Morgunblaðið - 02.08.1928, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.08.1928, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Nýkominn: Gruyére-ostur, „Créme de Gruyére aux Fleurs du Jura“ ðósum með 6 stk. Laukur í pokum. Teiefunken framlefða bestn ntvarpstækin. AHLET og ÞÓR eru landsins bestu hjól. -j Fást hjá Sigurþér Aðalstræti 9. Símnefni Úraþör. Sími 341. Nýkomið: Appelsfnur 0,15 kr. pr. stk. Epli, Bananar, Sitrónur, Niðursoðnir Avextir í stóru úrvali. Gódir og ódýrír. TðRirawai Laugaveg 63. Sími 2393- kosta glœný egg i Kalk í heilum tunnum og lausri vigt. Valdemar Ponlseu. Klapparstíg 29. Dreagjamðtið, K. R. vinnur. Á þriðjudaginn fór fram síðasta kepni mótsins, sem var sund við Örfirisey. Fyrst var kept í 50 metra sundi frjáls aðferð. Fyrstur varð Friðrik Eyfjörð (Á.) á 34 sek. og setti nýtt drengjamet. — Munaði minstu að hann tæki met Erlings Pálssonar á þessu sundi, sem mun vera 33,3 sek. og hefir staðið í mörg ár. Friðrik er mjög efnilegur sundmaður, og lík- legur þó ungur sje, til að slá fullorðins metið á þessu ári. Ann- a/ var Ólafur Guðmundsson(K.R.) á 45,2 sek. og þriðji Sigurjón Jóns- son (Á.) á 46 sek. Þá fór fram 200 metra sund, frjáls aðferð. Fyrstur varð Úlfur Þórðarson (Æ.) á 3 mín. 41,3 sek. og er það nýtt drengjamet. Annar var Elías Val- geirsson (K. R.) á 3 mín. 49,4 sek. Eru þetta mjög efnilegir sund- menn báðir. Þriðji var Ólafur Guð- mundsson (K. R.) á 4 mín. 2,2 sek. Þar með var mótinu lokið. Á móti þessu var bæði fjelagakepnin um drengjabikarinn og einstaklings- kepni. í einstaklingskepninni hlaut Ingvar Ólafsson (K. R.) 22 stig og mun það hæsta stigatala sem einstaklingur liefir hlotið í drengja mótum hjer. Er lngvar Ólafsson einn hinn efnilegasti íþróttamað- ur af hinum yngri mönnum og bar oft sigur úr bítum mót þeim eldri á Allherjarmótinu í voí. Næstur honum að stigatölu var Ólafur Guðmundsson (K. R.) með 10 stig. Glafur er mög efnilegur hlaupari. Þriðji í röðinni er Marino Krist- insson (Á.) með 8 stig. Er hann mjög efnilegur kastari. K. R. vann Drengjabikarinn, sem það fjelag hlýtur er flest stig fær á mótinu. Hlaut K. R. 44 stig, Ármann 18 stig, í. R. 7 stig og Ægir 3. stig. Á mótinu voru sett 8 ný drengja met. Sýnir slíkt mikla framför í þessum íþróttaflokki og ef hinir ungu og efnilegu drengir halda á- fram að æfa sig í íþróttum, munu þeir áður én langt um líður verða methafar í flestum íþróttagreinum hjer. Fjelögin Ármann og K. R., sem hjeldu þetta mót eiga skilið' þakkir allra íþróttavina fyrir það, því nauðsynin mesta til eflingar íþróttalífi voru er einmitt sú, að fá drengina nógu snemma til að hyrja á hinum hollu íþróttaæfing- um. Með því móti mun þjóð vor verða aftur fræg á íþróttasviðinu. Ungu menn! Iðkið íþróttir það er yður sjálfum og þjóðinni fyrir bestu. «— Gamalmennaskemturiin á sunnudaginn kemur. Fyrir nokkru var jeg við guðs- þjónustu í Dómkirkju Kaup- mannahafnar. Þar var í forkirkj- unni úthlutað smáriti frá fjelags- skap, er nefnist „Velferð gamla fÓlksins.“ í riti þessu var mint á, að nú væri „vika gamla fólksins“ að byrja, sem sjerstakar safnaða- nefndir notuðu til skemtiferða fyr- ir gamla einstæðinga. Taltmarkið að hvert einasta gamalmenni stór- horgarinnar gæti verið einn sól- skinsdag úti í skógi, og þar sem nokkrir sumarbústaðaeigendur í nágrenni Hafnar væru fúsir til að hýsa einstæðinga, færi þeim smá fjölgandi, sem gætu notið meira en dagstundar í skóginum. Það þótti mjer góður endir góðra guðsþjónustu, eða ef til vill rjettara sagt byrjun sannrar guðs- þjónustu. Vjer erum ekki í stórborg og engir skógar í grendinni. Sumar- bústaðir í nágrenni voru munu og fæstir svo rúmgóðir að auðvelt sje að hýsa þar gesti. En samt sem áð- ur eru hjer í bæ mörg þreytt og fóthrum gamalmenni, sem hlakka til þessarar einu gamalmenna- smemtunar, sem tengd hefir verið' við Elliheimilið undanfarin sumur. Aðrir flestir eiga marga skemti- daga á ári hverju, og öfundar þá enginn af því. — Verði þeir gaml- ir, þá fækkar skemtunum einnig fyrir þeim síðar, og einstæðings- skapur getur biðið margra, sem vinmargir eru í dag. — Og öllum er það auðsætt að forgöngunefnd Elliheimilisins ein fær litlu til veg- ar komið svo að unt sje að flytja fram og aftur um 100 fóthruma og gefa þrem til fjórum hundrað gamalmennum góðar veitingar. Bæjarbúar hafa þá undanfarin sumnr hlaupið vel undir baggann, og vjer treystum því að svo verði og á sunnudaginn kemur. Flestir Reykvíkingar munu kannast við hvað mest vanhagar um. En rjett til minnis má nefna: Kaffi, sykur, kókó, rjóma og kökur. Aldrei hefir neitt gengið af kökunum, þótt allir bakarar hæj- arins hafi lagt í þann sjóð, að jeg nú ekki njinnist á „sælgætið“, heimabökuðu kökurnar, sem fá- einar, en þó alt of fáar, húsmæður hafa sent undanfarandi sumur. — Gestirnir spyrja um gosdrykki, vindla og jafnvel neftóbak. — En altaf eru vandræðin mest með bifreiðar, og ættu því þeir, sem þeíckja farlama gamalmenni að reyna sjálfir að útvega þeim flutning og ekki leita til nefndar- innar með það nema í öll önnur skjól fjúki. Annars byrjar skemtunin kl. 2 hjá Grund á sunnudaginn kemur verði ekki rigning, og allir vel- komnir, en þó einkum og sjerílagi alli þeir fátæku sem ríkir, sem komnir eru yfir sextugt. — Þeir sem vilja bera á borð, skemta, gefa, eð'a flytja, ættu að segja til sín sem fyrst. Það er öllum við- lcomandi ánægjulegast að allur sá stuðningur sje sjálfboðinn, en ekki þrábeðinn. Hjálpumst að, svo að dagurinn verði ríkur góðra minninga. Sigurbjörn Á. Gíslason. Fiú Brock-Hlelsen býður ungfrú Ástu Norðmann að kenna henni dans, því hún lítur svo á, að Ásta hafi óvenjulega hæfileika sem dansmær. Dansmærin frú Broek-Nielsen tók sjer far hjeðan með Islandi í gær. Yar hún mjög ánægð yfir komu sinni hingað, og viðtökum þeim, er hún fekk bæð'i hjer í Reykjavík og eins á Isafirði, Ak- ureyri og Siglufirði. Áður en hún fór hafði Morgun- blaðið tal af henni, og skýrði hún þá frá því m. a. að hún hefði kynst ungfrú Ástu Norðmann og hefði það vakið eftirtekt hennar, hve mikla hæfileika hún hefði til þess að geta numið listdans. Ungfrú Norðmann hefir, sem kunnugt er, iðkað' danskenslu hjer í Rvík undanfarin áí, og hefir liún vitaskuld áður notið talsverðr- ar mentunar á þessu sviði. En til þess að ná fullkomnun í danslist, þurfa menn helst að iðka dans frá blautu bamsheini, undir stjórn bestu kennara. Þetta hefir ungfrú Norðmann eigi haft tækifæri til. En það ðr álit frú Brock-Nielsen, að hún sje svo óvenjulegum hæfi- ieikum gædd í þessu efni, að það komi henni ekki að sök, þó hún eigi byrji á hinu æðra námi í þess- um efnum fyr en nú. Að þetta er alvara mín, sagði frú Brock-Nielsen, getið þjer best dæmt um af því, að jeg hefi boðið ungfrú Norðmann að kenna henni ókeypis. Það mundi jeg ekki gera, ef jeg væri ekki sannfærð um, að hún muif ná sjaldgæfri fullkomn- un á danssviðinu. Ingólfur Flygenring kaupmaður i IJafnarfirði, er að láta gera mikl- ar breytingar á íshúsi sínu og stækka frystirúmin þar að mikl- um mun. Eftir því sem bátaútgerð- in hjer á Suðumesjum hefir auk- ist, hefir og þörf fyrir stærri og betri íshús til heitugeymslu auk- ist, enda sjer það á víðar en í jHafnarfirði, að íshúsin eru þegar orðin of lítil. GfiiftenDi Og Dyramottup komið aftur, mjðg Adýpf. Brauns-Verslun. Sesta ganmavjelin er Kðhler. Verslun Igill laeobsen. Viðsneti: Reyktar pylsur, reyktur lax og rauðmagi, nautasulta, grísasulta, lifrarkæfa, ostar og sardínur marg- ar tegundir, egg o. fl. Matarbúð Sláturfíeiagsina Laugaveg 42. Sími 812. Avextir niðursoðníp frá 90 aur. dösin. Gulröfur og jarð* epli ódýrast i borginni. Verslunia Fram. Laugaveg 12. Sími 2296. Húsmaiiur! Biðjið œtið um þad — besta, sem er — H. Benediktsssn t Go. Sfmí 8. V5rubilas«5ðin, Tryggvagötu (beint á móti Liver- pool) opin frá 6 f. h. til 8 e. h. hefir síma 1006 Meyvant Si urdsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.