Morgunblaðið - 02.08.1928, Side 3

Morgunblaðið - 02.08.1928, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ 3 MORGUNBLAÐIÐ Stofnandi: Vilh. Pinsen. tJtgefandi: Pjelag’ í Reykjavík. Ritstjórar: J6n Kjartansson. Valtýr Stefánsson. Auglýsingastjóri: E. Hafberg. Skrifstofa Austurstræti 8. Sími nr. 500. Auglýsingaskrifstofa nr. 700. Heimasímar: J6n Kjartansson nr. 742. Valtýr Stefánsson nr. 1220. E. Hafberg nr. 770. Askrif tag jald: Innanlands kr. 2.00 á mánubi. Utanlands kr. 2.50 - --- I lausasölu 10 aura eintakitS. Erlendar símfreQnir. Khöfn, PB 1. iígúst. Samningar stórveldanna um takmörkun vígbúnaðar. Stjórnirnar í Englandi og Frakk- *andi hafa átt í samningum um -ýms ágreiningsatriði viðvíkjandi takmörkun vígbúnaðar á sjó, síð- ar’ afvopnunarfundurinn endaði í fyrravor, án þess nokltur árangur ■yi’ði af fundarhaldinu. Samkomu- fag hefir nú náðst á milli Prakk- Knds og Bretlands um meginregl- Hr viðvíkjandi takmörkun vígbún- aðar á sjó. Hefir Frakkland fallist á tillögu Bretlands um að tak- marka stærð hvers skipaflokks fyr ir sig. Bretland hefir hinsvegar fallist á kröfur Frakklands við- víkjandi takmörkun vígbúnaðar á landi. Vegna þessa samkomulags á milli Breta og Frakka búast menn við því, að það muni verða stjórninni í Bandaríkjunum hvatn ing til þess að bera fram tillögur nm víðtæka takmörkun vígbún- *ðar á sjó. Járnbrautarslys í Þýskalandi. Frá Berlín er símað: Járnbraut- arslýs varð nálægt Augsburg. — í>extán menn biðu bana, en þrjátíu nieiddust. Nobile kominn heim. Frá Rómaborg er símað: Nobile kom til Rómaborgar í gærkvöldi. Alikiil fjöldi manna safnaðist sam- an á stöðinni til þess að hylla hann. Vatnavextir í Rússlandi. Frá Moskva er símað: Miklir ^atnavextir eru í Amurhjeraðinu. Fimmtíu sveitaþorp eru umflotin. Frjettir. FB 1. ágúst. Qrasbrestur á Austfjörðum. Út- um heyafla afar slæmt. Þegar hafa verið gerðar ráðstafanir til njarnfóðurkaupa í stórum stíl. — Fomið hefir til orða að leita að Samvinnu við landstjórnina til að afstýra vandræðum í vetur vegna ■^yrirsjáanlega lítils heyafla. unarfjelögúnum. Þau eru nú 23 alls og eiga noltkur fleiri en einn stóðhest. Á sýningunum í vor voru sýndir 49 stóðhestar full- orðnir og 17 þriggja vetra. Fimtán hlutu fyrstu verðlaun, en átján önnur verðlaun. Tilhögun 1. verðlauna er nú sú, að 50 kr. eru veittar úr Sýning- arsjóði, en auk þess leggur Bún- að'arfjelag íslands til verðlaun- anna 50 ltr. á hvern hest, er fær 1. verðlaun. Eru því fyrstu verð- laun á hest alls 100 kr. Síldarlei! Súlunnar. Samningmr fullgerður milli flug- fjelagsins og landstjórnarinnar. Ákveðið er nú, að tilraim verði gerð til þess að nota Súluna til að • leita að síld, og jafn framt ganga úr skugga um hvort eigi megi nota hana til landhelgis- gæslu. Er ráðgert að bensín verði sent norður með íslandi núna eftir lielgina, varahlutar í vjelina o. fl. er þarf til flugsins, og Súlan fari tii Siglufjarðar á þriðjudag. Með henni fer dr. Alexander Jóhann- esson og Walter flugstjóri, ti). að' undirbiia flug þetta. Reynt verður að setja loft- skeytatæki í Súluna, svo hægt verði að senda skeyti beint þaðan til skipanna. Ætlar Gunnar Bach- mann símritari að annast um það. 1 samningi þeim, er Flugfjelagið hefir gert við landstjórnina, um þetta efni, er ákveðið, að tilraun þessi standi yfir í viku, eða leng- ur, ef óveður hindrar flug svo dögum skiftir, fyrstu vikuna. Geir Sigurðsson stjórnarnefnd- armaður í Fiskifjelaginu á að fá kost á því að vera með í flugvjel- inni, eð’a tilnefna til þess mann í sinn stað. Súlan á að hafa aðsetur í Siglu- firði meðan á tilraun þessari stendur. Fregnir þær, sem fást um síld- argöngur verða símaðar til loft- skeytastöðvarinnar í Reykjavík, og þeim síðan útvarpað þaðan jafnóðum. Sömuleiðis verða þær birtar opinberlega í Siglufirði og Akureyri. Landhelgisgæslustarfið á að gera í samráði við sldpstjóra varð- skipanna, og á einn fyrirliði skip- anna að eiga kost á því, að vera með flugvjelinni. Flugfjelagið á samkvæmt samn- ingnum að kappkosta um að til- raun.þessi geti skorið sem best úr því hvort flugvjelar sjeu nothæf- ar í síldarleitir og við landhelgis- gæslu. Á fjelagið að senda stjórn- arráðinu skýrslu um tilraun þessa að henni lokinni. Hrossasýniagttr. ---—---------— Fulltrúar Norðmanna hrossasýningar voru haldn- ^ * vor í Eyjafjarðar-, Skaga- Jarðar og Húnavatnssýslu. Auk þess voru haldnar 3 af- v®masýningar r Skagafirði. (Af- væmin borin saman við mæð- úrnar til þess að sjá hver einkenni bau hefði af stóðhestinum). Af samanburði á sýningunum fyr og nú virðist augljóst, að stóð- ^estum fækki, en batni, og má aennilega þakka það hrossarækt- á 9. reglulega þingi þjóðbanda- lagsins í Genf, sem hefst 3. sept. n. k., verða J. L. Mowinckel for- sætisráðherra og utanríkisráðherra prófessor Frit.hjof Nansen og C. J. Hambro stórþingisforseti. Vara- menn eru: Dr. phil. C. L. Lange, P. L. Kolstad stór]iingismaður og Dr. frú I. Aas. — Fulltrúar Norð- manna á þinginu í fyrra voru þeir Nansenð Hambro og Oftedal. ----------------------------------— E fiðleikar Nýlega flaug sú freg um heim- inn frá Moskva, að sprengikúlu liefði verið varpað á höfuðbóli Tjekkunnar rússnesku. Segir í fregninni, að bolsa-hermaður einn hafi beðið bana við sprenginguna. En gerræðismennirnir hafi verið t\eir andstæðingar bolsa, ný- komnir til Moskva frá París. Þegar þessi fregn barst út varð það fyrsta umræðuefni manna, hvort hjer væri um látalæti að ræða. Alveg eins og þegar frjettist um banatilræði við Mussolini. — Þá spyrja menn. Mun þetta hafa verið alvara; ellegar hefir þessu verið liaglega fyrirkomið í póli- tískum tilgangi. Með því að breiða það út, að andstæðingar bolsa- stjórnarinnar í París, sendi menn til Moskva til þess að varpa sprengikúlum gegn forstjórum Tjekkunnar, geta ráðstjórnarherr- arnir vænst þess, að fylgismenn þeirra skipi sjer um þá í þjettari fylkingu en áður. Frjettin um sprengingu þessa kom út rjett á eftir að verkfræð- ingarnir frá Schachty voru dæmd- ir. Málavextir voru þar þannig: Stjórnarliðið í Rússlandi ákærði nokkra námuverltfræðinga um að þeir sæti á svikráðum við ráð- stjórnina. Rekstur námanna hefir gengið' erfiðlega undanfarin ár. Óánægja meðal verkamanna fer vaxandi. Yar því tekið það ráð, að ákæra verkfræðingana er stjórn uðu rekstrinum. Með því móti ætl- aði stjórnin að þvo sínar hendur. En getum er að því leitt, að sprengingin og mál verkfræðing- anna sje af sama toga spunnið, til þess sett af stað að leiða athygli almennings frá ógöngum þeim sem ráðstjórnarherrarnir eru komnir í, með sitt stjórnarumstang. Fullyrt er að' stjórnin í Rúss- landi hafi nýlega fest kaup á korni í Canada í stórum stíl. því e’- enn haldið leyndu, hve mikið keypt hefir verið. En þá fer að grána gamanið fyrir bolsastjórninni, ef hin fyr- verandi „kornkista* ‘, Rússland, getur nú eigi lengur fra.mle.it,t, brauð handa landsins eigin börn- um. Eftir 10 ára bolsastjórn er ástandið orðið svo aumt í land- inu. Það væri álíka ef við íslend- ingar færum að flytja inn saltfisk frá Noregi. Eðlilegt að þeir menn hjer á voru landi, sem hafa brenn- andi áhuga fyrir að leggja at- vinnuvegi vora í rústir, hafi fagn- að 10 ára ráðstjórnarafmælinu í vetur sem leið með' miklum gleði- látum. í Rússlandi er að finna hina rjettu fyrirmynd í þeirra augum. Það geta þeir reitt sig á. Áður en bolsastjórnin greip til þess óyndisúrræðis að auglýsa svo vanmátt sinn fyrir umheiminum, að kaupa korn í stór'um stíl frá útlöndum, voru mörg ráð reynd til að komast hjá því. Reynt var að kúga efnabændurna, og þá sem eru aflögufærir, til þess að láta ríkiseinkasölunni í tje sem mest af korni. En bændur þar hafa fengið yfrið nóg af bolsastjórn- inni. Þeir hafa hætt kornyrkju, nema rjett til heimilisþarfa, og til þess að geta miðlað náunganum því sem þeim sýnist. Það eru fáir bændur með því marki brendir í heiminum, að halda að þeir geti átt samleið með bolsunum. ------<«§ý>------- Dagbók. íVeðrið (í gær kl. 5): Grunn lægð fyrir norðan land og önnur dýpri að nálgast suðvestan úr hafi. Fer hún sennilega fyrir sunnan land og veldur SA-átt og rigningu hjer á SV-landi. Loftvog er ört stígandi á NA-Grænlandi og hiti aðeins 3—5 stig. Kemur þar kald- ur loftstraumur norðan lir Ishafi og mun hann hafa talsverð áhrif á veðurlag hjer á landi næstu daga. Eru yfirleitt horfur á breyti- legri og vætusamri veðráttu næstu sólarhringa, en síðan er eigi ósenni legt að birti upp með N-átt hjer syðra. Veðurútlit í dag: Vaxandi SA og A-kaldi. Skýjað loft. Rigning öðru hvoru. Bnmixrn í Rauðaráxholti. Fast- eignanefnd hefir ákveðið að láta reisa rýtt íbúðarhús hjá mulnings- stöðinni í Rauðárholti í stað þess sem brann þar um daginn. Skrifstofur bæjarins. Fjárhags- nefnd bæjarins hefir lagt til að bæjarstjórn samþykki að taka á leigu 2. hæð og eitt herbergi á 3. hæð í liúsi Þorsteins Sch. Thor- steinsson lyfsala (áður hús Nathan og. Olsen) og flytji þangað skrif- stofur bæjarins. Leigan er 900 kr. mánuði og er þá miðað við 5 ár. Ætlast er til að flytja megi skrif- stofurnar fyrir nýár og að Raf- magnsveitan flytji þá inn í núver- andi bæjarskrifstofur í Tjarnar- götu. Gluggar barnaskólans. Eins og áður hefir verið getið var boð'ið út innanlands og erlendis að setja glugga í nýja barnaskólann, annað hvort úr teak eða furu. Eru nú komin ýms tilboð, en skólabygg- inganefnd hefir samþykt að taka tilboði frá Jóhannesi Reykdal um glugga úr olíuseyddri furu fyrir kr. 14.200. — Tilboðin voru mjög misjöfn. Lægsta tilboð í teak- glugga var líka frá Jóhannesi Reykdal, kr. 32 þús., en hið hæsta 64 þús. rúmlega. I Hafnarfirði er nú verið að gera talsverðar vegabætur — bæta götur, leggja ný skolpræsi o. s. frv. Ennfremur er verið að steypa nýja brú hjá Austurgötu yfir lækinn. Drotningin fór í gærkvöldi. — Meðal farþega Halldór Hermanns- son prófessor, Ólafur Paulsson skrifstofustjóri og frú lians og Bjarni sonur hans, Ingvar Sigurðs- son, ungfrú Stella Briem, frú Bjarnhjeðinsson, frk. Anna Frið- riksdóttir, frú Guðrún Rasmussen, Ove Malmberg, Sigm. Jóhannes- son, frú Anna Friðriksson, Reinh. Andersen, Ríkarður Jónsson, Guð- brandur Jónsson. Frá síldveiðunum. Mbl. talaði í gærkvöldi við útgerðarmann í Siglufirði, er ljet ekki vel yfir horfunum. Sagði hann að heyrst hefði, að einkasalan hefði afgert sölu á 50—60 þús. tunnum, og væri hæsta verðið 31 króna. En síld væri nú hægt að selja, ef laus væri frá einkasölunni fyrir 45 kr. tn. Heyrst hefði, að mjög ströng skilyrði væru sett um flokkun á síld þeirri, er einkasalan hefir selt fyrirfram, og yrði kaupandi að viðurkenna, að skilyrðin væru upp t'ylt, áður en sala væri gild. Fyrir hverja tunnu er einkasal- an tæki, greiddi hún kr. 10, þegar í stað, og væri það fyrir tunnunni, saltinu og 50 au. að auk, er út- gerðarmenn fengju fyrir síldina sjálfa. En það hrekkur skamt til útgerðarkostnaðar, og er hætt við að þeir, sem lítil hafa fjárráð, geti liBlnr liereftstuskur keyptar hæsta verði. ísafoldarprentsmiðja h.f. Hreins vðrur fðst allstaiar. • • 6 • • • • • • • • • • • • • » • • • • • • • • • • • • • • • • • I nesti. Riklingur, smjör, niður- suðHvörur í stóru úrvali, öl og gosdrykkir. Brjóstsykur, konfekt, tuggugúmi, kara- mellur. Von os Brekkuslfg 1. reynast best þegar mest á riður. liokkrir fyririiggj- andi. Landstjarnan, heildverslun. Bestl fægilögurlnn. Heildsölubirgðir hjá Daniei Halldórssyni. Sími 2280. eigi lengi haldið' áfram upp á þær spýtur. Hvenær einkasalan greiðir annan hluta andvirðisins, er vitan- lega ómögulegt að segja. — Alls komnar á land um 5000 tunnur í salt. Heyþurkunarvjel. — Benedikt Gröndal verkfræðingur hefir um skeið unnið að ítarlegum rann- sóknum á því, hvort fáanlegar væru hentugar heyþurkunarvjelar við hæfi íslenskra bænda. Hey- þurlcunarvjel hefir nýlega verið gerð eftir hans fyrirsögn í vjel- smiðjunni Hamri, fyrir Jóhannes Reykdal að Setbergi. Byrjað er að reyna vjel þessa, og gefst hiin eftir öllum vonum, að því er Gröndal sagði Mbl. í gær. Morgunblaðið kemur ekki út á morgun (föstudag), vegna þess að í dag er ekki unnið í prentsmiðj- unni. Súlan fór til Reykjarfjarðar, með henni fóru Jón Ólafsson fram- kvstj. og dr. Alexander Jóhannes- son. Urðu þeir þar eftir, en Súlan flaug til Siglufjarðar, tók þar þrjá farþega til Akureyrar, 3 farþega frá. Akureyri til Siglufjarðar', og svo farþegána, sem hún skildi eft- ir á Reykjarfirði og fór með þá til Reykjavíkur. í gærkvöldi flaug hún til Vestmannaeyja, með þrjá farþega og tók þar aftur aðra þrjá farþega. Mentaskólinn og Alþýðublaðið. í gær birtir Alþýðublaðið enn á ný grein um Mentaskólann, og staðfestir þar að frásögn Morgbl. á laugardaginn var hafi verið sann

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.