþýðuflokksins, að mönn- um verði eins illt við og Hjeðni, er þeir eiga von á, að Jón Þorláks- ;son taki í lurginn á þeim.------- , Dorothea Spinney, hin enska leikkona, sem áður hefir verið get- ið lijer í blaðinu, kemur Jiingað með „Botniu“ núna um helgina. Hún hefir valið sjer alveg sjer- stakt. viðfángsefni á , sviði leik- listar, sem sje að sýna forngrískar konur, og ennfremur sýnir hún hlutverk úr leikritum Shakes- peares, svo sem „Hamlet“ og „Opheliu.“ Hún hefir farið víðs- vegar um heim og sýnt list sína og hlotið lof fyrir í hinum ensku- mælandi heimi. Er dáðst að rödl liennar, hve fögur hún sje, og henni líkt við Söru Bernhard. — Sýningar hennar standa 1% klst. Flokksfund heldur Landsmála- fjelagið Fram í Hafnarfirði í kvöld kl. 8%. Fundurinn verður í G.-T.-húsinu og eru allir íhalds- menn velkomnir þangað. Margir ræðumenn. Umferðin í bænum. Á bæjar- stjórnarfundinum í gærkvöldi tók Hallgrímur Benediktsson utan dag- skrár til umræðu umferðina í bæn- um. Kvað hann það orðið hið al- varlegasta mál, hve mikil óregla væri á götuumferð hjer. Yæri það engin furða, þó oft bærust fregnir af slysum á götunum, þegar sýnt væri, að fólk annað hvort vissi ekki um þær reglur, sem gilda hjer, eða hirtu ekki um að fara eftir þeim. Taldi hann, að nokkur bót mundi á þessu ráðast, ef lög- reglan tæki að sjer þrjá eða fjóra ,staði í borginni og stöðvaði misk- unarlaust hvern bíl, hvern hjól- reiðamann og lausgangandi, sem ekki fylgdi rjettum reglum. Væri þetta lögreglumál, að vísu, en hann vildi þó skjóta þessu til bæjar- stjórnarinnar í þeirri von, að ein- hver bót yrði á þessu ráðin. Borg- arstjóri tók mjög eindregið í sama streng. En vegna þess, að fund- urinn var ekki ályktunarfær vegna brotthlaups Hjeðins og Stefáns, var engin ákvörðun tekin. Hafnarreglugerðin. Fyrir bæjar- stjórnarfundi í gær lá tillaga frá hafnarnefnd um breytingu á hafn- .arréglugerðinni, þess efnis, að inn í 23 gr. við 2. málsgrein bætist þetta : „Við uppskipun og útskipun á lcolum eða öðrum vörum, sem ryk fylgir, skal haga verki svo, að ekki þyrlist upp rvk öðrum til Fiskarnir eftir Bjarna Sæmundsson er bók, sem allir fiskimenn ættu að e'; i. Kostar ób. 12 kr., í bandi 15 kr. Bókaversl. Sigf. Eymundssonap. ibaga, þegar tæmd eru ílát, sem kolin eða varan er flutt í. Sje þessa eigi gætt, getur hafnarstjóri stöðvað verkið, uns bætt hefir ver- ið úr því, sem áfátt er.“ Borgai’- stjóri gaf þær upplýsingar, að hafnarstjóri vildi fá þetta ákvæði inn í reglugerðina aðallega vegna kolakranans, því svo mikið ryk bærist ofi) frál honum, að lítt væri viðunandi. Bæjarstjórnin samþykti þesa tillögu hafnarstjórnar. Tvær mjólkurbúðir voru löggilt- ar á bæjarstjórnarfundi í gær, í nr. 61 við Hverfisgötu og nr. 14 við Frakkastíg. Sambandsfundur |norðlenskra kvenna og hjeraðssýning á heim- ilisiðnaði, eru nýafstaðin á Blöndu- ósi. Fundinn sóttu um 200 konur. Flokksfundur fyrir stuðningsmenn B-listans verður haldinn í Nýja Bíó í dag klukkan 5 síðdegis. — Sjerstaklega er þess vænst, að konur fjölmenni á fundinn. Eins og sagt hefir verið frá hjer í blað- inu, hefir Sigurbjörg Þorláksdótt- ir„ kvenframbjóðandinn á listan- um, verið veik undanfarið; en nú er hún orðin svo hress, að hún kemur á fundinn. I ' „Carinthia", fer hjeðan kl. 12 í kvöld. 1 gær var farið með fjölda ferðamannanna út úr bænum í ýmsar áttir. Það sem austur í Ölves fór, fjekk nokkra rigningu á leiðinni, en liitti þó á góða út- sjón af Kambabrún, og var hið ánægðasta yfir ferðinni. Mikið þótti þeim og koma til Þingvalla, sem þangað fóru. I dag verður far- jð með eitthvað af útlendingum til sömu staðanná og í gær. ! Ófundið er enn líkið af Árna heitnum Lýðssyni. Á að leita enn í dag, en finnist það ekki, er senni- legt að leitinni verði hætt. j Pjetur Jónsson óperusöngvari kemur hingað með íslandi næst. En það er væntanlegt á sunnu- dagskvöldið. Vanan kyndara vantar á S.s. Erna II. G. Hristjánsson. Hafnarstrætl 17. Sími 27 heima 2127 málning Nýkomnlr Karlmannshattar fallegir litir ódýrir. Siml 800. Fyrirliggjandi: ÞakDanni miklar birgðir. A.Einarsson I Funk. MUNIÐ A. S. 1. Vor um haust. — pað var nú verra! mælti hinn og rann af honum mesti áhuginn f bili. En svo mintist hann þess, sem Garn- aehe hafði sagt áður um isultarlaunin í Condillac. En er það þá víst að þjer sje boðnar 50 pístólur ? hjelt hann áfram. — Jú, en það er aðeins jeg, sem hefi verið beðinn uva þetta, að svo stöddu, mælti Garnache. pjer mundi verða boðið hið sama, ef jeg gæfi þjer meðmæli. — pú gerir það, fjelagi, — ætlarðu ekki að gera það? Við erum fjelagar, við erum vinir og við erum landar. Jeg mundi gera alt, sem jeg gæti fyrir þig, Battista. Jeg mundi leggja mitt líf við þitt líf ef þörf gerðist! pannig er jeg, eí' iajer þykir vænt um einhvern. — Jeg veit að þú ert góður maður, Arsenio, mælti Garn- ache. — Ætlarðu þá að gefa mjer meðmæli? — pú veist ekki enn hvað þáð er, sem gera þarf, sagði Garnache. pað getur vel verið, að þú viljir það ekki þegar þú heyrir hvað það er. v — Heldurðu að mjer detti í hug að neita 50 pístólum ? Segðu mjer aðeins hvernig jeg á að fara að því að vinna mjer það fje, og þú mátt reiða þig á það, að jeg skal vinna verkið, hvert svo sem það er. Garnache var ánægður með þetta, en hann vildi ekki segja Arsenio meira að sinni. Hann lofaði aðeins að sjiá um það, að hann sæti fyrir verkinu ásamt sjer, og skyldi fá að vita það daginn eftir. En daginn eftir, er þeir hittust aftur, vildi Garnache þó ekki segja honum upp alla sögu; hann þorði ekki einu sinni að láta Arsenio vita, að Valerie ætti : hlut. Hann ljet þess aðeins getið, að það væri maður í Grenoble, sem þyrfti á hjálp þeirra beggja að halda. — petta er alt mjög heimulegt enn, sagði hann. pú mátt ekki spyrja mig uni rne.ira í bili. — En hvérnig í skrattanum eigum við að komast til Grenoble ? Fortnnio mun aldrei leyfa okkur að fara þagnað, sagði Arsenio. — Við förum hjeðan eitthvört kvöldið, þegar þú ert á verði, án þess að láta Fortumq v,ita um það. pú verður liara að sjá um það, að hallarhliðin sje opin þegar jeg kem til þín. — En hvað segirðu um manninn þarna? mælti Arsenio og benti að hallarturninum þar sem Valerie var geymd. Við turndyrnar hafði verið settur sjerstakur vörður til frekara öryggis. — pú verður að sjá fyrir honum, Arsenio, mælti Garn- ache. — Á þennan hátt? mælti Arsenio og dró handarjaðarinat þvert yfir hálsins á sjer. — Nei, svaraði Garnache, þess gerist ekki þörf. pað er nóg að nota hann og auk þess er þá síður hætt við hávaða. L belti hans er lykill að hallarturninum. pegar þú hefir igengið frá manninum, tekurðu lykilinn, opnar dyrnar og ge£- ur mjer merki. Síðan er alt auðvelt. —■ Ertu viss um að hann sje með lykilinn? — Já, í'rúin sagði mjer það sjálf. pau sögðust hafa' neyðst til að láta hann hafa lyklavöldin, svo að hann hefði _ allan turninn á valdi sínu, vegna tilraunar jungfrúarinnar að flýja. Hann gat þess ekki, sem satt var, að þau mæðgin höfðu' trúað varðmanninum fyrir lyklinum vegna þess, að þau höfðu fengið óbifandi traust á Battista. Til þess að tryggja sjer aðstoð Arsenio enn betur, ljet Garnache hann fá tvo gullpeninga, sem. fyrirframgreiðslu- Arsenio þurf'ti ekki annað en sjá gullið til að sannfærast uui það, að alt mundi standa sem stafur á bók er Garnac he sagði. Hann sagði þá Garnache, að hann byggist við því að vera á verði næsta miðvikudagskvöld, en nú var föstudagur- peim kom því saman um að bíða til miðvikudagskvölds, e~ c ngin hreyting yrði á um' varðmannaskipun.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.