Morgunblaðið - 27.05.1928, Blaðsíða 8
8
MORGUNBLAÐIÐ
Sto anðvelt —
og árangifii*inn þó sw& góðar.
Sje þvotturinn soðinn
dálítið með Flik-Flak,
þá losna óhreinindin,
þvotturinn verður ski?
og fallegur, og hin fina
hvíta froða af Flik-
Flak gerir sjálft efnið
mjúkt.
Þvottaefnið Flik-Flak
varðveitir Ijetta, fína
dúka gegn sliti, og
falleyir, sundurleitir
litir dofna ekkert.
Flik-Flak er það þvotta
efni, sem að öllu leyti
er hentugast til að þvo
úr nýtísku dúka. Við til-
búning þess eru tekn-
ar svo vel til greina,
sem frekast er unt all-
ar kröfur, sem gerðar
eru til góðs þvottaef nis
ÞVOTTAEFNIÐ
FLIKFLAK
Cinkasalar á fsiandi:
I. Brynjólfsson & Kvnran
Guðmundur G. Bárðarson:
JARÐFRÆÐI (2. útgáfa)
með fjölda mynda, nýkomin út.
Verð kr. 7.50. — Fæst hjá bóksölum.
Békw. Slgf* Eymundssoii.
II leynisligum.
ur í fjórtán ára hegningarhúsvist.
Jim var sendur í herinn og fjell
mánuði seinna. Stúlkan var dæmd
til 18 mánaða. En hvað gerir þa#
þegar menn eiga alt lífið fyrir
sjer?
—- Og ella hefðum við ekki náð
í brjefin, sagði einn.
Bill hjelt áfram sögunni.
— Við seldnm Sir Simeon Gold
stein brjefin fyrir hundrað þús-
nnd pund og það var reyfarakaup.
Hann þorði ekki að kæra okkur,
en sagði, að það sem fanst í vösum
telpunnar væri alt, sem frá sjer
hefði verið stolið. Hann gat aldrei
um það, að fjárhirslan hefði ver-
ið brotin upp. Og þannig fengum
við fjeð, tíu þúsund pund hver og
fjörutíu þúsund geymdi jeg handa
telpunni. Hún hafði unnið drengi-
Iega til þeirra. Það hefði orðið'
Ijóta útreiðin fyrir okkur ef hún
hefði ekki verið með.
Hann drakk vænan teyg. Nú
var sögunni lokið, en Páll starði
enn á hann hrifinn og hugsi.
— Hvað ætlar stúlkan nú að
gera ? spurði hann nokkuru seinna.
— Þegar jeg fór var hún að
leika sjer að skartgripum sínum,
sagði Bill. Þið munið það sjálf-
sagt, að jeg náði í nokkrar perlur
og demants-eyrnahringa í Bond
Street. Enginn ykkar vildi þá
vera með mjer, en samt sem áður
fjekk jeg laglegan feng þar. Mig
langaði til þess að gefa telpunni
eitthvert dinglumdangl þegar hún
væri laus; kvenfólkið hefir gam-
an að slíku. Hún leit varla á ávís-
unina á 40 þúsund pund.
Páll blístraði.
— Fjörutíu þúsund pund! hróp-
aði hann. Það er svo lítið!
— Það er borgun fyrir 18 mán-
aða tugthúsvist og fyrir það að
bjarga okkur hinum, mælti Bill.
Jeg kalla það ekki mikið.
— Og ekki jeg heldur, gullu all-
ir við.
Þeir voru sýnilega sammála um
þetta allir. Þeir voru glæframenn,
myntfalsarar, þjófar og ef til vill
morðingjar, ef svo stóð á, en þeir
vildu ekki svíkja stúlkuna um
fjeð.
Nú var brotið upp á öðru um-
‘ræðuefni, en Páll var einn þögull.
Hann hafði aldrei heyrt getið um
annað eins og þetta. En hinir lof-
uðu honum ekki að hugsa um það
Trúlofun sína opinberuðu 18.
þ. m. Sigríður Sigurfinnsdóttir,
Keflavík, og Sigurður Ágústsson
frá Birtingaholti.
j
í Næturlæknir í nótt Guðmund-
ur Guðfinnsson, sími 1758, aðra
nótt Friðrik Björnsson, sími 553,
og á miðv.dagsnótt Kjartan Ólafs-
son, sími 614. — Næturvörður er
þessa viku í Reykjavíkur lyfja-
búð.
i Ganymedes verður sýndur í
Kringlu báða hátíðardagana kl.
2—4.
!
í Unglingast. Vonarljós nr. 51 í
Hafnarfirði fer skemtiför suður
að Straumi á annan í hvítasunnu.
Lagt verður af stað frá G.-T.-
húsinu kl. 1 e. h.
| Unglingast. Svava nr. 23 held-
'ur síðasta fund sinn fyrir sum-
1 arfríið á annan í hvítasunnu kl. 6
Isíðd. á venjul. stað. Embættis-
1 menn eru beðnir að koma stund-
| víslega og fullorðnir fjelagar a_ð
;fjölmenna vegna kosninga til
| Unglingareglu- og stórstúku-
Iþinga. Þeir ættu sem flestir að
hafa eitthvað með til skemtunar
og fróðleiks.
í Gæslumennirnir.
i
! Lúðrasveit Reykjavíkur ætlar
að skemta bæjarbúum kl. 3 í dag,
ef veður leyfir, með því að leika
á horn hjá stjórnarráðshúsinu.
í Landslagskort. Upphleypt kort
af íslandi verður til sýnis í búð-
arglugga Málarans í dag. Samú-
el Eggertsson skrautritari hefir
búið það til.
I Mishermi var það í blaðinu í
gær, að þau Lárus Jónsson versl-
unarm. og ungfrú Anna Svein-
björnsdóttir frá ísafirði hefði
Igifst í fyrradag. Þau giftust í
|gær á heimili foreldra brúðgum-
1 ans og gaf sr. Friðrik Hallgríms-
, son þau saman.
| Kvenfjelagið Hringurinn hefir
.fengið leyfi til fjársöfnunar með
S merkjasölu. Verða merkin seld
hjer í bænum á morgun.
Orð og athafnir. I forystu-
graiji í Tímanum í gær er m. a.
þannig komist að orði: „Almenn
mentun er skilyrði til þess, að
Islendingar geti eignast valinn
mann í hverju rúmi“. — Skyldi
leiðin að þessu marki vera sú, að
loka þeim skólum fyrir æskulýðn-
um, sem besta veita almenna
mentun, eins og dómsmálaráðh.
gerir, sbr. lokun Mentaskólans ?
Eða sú, að setja alþýðuskóla í
sveitum á þá staði, sem gerir al-
j menningi ókleift að nota skólann,
sbr. Laugarvatnsskólann?
I. O. G. T. Fundur í Stigstúk-
unni á morgun kl. 4 síðd.
i Stúkan Dröfn heldur fund með
guðsþjónustu í kvöld kl. 8. Stud.
theol. Ludvig Guðmundsson talar.1
! Fjelagar, hafið sálmabækur með
á fundinn.
Trúlofun. 1 gær opinberuðu
1 trúlofun sína ungfrú Sólveig Pjet
ursdóttir og Erlendur Þorbergs-
son verslm.
I Umsækjendur um embætti það,
sem Finnur Jónsson hefir haft
* við Hafnarháskóla, er talið að
muni verða m. a. þessir: dr. Jón
Helgason, dr. Sigfús Blöndal og
Poul Rubow. ,
| Guðspekifjelagið. Ársfundur á
morgun kl. 2 e. h. Áríðandi að
fjelagsmenn mæti.
Samskotin (Jóns forseta slys-
ið): Frá nokkrum úr slökkvilið-
I inu kr. 125,00.
i
! Hvítasunnuútvarp Fjelags út-
varpsnotenda: 1 dag: Kl. 11 árd.
guðsþjónusta frá Dómkirkjunni
(sr. Bj. J. prjedikar. Sálmar nr.
238, 556, 239, 229, 228). Þar á
eftir veðurskeyti og frjettir. Kl.
2 guðsþjónusta frá Fríkirkjunni
(síra Á. Sig. prjedikar. Sálmar
nr. 238, 400, 232, 228, 234, 422).
KI. 3,30 endurvarp frá útlöndum.
Kl. 5 guðsþjónusta frá Dómkirkj-
! unni (síra Fr. H. prjedikar. Sálm
ar nr. 4, 238, 231, 234). Kl. 8
veðurskeyti. Kl. 8,10 upplestur
(Helgi Hjörvar), kl. 8,30 fiðlu-
leikur (Þór. Guðm.), kl. 9 ein-
söngur (Sv. Þorkelsson), kl. 9
erindi: „Hvað er andlegt líf?“
, (Sigurður Ólafsson).
j Á morgun: Kl. 11 árd. prests-
vígsla frá Dómkirkjunni (dr. Jón
Helgason biskup). Þar á eftir
veðurskeyti. Kl. 3 endurvarp frá
útlöndum. Kl. 5 guðsþjónusta frá
Fríkirkjunni (síra Á. Sig. prje-
dikar. Sálmar nr. 427, 102, 224,
420). Kl. 8 veðurskeyti. Kl. 8,10
fiðluleikur (P. O. Bernburg), kl.
8,35 einsöngur (Gísli Sigurðss.),
kl. 9 Reinh. Richter flytur gam-
ansamt erindi um dansinn. Kl.
9,30 Iesnar upp frjettir.
Wainflutningsskrifstofa
Buonsrs l. Benediktssonar
lögfiæðlngs
Hafnarstiæti 16.
Viðtalsömi U—12 og 2-4
Heima . . . 853
Slmar^ skrifstofan 1033,
Rowntrees
Coco
er
ljúífengast og
heilnæmast.
Húsgðgn beinf frá Paris
í sveinherbergi,
Dragkistur, Ljosa-
krónur, Lampar
selst ódýrt af
fyrirl. birgðum.
Petersen,
Peder Skramsg.
8. 2‘ o. G.
Köbenhavn.
Stórt sy ódýrt
úrvai af
Sumarnærfatnaöi
karlmanna.
Fatabúðin
i næði. Hann var nýliði í þessum
fjelagsskap glæpamanna, og hann
liafði komist í þeirra hóp vegna
þess að hann þekti ýmsa rússneska
auðmenn, sem höfðu verið svo
hepnir að komast úr landi með fje
sitt. Og nú ætlaði fjelagið að færa
sjer þetta í nyt. Þeir voru hjer
saman komnir til þess að ræða
um það.
Bill fór fyrstur af fundi. Hann
var að hugsa um það, að hann
mundi ná svo snemma heim, að'
hann gæti boðið dóttur sinni góða
nótt með kossi. Það var nýnæmi,
að hún vár heima. Hann hafði
saknað hennar miklu meira en
hann hafði búist við.
Hinir sátu kyrrir og reyktu,
þangað til þjónn kom og sagði
þeim,. að nú ætti að loka.
Þeir gengu allir niður eftir göt-
unni þangað, sem ekki vorn nein
götuljós er ónáðuðu þá. Þar stóðu
þeir um stund og hjeldu áfram
samræðum sínum í hálfum hljóð-
um. Þegar þeir voru í þann veg-
inn að skilja, kallaði Kilts alt í
einu:
— Nei, hvað er þetta? Þarna
Icemur þá Bill!
— Hvað er nú að? hrópuðu all-
ir í einu.
Það var heldur en ekki asi á
Bill. Hann var hattlaus og hárið
lafði niður í augu á honum og laf-
móður var hann.
— Ó, guð minn góður! hrópaði
hann. Telpan!
Allir hrópuð'u og spurðu, hver i,
kapp við annan, en Kilts tók í
lierðarnar á Bill og hristi hann.
— Hún er strokin!
— Strokin? hrópaði Kilts. Vit-
leysa.
— Jú, hún hefir hlaupist á
brott, mælti Bill. Hún skildi eftir
brjef til mín og sagði frá því!
Með skjálfandi höndum leitaði
hann í vösum sínum og dró að
lokum upp kruklað blað.
— Lofaðu okkur að sjá, mælti
Páll og tók við miðanum.
— 'Nei, ekki hjerna. Komið þið
heldur heim, mælti Bill, því að
hann sá, að þeir, sem fram hjá
gengu, gáfu þeim ilt auga.
Þegar þeir voru komnir niður í
kjallarann, þar sem þeir höfðu
skilið við stúlkuna um morgun-
inn, lagði Bill miðann á borðið og
las:
— Jeg skrepp í burtu, pabbi.
Jeg þoli ekki við hjer heima. Ekki
sem stendur. Jeg verð að komast
lit úr þessu, vera minn eigin herra
og lifa frjálsu lífi um stund. Þú
m$tt ekki leita að mjer. Ef þú !
lofar mjer að vera í friði, þá skal
jeg koma aftur, því að jeg mun
verða leið á hinu nýja lífi líka.
En ef þú reynir að ná í mig áður
en mjer gott þykir, þá hverf jeg
aldrei heim aftur. Lofaðu mjer
því að vera í friði og þá skal jeg; !
koma til þín seinna.
Þín einlæg og elskandi dóttir. \
! — Þarna getið þið nú heyrt
það, mælti Bill. Hvað segið þið
nú?
’ — Hefir hún nokkra peninga?
spurði Kilts.
— Já, hún hefir ávísunina.
— Ávísunina ? endurtók Páll og |
sperti brýrnar.
— Já, ávísun á banka í Amster-
dam, svaraði Bill — fjörutíu þús-
und pund. Jeg afhenti henni ávís-
unina í morgun og perlurnar og
demantana. Hún fór með það alt.
— Þii gætir símað til bankans
í Amsterdam og lagt svo fyrir,
að ávísunin verði ekki greidd öðr-
um en sjálfum þjer. Þá yrði hún
að bíða eftir þjer.
— Já, það gætir þú gert, tóktt
aðrir undir.