Morgunblaðið - 13.08.1927, Qupperneq 2
2
MOBGUNBLAÐIÐ
Skemtiför „Fáks“ á morgun' Mar*ar tegnndir af
---- pylsnm nýkomnar:
Höfum nú aftur fyrirliggjandi •
allar lengdir af
Bárujárni,
No. 24. og No. 26, 24. og 30” breilt.
Þaksaum.
9 $
Tjörupappa,
Panelpappa.
BifreiðaskoðuH.
Árleg skoðun bifreiða, skrásettra með einkennisbók-
stöfunum: G.K., Ks. og H.F., fer fram næstkomandi þriðju-
'dag, miðvikudag og fimtudag, 16., 17. og 18. þessa mánaðar,
:frá klukkan 10y2 fyrir hádegi til klukkan 6 eftir hádegi dag
hvern, vestan við sölubúð dbs. Egils Jacobsen, hjer í bæn-
nm, á torginu þar. — Ennfremur verðía þar og þá athuguð
skírteini bifreiðarstjóra.
Ber hlutaðeigandi bifreiðaeigendum að koma greind-
■um bifreiðum þangað til skoðunar að viðlögðum rjettar-
missi til reksturs þeirra, verði skoðunarvottorð eigi feng-
ið einhvern hinna tilteknu daga hjá hinum skipaða skoðun-
armanni, Tryggva Ásgrímssonar í Reykjavík. — Lögboð-
inn bifreiðaskattur fyrir gjaldárið til 1. f. m. verður inn-
heimtur jafnframt skoðuninni.
Bæjarfógetinn í Hafnarfirði hinn 10. ág. 1927.
Magttús Jónsson.
Morgunblaðið hefir
verið beðið að minna
f)á á, sem þátt ætla
| að talca í skemtiför-
inni á morgun, að
þeir eigi að mæta kl.
0l/2 tjarnarmegin við
i Barnaskólann, og að
| lagt verði á stað kl.
| 10, hvernig sem veðiu
j verður. En eftir spá-
dómum Yeðurstofunn-
j ar að dæma, þarf
j varla að éfast um það
. að gott verði veður.
! Eins og áður er get-
ið, er svo úl ætlast,
að Hafnfirðingar mæti Reykvík-
ingum á skeiðveliinum. Og má bú-
ast við fjölmenni úr Hafnarfirði,
því mikill viðbúnaður hefir verið
þar til að ná í liesta.
Skemtifarir eins og þessar, sem
„Fákur“ stofnar nú til, hafa ait
af nokkurn kostnað í för með sjer.
Og ætlar því fjelagið að selja
merki í förinni, eri kosta 1 krónu,
og mun engihn þátttakandi láta
sig muna tun að kaupa það. En
gott væri, að hver hefði með sjer
afskamtaða peninga, því ekki mun
reynast þægilegt. að fá peningun-
um skift uppi hjá Lyklafelli, þó
þar sje eflaust margt góðra vættá
enn.
Skemtilegást væri, að fararmenn
hjeldu sem mest hópinn, einkum
þegar farið er upp iir bænum. Er
mikið komið undir þátttakendum
isjálfum, hvort gott skipulag verð-
ur á sanjreiðinni ;eða ekki, og hve
mijril skemtun verður að herini. En
fararstjórinn á þar og mikinn hlut
^að ináli. Og verða menn að bevgja
,sig undir hans fyrirskipanir og
(leiðsögn um alla samlieldni og til-
högun.
Enginn efi er á því, að í góðu
yeðri verður þetta hin skemtileg-
asta för.
Rúllupylsur,
Ágætur reyktur lax,
. . Ný kæfa. *
Versl. Kjöt & Fisknr
Sírni 828.
Laugaveg 48.
fiaraldur SigurQsson
píanóleikari.
Sklnnhúfur. öflýrar
Dðnsk verksmidja óskar sambands við stórt
tirma. Sýnishorn með verðtilboði sendist ef um er
beðið. Brjef merkt 1461 sendist IWonterossi, Amager-
torv 9, Köbenhavn K.
Best að auglýsa f Morgunblaðinu.
Á þriðjudagskviild leikur Har-
aldur Sigurðsson í Gamla Bíó á
hinn nýja flygiJ frá Steinvay &
jSons, og er það eina tækifærið,
sem bæjarbúnm gefst til þess að
hiýða á hann að þessu sinni.
Efnið verður mjög fjölbreyti-
iegt, eftir fimm tónskáld, gömul
,og ný. Fyrst er Fantasi í c-moll
.eftir Mozart og Pappilions (fiðr-
ildi) eftir Schumann. Þá f jögur lög
,eftir uútíðartónskáld frakkneskt,
Debussy. Hið fyrsta af þeim lög-
um heitir La cathédrale engloutie
eða kirkjan sokkna, og er ort í
.tónum út afi gamalli sögn frá Bre-
tagne. Þar hafði sá atburður gerst
endur fyrir löngu, að kirkja ein
mikil hafði sokkið í sjó og horf-
ið með öllu. En síðan verða menn
þess varir öðru hverju í ljósaskift-
,unum á kvöldin, að kirkjan lyftist
(upp úr sjónum, og sjest móta fyr-
ir grönnum turnum og gotnesk-
um bogum. Kfukkurnar hringja
með dularhreimi, og prestar líða
iáfram kringum kirkjuna í hátíð-
legri helgigöngu. Og kirkjan síg-
ur aftur hægt og hægt niður í
öldur hafsins. — Hin lögin eftir
sama höfund eru Prelude (forleik-
ur), Sarabande (spanskur dans)
og Toeeata. Síðan leikur Harald-
;ur Rhapsodie eftir Brahms og
loks tvö lög eftir Chopin, Berceuse
(vöggulag) og Fantasie í f-moll.
Þegari Haraldur ljek hjer síðast,
var alt efnið eftir Beethoven ein-
göngu. En í þetta sinn eru við-
fangsefni hans miklu margbreytt-
•ari. Þetta er fyrsti liijóðfæraleik-
urinn í hinum nýja og háreista sal
Hamla Bíó, og er ekki að efa, að
Dar verður gott og fagurt á að
hlýða.
|. Öllum er það kunnugt, hvers
yænta má, þegar Haraldur slær
hljóðfærið. Hógværð og göfgi er
i yfir allri hans list, en þó mikill
! þróttur og djúpur innileiki. Hann
fer mjúkum og styrkum höndum
j nm strengina., og hanri snertir
raann á þann hátt., sem hinir tign-
ustu iistamenn einir saman gera.
rriiklar birgðir
fyrirliggjandi.
Ú. Einarsson & Funk
Jarðepli
ítttlsk, ný. Pokinn 8,50.
Fjárhagur (slEndinga
frá dönsku sjónarmiði.
í „Finanstidende“ ritar Aage
Berléme stórkaupmaður grein hinn
20. júlí um fjárhag íslendinga, í
^tilefni af'því, að þá voru nvlega
komnir ársreikningar þriggja
'stærstu fyrirtækjanna hjer á landi,
þankanna beggja og Eimskipafje-
lagsins. Eftir að hafa skýrt frá
reikningum þessum í stórum drátt-
um, spyr hann:
— Hvernig ,er nú ástandið á ís-
landi, ef dæma skal eftir reikning-
um bankanna?
1 Og hann svarar þeirri spurningu
á þessa leið:
, Ástandið er náttúrlega ekki gott;
það er augljóst. En það er bó eltki
eins slæmt og búast mætti við. Á
hinum hörðu árum hefir íslandi
tekist að halda framleiðslu sinni í
horfinu. Bæði landbfmaður og
Jsjávarútvegur eru reknir með sama
■ krafti 1927, eins og áður. Og vegna
hinna snöggu breytinga, sem verða
j(á íslandi, getur vel verið að árið
1927, verði got.t ár, og það lítur
jafnvel út fyrir það. Ullarverðið
er betra en í fyrra og meira hefir
fiskast heldur en árin 1926 og
1925. Fiskverðið er að vísu lægra
en í fyrra, en fiskurinn er þó
meira virði en þá, vegna þess hvað
hann er mikill. Verð á kolum og
salti og fleiri vörum, hefir aldrei
verið lægra, síðan ófriðnum iank.
Af atvinnuleysi hafa Islendingar
ekkert. að segja og tekjur og gjöld
fjárlaganna standast á. Illa rekin
fyrirtæki munn ef til vill fara á
Jiöfuðið, en hin mörgu og vel reknu
íslensku verslunar- og fiskveiða-
fyrirtæki, svo og landbúnaðurinn
munu standa sig; á því er engina
efi.
Nýkomid
THcotíne
KJólap
Blúsur
Nœrffit
í afarmiklu úrvali
Verslun
Egill lacobsen.
Frá Vestur-íslendingum
FB. í ágúst.
Ingimar Ingjaldsson
| var lcosinn í Gimli, með 200 at-
jkvæða meirihluta, á fylkisþingið í
Manitoba.
Mannalát.
! Þann 18. maí þessa árs ljest í
Swan River, Man., Snorri Sigur-
jónsson frá Einarsstöðum í Reykja-
dal, dúmlega 65 ára gamall. Snorri
fluttist vest.ur um haf 1883. Var
hann kvæntur Hálídóru Friðbjarn-
ardóttur frá Köldukinn í Ljósa-
1 vatnshreppi.
{ Þórður Pjetursson, ættaður úr
Mýrasýslu, andaðist í Selkirk,
Manitoba í apríl síðastl., nærri
S2 ára að aldri. Hann var kvænt-
ur Guðrúnu Halldórsdóttur frá
Leirulæk í Mýrasýslu. Þórður heit-
jnn var bróðir Sigurðar fangavarð-
ar Pjeturssonar í Reykjavík.
I
I
Blaðið „San Francisco Ghronicle“
1 gat þess nýlega, að hinn góð-
kunni íslendingur, Magnús Árna-
son, er býr í San Francisco, hafi
nýlega verið kosinn til kennara-
embættis við listafjelagið í Berke-
ley (Berkeley League of fine
,Arts). Er vafalaust óhætt að telja
ÍMagnús með gáfuðustu og efnileg-
nstu íslensku listamönnum.
I (Hkr.)
9