Morgunblaðið - 27.07.1928, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ
3
MORGUNBLAÐIÐ
Stofnandi: Vilh. Finsen.
Utgefandi: Fjelag í Reykjavík.
Ritstjðrar: Jón Kjartansson.
Valtýr Stefánsson.
Auglýsingastjðri: E. Hafberg.
Skrifstofa Austurstræti 8.
Slmi nr. 500.
Auglýsingaskrifstofa nr. 700.
Heimasímar:
Jðn Kjartansson nr. 742.
Valtýr Stefánsson nr. 1220.
E. Hafberg nr. 770.
Askriftagjald:
Innanlands kr. 2.00 á mánuðl.
Utanlands kr. 2.50 - ---
I lausasölu 10 aura eintakiB.
Erlendar símfrEgnir.
Khöfn, FB. 26. júlí.
Deilur Japana og Kínverja.
Frá London er símað: Stjórnin
í Japan liefir tilkynt Kínversku
Þjóðernissinnastjórninni, að hún
íaki ekki gilda uppsögn á japansk-
Unverska verslunarsamninginnm.
Álítur Japansstjórn, að uppsögn á
samningnum sje ekki heimiluð fyrr
«n árið' 1936. Kveðst hún samt
"vera reiðubúinn til þess að endur-
skoða samninginn.
Bretar virðast eltki búast við al-
'varlegum afleiðingum af uppsögn-
^nni.
Ófriðarblika yfir Vilna.
Frá Kovno er símað: Stjórnin
S Lithauen hefir sent Þjóðbanda'
Lginu orðsendingu og kveður það
Vera áform Pólverja að hafa mikl-
Rr heræfingar í ágúst á Vilnasvæð
inu. Verði af heræfingum þessum
^veðst Lithauenstjórnin vera til
Reydd, að draga saman her
Eins og kunnugt er, var fyrir
nokkru hætt dýpkun fyrstu bor-
unarholunnar við' Laugarnar. Sú
liola var gerð vestan við efri laug-
ina. Hiti í henni var ekki eins
mikill og vatnshiti Lauganna.
Síðan var tekið til að bora aust-
an við laugarnar. Og er sú hola nú
orðin 15 metra djúp. í 9 metra
dýpi var hitinn 47 gráður, en 2
metrum neðar var hitinn orðinn
92 gráður, og bullaði nú vatn upp
úi' holunni þetta heitt. Nernur
vatnsrensli þetta um 1 lítra á
sekúndu.
Það er helst eftirtelctarvert við
fetta, 1. að vatnshitinn þarna er
3 gráðum meiri en í Laugunum, 2.
að vatnsþrýstingur er meiri í bor-
unarholu þessari en í Laugunum
rjett hjá hefir hann ekki verið
mældur ennþá. En vatnið streymir
þarna út með' meiri þrýsting en
niðri í Laugunum enda þótt yfir-
borð holunnar sje 1 %—2 metrum
hærra en yfirborð Lauganna. 3. að
landamærunum, þar er
verði þá liætta búin.
friðnum
Baldwin hjelt velli.
Frá London er símað: Andstæð-
iogar stjórnarinnar eru óánægðir
^Reð svör Baldwins forsætisráð
Iie.rra við ræðu MacDonalds út af
Rtvinnuleysinu. Fjeklt ræðan einn-
% daufar undirtektir ýmsra í-
haldsmanna, sem eru hlyntir verncl
artollum. Þrátt fyrir þetta var
^antraustsyfirlýsingin feld með
Riiklum atkvæðamun.
Hasss! hrapar í lofti,
en slapp ómeiddur.
Khöfn, FB. 26. júlí.
Frá Rockford er símað: Hassel
fLug af stað í morgun. Flugvjel-
111 steyptist niður og eyðilagðist
skamt frá Roekford. Flugmenn
irnir óskaddaðir.
Svo fór um flugferð þá.
m austan,
Skálholti, FB. 26. júlí.
Spretta misjöfn, víðast ákaflega
Ur, nema þar sem var nóg áveitu
'Vatn- Tún víðast ljeleg, sumstaðar
®far s»Ögg. Heillsufar er gott. —
^ egagerðinni haldið áfram, eru
íair menn að leggja, en margir
v ofaníburð, vegna þess hve mik
ið
var eftir að bera ofan í frá
fyrra. Vegurinn er nú kominn
milli Fellskots og Vatnsleysu og
Femst sennilega yfir Vatnleysu
gilið í haust.
Kaupgjald karla við heyskap
mun verða 40—45 kr. og kvenna
^0—25 kr., hjer um slóðir.
Ný vatisæð opnui vii Laagamar.
ÍKI>v| - . ' '
Holan sem nú er verið að bora er 15 metra djúp, en upp
um hana streymir vatn með miklum þrýstingi, sem er 3
gráðum heitara en laugavatnið.
þó að upp úr borunarholunni
renni 1 líter á sek. er ekki sýnilegt
að það hafi nein áhrif á vatns-
magn Lauganna. Það er um 10
lítra á sek.
Ennfremur er þess að geta að
með vatni því sem kemur upp úr
borunarholunni er mun meira af
loftholum, en í Laugavatninu. Alt
þetta bendir til þess, að við borun
þessa nálgist menn að mun upp-
tök hins heita vatns.
Og reynist það svo er frá líður,
að þetta nýja vatnsrensli dragi
ekkert frá Laugunum, þá er hjer
handsamað nýtt verðmæti, er gef-
ur vonii' um, að' mikill árangur
geti orðið af borunum þessum.
Því er fleygt manna á milli, að'
borun þessi geti skemt rensli til
Lauganna. En þetta er hin mesta
bábilja. Því holur þær sem borað-
ar' eru má vitanlega fylla aftur,
ef svo skyldi fara, að menn áliti
að þess gerðist þörf.
Bifreið að Gnllfoss.
Farið í bíl upp Hreppa, um Galta-
fell, Skipholt, Brúarhlöð að Gull-
foss. Þaðan að Geysi og um Laug-
ardal til Þingvalla.
Skemtileg hring-ferð
í býti á þriðjudagsmorguninn
var, lögðu fjórir menn upp hjeðan
í bíl, og1 ætluðu að reyna að kom-
ast alla leið upp að Gullfossi. Hef-
ir þetta aldrei verið reynt áður,
a. m. k. ekki tekist.
Jónatan Þorsteinsson stjórnaði
ferðinni. En með honum voru þeir,
Valgeir Björnsson bæjarverkfræð-
ingur, Þorkell Teitsson hinn marg-
reyndi bílstjóri, er fyrstur kann-
aði bílleiðina frá Borgarnesi til
Akureyrar og Ottó B. Arnar.
Fóru þeir, sem leið' liggur, upp
að Sandlæk á Skeiðum, og þar
yfir Stóru-Laxá, sem nú er óvenju
lega lítil. Hjeldu þeir síðan upp
akbrautina upp að Galtafelli, síð-
an um Grafarbakka og Gröf vest-
ur á vestari veginn er liggur um
Ýtri-Hreppa upp að Skipliolti,
upp að Brúarhlöðum og yfir brúna.
Engar torfærur reyndust á þeirri
leið.
Verstu torfærurnar voru á leið-
inni frá Gýgjarhóli upp að Gull-
fc-ssi, og eins vestur mýrárnar frá
GýgjarHóli að Tungufljóti, en þeir
óku frá fossinum sömu leið til
baka niður að Gýgjarhóli, og
hjelclu síðan vestur að Geysi. Eink
um var slæmt að komast yfir gil
eitt lijá Brattholti. Gerðu þeir þar
nokkra vegarbót. En þessi vega-
spotti myndi verð'a sæmilega vel
bílfær í þurkatíð, ef í hann yrði
lögð 10—20 dagsverk. Mýrarliar
vestur undan Gýgjarhóli töldu
þeir lítt færar bíl, þó þurt sje um,
ef ekið væri austur eft.ir, en
skárri á vesturleið, [iví' þeim hall-
ar vestur.
Árnar tvær austan við Geysi,
Beináin og Almenningsá, eru all-
djúpar yfirferðar í bíl, og eru þó
nú með minsta móti. En í þeim er
lítill straumur, og töldu þeir fje
lagar sennilegt, að gera mætti
„vöð“ fyrir bíla þar til bráða-
birgða, eins og gert hefir verið
sumstaðar í Borgarfirði.
Frá Geysi um Laugardal hefir
oft verið farið á bíl.
Vegalengdin öll er þeir fóru, er
um 300 km. Voru þeir sólahring í
ferðinni, Stönsuð'u hvergi lengi
Ljetu þeir hið besta yfir ferð þess-
ari, er Mgbl. liafði tal af þeim í
gær.
Versti farartálminn á þessari
leið er vitanlega Stóra-Laxá. En
hún verður væntanlega brúuð
mnanskamms. Þegar sú brú er
komin á, munu bílsamgöngur byrja
þessa leið, til hins mesta gagns
fyrir Hreppana.
Talið barst í gær að norðurferð
Þorkels Teitssonar. Taldi hann, að
tiltöluloga lítið þyrfti við vegina
að gera, til þess að liægt væri að
lialcla stöð'ugum bílferðum milli
Borgarness og Akureyrar. Verst
var í Norðurárdalnum í Skaga-
firði, því ómögulegt var að komast
á brúna, og vegurinn í Giljareitn-
um á Öxnadalsheiði þyrfti að vera
y2—1 meter breiðari. En lagfair-
ingar þær, sem hann áleit að
þyrfti nauðsynlega að gera til þess
að hægt væri að komast leiðar
sinnar í bíl þessa leið að sumar-
lagi, sýndist honum ekki miklar.
Yfir' Holtavörðuheiði fara bílar nú
daglega.
Sengía,
Sterlingspnud............. 22,15
Danskar krónur............121,74
Norskar krónur............121,80
Sænskar krónur............122,04
Dollar....................JjSöjA
Frankar................... 17.96
Gyllini...................183,64
Mörk......................108,89
Viðtal.
Meðal faiþega á Goðafossi síðast
var Sig Skagfeldt söngvari. Mgbl.
hitti hann að máli í gær og spurði
hann tíðinda af sönglistinni og
sjálfum honum.
Það er orðið langt síðan þjer
voruð lijer síðast? spyrjum vjer.
■ Hjer um bil hálft fjórða ár,
svarar Skagfeldt og hefi jeg dval-
ið mestn þann tíma í Þýskalandi.
Þegar jeg fór af óperuskólanum í
Khöfn, var jeg svo heppinn að
íomast að söngleikahúsinu í Ro-
stock og var jeg þar í hálft ár.
Þá varð jeg veikur, og var alveg
vita raddlaus í þrjá mánuði, og
hjelt jeg þá að sú stund væri kom-
in, að' jeg ætti að fara annaðhvort
til himnaríkis eða á „hinn stað-
inn“. En hvorugur vildi hafa mig
Próf. Curxhmanns stundaði mig.
Frá Rostock fór jeg til Dresden
og hefi nú dvalið þar síðan, aðal-
lega við nám hjá söngkennaranum
Gmeiner — hefi sungið hjá honum
í tvö1, ár meira og minna. Næsta
vetur er jeg ráðinn við óperuna
í Köln, og á jeg að vera kominn
þangað um 20. ág., en á leiðinni
syng jeg í Bergen með filharmo-
nist orkester undir stjórn Heycle’s
— Þjer hafið sungið opinberlega
víðsvegar um Þýskaland?
— Já, í mörgum bæjum, t. cl.
Dresden, Stuttgart Chemnitz og
víðar. Hjer eru nokkrir blaðadóm-
ar um söng minn þaðan — ef jeg
nú bara finn þá!
Eftir langa mæðu tekst Skag-
feldt að draga fram nokkrar ó-
hreina blaðafenepla, og sýnir oss.
Er þar farið' mjög lofsamlegum
oi'ðum um söng hans. „Dresdener
Anzeiger" segir t. d.: Hr. Skag-
feldt tók áheyrendur sína bæði
með ágætum dramtískum svip og
styrkleika og dýpt raddarinnar.
Menn fundu, að hver einasti á-
heyrándi var innilega hugfanginn
af þessum listamanni, sem gat
þannig hrifið og heillað hjörtun.“
Önnur blöð segja m. a.: „Ljóm-
andi tenórsöngvari, ósvikinn nor-
rænn hetjusöngvari“, „Skagfeldt
söng sig inn í hjörtu áheyrenda
með djúpri tilfinningu og styrk-
um hljóm“ „með liressilegri full-
mentraðri rödd, sem menn höfðu
mikla ánægju af alt kvöldið.“
— Jeg vil nú alls ekki skrifa
undir þetta alt saman, segir Skag-
feldt hæversklega, t. d. tel jeg mig
alls ekki hetjusöngvara, heldur
þvert á móti lyriskan, enda er jeg
ráðinn sem slíkur til Köln.
— Þjer eruð kallaður Sigurður
Skagfeldt í öllum þessum blaða-
dómum. Við frjettum hjer að' þjer
hcfðuð breytt um nafn.
— .Jeg frjetti það einmitt núna
þegar jeg kom um borð í Goða-
foss, að jeg væri alls ekki jeg
sjálfur — en jeg þarf varla að
taka það fram, að þetta eru alt
einhverjar Gróusögur. Mjer hefir
aldrei dottið í hug að breyta um
nafn.
Hvað ætlið þjer að syngja?
— Sitt af hverju tagi, eftir Wag
ner, Rich. Strauss, Wolf, Loft Guð
mundsson og nokkur óperulög eft-
ir Lekár.
Z.
Nýkomið s
Nankinsfatnaður, allar stærðir,
Enskar Húfur, afarfjölbr. úrval,
Leður og gúmmíbelti,
Vinnuvetlingar, fjölda teg.,
Slitbuxur, allskonar,
Khakiföt,
Khakiskyrtur,
Reiðbuxur,
Reiðkápur,
Stormjakkar,
Vattteppi,
Strigaskór, hvítir með hi'ágúmmí-
sólum,
Nærfatnaður, allskonar,
Olíufatnaðnr, gulur og svartur.
Vlttw. .iMilr'.
Rúllufilmur og
Filmpakkar
nýkomið, aðeins heimsþekt merki:
Imperial, Kodak, Pathé.
Allar stærðir eru til.
Amatörversl,
Þorl. Þorleifssonar.
Kartðilnr,
nýjar — ágœtar.
Veröiö lækkaö.
Vorsl. Vísir.
PV" ItUlktin Hæfa.
K I <
Frakkastíg 16.
i nv
Sími 73.
Nreins vfirar
fást allstaðar.
0 0
ð O
9 •
• 0
9 t
6 0
• »
• 0
0 9
• 0
• 0
• 0
• 0
• 0
• 9
• 9
• 0
Kven-
regnhlifar
werdn seldar fyrir
hálfvirdi.
Verslun
Egill lacobsen.
5ími 27
heima 2127
Vfelareimar.