Morgunblaðið - 30.07.1927, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.07.1927, Blaðsíða 2
s MORGUNBLAÐIÐ Höfum aftur fyrirliggjandi: Gaddavír „Gauchada4* Gaddavírskengi. Girðingarstaura úr járni. öljettan vír „Gergon41 Ullarballa. Sund- ng björgunarsam- bandið danska og starf þess. Eftirfarandi grein hefir herra Henry Aaberg, undirforingi á „Pylla4' sent Morgunhlaðinu til hirtingar. Fjallar hún um, eins og nafnið hendir til, Sund- og björg- unarsambandið danska, og megai- <lrættina í starfi þess. Eru nú fáar íþróttir ofar á baugi hjer en s!,nd- íþróttin, og má því ætla, að ýms- um þyki fróðlegt að heyra frásögn kunnugs manns af þessu góða •danska sundsambandi, sem hefir ekki aðeins sundið á stefnuskrá sinni, heldur og björgun frá drukn- un og kenslu lífgunartilrauiia, þeg- ar mönnum er bjargað úr vat-ns- háska. — Fer þá hjer á eftir grein .hr. Aabergs. Sund- og björgunarfjelagið danska var stofnað 1907, af J. L. Nathansen, lögmanni, með því augnamiði að koma á hærra stig sundlistinni í Danmörku og sund- björgun. Þegar sambandið var stofnað, ■voru í því aðeins þrjú fjelög. En nú eftir 20 ár, eru í sambandinu 12000 meðlimir. Flest sund- og björgunarfjelög í Danmörku hafa vaxið og blómgast undir stjórn og fyrir áhrif frá sund sambandinu. Stofnar það til allan ársins hring.námsskeiða í sundiðk- un og björgunarreglum. Þegar um Kfgunartilraunirnar er að ræða, má geta þess, að f jelagið eða sambandið leggur mesta á- herslu á það, að kenna rjetta að- ferð við örfun andardráttarins, eða með öðrum orðum: að koma með ■vissum snertingum á hinum með- ^vitunarlausa manni andardrættin- um í rjett lag. Skal þeirri aðferð lýst nokkru nánar síðar. Með þess- ari aðferð er mikil von um, að hægt sje að fá hjarta og andar- drált hins meðvitundarlausa manns til þess að starfa reglulega. -og með því bjarga lífi hans. En að miklu leyti er þetta undir því komið, að maður, sem lífga á, liggi ekki langar stundir áður en hjálp kemur og hægt er að byrja á honum hina rjettu lífgunaraðfeið. Hafi sá atburður gerst, að rnanni hefir íegið við druknun, og hann liggur meðvitunarlaus, þá er oftast hlaupið til og símað eftir lækni — og svo er beðið! Ef til vill hefir sá, sem viðstaddiu* er, heyrt, að það fyrsta sem beri að geih, aje að £á vatnið upp úr hon- unij og svo fer hann að reyna þefta fullkomlega þýðingarlausa yerk. Því þ6 að meðvitundarlausa tnanninum sje velt og honum snú- ið upp og niður á alla Vegu, |>á næst aldrei það vatn, sem eigið hefir niður í huigun, heldur aðeins það, sem er í hálsi og munni. Og það vatn kemur af sjálfu sjer, þegar andardrátturinn er kominn í samt lag. Komi svo læknirinn, er það oft um seinan. Sjeu hinar fyrstu sekúntur, — jeg segi sekúntur, tapaðar til þess að byrja lífgunartilraunirnar, vegna þess, að enginn kunni hina rjettu aðferð, þá mun endirinn oft verða dauðinn einn. Ondunaraðferðinni, Schæfer-að- ferðinni, skal jeg lýsa nánar í þess- ari grein. Þó er það fyrirsjáanleg- ur hlutur, að ekki nægir að lesa ,um aðferðina. Kunnáttan verður að fást með verklegri æfingu. Og það er rjett að taka það fram, að þessi andardráttaraðferð á ekki aðeins við, þegar um druknandi piann er að ræða, heldur og jafn- an, þegar um meðvitundarleysi er að tefla, svö sem *f t. d. rafmagns- straum, reyk- og gaseitrun o. s. frv. Fyrsta Kfgunaraðferðin var jreynd skömmu fyrir aldamótin 1800, eða 1794. Var það ungur læknir, Hawes að nafni, sem fann upp á því að velta þeim, sem í sjó hafði lent og mist meðvitund, yfir tunnu. En þessi aðferð náði ekki mikilli útbreiðslu, sem ekki var að furða, og komu ýmsar tilraun- ir fram á sjónarsviðið, svo sem sú, að fylla lungun með lofti, sem blásið var gegnum mjótt rör, kitla hinn drukknandi í nasir og iljar, bursta hann í iljum og lófum, „hella vatninu úr honum“ með því að lyfta honum upp með höfuðið niður — alt saman tilraunir, sem engin áhrif höfðu. Fyrst kringum 1850—’60 lukust augu manna upp fyrir því, að það var andardrátt- urinn, sem fyrst þyrfti að sniia sjer að, og mesta þýðingu hafði. Schæfer-aðferðin. Alt þröngt, og sem kreppir að hálsi, brjósti og kviðarholi þess, sem lífga á, verður að klippast, skerast eða fjarlægjast svo skjótt sem unt er. Hann er lagður 4 brjóstið á svo sljettan stað sem unt er. Hendurnar eru lagðar hvor ofan á aðra svo að þær mynda einskonar svæfil undir enni hans; við það verður holt undir nasir og munn. Sje óhreint undir andlítinu, má leggja vasaklút eða eifthvað þess- háttar undir það. Sá, sem ætlar að lífga við, gerir þetta alt svo fljótt sem frekast má verða og byrjar því næst. aðferðina. Hann krýpur á þann hátt, að" hnje hans nema beggja megin mjaðmanna á hinum meðvitundar- lausa, leggur síðan hendur sínar á bak hans þannig, að þær nái yfir sem stærst svæði, og skulu litlufingurnir vera r jett yfir neðstu rifbeinunnm, en þumalfing- ur snúa inn að hryggsúlunní. Þar næst rjettir hann armana fram, en lætur hendurnar strjúkast þjett með líkama þess sem lífga á með dálitlum þrýstingi, uns rjett er að fullu úr handleggjunum. Þessi hreyfing tekur um 2% sekúndu. Þar næst dregur hann að sjer handleggina en án þess að sleppa höndum af líkamanum, þar til hendurnar eru komnar þar sem byrjað var. Þessi hreyfing á að vara jafnlengi, eða 2J/4 sekúndu. Önnur er aðferðin ekki. Við þrýsting handanna lyftist þindin up að lungunum, og rekur um leið, ásamt því, að rifbeinin þrýst- ast saman, vatnið burt. Þegar þrýstingnum lýkur aftur, og brjóst holið þenst út, streymir loftið af sjálfu sjer í lungun aftur. Sá, sem tilramiirnar gerir, finn- ur strax, að þær eru ljettar og auð- veldar, en þó krefjast þær nokk- urrar æfingar syo trygging sje fyrir, að þær komi að tilætluðum notum. En maður finnur fljótt hinn rjetta þrýsting og rjetta hraða. Fái hinn druknandi maður smátt og smátt meðvitundina, eða fari líf að færast í hann aftur, er haldið áfram með tilraunirnar enn þá nokkrar mínútur, eða þar til björg unarmaðurinn sjer, að sá sem til- raunirnar eru gerðar við, getur andað sjálfkrafa. Strax og það er orðið, er best að fara að nudda líkama hans til þess að fá blóðið á hreyfingu og liita í líkamann. Er gott að nudda með ullarstykkjum ef þau eru við hendina, og skal þá nudda frá út- limunum að hjartastað. En það verður maður að hafa hugfast, að fyrst af öllu er það að koma and- ardrættinum í rjett lag. Þegar maðurinn er raknaður við, þarf að koma, honum sem fyrst í hús og í hlýtt rúm og gæta þess að á honum sje nógur hiti. Fyrir getur það komið, að lung- un neita að hlýða ætlunarverki sínu, þó svona langt sje komið, og maðurinn missir aftnr meðvit- undina. Hefir þá komið fyrir, að menn hafa álitið sjúklinginn dauð- ann. Þess vegna er það nauðsyn- legt, að jafnan sje maður við- staddur, sem kann lífgunartilraun- ir, og getur hafið þær um leið og fer að draga af hinum veika. Getur svo farið, að gera þurfi tilraun- irnar altaf fyrsta sólarhringinn. í. S. I., Ben. G. Waage, fyrir það yfirlit, sem hann hefir gefið mjer um starf íþróttasambandsins hjer á landi í sundmálum. Með þökk fyrir birtinguna. Henry Aaberg. Það, sem hjer hefir verið sagt í fáum orðum, vildi jeg mega óska, að allir á Islandi legðu sjer á hjarta — og læi’ðu Schæfer-að- ferðina. íþróttamenn og aðrir — dragið ekki að læra, hana þangað til að það er of seint. Hjer er svo að segja á hverju strái ágætir kenn- arar, karlar og konur, sem kent geta hana. Og það er engum efa undirorpið að þörf er á því sjer- staklega hjer á íslandi, að læra hana, þar sem mikill hluti þjóf- arinnar ér að öðrum þræði víð sjó eða á sjó. Og svo þetta að lokum: Byrjið á aðferðinni strax og laaðurinn hefir náðst lir vatninu eða sjónum. Fárra sekúnda töf getur kostað hann lífið. Og hættið ekki, þó tilraunirnir hafi ekki borið árangur eftir eina — tvær klukkustundir. Verið hjá þeim veika þangað til fullsjeð er, að hann er orðin nógu sterkur og stæltur, Að síðustu vil jeg þakka forseta Fyrir nokkru var getið um það , S erlendum skeytum, að geysimikl- ir vatnavextir og stormsveipar ,hefðu skollið yfir nokkur hjeruð ,í Þýskalandi. Kvað svo mikið að þessum náttúruumbrotum, að 100 manns fórust á mjög skömmum tíma, hús þyrluðust af grunni og trje rifnuðu upp með rótum. !i Mest kvað að þessu í hjeruðun- ! um Erzgebirge og Hesengebirge. •Segja þýsk blöð, að aldrei muui annað eins ofsaveður hafa liomið í Norður-Evrópu eins og þetta, í þessum hjeruðum. Vatnavextirnir urðu alveg ótrú- lega miklir. Þar sem áður voru pmálækir, sem enginn veitti eftir- ,tekt, fossuðu niður stórár og jruddu öllu, sem fyrir varð, úr !yegi, heyhlöðum, steinhúsum, brvim Jog járnbrautarteinum og öðru Jþví líku. 1 Illviðrið braust út fyrir alvöru á náttarþeli. Skall vatnsbylgjan yfir húsin og fólkið í fasta svefni, ,og drukknuðu margir í rúmunum. íSuniÍr björguðu sjer með því að klifra upp á húsaþökin. En jafn- vel þaðan reif vatnskrafturinn fólkið, því að mörg hús þarna voru jlág, ekki nema einnar hæðar hús. i Það var hryggilegt um að lit- ast í hjeruðunum eftir vatnsgang inn. Þar sem áður voru blómlegir | altrar, grænar grundir, skógi- Ijklæddar hlíðar, var aðeins eitt jsamanhangandi leirflag að sjá, en þrotin hús og blaðlausir trjástofn- ! ar lágu á víð og dreif. Á nokkr- um stöðum höfðu myndast stöðu- vötn, þar sem áður voru þurlend- isgrundir. ' i' Það var erfitt að koma nokkurri ’hjálp við þarna, því að hjeruðin kliptust algerlega frá umhverfinu ýið símslit og af vatnavöxtunum. j Og svo brátt bar eyðilegginguna að, að menn áttuðu sig ekki fyr en o^ seint. j Langan tíma tólc að safna öll- jum líkunum saman. Yar það dap- urlegt verk, og hryggilegt að ihorfa yfir )eitt huindrað manna Nýjar gnlrúfnr. Nýtt IambakjOt. Sími 73. J. C. Klein. Sími 73. Frakkastíg 16. Maturinn er til! Dilkakjöt, Nautakjöt, Lax, Hakkað kjöt, Smjör, Egg. Ostar og pilsur m. teg. Kaupfjelag Borgfirðinga Laugaveg 20 A. Sími 514. Nesti. Brauðpakkar (smurt brauð með álagi) lientugt í ferðalag, afgreitt. með stuttum fyrirvara. Theódóra Sveinsdóttir. Sími 1293. í nesti til skemtiferðar stærsta úrval af allskonar viðmeti. Sími 73. J. C. Klein. Sími 73. val. Allir vegir í hjeruðunum kváðu yera svo gereyðilegðir, að langan jtíma muni taka að gera þá faira ýiftur. Járnbrautarrekstur er ekki Vum að ræða fyr en einhvemtíma í haust. Nlaltöl Bajersktöl Pilsner. Best. - Odýrast, Innlent. maröiö á Q’fiiggms. i f erlendum skeytum hefir verið frá því sagt, að írski stjórnmála- jmaðurinn O’Higgins var myrtur |fyrir skömmu í Dyblinni á ír- landi. Erlend blöð segja, að sá at- burður • sje hrein og bein hefnd. ! Hafði það fallið í hans hlut sem dómsmálaráðherra árin 1922 og 1923 aðl koma skipulagi á alla þá ^óreiðu, sem borgarastyrjöldm or- sakaði þar í landi. Þurfti bann því að taka hörðum höndum á ýmsum. Nafn hans stóð til dæmis undir mörgum dauðadómum. En þeir sem líta með sanngjörnum augum á málið, telja að honum beri manna mest að þakka, að friður og ró komst á í Irlandi. i • O’Higgins var aðeins 35 ára gamall, en af embættisferli bans ,má nokkuð ráða, bvert álit hefir verið á honum. Hann hafði til dæmis verið kjörinn varaforseti, dómsm álaráðherra og utanríkisráð herra í írsku stjórninni. Enska blaðið „Mansehester Gu- ardin“ segir um O’Higgins, að Jiann hafi verið manna drenglynd astur, og það sje enginn efi á því, að morðið á honum sje hefnd frá litlum en ofsafullum flakki xnanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.