Morgunblaðið - 24.07.1928, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 24.07.1928, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Rauðaldin, Næpur, Gulrætur, Gurkur, Kjörvel, Selja, Salat. Nýtt á hverjum degi. Avextir i dósum. Perur, Ananas, Ferskjur, Aprikósur, Blandaðir ávextir, Jarðarber, Tomatar, góðir, ódýrir. THHRawai Laugaveg 63. Sími 2393 Kíndakjöt, Kjötbollur, Fislcabollur, Lax, ödýrasti Hersluntn Fram. Langaveg 12. Slzni 2296. llörubilastödiiv, Tryggvagötu (beint á móti Liver- pool) opin frá 6 f. h. til 8 e. h. hefir síma 1006 Meyvant Sijurðason. Fjaltkonu- best. H'f, Efnagerð Réýkjavikúr. Nýtisku byssui* einhleypur og tvíhleypur, með og án bógs fyrir reyklaust púður i miklu úr- vali frá 38 kr. Ennfremur loftbyssur. Verðlisti sendist burðargjaldsfrítt. — Joh. Svenson, Sala, Svíþjóð. Christal-hveiti kr. 30.00 pr. 63 kg. Sveskjur kr. 10.50 kassinn. Do. steinlausar kr. 14.50 kassinn. Rúsínur, steinl. kr. 14.00 kassinn. Niðursoðið kjöt. Ávextir. Sveskjur í pökkum. Kex, margar teg. Rúgmjöl. Viktoríubaunir. Súkkulaði frá kr. 1.60. finðmJJðhannsson, Baldursgötu 39. Sími 1313. um eru það einungis „bestu“ bæk- urnar, sem ríkisforlagið á að gefa út, bara ef einhverjir eru til að skrifa þær; og má sjálfsagt gera ráð fyrir því að rithöfundar ,og skáld þjóti upp eins og sveppar um sumarnóttu, jafnskjótt og rík- isforlagið er ltomið á stofn; og þar sem það á að fæða þá og klæða, þarf eklti að draga það í efa að þeir rembist eins og rjiip- an við staurinn að rita þessar „bestu“ bækur fyrir forlagið. Ekki þarf heldur að hræðast það, að herra ríkisforlagsstjórinn kunni ekki að' þefa upp og hitta á það „besta“, því samkvæmt því fom- kveðna, hverjum sem guð gefur embætti, gefur hann vit. Þegar' svo þessi herra hefir sett sinn stimpil og ríkisins („imprimatur“ eins og í gamla daga) á þessi snildarverk, þá beygir hinn löghlýðni landslýð- ur sig íyrir þessum andlega hæsta- rjetti, og þannig komast hinar „bestu“ bækur inn á hvert ein- asta heimili landshornanna á milli. Og þá held jeg þýddu ritin, sem forlagið gefur út, verði ekki nein forsmán að valinu til, ef alt það á að koma á prent, sem herra K. A. hyggur mundi hafa þegar verið prentað, ef ríkisforlagið hefði ver- ið-stofnað fyrir löngu. Hvílík van- ræksla að gera, það ekki! Hvílík farsæld og mentun mundi ríkja í landi voru, ef ríkið hefði annast um t. d. „Bel-Ami“ eftir Maupas- sant, „Contes drolatiques“ eftir Balsac og „Faðirinn“ eftir' Strind- berg, hefðu komist inn á hvert einasta heimili á landinu, eða eins og hra. K. A. segir „væru til : öðru hvoru húsi á landinu!“ Hann nefnir ekki Dante, Shakespeare eða Goethe; þeir eru líklega alt of gamaldags og ef til. vill alveg úreltir eftir hans kokkabók. Þá held jeg að' alþýðunni þætti feng- ur í „viðr'æðum Rodins um list (rituðum niður af Paul Gsell)“, sem hra K. A. tilgreinir svo ná- kvæmlega. Dálítið er jeg samt smeikur um að margt af þessu sumpart eigi ekki við íslenskan smekk eða að minsta kosti hæti hann ekki, og snmpart að það verði of strembið fyrir alþýðu- menn, og því kunni karlar' sem konur, annaðhvort sjer til hugar- hvíldar eða til þess að springa ekki af ofviti eftir lesturinn í rík- isforlagsbókunum, að stelast í ,,Mannamun“' eða sögur Tarzans. Á þessum hannlagatímum mætti reyndar banna slíkt með lögum, en þá yrði það kannske til þess, að einhverir forleggjarar færu að prenta það á laun og smýgla því til almennings. En andlegir um- hótamenn, eins og hra K. A. vill vera, ættu að muna það, að það er hægt að leiða hestinn að vatn- inu en ekki neyða hann til að drekka. Og svo kann það að fara hjer, að alþýðan skelli skolleyrun- um við snildarverkum ríkisfor- lagsins, og það væri kannske ekki það versta. Þó er það ekki val hókanna að efni og formi, sem mjer þótti at- hugaverðast við ríkisforlagið', eins og hra K. A. hyggur, það er í raun og veru lítilræði x samanhurði við annað. Þungamiðja mótmæla minna gegn stofnun þess lá, eins og skýrt kemur fram í grein minni, í ein- okun þeirri og einræði, sem ríkis- forlagið mundi innleiða í andlegt líf þjóðarinnar. Jeg get ekki skil- ið annað en flestum hyggnum og hagsýnum mönnum muni þykja það allískyggilegt, að ríkið sjálft gérist atvinnurekandi á þessu sviði og taki að keppa bæði við ein- staka menn og hókmentafjelög, sem þegar eru til og ríkið hefir hingað til styrkt. Jeg er líka viss um, að öllum frjálshugsandi •mönnum hrýs hugur við að fá einskonar andlegan „diktator“ yf- ir landinu, hvort sem nú sá herra væri útnefndur æfilangt, sem er æði ógeðsleg tilhugsun, eða hann væri skipaður fyrir víst tímabil og yrði þannig skopparakringla hinna pólitísku flokka og þaraf- leiðandi sorglegur í sjón og reynd. Auðsjáanlega hefir hra K. A. ekki athugað afleiðingarnar af þessari nýjung sinni, því að nú fer hann að bera ríkisfoidagið saman við Leikfjelag Reykjavíkur. Sá, sem ekki kann hetri skilgreining hlut- anna en að jafna því tvennu sam- an, ætti helst ekki að gerast um- hótaxnaður nema í insta hugskoti sínu. Það hefði ekki verið undarlegt, ef þessi nppástunga um ríkisforlag hefði komið frá þeim mönnum eða flokkum, sem nú á tímum vilja innleiða einskonar alveldi á ný en öfugt frá því sem áður var' — íK'ðanfrá og uppeftir; þeim, sem vilja láta þá útvöldu leiðtoga lýðs- ins reka nefið ofan í alt, stjórna og ráðstafa öllu, smáu og stóru, svo að einstaklingarnir geti ekk- ert gert án þeirra leyfis. Við sem ennþá trúum á frelsi emstaklings- ins og frjálsa samkepni getum ekki fylgt slíkum mönnum að' málum, en það er þó samræmi í skoðunum þeirra, eða „method in their mad- ness.“ En þegar menn, sem ein- rnitt, hafa barist á móti slíkum einokxxnarstefnum, taka að sjer aðra elns tillögu og þessa nm rík- isforlagið, þá hlýtur það að vekja undrvxn, og það er erfitt að finna aðra skýringu á því en þá, að þeir hafi ekki íhugað málið rækilega og afleiðingar þær, er slík stofnun hlýtur að hafa í för' með sjer. Hra K. A. kvartar og kveinar sáran yfir hinunx pólitísku flokka- dráttum í landinu og því illa er af þeim leiðir; og geta víst flestir verið honum að miklu leyti sam- mála um það. En það dugir ekki að vola og væla yfir þessu, heldur reyna að skilja orsakir þessa á- stands og, ef mögulegt er', ráða hót á því. Nú eru auðvitað póli- tískar flokkadeilnr alveg eðlilegar undir þingræðinu; meira að' segja, ef mögulegt væri að útrýma þeim, þá væri það jafnvel ekki æskilegt, því að flokkaskiftingar og flokka- deildir ern í raun og veru eina að- haldið á stjórnirnar í slíkum lönd- um. En flokkadeilurnar verða hættulegar og illþolandi þegar þær frá pólitíkinni fara yfir á önnur svið, og það er kunnugt að póli- tíkaramir oftast reyna að sölsa sem mest undir sig. Og það er hjer sem aðalbölið liggur. Því á að reyna að halda þeim burt frá þeim sviðum og málefnum, sem liggja eiginlega fyrir utan þeirra verkahring. Þetta er mönmxm fyr- ir löngu ljóst, og það er víst í flest um demókratískum löndum hreyf- ing í þá átt að' koma betri reglu á þetta, þótt pólitíkararnir allajafna spyrni í móti. En mitt í ýlan sinni yfir flokka dráttunum stingur nxx hra K. A. upp á, því að kasta í Timburveralun P. W. Jacobsen & Sön. Stofnuð 1824, Sfmnefni: Granfuru — Cari-Lundsgade, Köbenhawn C. Selur tixnbur í stærri og smærri sendingum frá Kaupm.höfn. Eik til skipasmíða. — Einnig heila skipsfarma frá Svíþjóð. Hef verslað við ísland í 80 Ar. Kakstur með ROTBART-í rakvjelablaði fullnægirjj kröfum hinna kröfuhörð-jj ustu. Það er heimsinsbestal rakvjelablað. Notið við það slípivjelina „ROTBART TANK“ 1 heildsölu hjá Vald. Thaulow Kaupm.höfn. Biðjið kaupmann yðar um Rotbart-blöð og Rotbart Tank. Hletruð bollapör og barnadiskar, djúplr og grunnir og bollapðr og kðnnur með myndum, Mjólkurkðnnur, vasar o. fl. nýkomid. K. Eifiarsson & BJiirnsson. Bankastrœti II. Þ a k j á r n, No. 24 og 26, nýkomið f Heildversl, Garðars Gíslasonar. vargaklær hinna pólitísku flokka einmitt ,því, sem þeir hingað til ekki hafa klófest, sem sje hókment um og' bókagerð. Ef nokkur sam- ræmi og heilbrigð hugsun er í þessu, þá get jeg að minsta kosti ekki fundið það. Að vísu gerir hann ráð fyrir, að ríkisforlagið verði alveg ópólitískt, en allur hans útreikningur þar er auðsjá- anlega rangur. Jeg get því ekki fundið betra nafn slíliri tillögu, en að kalla. hana „Reformidioti“ — orð, sem Viggo Hörup mun hafa myndað. Það mætti kalla það á íslensku umbótaflónsku. Tillagan nm ríkisforlagið hefur öll ein- kenni slík. Hún er heimskuleg og hættuleg en anðsjáanlega gerð í góðum tilgangi; föðtxr lxennar og stuðningsmönnum er sjálfsagt hjartans alvara, að mesta lieill stafi af ríkisforlaginxx. Og þetta er einmitt það raunalega við það, því að eins og Hörup einnig sagði, það verðnr ekki nóg- samlega ítrekað, að misfellurnar á mannfjelaginu eiga, alls ekki ætíð rfetur sínar að rekja til vondra og eigingjarnra manna, heldur hvað tíðast til þeirra, sem hafa hínn besta vilja til að gera gott, en hafa ekki vit að' sama skapi. Halldór Hei’mannsson. Dekk. og slóngui* eru þekt um heim allan fyrir gæði. — Henta okkar vegum afarvel. Að verði til fyllilega sanakepnisfær við önnur merki. Birgðir ávalt hjá undirrituðum Eggfll Vilhjálmsson, B. S. R. Þónapinn Kjaptansson, Laugaveg 76.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.