Morgunblaðið - 07.07.1928, Síða 2
2
MOKGITNBLAPTP
MafiHiaM & OlsemI
Noresssaltpjefur
Þeir, sem eiga Nóregssaltpjetur í pöntun hjá okkur,
■era beðnir að gera svo vel að taka hann hið fyrsta. Verður
annars seldur öðrum.
Ódýrasti, besti og ljúffengasti svaladrykkur í sumarhitan-
um, «r sá gosdrykkur, sem framleiddur er úr þessu limon-
aðipúlveri. — Notkunarfýrirsögn fylgir hverjum pakka.
Yerð aðeins 15 aurar. Afarhentugt í öll ferðalög.
Biðjið kaupmann yðar setíð um limonaðipúlver frá
H«f. EfiiageB*ð ReykjavEkur.
dekk og slöngur eru ákaflega góð
hvað verð og endingu snertir. —
Sjerlega vel hentug fyrir okkar
ósljettu vegi. Margra ára reynsla
hefir sannfært bifreiðaeigendur
um að taka „Federal“ fram yfir
hll önnur dekk.
Egill Vilhjálmsson,
B. S. B.
NýmeU:
Nýtt nautakjöt
Nýtt sauðakjöt
Nýr Lax
Nýr silungur
^og margt, margt fleira.
Alt sent heim.
Það verður best að kaupa
í sunnudagsmatinn í
Versluninn Biðrninn.
Bergstaðastræti 35,
Sími 1091.
Niðnrsodið:
JCindafejðt, Kjötbollur,
Fiskabollur, Lax,
ódýraat f
Verslunin Fram.
Langaveg 13.
Sími 2296.
T ófaiskinn
og tófuyrðlinga
iaupir fsl. refaræktarfjel. h.f.,
Laugaveg 10, sími 1221.
S. Stefánsson.
H. Stefánsson,
tæknir. Viðtalstími 1—3 og 5—6.
Xamgaveg 49. Vonarstrætí 13.
Sími 2234. Sími 2221.
Skemtistafinr
Beykvikinga.
Hvar sem er á landinu, lang-
ar menn til þess að ljetta sjer
upp, njóta góða veðursins og —
sjerstaklega náttúrufegurðar.
En að þessu leyti eru Reykvík-
ingar sjerstaklega illa settir og er
þeim þó að mörgu leyti manna
mest nauðsyn á því að njóta góð-
viðris og náttúrufegurðar. Hjer
um kring eru eintómir melar, gaml
ar jökulöldur, þar sem hvergi er
afdrep fyrir regni að fá. Einstaka
blettir skamt frá bænum, eru nafn
kunnir fyrir hlýleik sinn, en þó
eru til miklu fleiri fagrir blettir
lijer nálægt, heldur en menn hafa
hugmynd um, og sumir hinir feg-
urstu eru svo að segja óuppgötv-
aðir enn.
Menn fara hjeðan austur yfir
fjall, upp í Borgarfjörð, suður í
Hraun og eins langt í allar áttir
sem bílajr komast, leitandi að
fögrum stöðum, vitandi ekki, að
þeir leita langt yfir skamt, að
hjer í nágrenninu eru líka til fagr-
ir staðir, þar sem nautn er að
vera.
Einn af þessum stöðum í ná-
grenni Reykjavíkur, eru Lækjar-
botnar.
Fyrstn menn, sem fundu fegurð'
þessa staðar, voru skátar. Reistu
þeir þar hús, — skemtilegan og
snotran sumarbústað.
Nú hefir Guðmundur á Lögbergi
reist þarna mikinn gildaskála, 15
X 15 metra. Verður þar tekið á
móti fólki frá Reykjavík, sem þarf
að ljetta sjer upp.
Skálinn stendurá grænni grund,
rennsljettri, og er þar tilvalinn
samkonmstaður. Hefir skálanum
verið gefið nafn og heitir „Sel-
fjallsskáli“. Að sunnan er fagur
bali og umlvkja hann í hálfhring
fagrar hæðir. Rísa þær upp af
jafnsljettu og teigjast grasi grón-
ir geirar upp í miðjar hlíðar, en
lyngið klæðir alt um kring og er
að trítla upp brattann, alveg eins
og í innganginum að sögunni hans
Björnsons.
Að norðan og vestan lykur hann
um vellina — dreginn í boga, alveg
eins og það væri gert af lista-
mannshöndum. Yfir það sjer mað-
ur Esjuna — þúsund lita fjallið
— gnæfa við loft, og alla leið
vestur á Snæfellsjökul. Hin sama
dýrlega fjallaútsýn og í Reykja-
vík! En í hraunjaðrinum, sem um
svæðið lykur, rís upp drangur
einn og gnæfir þar yfir umhverf-
ið — sjálfskapaður og sjálfkjör-
inn ræðustóll frá náttúrunnar
hendi. Verður það skemtilegt, er
fram líða stundir, að vera þarna.
Á grænni grundinni stendur múg-
ur og margmenni og hlustar á
ræður isinria mestu þjóð'skörunga,
er standa á hinum sjálfgerða
ræðustól, en gnæfir hátt yfir um-
liverfið. Hvert orð, sem mælt er,
heyrist glögglega um þennan víð-
lenda samkomusal, hæðirnar um-
kring bergmála hverja setningu
og endurkasta alveg eins ogbestu
veggir í kirkjum eða hljómskál-
um, þar sem mest hefir verið
kappkostað að hafa „akkustik“
sem besta.
En um kring er hraunið, þakið
gráum og mjúkum mosa, með ótal
grasi grónum dældum, þar sem
unaðslegt er að vera -— nógu og
góðu afdrepi fyrir margar fjöl-
skyldur, sem vilja ljetta sjerupp
og vera út af fyrir sig, njóta nátt-
úrufegurðar, grænna grasa og
skjóls.
Þarna er svo ljómandi lands-
lag, svo viðkunnanlegt, skjóllegt
og hlýlegt, að enginn efi er á því,
að þar verður samkomustaður
Reykvíkinga framvegis — þar fá
þeir flest af því, sem íslensk nátt-
úra hefir best að bjóða, fagurt
útsýni, notalegt nærsýni og skjól
fyrir öllum vindum.
Frá Lögbergi og suður að
Lækjarbotnum hefir Guðmundur
Sigurðsson nú lagt bifreiðaveg —
og ekki fengið til þess neinn styrk
af opinberu fje.
—*—«m»- -
Knattspyrunflokknr
skotskra stúdenta
á leið hingað.
Hingað er væntanlegur núna
með „Gullfossi* ‘, knattspyrnu-
flokkur skoskra stúdenta, „The
Glasgow Universtiy Football
Club“. Ern Skotarnir 16 talsins
og verða gestir knattspyrnufjelag-
anna hjer meðan þeir dvelja i bæn-
um. Hafa knattspyrnumenn skipað
sjerstaka móttökunefnd og er for-
maður hennar Walter Á. Sigurðs-
son, vicekonsúll.
Skosku stúdentarnir, sem að
áliti Mr. Robert Templetons
(enska þjálfarans, sem var hjer
sumarið 1922) standa framarlega
i röð bestu áhugamanna á þessu
sviði í Skotlandi, hafa áður Ivept
í Danmörku og Hollandi við ágæt-
an orðstír, svo óhætt er um það,
að knattspyrnumenn vorir mega
spjara sig, ef þeir ætla að sigra þá.
Flestir, sem áliuga bafa fyrir
knattspyrnu, muna eftir hinum
miklu ósigrum, sem reykvísku f je-
lögin biðu fyrir „Civil Service“
sumarið 1922. Þá fóru leikar svo,
að Skotarnir settu 7:0 hjá K. R.,
6:0 hjá Fram, 7:0 hjá Víking og
5:0 hjá úrvalsliði. Hyggja margir
að íslensku fjelögin mimi standa
sig betur nú en þá, er þau eiga
aftur kappi að etja við Skotann.
Að því er kappleikina gnertir,
þá eiga Skótarnir að keppft við öll
fjelögin, í alt 4 kappleika, en auk
þess við tvö úrvalslið'. A og B,
tvo kapjpleika. Einnig hefir því
veríð hréyft hvort eigi væri mögu-
legt að koma upp akademiskum
kriftttspymuflokki, þar sem stú-
dentar úr knattspyrnufjelögunum
keptu við skosku stúdentana.
Dagana, sem Skotarnir eiga ekki
að keppa, verður farið með þeim
upp um sveitir og þeim sýndir
helstu merkisstaðir lijer nærlendis.
Á meðnn þeir dvelja hjer í bæn-
um. búa þeir í Hótel Skjaldbreið.
Bjúgaldin,
Glóaldfin,
Epli,
Pepur.
Mý aldin ávalt best I
Ársfundur ]>ess var haldinn síð-
astliðinn þriðjudag. fundinum
stýrði formaður fjelagsins, Hannes
Thorsteinson en fundarritari
stjórnar'nefndarmaður Skúli Skúla
son præp. lion.
Formaður mint.ist tveggja lát-
inna fjelagsmanna, Magnúsar
dýralæknis Einarsonar og Stefáns
skógarvarð ar Kristj á nssonar.
Þá var lagður fram endurskoð-
aðnr reikningur fjelagsins fyrir
árið 1927. Höfðu fjelaginu hlotn-
ast gjafir á árinu að upphæð 165
kr. í sjóði átti fjelagið við árslok-
in 954 kr.
Einar Helgason skýrði frá starf-
semi sinni árið sem leið, gat um
utanför sína í fyrrasumar. Um
einn þátt at.hugana hans í fer,ðinni,
rafmagnsnotkun til ræktunar,
liafði, Iiann ritað í Arsritið sern
fjelagið gaf út á síðástliðnum
vetri. Nokkra fyrirlestra hafð'i
hann flutt í nálægum sveitum og
einnig nokkur erindi í útvarpinu.
í garði sínum gerir hann tilraun-
ir með fjölmargar tegundir blóm-
jurta og ýmsra matjurta, einnig
hefir hann sáð þar nokkrum
runnategundum. Þrjá garðyrkju-
nema hafði hann á síðastliðnu
A’ori, um 6 vikna skeið. í garðinum
voru á boðstólum margskonar
plöntur í vor, er menn notuðu sjer
með mesta móti.
Fyrir hálfum mánuði síðan kom
frá útlöndum þýsk garðyrkjukona,
ungfrú Spaleek, og langar til að
starfa að garðrækt hjer á,landi;
dvelur hún hjá Einari Helgasyni
og’ vinriur þar í garðinum og
gróðurhúsinu.
Fundurinn var fremur fásóttur
eins og venja er t.il með flesta
fundi á þessum tíma árs, en við-
staddir fjelagsmenn fullir áhuga
og kváðust mundu fara á manna-
veiðar og safna nýjurn fjelags-
mönnum. Ársrit fjelagsins eru nú
orðin átta talsins. Þau fá nýir æfi-
fjelagar ókeypis um leið og þeir
ganga í fjelagið, æfitillagið er 20
kr. — Þeir, sem viþja hliðra sjer
hjá að greiða æfitillag, geta gerst
ársfjelagar með 2 kr. tillagi á ári.
G.8. ISÍSIid
fer þriöjudaginn 10.
þ. m. kl. 6. síöd. til
Isaf Jarðar, Sigluf Jarð-
ar og Akureyrar. —
Þaðan aftur til Rvk.
Pantaðir farseðlar
sækist í dag og fyrir
hádegi á mánudag;
annars seldir Öðrum.
Farseðlar í lest seld-
ir á sama tíma.
Fylgibrjef yfir vör-
ur verða að koma á
mánudag.
C. Zimsen.
Bendíx M. Hjelle'ls
Bergen. Norge.
Etabl. 1873.
Blasten — Katechu.
TJœre etc.
IWalerfarvep
Kastor-pakkefarver
for hjemmefarvning.
Telegr.aðr. Farvehjelle.
Hinar ágætu
Frister s Rossmann
Rán lagði af stað í fyrrakvöld á
síldveiðar. Afli hennar verðnr
fyrst um sinn lagður upp á Sól-
babka, en síðar í Krossanesi.
Namdal, línuveiðari, kom til
Siglufjarðar í gær, með 400 mál
síldar, er hann seldi bræðslustöð
dr. Paul.
saumavjelar eru
komnar aftur, bæði
stignar
og handsnúnar