Morgunblaðið - 28.07.1928, Page 3

Morgunblaðið - 28.07.1928, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ 3 MORGUNBLAÐIÐ Stofnandi: Vilh. Finsen. tTtgefandi: Fjelag i Reykjavík. Ritstjórar: Jón ICjartans^on. Valtýr Stefánsson. Auglýsingastjóri: B. Hafberg. Skrifstofa Austurstræti 8. Simi nr. 500. Auglýsingaskrifstofa nr. 700. Heimasimar: J6n ICjartansson nr. 742. Valtýr Stefánsson nr. 1220. E. Hafberg nr. 770. Askriftagjald: Innanlands kr. 2.00 á mánubi. Utanlands kr. 2.50 - ---- 1 lausasölu 10 aura eintakiö. Erlendar símfrEgnir. fierferðin gegn Mentaskúlanum. Skrípaleikur dömsmálaráðhsrrans aflijúpaður. Jónas Jónsson, öómsmálaráöherra. Síðastliðið haust hannar ráð- herrann að láta mála skóla- stofur Mentaskólans, eins og venja var undanfarin ár; og hann vanrækir að láta gera við skólaborðin. Guðjón Samúelsson, húsameistari. En í sumar heldur hann sýningu á skólanum og kennir stjórn íhaldsflokksins um vanræksluna. Hvert er markmiðið með skrípaleik þessum? Khöfn, FB 27. júlí. Deila Pólverja og Lithana. Frá London er símað: Chamber- lain utanríkismálaráðherra hefir tilkynt þinginu, að Frakkland, England og Þýskalands hafi ráð- lagt forseta í Lithauen, að hlýðn- •nst tilmælum Þjóðabandalagsins lít nf pólsk-lithausku deilunni. Khöfn, FB. 27. júlí. Nobile fær þungar viðtökur í Noregi. Frá Ósló er símað: Nobile og fjelagar hans komu til Narvik í gærmorgun. Allmikill mannfjöldi hafði safnast saman á hafnarbakk- ■anum, en enginn vildi taka skips- kaðlana, þegar þeim var varpað á land af Citta di Milano. Aðeins hafnarfógetanum og nokkrum ítöl uni var leyft að stíga á skipsfjöl. Hjelt vopnaður ítali vörð á land- göngubrúnni. Nobile og fjelagar hans hjeldu áfram, með næturlest- inni í gærkveldi. Hjálparleiðang-urinn sænski kom- inn heim. Frá Stokkhólmi er símað : Hjálp- arleiðangursmennirnir sænsku eru komnir hingað. Álíta þeir afarlitl- -ar líkur vera fyrir því, að hægt "Verði að bjarga loftskipaflokkn- :,-mi eða að Ámundsen finnist. Frá Hassel. Frá Bockford er símað: Hassel ■kveðst vera hættur við tilraunir til -Atlantshafsflugs. Bandaríkin og Kína. Frá Washington er símað: Stjórnin í Bandaríkjunum liefir fallist á, að semja við Nanking- stjórnina um nýjan tollasamning, sem veiti Kína sjálfstjórn í toll- vnálum. Stjórnin í Bandaríkjunum kveðst og vera reiðubúin til þess ®ð viðurkenna Nankingstjórnina l'egar samningur gengur í gildi. Jónas ráðherra býður blaðamönn- um að skoða Mentaskólann. Föstudaginn 20. þ. m. var hringt í síma frá dómsmálaráðuneytinu til allra blaða hjer í bænum, og þeim tilkynt, að dómsmálaráðlierr'- ann byði blaðamönnum að koma upp í Mentaskóla kl. 10 árdegis næstkomandi mánudag (23. þ. m.), til þess að sjá hvernig sltólinn liti út. Yar þess getið, að húsameist- ari ríkisins (Guðjón Samúelsson) yrði til staðar í skólanum, og mundi hann aðstoða við skoðunina. Þetta blað sendi engan mann á sýningu dómsmálaráðherra; blað- inu var vel kunnugt um ástand og útlit Mentaskólans, og þurfti eng- an húsameistara til þess að' benda á það sem lagfæra þurfti. Því mundi hins vegar vera vel tekið af öllum vinum Mentaskólans, ef dómsmálaráðherra ætlaði nú að gera skólanum til góða það sem hann þyrfti með. Lýsing Guðmundar Hagalíns. Guðmundur Hagalín er maður nefndur, ungur að aldri, en hefir þó verið í öllum stjórnmálaflokk- um, sem fyrirfinnast hjer á landi. Um þessar mundir er hann í danska flokknum, flokki sósíalista og starfar við Alþýðublaðið. Guðmundur þessi fór upp í Mentaskóla eftir boði dómsmála- ráðherrans. Þefaði hann þar rælvi- lega úr koppum öllum og kirnum; einkum dvaldist honum lengi inni á náðhúsum skólans, enda upp- götvaði hann margt merkilegt þar. Hafði liann sjer til aðstoðar í leið- angur þennan, þá Helga Hjörvar, settan fræðslumálastjóra og Gísla Guðmundsson ritstjóri Tímans; er mælt að þeirra þeffæri sjeu í góðu Þá kemilr lýsingin af loftunum. Þar segir m. a. svo: „Loftin eru ósljett og sldtug, og sumstaðar hefir hrunið úr þeim — — —“ „Er sá í stöðugri lífs- hættu, er þar leggur leið sína. Hurðir eru sumstaðar skakkar og skældar — og til eru þær, sem eru eins og hundar hafi að þeim lagt tennur sínar.“ Þá lýsir Guðmundur skólaborð- unum. Er sú lýsing á þessa leið: „Ekki er rjett að gleyma skóla- borðunum.“-------„Sum eru brún, önnur gul og enn önnur ómáluð. Mjög eru þau útskorin. Á sumum eru ferhyrningar, á öðrum þrí- hyrningar og á enn öðrum óleistar „aritmetiskar“ þrautir. Þá eru mörg prýdd myndum af hjörtum — og körlum og konum á ýmsum aldri. Sum eru með haglega gerð- um ferhyrndum götum, og mörg eru áletruð. Á eitt er skorið stór- um stöfum: „Á þessu borði situr kærastan mín.‘‘ — — Viðtal við dyravörð skólans, hr. Guðmund Gestsson. Guðmundur Hagalín vill vera trúr núverandi yfirboðurum sínum og reynir auðvitað að koma öllu misjöfnu’í Mentaskólanum yfir á stjorn íhaldsflokksins. En lýsing Guðmundar snertir aðallega uiii- gengnina innan húss. Hann talar mest um „skítuga“ veggi, „sldt- ug“ gólf, útkrotuð skóiaborð o. s. frv. Obeint er Guðmundur hjer að drótta því að dyraverði skólans, að hann vanræki verk sitt; því vitaslculd er það verk dyravarð- ar að sjá um að skólanum sje haldið hreinum. Kunnugir vissu þó, að aðdróttun þessi var bæð'i ómakleg og órjettlát. Dyravörður Mentaskólans heitir Guðmundur Gestsson; hefir hann Heimsmeistari í hnefaleik. Erá New York City er símað: Tunney varði í gærkvöldi Iieims- meistaratitil sinn í hnefaleilt við Heeny. Tunney bar' sigur úr být- ’um. öenqicl, SterlingSpnnd.............. 22,15 Tlanskar krónur............121,74 Norskar krónur.............121,80 Sænskar krónur .. . J22 04 Dollar................ .. 4,56i/4 Frankar................ 17 96 ^yllbli....................183,64 ...----------------------------------- lagi. Daginn eftir heimboðið skrifar Guðmundur þriggja dálka grein í Alþýðublaðið og skýrir þar frá því sem fyrir augu bar í Mentaskól- anum. Skulu hjer tekin nokkur kjarnyrði úr lýsingu Guðmundar. Um útlit kenslustofanna segir hann meðal annars þetta: „Veggirnir í kenslustofunum eru skítugir, áletraðir og mjög marg- víslegir.“------— „Þá hafa og verið límdar á mislitar bætur, svo sem til prýði.“--------------„Víða eru þiljurnar skreyttar uþpdrátt- um og útskurði eftir lærisveinana. —-------“-----------„Þá er af frá íhaldssjónarmiði stórbót að því, að þegar miðstöðvarofnar voru settir í stofurnar, en kolaofnarnir teknir burt, var ]iað látið óhreyft, er verja skyldi veggina frá að hitna um of. Eru það afmarkaðir, hvítir eða mislitir reitir, eltki ólag- legt augnagaman.“ gegnt því starfi í sjö ár. Morgunblaðið náði tali af dyra- verðinum á fimtudaginn var, og spurði hann hverju ]>ví sætti, að hreingerning á sltólanum hefði eigi farið fram ennþá. Svaraði dyravörður því, að það væri venja að ditta fyrst að skól- anum, lagfæra og mála það, sem þurfa þætt.i, en að því loknu færi hreingerning fram. Skrípaleikurinn skýrist. — Hefir það ekki verið venja undanfarin ár, spyr tíðindamaður dyravörð, að lagfæra skólastofur, borð og þess háttar, áður en kensla byrjar með liaustinu? — Jú, svarar dyravörður, öll þessi ár, sem jeg liefi verið hjer, en þau eru nú orðin sjö, hefir þetta verið gert. — Var þetta einnig gert síðast- liðið Iiaust ? J — Skólastofurnar voru lagfærð- ar eins og vant var, pappi límdur .á veggi þar sem rifur voru á eins og þjer sjáið þarna, og dyra- vörður benti á stóra bót á veggn- um. — Var ekki málað yfir þessar bætur í haust? — Nei, svarar dyravörður; það var ekki gert. — En skólaborðin — voru þau ekki máluð í haust? — Nei, ekki heldur, það var gert við þau borð, sem voru biluð, en ekkert borð málað. — En var ekki kíttað í rifur og útskurði á borðunum? — Nei, ekki í liaust. — En var þetta gert öll árin, sem þjer hafið verið dyravörður, nema í haust? — Já. I Þáttur dómsmálaráðherra og húsa- meistara ríkisins í skrípaleiknum. Upplýsingar þær, er dyravörð- ur Mentaskólans gaf í þessu máli og birtar eru hjer að framan, eru harla merkilegar. Það hefir verið föst venja að lagfæra skólastofur, borð og annað innan húss, áður en kensla hefir byrjað á haustin. — Hefir þá æfinlega verið málað' yfir það sem við hefir verið gert í stofunum og það gert samlitt stofunum. Það hefir verið ófrá- víkjanleg regla, að ditta að skóla- borðunum, kítta í rifur og útflúr og borðin síðan verið máluð. Út af þessari venju var brugð- io síð'astliðið haust. Voru þá komn- ir nýir siðir með nýjum herrum. Þá var að vísu lagfært'það sem lagfæra þurfti, en ekkert málað. Morgunblaðið hefir reynt að afla sjer enn fyllri upplýsinga um til- högun á viðgerð og umbótum á skólastofunum undanfarin ár. Meðan Geir sál. Zoega var rek- tor, sá hann um alla viðgerð á skólanum innan húss og á skóla- bcrðum. Slík viðgerð' (og máln- ing) fór fram árlega, áður en kensla hófst. 1 fyrra var óvenjumikið unnið í skólanum, því að miðstöð og loft- ræsting var sett í skólann. Voru á fjárlögum 1927 veittar 13 þús. kr. til þess að setja miðstöðvar- hitun í skólann; svo að þessi end- urbót getur ekki skrifast á reikn- ing núverandi stjórnar. Eftir að stjórnarskiftin fóru fram s.l. sumar, tók núverandi kenslumálaráðherra að sjer að hafa yfirumsjón með viðgerð á skólanum; en hann fól húsameist- ara ríkisins, hr. Guðjóni Samúels- syni að sjá um verkið. Frá þeirri stundu Ijet rektor skólans sjer allar viðgerðir óviðkomandi. Hann ljet húsameistara í tje þá upphæð, sem veitt var á f járlögum, til skóla hússins utan og innan, 3500 kr. Þegar lokið var viðgerð og end- urbótum í skólanum í fyrrahaust, var alt skilið eftir ómálað, mið- stöðvarofnar, loftrásir, viðgerðir á liurðum, veggjum, borðum o. s. frv. Hin smekklega lýsing Guð- mundar Hagalíns gefur nokkra hugmynd um útlit skólastofauna þegar kensla byrjaði síðastliðið haust. Fundið var að því við húsameist ara að óviðfeldið væri að liafa all- ar viðgerðir ómálaðar, miðstöðvar- ofna og annað. Svaraði húsameist- ari því, að ekkert yrði málað, því ráðherrann leyfði það ekki. En húsameistari lofaði að fara fram. á að ofnar í íbúð rektors yrðu málaðir. Kom hann svo nokkru seinna og sagði að ráðherrann leyfði að mála þá ofna, en annað leyfði „hans hátign“ ekki að mál- að yrði! Við skólasetningu í haust gat rektor sál. um þessa nýung í sögu skólans, að nú væru skólaborð öll ómáluð og sömuleiðis viðgerðir á skólastofum. Til hvers er herferðin gegn Mehtaskólanum hafin? Nú verður víst mörgum á að spyrja: Til hvers er skrípaleikur þessi gerður? Hvað liggur á bak við rógsferðina gegn Mentaskól- anum ? Jónas ráðherra bannar að láta fullgera viðgerðir, er fram fóru í skólastofunum í haust er leið. Húsameistari ríkisins sjer um allar viðgerðir á skólanum fyrir ráðherrans hönd. Hann fær skip- un frá ráðherranum sjálfum, aS ekkert skuli málað að þessu sinni, Kensla byrjar í skólanum síð- astliðið haust, og eru stofurnar þá allar skjöldóttar. Sama er aS segja um skólaborðin; þau eru marglit, með allskonar útflúri, eins og gerist og gengur. Þannig er kent í stofunum í allan vetur. Ekkert er málað, og skólaborðin eru látin ver'a óhreyfð, með útflúrinu og rispunum. Að lokinni kenslu í sumar, fer svo ráðherrann að halda sýningu á skólanum. Hann býður blaða- mönnum á sýninguna, en hafði áð- ur lagt á ráðin við stjórnarblöðin, Alþýðublaðið og Tímann, hvað þau skyldu helst skrifa um viðvíkjandi Mentaskólanum. Sýnishorn af því má sjá á grein Guðmundar Haga- lín, og eitthvað svipað birtist aS sjálfsögðu í Tímanum. Til þess að standa fyrir sýningu á Mentaskólanum, er valinn Guð- jón Samúelsson, húsameistari rík- isins — sami maðurinn, sem sá um viðgerðina á skólanum síðastliðiS sumar, sami maðurinn, sem var trúnaðarmaður ráðherrans í öllu viðvíkjandi skólanum, sami mað- urinn, er tók á móti banni ráð- herrans viðvíkjandi nauðsynlegri málning á skólastofum og borðum! Þessi maður er látinn sýna skól- ann! Og hvernig ferst honum það ? Húsameistari bendir á ómáluðu blettina í skólastofunum, sem hann skildi við í haust! Hann bendir á skólaborðin, útskornu og rispuðu, sem hann vanr'ækti að gera við í haust,! Hann bendir á óhreinindi á veggjum, á lofti og gólfi, opnar vanhúsin og segir við hinn þefnæma fræð'slumála- stjóra og sendisveina stjórnarblað- anna: Finnið lyktina! fslenska ríkið er vissulega ekki á flæðiskeri statt, meðan það hefir slíkan „meistara“ til ]iess að hafa eftirlit með opinberum bygg- ingum! j Alt fyrir sósíalistastefnuna. En öll þessi herferð á móti Mentaskólanum er gerð að vel yfirveguðu ráði. Hún beinist í ákveðna átt, að ákveðnu takmarki. Dómsmálaráðherrann og klíka sii, sem að' honum stendur, er að burðast við að koma á fót póli- tískum skóla lijer í bænum. —

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.