Morgunblaðið - 07.07.1928, Side 4
M O R G UNBLAÐIí)
Rúsínur með st., Rúsinur steinL í ks. og pk.
Sveskjur með st. ýmsar stærðir, Sveskjur steinl.
Ffkjur, Eiraldin (apricosur).
Heildverslun Garðars Gíslasonar.
Málningarvörur
bestu fáanlegu, svo sem: Kvistalakk, Fernis, Þurkefni, Terpentína,
Blackfemis, Carboiin, Kreolin, Titanbvítt, Zinkbvíta, Blýbvíta, Copal-
lakk, Krystallakk, Húsgagnalakk, Hvitt japanlakk, tilbúinn farfi í 25
mismunandi litum, lagað Bronse. ÞUSBIB LITLK: Kromgrænt, Zink-
grænt, Kalkgrænt, græn umbra, brún nmbra, brend umbra, Kassel-
brúnt, Ultramarineblátt, Emailleblátt, Italsk rautt, Ensk-rautt, Fjalla
rautt, öullokkar, Málmgrátt, Zinkgrátt, Kinrok, Lim, Kítti, Qólffem
is, Gólfdúkalakk, Gólfdúkafægikústar.
Vald. Poulsen.
Garðblóm og ennþá nokkuð af
plöntum fæst í Hellusundi 6, r-í
sími 230.
Ferðalög með sælgæti og tó-
baksnesti úr Tóbakshúsinu, Aust-
urstræti 17, eru hressandi og
skemtileg.
Rammalist&r, fjðlbreyttast úr-
val, lægst verð. Innrðmmun fljótt
bg vel af bendi leyst. Guðmundur
Ásbjömsson, Laugaveg 1, sími
1700.
M&tsvein vantar á línuveiðarann
„Fróða“. Upplýsingar gefur Þor-
steinn Eyfirðingur um borð.
• •
• •
• •
Hreins vðrur
fást allstaðar.
• •
• •
• •
• •
• •
• •
• •
• •
• •
• •
• •
• •
• •
•••••••••••••••••••••••
••••••••••••••••••••••*
Gleymið ekki
að biðja um rjetta tegund af
kaffi. Hún er í rauðu pokunum
frá
Haffibrenslu Reykiavíkur
Kaupið Morgunblaðið.
Richmond
Mixtiira
er góð og ódýr.
Dósin kostar 1.35.
Fsast allstaðap.
Sv. Jónssfui & Co.
Kirkjustræti 8b. Sími 420.
hafa fyrirliggjandi miklar bírgðir
af fallegu og endingargóðu vegg-
fóðri, pappír, og pappa á þil, loft
og gólf, gipsuðum loftlistum og
loftrósum.
Hátiðarmatui*.
Nýr lax á 1.00 % kg. Ný slátr-
að sauðakjöt. Nýr silvmgur kemur
venjulega á föstudögum frá 4—5.
Hangið kjöt. Nautakjöt af ungu.
Kjötbúðin Von,
Sími 1448. (2 línur).
Dagbúk.
Veðrið (í gær kl. 5): Víða rign-
ing á Vesturlandi og einnig við
Húnaflóa, en þurt bar fyrir aust-
an. Hægur vindur og misátta um
alt land. Suðvestur af Reykjanesi
virðist vera alldjúp lægð í aðsigi
log veldur hún, sennilega rigningu
um Stiður- og Vesturland á
morgun.
Veðurútlit í dag: Stinningskaldi
á S og SA. Skýjað loft og rigning
öðru hvoru.
Messur á morgvm.- í Dómkirkj-
unni klukkan 11 sjera Friðrik
Hallgrímsson.
Embætti. Egill Jónsson hefir
verið skipaðnr hjeraðslæknir í
Sevðisfirði. Hann liefir gegnt em-
! bættinu að undanförnu.
Slys. I fyrradag var unglings-
maður, Sigurjón Pálsson málari,
að hreinsa bletti úr fötum sínum
með beúzini, en var jafnframt með
eld í sígarettu. Kviknaði þá alt í
einu í fötunuin og brendist hann
allmikið. Var hann þegar fluttur
á Landakotsspítala. Leið honum
vel í gærkvöldi.
Snorri goði kom til Hesteyrar í
gærmorgun með 2000 tunnur síld-
ar, sem hann hafði veitt í Djúpinu
og norður á Húnaflóa.
Þýskt skemtiferðaskip er vænt-
anlegt á morgun. y
Konsúlar. Nýlega hefir Karl
Þorsteinsson kaupmaður verið við-
urkendur portúgalskur vice-kon-
súll hjer í bæ, og Ölafur Haukur
P. Ólafssou verslunarmaður viður-
kendur brasilskur viee-konsúP.
StjórnarráÖið. Skrifstofun þess
verður lokað kl. 12 á hádegi á
'laugardögum í júlí og ágúst.
Knattspyrnulögin margþreyðu,
Imunu koma út, í næstu viku. Eru
þau ítarleg mjög og fylgja þeim
reglur um knattspyrnumót o. fl.
iÞessi bók er ómissandi öllum þeim,
sem áhuga hafa fyrir knattspyrnu,
því að' þá fyrst er gaman að liorfa
á knattspyrnu, er menn geta sjálf-
ir dæmt um alt sem fyrir kemur
í leiknum.
Sundmótinu, sem átti að vera
hjá Sundskálanum í kvöld, er
frestað vegna veikinda tveggja
þátttakenda, og þó sjerstaklega
vegna þess, að annar þeirra er
drengurinn, seni vann verðlauna-
bikarinn í fyrra.
Hjálpræðisherinn. Samkomur á
morgun: kl. 11 árd. og kl. 8% sd.
[Hermannavígsla. Stabskapteinn Á.
M. Jóhannesson og frú hans
stjórna. — Sunnudagaskóli kl. 2
eftir hád.
Kennaraskólinn. Skýrsla hans
.fyrir 1927—1928 er nýkomin. —
Flytur hún margvíslegar upplýs-
ingar um skólann og nemendur.
Kennaraskólinn er nú tvítugur að
laldri, en ekki hefir hann þó starf-
að nema 19 vetur, því að vetur-
bnn 1917—18 fengust ekki kol til
hitunar. Á þessum 20 árum hefir
ískift um menn í öllum föstum
kennarastöðum við skólann, nema
Iskólastjórastöðunni, og sumum oft-
íar en einu sinni. Tveir kennarar
eru dánir, dr. Helgi .Tónsson og
idr. BjÖrn Bjarnason, hinir hafa
horfið að öðrum störfum og stöð-
um. Stundakennarar eru og allir
aðrir, nema söngkennarinn, Sig-
jfús Einarsson.
I Gagnfræðaprófið. Þegar taldir
ivoru lijer í blaðinu þeir, sem luku
gagnfræðaprófi við Mentaskólann
í vor, fjell úr nafn Friðþjófs
Guðnasonar Johnsen frá Vestm,-
eyjum. Hann fekk I. einkunn.
Hjúskapur. Gefin verða saman
í lijónaband í dag af sjera Frið-
riki Hallgrímssyni ungfrú Guðrún
Sigríksdóttir hjer í bæ og Guð-
imundur Þórðarson, bátsmaðlir á
togaranum Leikni.
Rafmagnsstjóri og bæjarverk-
fræðingur fóru nýlega austur að
Sogi til þess að undirbúa mælingar
fyrir fullnaðaráætlun yfir rafstöð
Arið Sogið, og athuga hvaða leið
, ninni vera heppilegust til þess að
■leggja rafmagnsleiðsluna að aust-
an til bæjarins. Unnið verðnr að
mælingum þessum í sumar.
—------------------
Veðurfregnir. „Geofysisk Insti-
tut“ í Tromsö er nýlega farið að
senda veðurfregnir út 4 sinnum á
dag. Stöðin þar fær veðurfregnir
frá 350 veðnrstofum í Evrópu og
Ameríku. Er búist við, að yeður-
fregnir hennar hafi mikla þýðingu
fyrir fiskiskip Norðmanna, enda
ern nú mörg þeirra útbúin með
móttökutæki. Verst er að spá um
veðurfarið hjá Finnmerkurströnd,
vegna þess að engar upplýsingar
um veður fást frá svæðinu milli
Franz Jósefs Iands og Svalbarða.
Helena prínsessa- í Rúmeníu, sem
gift er hinum marg um talaða Car-
ol, þeim er strauk úr landi, og
Bretar ráku af landi burt um dag-
inn, hefir nú heimtað skilnað að
lögurn við Carol, og er búist við
að dómstólarnir veiti henni skiln-
aðinn. Hún er móðif Mikaels prins,
sem er fimm ára gamall drengur,
og aS nafninu til konungur í Rú-
meníu.
Ljóðabók
Hannesar Hafstein er til sölu í
Bókav. Siggf. Eymundsson.
■jniimnnnmmimiiiimniiinunnHmiiniiiiiiimininnniiiinmiunnmi
reynist Jafnan best.
Zinkhvíta, Blýhvíta.
Terpintfna, Þurkefni,
Fernisolía, Þurir litir,
Botnfarfi, Lestafarfi,
Olíufarfi, lagaður og ólagaður,
Japan lakk, 2 tegundir,
Sissons önnur lökk.
Húsafarf i, Skipafarfi,
Kitti, Mennia.
í hefldsölu hjá
Kr. Ú. Skagfjörð
Reykjavik.
Nesti.
Sumarfriið verður
ánægjulegast ef
nestid er keypt
hjá okkur.
Laugaveg 63. Sími 2393-
Nýft
SauðakjSt,
Nautakjöt,
Lax.
Matarbúð Sláturfjelagsins
Laugaveg 42. Sími 812.
Til helgarinnar:
nýslátrað kindakjöt. — Nýtt
nautakjöt og lax.
Hjötbúðin Týsgðtu 3
Sími 1685.
Farið ekki
úr bænnm
án þess að kaupa
ykkur i nestið f
Versl. Foss
Laugaveg 25. Siml 2031..
nýkomið.
Allir iitir.
Nesti.
Ávextir í dösum ótrú-
lega ódýrir
Riklingur í pökkum
Gráfíkjur, döðlur, kex,
átsúkkuiaði og alskonar
sælgæti
Niðursoðinn lax, kjöt,
grísasylta o. fl. Sardínur
í olíu og tomat.
Viðurkend ódýrasta
verslun bæjarins í stærri
kaupum.
Sá aðgætni athugar,
hvar peningar hans
verða drýgstir.
Gttðm. Jóhansson
Baldursgötu 39.
Sími 1313.
Ttmtimiiiiiiimiimiimiiimimtttmittitnittfiitiiitii