Morgunblaðið - 17.11.1927, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 17.11.1927, Blaðsíða 3
'»víVí a 'MOKG U N BL AiHÍ) Stofnandi: Villi. Finsen. Úttcefandi: Pjelagr t Heykjavik. ÍUtstjóríir: J6n Kjartansson, Valtýr Stef.-lnsson. ^.uglýsingastjóri: E. Hafberg. Skrifstofa Austurstrœti 8. &Iini nr. 500 Auglýsingaskrifst. nr. 7ú*>. HeimasiJnar: J. Kj. nr. 742. V. St. nr. 1220. K. Hafb. nr. 770. Áakriftagjalú Innanlands kr. 2.00 á. m&nuðl. Utanlands kr. 2.60. t i&usaaölu lo aura elntftki* lelyá Emm kaupmaður í andaðist. að heimili sínu, Tjarnar- götu 14, kl. 8 í gærkvöldi. Bana-j meinið var heilablóðfa.11. j Æfiatriða hans verður nánar j getið síðar hjer í blaðinu. Erlandar símjregmr. Khöfn 16. nóv. FB. Trotski og Sinoviev rækir úr kommúnistaflokknum. Frá Moskva er símað: Trotski •Og Sinoviev hafa verið reknir úr k o mmúii i.st af 1 ok kn um. Voru ]>ær sakir bornar á þá, að þeir liefði verið forkólfar ])eirra manna, er starfað hafa að nndirróðri gegn flokknum. Kamenev og Ralcovski og noklcrir fleiri hafa verið gerðir rækir úr fiokksstjóminn'i. Allir þeir, sem að framan eru nefndir, hafa verið sviftir embættum sín- um. Á flokksfundi verður tekin ákvörðun um það, hvort Kamenev og Rakovski verði gerðir rækir úr flokknum. Hvað gengur að manninum? Hver liafði meiri ástæðu til þess að gleðjast nú með Mbl. en einmitt hann, Hjeðinn, formaður verka- mannafjelagsins „Dagsbrún" ? Hn þetta hefir farið alt á annan veg, og þykir Mbl. leitt ef það á einhvern þátt í þessari skapvonsku Hjeðins. ’ Skemtilegasti þáttutinn í oll- um þessum skrípaleik Hjeðins, er sá, þegar hann er að sverja sig frá öllu sambandi við „British Petvo- leum Co.“ Hann gerir það í Alþbí. á laugardaginn var með sv^feld- um orðum: „ ... . Það- sem jeg hefi hingað 'til gert fyjrir „B. P.“, er að koma áleiðis til bæjarstjórnar umsókn- um þess undir lóðir tmdir olíu- geyma og taka við svörum hennar við þessu og koma þeim tiJ „B. p ( í SkYÍpaleikur fijsðins. Það má auðsjáanlega ekki nefaa formann verkamannafjel. „Dags- brún' ‘, hr. Hjeðinrí Valdimarsson, í sambaudi við „British Petroleum Ho.“ Hjeðinn verður þá æfa reið- ur og liótar öllu illu, sbr. Alþýðu- bl. á laugardaginn var. Verkamenn bæjarins hljóta að hafa gaman að horfa á þerma skrípaleik. Hjeðins. Af hverju er Hjeðinn svona reiður við Morgun- blaðið? Hvað hefir blaðið gert á hluta hans? Mbl. hefir vítt það, að stjófnin •skyldi leyfa innflutning erlendra járnsmiða, til þess að vinna verk, sem sannað var, að innlendir menn Tvorn fullfærir að vinna. Mbl. liefir einnig vítt ])að, að fulltrúar verkamanna lijer í bæn- um, skyldu ekki beita áhrifum sín- nm gegn þessu athæfi. Binlcum vítti blaðið það, að form. verka- mannafjel. „I)agsbrún“, lir. Hjeð inn Valdimarsson, skyldi ekkert gera til þess að afstýra þessu lineyksli. Hann stóð ]>ó einkar vel að vígi og var allra manna líkleg- astur til þess að geta orðið íslensk urn verkamönnum að einhverju ]iði. Hann var trúnaðarmaður þess ■erlenda fjelags, er hjer átti í hlut, -og hann var alþm. Mbl. hefir borist þakkir frá fjölda verkamönnum hjer í bæn- um fyrir það, hvernig það tók í fætta mál. En Hjeðinn? Hanu ræðst að blaðinn með illyrðum og skömm- um. Hvers vegna gerir Hjeðinn þetta? Nú gefur hann þó þær upp- lýsingar, að óvíst sje enn, hvort nokkrir breskir jámsmiðir komi. Ef svo skyldi reynast, þá er það vitaskuld fyrir þær umræður, sein orðið hafa ttm þetta mál. Og cr Mbl. ánægt yfir þeim úrslitum. En Hjeðinn ? Hann hefir aldrei verið í verra sltapi, en einmitt nu, eftir að líkur urðu til þess, að -engir erlendir járnsmiðir kæmu! Hvernig ætlast Hjeðinn til að menn skilji þessi orð? Á að skilja þau svo, sem hann hafi verið eins- konar sendisveinn fyrir „B. P.“, hlaupið með brjef til borgarstjóra, sótt, þangað brjef aftur og sent þau, síðan áfram til „B. P.“ o. s. frv. ? Eftir orðum lians að dæma, :þar sem hann segist hafa „komið áleiðis .... umsóknum“ o. s. frv., er svo að sjá, sem hann vilji að almenningur leggi þenna sldln- ing í þetta trúnaðarstarf hans. En nú er þessu ekki þannig varið. H.jeðiun liefir með simii eigin undirskrift sótt um leigu- 'rjettindini til bæjarstjórnar. Morg- unblaðið hefir fengið að líta á þessi brjef Hjeðins og þar er venjulegast ])annig komist að orði. „Hjer með leyfi jeg mjer fyrir hönd British Petroleum Co., að sækja um“ .... o.s.frv., o.s.frv., og undirskrifað er fult nafn: Hjeðinn Valdimarsson. Vill Hjeð- inn halda því fram, að hann hafi í heimildarleysi skrifað sitt nafn undir ])essi brjef? Ef hann ekki vill halda því fram, þá getur hann ekki neitað hinu, að hann hafi verið „mnboðsmaður“ „B. P.“ Hjeðinn liefir uíidanfarið verið að hóta Morgunblaðinu málsókn, en ekki hefir sú málsókn birtst ennþá. En fyrir hvað ætlar Hjeð- inn að höfða mál ? Er það- fyrir það, að Mbl. hefir barist gegn því, að hingað kæmu erlendir járn- smiðir, til þess aS vinna verk, sem íslenskir smiðir væru fullfærir að vinna sjálfir? Uatnsflóö í nmen'ku. Skaðinn áætlaður margar miljónir dollara. 7000 manns heimilislausir. Fyrir rúmri viku konm geysi- leg vatnsflóð í ríkinu Vermont ' Ameríku. Varð aðallega fyrir þeim bær einn, Montpellier. — Er það smábær með um 1000 íbúum. En það raátti heita, að allir íbúarnir væri heimilislausir eftir að flóð- bylgjan liafði skollið yfir. Nokkuð á þriðja hundrað manns Ijetu lífið í Montpellier. — Brýr slöngvuðust af ám, rafmagnslínur og' símar eyðilögðust, svo bærinn varð gersamlega slitiun úr ölln sambandi við umheiminn. Verk- smiðjur eyðilögðust, og er búist við miklu atvinnuleysi, þegar plág- unni ljettir loksins af. Aðflutningar (llir hindruðust, og með öllu, svo að útlit var fvrir hungursneyð, þegar síðast frjett- ist. Þegar flóðbylgjan skall á bse- inn, var vatnið smnstaðar 10 feta djúpt í aðalgötum bæjarins, og varð fólk að yera þar sem það var komið. Sumstaðar sprengdi vatnsflóðið húsin og fjöldi mauría annaðhvort druknaði í þeim eða limlestust til dauða. 7000 manns voru heimilislausir, þégar síðustu fregnir bárust frá Montpellier, og tjónið af skemd- unum var metið margar miljónir döllara. Bln- og klaufaueikin blossar upp í Danmörku. TJm seinustu mánaðamót komu fyrir mörg tilfelli af gin- og klaufaveiki í Danmörku, elcki að- eins á stöku stað, heldur s\o að segja um land alt, á Sjálaudi, Fjóni og Jótlandi. Dýralælaiar liafa ekki enn viljað gefa neitt ákveðið svar um það, hvort þetta sje nýr faraldur, en margir ætla að svo sje, vegna þess, hve víða hefir borið á veikinni. Dagbók. Veðrið (í gærkvöldi ld. 5 síðd.). Lægðin, sem á þriðjud.kvöldið var suður af Hvarfi á Græul. er liú um 500 km. SV. af Reykjanesi Er hún geysilega víðáttumikil, en þokast hægt. austur á bóginn — sennilega fyrir sunnan ísland. Má því lielst búast við norðanátt og ltaldara veðri á næstunni. — Frá Vestur-Grænl. brýst fram bylgja af köldu loft.i, er nær þegar suður undir Azoreyjar. Er víða NV.- stormur og hagljel á hafinu suður af Grænlandi. Veðurútlit í Reykjavík í dag: Austan stinningskaldi. Dálítil úr- koma. Frystir sennilega með nótt- unni. Gnllfoss fór hjeðan í gærkvöldi seint til Hafnarfjarðar, en þaðau fer hann í dag til Vestfjarða. — Farþegar eru fáir. Esja fór hjeðan í gærkvöldi í hringferð austur um land. Farþeg- ar voru m. a.: Sjera Magnús Bl. Jónsson, Lúðvík Guðmundsson kaupmaður og Marino Kristjáns- son. Olíndunkamir við Skerjafjörð. Byi-jað var að reyna eijin þeirra, þann stærsta, 4000 tonna, kl. IB/, í fyrramorgun. Er dælt í þá sjó og þeir reyndir með því. í gær klukkan 5y2 'var húið að dæla að- éins á annað þúsund lítra í dunk- . inn. Er ekki búist við, að hann verði orðinn fullur fyr en um helg . ina kemur, því aðeins er notuð OSt er i Holti heyrandi nær. Hið góða, viðurkenda Hangikjöt á krónu y2 kg. íslenskar kart- öflur, fyrsta flokks á 10 aura y2 kg. Saltfiskur, fyrsta flokks, 25 aura y2 kg. Strausykur, snjóhvítur, 35 aura y2 kg. o. m. m. fl. ódýrt. Notið tækifærið og lítið inn í Úthú Einars Eyjólfssonar Skólavörðustíg 22 (Holti). Sími 2286. ein dæla og þarf hún að flytja sjó- inn um sjö metra, þegar fjara er, og vinst því verkið seint. Þegar stærsti dunkurinn hefir verið fylt- ur, verða hinir reyndir hver af öðrum. Afli er heldur tregur hjer og í veiðistöðum uairlendis,- bæði vegna fiski- og gæft.aleysis. 4 bátar rjeru úr Keflavík í gær og veiddu held-' ur lítið. Einn lítill bátur fór hjeð- an úr Reykjavík suður í Garðssjó í fyrradag og ltom aftur með 600 pd., er það langróið og lítill afli. Aðeins eirín bátur rjeri af Akra- nesi í gær. í Sandge.rði rær eng- inn bátur nú. ísfiskssala. í fyrradag seldu afla sinn í Englandi, Ari fyrir 1253 stpd., Maí fyrir 1504 og Hafsteinn fyrir um 1200 stpd. Snorri goði selur á morgun. Guðspekifjelagið. Sameiginleg- ur fundur Reykjavíkurstúku og Septímu í kvöld kl. 8y2. Efni: Nokkrar nánari leiðbeiningar um „meditationir“. Að loknum fundi verður afmælisfagnaður Reykja- víkurstúkunnar og allsherjarfje- lagsins. Hláka hefir verið undanfarið norðanlands, að því er símað var úr Eyjafirði í gær. Má heita, að mest. allur snjór sje horfinn nema úr fjöllum, að undanteknum fann- fergishjeruðum. Vanstilt. hefir tíð- arfar verið þar nyrðra undanfar- ið og illar gæftir til sjávarins. Frá Englandi komu í gær Jón forseti og Hilmir. Þeir fóru báðir á veiðar í gær. Hjónahand. Gefin voru saman í hjónaband á föstudaginn var af sjera Bjarna Jónssyni, ungfrú Sig- urbjörg Gissursdóttir og Ásgeir Jónsson bílstjóri frá Hvammi í Rangárvallasýslu. Útvarpið í dag: Kl. 10 árd. veð- ’urskeyti, frjettir, gengi, kl. 7 síðd. veðurskeyti, kl. 7,10 upplestur (Sig. Slcúlason), kl. 7,30 útvarps- tríóið (G. Takacs, A. Berger, Emil Thoroddsen), kl. 8,30 fyrirlestur nm „Öruggleika, fullvissu og fögn- uð“ (Árni Jóhannsson), kl. 9 hljóðfærasláttur frá Hótel fsland. Ráðstafanir gegn eldsvoða. — ' Brunamálanefndin hefir nýlega ákveðið, að hvergi megi liggja á almannafæri bensíntunnur, hvort heldur tómar eða með bensíni. — Kven- Rykfrakkar | ’|2 wipði Verslun Egill lacobsen. Það þarf ekki að auglýsa þaðy sem er stað- reynd9 að alt til fatnaðar ásamt allri smávðru tíl sauma- skapar er og verður lang ódýrast hjá Guðm. B. Uikar Laugaveg 21. Simi 658. Grænmeti margar tegundir. Bjúgaldin og Kirsnber nýkomin llersl. Vfslr. Ennfremur ákvað nefudin, að ekki megi láta bensín úr tunnum í bensíngeymira á almannafæri á tímabilinu frá kl. 10 að rnorgni til kl. 1 að nóttu. Farsóttahúsið. — Farsóttahúss- nefndin hefir æskt eftir því við fasteignanefnd, að hún athugaði, hvort ekki mætti setja miðstöð í Tarsóttahúsið á næsta ári.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.