Morgunblaðið - 18.10.1927, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 18.10.1927, Qupperneq 8
8 MORGUNBLAÐIÐ undan er farið. Það er ekki nóg' að við borðum lijá þeim ein.s og í stórveislu og þökkum þeim fyrir góðan mat, heldur eigum við öll að hugsa málið rækilega og mvuia það, að neytsla síldar verður einn iiður til þess að minka dýrtíð og Verði þetta tekið rækilega til íhug- unar, þá yrði fyrsta sporið að fá ódýra nýja síld. Mundu landar okkar, sem síldarútveg hafa, jafnt selja hæjarfjelögum síld eins og þeir selja útlendingum í hræðslu. Hinn besti styrkur hjer verður að efni fáist það ódýrt, að tök verði á að afla þess og almenn- ingur kannist við, að um ódýra og holla fæðu sje að ræða. 14. okt. 1927. Sveinbj. Egilson. Leikfielag Reykjavíkur. „Gleiðgosinn". Þeir hafa áreiðanlega verið hlaðnir miklum hrellingum og þungum sorgum, sem ekki urðu að brosa í Iðnó á sunnudagskvöldið, þegar Leikfjelagið sýndi í fyrsta sinn gamanleikinn „Gleiðgosann! ‘. Vafaiaust hafa menn oft skemt sjer vel, hlegið dátt og hjartan- lega, við ýmsar gamanleikasýning- ar Leikfjelagsins, fyr og síðar. En jeg efast um, að hláturinn hafi nokkurntíma verið jafn hjartan- legur, skemtunin jafn almenn eins •g nú, þegar „Gleiðgosinn“ vakti hverja hláturbylgjuna annari meiri í Iðnó. Þarna er um að ræða gamanleik af bestu tegund, græskulausan, fyndinn, eldfjörugan, með undir- straum af góðlátlegri ádeilu og meinlausum nálarstingjum til ýmsra mála og tegunda af mönn- um. Þýsku höfundamir tveir, Ourt Kraatz og Arthur Hoffmann, kunna sína list, eni alt í senn: fyndnir, fjömgir og óhræddir menn, óhræddir við gáskann, há- vaðann, brellurnar og krókaleið- iraar. Það er ástæðulaust að rekja efni leiksins. Hánn þarf ekki neinnar leiðbeiningar eða. skýring- ar við. í honum eru engin sál- fræðileg djúp, sem þarf að stika, eða vandleystar gátur, sem krefj- ast mikilla heilabrota. Alt er op- ið og augljóst. Hann verður og heldur ekki sagður. Hann verður að sjást. Hver einstök setning er svo rammlega hlekkjuð við heikl- ina, hver atburður í svo nánu samhengi við' annan, að ekki er til neins að ætla sjer að benda á neitt sjerstakt. Leikendur fóru allflestir vel tneð hlutverk sín. Þeir brugðust að minsta kosti ekki höfuð-tilgang- inum: að koma mönnum til að hlæja. Að vísu mátti sjá eitt og annað víxlspor, losarabrag á stöku stað, og heyra mishepnað tilsvar lijá þeim, sem leikinn bera uppi. En sennilega hverfa þeir vankant- ar við fleiri leiksýningar, þegar alt kemst í fastari rás. Brynjólfur Jóhannessou, er leik- ur sjálfan gleiðgosann, á sinu hluta af hlátrinum, sömuleiðis þelr Haraldur Á. Sigurðsson, og Yalur Gíslason. Það eitt er nóg hláturs- efni að sjá andstæðurnar tvæv á leiksviðinu: Gleiðgosann í ameríks- um loftköstum, með ameríkskum hraða, með ráð undir rifi hverju, vaxinn öllum örðugleikum, og að- stoðarkennarann (Val), með aum- ingjaskapinn og uppburðarleysið, ragmensku- og ráðaleysissvipinn. En þeir, sem leika „ráðin“, hirð- ráðið, kammerráðið og kanselliráð- ið — þeir þurfa ekki að bera neinn kvíðboga. fyrir því, að þeir yrðu teknir í guðatölu, þó þeir ljeku dálítið betur, myndu til dæmis eft- ir því, að þeir eru á leiksviði, og að til þeirra eru gerðar nokkrar kröfur. Guðrún, lMarta og Emilía Ind- riðadætur njóta sín allar ágætlega 4 þeim hlutverlcum, sem þær hafa. J. B. Korneinkasalan í Noregi. Undanfarin ár liefir norska stjómin haft einkasölu á kornmat, ,en hún reyndist eins og aðrar rík- iseinkasölur, og var þ\ú afnumin í silmar. Síðan hafa jafnaðarmenn þar vaðið berserks-gang út af þessu, alveg eins og hjer út af því að afnumin var einkasala á olíu (Og tóbaki. Ásaka þeir „auðvaldið“ fyrir það að vilja hækka verð á brauðum fátæklinga, og reyna þeir að berja það inn í alþýðu, að það sje himinhrópandi synd að tolla matvörur. En nú er í Noregi 3 kr. tollur á hverjum 100 kg. af hveiti og ð kr. af 100 kg. af hveitimjöli. En þeir gá ekki að þyí, einkasölu- dýrkendui-, að þrátt fyrir tollinn hefir mjölmatur lækkað mikið í verði í Noregi síðan einkasalan var afnumin. Er lijer samanburð- ur á því hvað noklcrar kornmatar- tegundir kostuðu um það levti sem einkasalan hætti og hvað þær kosta nú: áður nú Bl. sigtimjöl kr. 06.00 kr. 31.00 Hvéitimjöl — 35.45 —- 34.00 Hveiti — 44.75 — 42.00 Rúgmjöl — 29.00 — 26.25 Eins og sjá má á þessu hafa allar þessar tegundir lækkað í verði, en blöðin segja, að jafn- aðarmönnum gremjist tollurinn, vegna þess, að lians vegna sje vín- arbrauð og bollur dýrari en ef enginn væri tollur! Hinu gleyma jafnaðarmenn líka, eins og vant er, að nú er ríkið laust við þá áliættu, sem einka- sölunni fylgdi. Siðalœrdómur bolsa. „Den röde ungdom“ heitir blað nokkurt í Ósló, og er gefið út af kommúnistum. Blað þetta prjedik- ar hreinan siðalærdóm bolsa; með- al annars hvatti það atvinnulausa menn til þess, nú fyrir skemstu, að stela matvælum. — Bjóst það víst við, að menn mundu hlaupa eftir þessu hópum saman, en ár- angurinn varð ekki eins og til var; ætlast. Þó rændu strákar um 100 búðir. Nokkrir þeirra voru teknir höndum, en látnir lausir aftur vegna þess að þeir hefði gert þetta af heimsku og að áeggjan blaðsins. En þá voru þrír kommúnistar, Arnfin Vik, Einar Gerhardsen og Floed-Engebrekt- \sen, sem höfðu livatt menn til að 'stela, gripnir, og var Vik dæmdur ií 4 mánaða fangelsi, en hinir í 25 daga fangelsi. Misslr atkvæðisrjettar. Kosningar til stórþingsins norska fóru fram í gær. — Var svo sem að líkindum lætur, kosniugabar- átta þar hin harðasta þessa dag- ana. Það þykir nokkrum tíðindum sæta í Osló, að kjörstjórn þar hef- ir felt af kjörskrá 761 konu, af þeim ástæðum, að þær eru giftar erlendiun mönnum. Stjórnarskrá Norðmanna mælir svo fyrir, að þeir missi atkvæðis- rjett sinn, sem afli sjer erlends ríkisborgararjettar. En um leið og norsku konurnar hafi gifst erlend- um ríkisborgurmn, hafi þa“r mist ríkisborgararjett í Noregi, og um leið atkvæðisrjett sinn. fiveitiverð lækkandi. Eftir því sem erlend blöð segja, má gera ráð fyrir því, að hveiti falli allmikið í haust og fyrripart vetrar á erlendum markaði. Veld- ur því óvenjulega, mikil uppskera bæði í Ameríku og Evrópu. Er þegar farið að bera nokkuð á því að hveitiverðið fari lækkandi á heimsmarkaðnum. f Bandaríkjunum er gert ráð fyrír ágætri uppskeru, eða sam- tals 845 milj. bushels, en í fyrra fengust aðeins 832 milj. bushels. Sama er að segja frá Kanada. Þar er búist við 459 milj., en í fyrra fengust 410 milj. bushels. f Evrópu búast menn og við ágætri uppskeru. í Frakklandi er gert ráð fyrir 7% milj. smálest- um, en í fyrra var uppskeran þar 1. milj. smál. minni. Talið er og sennilegt, að verð 'lækki mikið á maís. Bsna- og sjálfsafcieitunarvika Hjálpræðisbersins. Hin árlega sjálfsafneitunarfjár- söfnun Hjálpræðishersins stendur nú fyrir dyrum, þar sem Herinn leitar til bæjarbúa um fjegjafir til viðhalds og þroska hinni bless- unarríku starfsemi sinni. Sjálfsaf- neitunarvikan hefir tvöfalt verk að vinna, fyrst og fremst þetta, að vekja og þroska anda sjálfsafneit- .unar og fórnfýsi hjá meðlimum hersins og öðrum út í frá; og færa ŒTernum fje til þess betur að geta bætt úr skorti og neyð. Sjálfsafneitunarvikan liefir ver- ið hahlið síðan 1886 og hún hefir efalaust haft göfgandi og bless- unarrík áhrif á marga, huk þess sem hún hefir átt einna stærstan þátt í því, að starfið hefir náð þeim þroska sem það nú hefir. — Stofnandi Hjálpræðishersins Willi- am Booth sagði um sjálfsafneitnn- arvikuna: „Hugmyndin um sjálfs- afneitunarvikuna er í sannleika fundin upp í himnaríki, innblásin af heilögum anda — barn hins lifandi Guðs.“ Hún er Guð.sverk. og alt sem af Guði er fætt hefir sigur og blessun í för með sjer. Kæru samborgarar, nú hina næstu daga byrjar þessi fjársöfn- un Hjálpræðishersins og reynir þá enn á ný á lijálpsemi yðar og vin- semd. Hver einasta gjöf, smá sem stór, hjálpar oss til að efla starf vort lijer á íslandi. Vinur, minstu ]>ess, .að „fórnin er framborin af frjálsum vilja, án nauðungar og af kærleika.“ Á. ■ \ Meira Ijós við höfaina- Það er æði margt, sem vjer íbú- ar höfuðstaðarins þurfum að biðja >um til umbóta hjer í þorginni, en eitt af því nauðsynlegasta er meira ljós við höfnina. Það er augljóst að flest alt sem veitir lífsskilyrðí og þróun kemur hingað sjóleið- ina, fátt Hafnarfjarðarveg nje Laugaveg, og enginn hefir enn haft orð á að slíkt kæmi loftleið- ’ina nema ef til vill dr. Alexander. Það er því augljóst, að þar sem dagar eru stuttir eins og lijer á 'þessu landi, liaust, vetur og vor, hlýtur mikið af fermingu og af- fermingu skipa að fara fram á þeim tíma sem dagsbirtu nýtur lít- ið. Þetta skilja allir og hljóta því að sjá nauðsynina að vel sje upp- lýst við höfnina þar sem vinna !fer fram. Það er ekki nóg að þar sje ratljóst svo sem nú er, við verðum að biðja um mikið fleiri og stærri ljós, helst algert „geisla- flóð“ ef vatn Elliðaánna leyfir slíkt. Vinna inun ganga miklurn mun betur og ekki eins ömurlegt fyrir þá, sem vinnuna stunda og- nú þurfa.að gaufa sig þar áfram með flutning og flutningatæki. Eitt má enn benda á, sem allir sanngjamir menn munu fallast á,. að svo lengi sem fiskiæiðar eru stundaðar á Selvogsbanka hlýtur ■ ferming og afferming fiskiskipa að vinnast, að meira eða minna leyti að nóttu til, enda á þeim 'tíma árs, sem dagar eru stuttir.. En ætli menn sjer að koma því tit leiðar að hætt sje að vinna livern- ig sem á stendur klukkan sex að kvöldi, þá verða hjer þau vertíðar- lok að allir hljóta að „hátta í björtu“ í fleiri en einum skilningi. Már. Vor um haust. JW nmhugsun sá hún að þetta gerði ekkert til og þá hló hún. Uún gekk síðan út í ha.llargarðimi og Tressan á eftir henni. — Mjer heyrist á má]róm.i yðar eins og þjer sjeuð nræddur um að eitthvert ólán vofi yfir, mælti hún. En hvaða þýðingu hefir það, þótt menn yðar finni ekki Raheque? Ilann er þó ekki annað nje meira en þjóniL — pað er satt, mælti Trassa.n hægt, en þjer megið ekki gleyma því, að hann hefir meðferðis brjef frá ma.nni, sera ■efeki var þjónn. Brosið hvarf af andliti hertogavnjunnar þegar hann sagði þetta. þessu hafði hún alveg gleymt. Hún hafði gert ráð fyrir því, að þótt Rabeque kæmist undan, þá gæti hann ekki borið neitt fram nema líkur og hefði enga.r sannanir í hönd- »m gegn þeim. Að minsta, kosti bjóst hún við því, að orð sín og framburður mættí sín meira heldur en framburður þjóne:. En það var öðru máli að gegna þegar Rabeque var með brjef frá Garnache. — pjer verðið að finna manninn, Tressan, mælti hún hvatskeytlega. Tressan brosti vandræðalega og tugði á sjer skeggið. — Jeg skal gera alt, sem í mínu va.ldi stendur, lofaði hann. P.jer megið vera viss um það. Hann vissi það líka höfðinginn, að það gat orðið jafn slæmt fyrir hann sjálfan, eins og þau í Condillac, ef Ra- beque kæmist burtu heill á húfí, með brjef Gamaches. — Jeg læt öll hjeraðsmál liggja á milli hluta nú um stund mælti Tressan, en legg alt kapp á það, að ná í manninn. Og þótt við getum ekki klófest hann hjer í Daup- hiny, þá skulum! við ekki vera vonlaus að heldur. Jeg hefi sent menn til að sitja fyrir honum á öllum þeim vegum, sem til Parísar liggja. Jeg hefi sagt þeim það, að þeir skuli hvorki spara fje nje hesta. til þess að hafa upp á honum og handsama hann. ög jeg þykist viss um það, að okkur takist að ná í hann. — Af honum einum stafar okkur hætta nú, mælti her- togaynjan, þyí að Florimond er dáinn — úr hitasótt, bætti hún við og brosti svo einkennilega að hrollur fór um Tressan. Annars væri það hart, ef þessi þræll skyldi komast til Par- ísar og gera að engu það erfiði, sem við höfum lagt á okkur til þess að koma öllu í kring á besta hátt. — það er alveg satt, mælti Tressan, og við verðum að sjá um það, að hann komist! aldrei til Parísar. — En fari nú svo, mælti hún, að hann komist þangað, þá verðum við að snúa samnn bökum og hjálpa. hvort öðm. — Jeg vil altaf berjast með yður, Ivlóthildur, svaraðt l a.nn og um leið kom einkennilegur blossi í litlu kringlóttir rugun hans. Jeg hefi staðið við hlið yðar eins og besti sam- herji í öllu þessu máli — er það ekki satt? —• Jú, áreiðanlega. Hvenær hefi jeg neitað því? svaraði hún og Ijet sem sjer sarnaði. — Og jeg skal standa við hlið yðar fra.mvegi.s og veræ yðar skjÖldur og sk,jól hvenær sem þörf gerist En mjer finst að þjer eigið mjer mikið upp að nnna út af því hvemig fór um þenna Garnache og erindi hans. — Já, já--------jeg viðurkenni það fyllilega, svaraði húu„ en um leið fanst henni eins og dimmara yrði yfír, sólskinið ekki vera eins bjart og áður, og ánægjan, sem áður hafðr fylt hjarta hennar og sál, varð líkt og að engu — hana fjaraði út. Hana langaði mest til þess að segja lionum að fara til fjandans með alla sína umhyggju og átleitni. F,n liún stilti sig. pað gat verið að hún hefði meii-a gagn áf honum, ekki aðeins út af Garnaches málinu, heldur miklu' f’remur út af því, sem skeð hafði í La Rochette daginn áður. Fortunio hafði að vísu sagt að alt hefði gengið eins og t sögu, en hún hafði hejTt áj málrómi hans, að það var ekkf alveg satt. pað gat því vel komið fyrir, að einhver vandræðí

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.