Morgunblaðið - 04.08.1928, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ
Höfum til:
Gaddavír,
Girðinganet,
Vírkengi,
járnstólpa.
U. M. F. Velvakandi.
Skemtiferð á Reykjanes
á morgun. Þáttakendur gefí s. ig
fram kl. 4-5 f dag i sima £348.
2. ágásL
Skemíiför Fáks.
Skemtireið upp í sveit.
í fyrramálið verður lagt á stað í skemtiförina klukltan 10,
hvernig sem veður verður. Br skorað á menn að koma stundvís-
lega á ákvörðunarstað og halda síðan hópinn og fylgja vel fyrir-
mælum fararstjóra. Bifreiðir eru heðnar að staðnæmast og stöðva
vjelarnar, þegar þær mæta hópnum, sjerstaklega í bænum. Hver
maður í ferðinni verð'ur að fá sjer merki, er kosta krónu; er það
fyrir hagbeit, hestagæslu o. s. frv.
Forbindelse med solid Agent
eller Importðr önskes av:
Bendix M Hieiie ”s
Bergen. Norge.
Etabl. Ib73.
Blaasten, Katechu, Norak
og Svensk Tjære, Kltt-
fabrik, Malingfabrik,
Pakfarvofsbrlk.
reynist jafnan best.
Zinkhvíta, Blýhvíta.
Terpintína, Þurkefni,
Fernisolía, Þurir litlr,
Botnfarfi, Lestafarfi,
Olíufarfi, lagaður og ólagaður,
Japan lakk, 2 tegundir,
Sissons önnur lökk.
Húsafarfi, Skipafarfi,
Kitti, Mennia.
í heildsðlu hjá
Kr. Ú. Skagfjðrð
Reykfavik.
Hal beste.
Mýorpin isl. egg.
Niðursoðið kjðt.
Niðursoðnír ávextir,
Óskaplega ódýrir.
Belgfskt súkkulaði,
frá kr. 1.60.
Sælgæti mikið úrval, ódýrt
Crystal hvefti.
Onðm. Jðbannsson,
Baldursgötu 39.
Sími 1313.
^iðmeti:
Reyktar pylsur, reyktur Iax og
rauðmagi, nautasulta, grísasulta,
lifrarkæfa, ostar og sardínur marg-
ar tegundir, egg o. fl.
Matariiúð SláturfjelansiBS
Laugaveg 42. Simi 812.
Mikill mannfjöldi var kominn
upp að Alafossi er hátíðin var sett
og meira kom er á leið daginn.
Kl. 3 setti form. Verslunarmanna-
fjel. Reykjavíkur, Erlendur Pjet-
ursson _ hátíðina með ræðu. Jón
Þorláksson fyrv. forsrh. talaði
skörulega fvrir minni verslunar-
stjettarinnar. Sig. Bggerz banka-
stj. talaði fyrir minni íslands og
tókst vel að vanda. Á eftir hverri
ræðu var lítið hlje og að því loknu
var gengið í fylkingu undir fán-
um verslunarmannafjel. að sund-
lauginni. Sýndu sundmenn þar
ýmsar listir sínar og að lokum var
sundknattleikur. Sigraði Ármann
Ægi með 1:0. Var knattleikur
þessi hinn skemtilegasti og mikið
líkur knattspyrnukappleik að
formi. Þá var sýnd „Liðshón Njáls-
sona til Þorkells háks.“ Á undan
sýningunni flutti Helgi Hjörvar
snjalt erindi í samhandi við hana.
Sýningin stóð stutt yfir, en áhorf-
endur klöppuðu. Þá fór fram
kappglíma um verðlaunabikar
verslunarmannafjelaganna. F’ór
glíman svo, að Þorgeir Jónsson
sigraði og vann bikarinn nú í 3.
sinn og til fullrar eignar. Önnur
verðlaun hlaut Georg Þorsteinsson
og þriðju verðlaun Björgvin Jóns-
son. Þá fóru fram hnefaleikar og
voru dómar manna um þá æði mis-
jafnir. Kl. 6 rúmlega lögðu Ála-
foss hlaupararnir af stað frá
Rvík. Voru þeir aðeins þrír. Kl.
rúmlega 7 fór að sjást til ferða
þeirra frá Álafossi. Þyrptist nú
allur mannfjöldinn til að horfa á
hlaupið. Fyrstnr að marki varð
Bjarni Ólafsson á 1 klst. 8 mín.
56,8 sek. og annar Magnús Guð-
björnsson á 1 klst. 10 mín. 3 sek.
og þriðji var Ingimar Jónsson. —
Var kept nm Álafossbikarimí, sem
Böggild sendh. gaf í fyrra og
Magnús vann þá. Má með sanni
segja, að Magnús hafi hlaupið
með fullri sæmd, því mjótt var á
mununum. Magnús er mörgum
íþróttamönnum fremri í því að
hætta ekki að hlaupa þó skæður
keppinantur komi á móti. Bjarna
Ólafssyni var svo afhentur hinn
fagri bikar og mega nú Reyk-
víkingar herða sig að heimta bik-
arinn aftur úr Kjósinni, því Bjarni
er mikill hlaupagarpur.
Að þessu loknu hófst síðasta
atriðið á skemtiskránni, dansinn.
Var dansað af miklu fjöri í hinni
vegulegu tjaldbúð Sigurjóns til
miðnættis.
Dæiarstjarnarfundur
Bæjarstjórnarfundur var hald-
inn í fyrrakvöld, þótt almennur
frídagur væri. En nú hrá svo und-
arlega við að meiri hluti hæjar-
fulltrúanna (flestir sem í bænum
eru) komu stundvíslega. Fulltrú-
ar jafnaðarmanna ljetu í ljós, að
]>eir hefði vonað að fundarfall
yrði og var eins og þeir hefði
lcomið ofaneftir aðeins til þess að
gleðja sig við það. Bn úr því svo
gat ekki orðið tóku þeir það ráð
að teygja fundinn með máliileng
ingum þa'ngað til klukkan var far-*
in að ganga 9. Mestan „hvell“
gerðu þeir útaf
Húsnæði bæjarskrifstofanna.
Borgarstjóri skýrði frá því, að
húsnæði það, sem skrifstofur borg-
arstj., bæjarverkfræðings og bæjar
gjaldkera hafa, væri orðið' alger-
lega ófnllnægjandi og því hefði
fjárhagsn. lagt til að bærinn leigði
eina hæð í húsi Þorsteins Sch.
Thorsteinsson og eitt herbergi að
auki á annari hæð. Leigan 900 kr.
á mánuði, væri fremur lág, þegar
miðað væri við skrifstofuleigu í
bænum yfirleitt. Rafmagnsveitan
leigði nú t. d. skrifstofu í Hafnar-
stræti fyrir 500 kr. á mánuði og
jafnað niður á gólfflöt yrði leig-
an þar 40 kr. á fermetra, en ekki
nema 30 kr. á fermetra í þessu
húsi. Þess bæri og að gæta, að ef
bæjarskrifstofurnar yrði fluttar,
þá væri ætlast til, að Rafmagns-
veitan flytti skrifstofur sínar í
núverandi húsnæði bæjarskrifstof-
anna, og við það sparaðist 6000
kr. leiga á ári, svo að aukakostn-
aður við þessa breytingu yrði ekki
nema nm 5000 kr. á ári.
Nú risu jafnaðarmenn upp, Ól-
afur með sleggjudóma og fullyrð-
ingar út í loftið, en Haraldnr með
alskonar útreikninga. Þótti þeim-
þetta hin mesta ósvinna, bærinn
ætti að byggja yfir skrifstofur
smar, þó ekki ráðhús þá annað hús
nægilega stórt þangað til ráðbúsið
kæmi og þá mætti selja eða leigja
þetta nýja hús. Og þótt þeim væri
bent á það', að bænum yrði það
miklu dýrara að byggja nægilega
stórt híis, og hann gæti það ekki
vegna þess að hann hefði ekki
bandbært fje, þá sátu þeir fastir
við sinn keyp. Bftir mikið stapp
fór þó fram atkvæðagr og var bá
málinu vísað til 2. umr. með 7
gegn 3 atkv.
Vatnið í Kaplaskjóli.
Annað mál, sem þeir Ólafur og
Haraldur ætluðu að gera „bvell“
út af var vatnsmálið í Kaplaskjóli
og hjeldu langar ræður nm það.
Var það mikið af því sama, sem
Alþbl. hefir verið með að' undan-
förnu og ætlaði að „slá sjer upp
á.“ Þetta mál var að vísu ekki
á dagskrá. En úr því höggi, sem
þeir reiddu svo hátt, varð lítið,
því að allir í bæjarstjórninni voru
sammála um, að nauðsynlega
þyrfti að bæta hið bráðasta úr
vatnsskortinum í Kaplaskjóli. —
Ágreiningur varð aðeins um það,
að borgarstjóri treysti því ekki að
vatnsæð þangað vestur eftir
mundi geta flutt nóg vatn handa
íbúunum, vegna þess hvernig
vatnskerfið væri — það' væri ekki
nógur þrýstingur á vatninu í
Vesturbænum. Vildi hann fyrst
reyna a]ð grafa almenningshrunn
á nýjum stað í Kaplaskjóli og vita
hvort þar væri eigi hægt að ná í
nóg vatn.
Að lokum var samþykt að láta
leggja 114” vatnsæð þangað vest-
ureftir og hafa þar útibrnnn, sem
allir geti gengið í. Er búist við
að kostnaður við það verði um
5000 krónur.
Tegari sekfcar.
á sama hátt og Menja.
Laust fyrir miðjan júnímánuð
sökk enskur togari, „Rejoice“ að
nafni, úti í rúmsjó á þann hátt,
að alt í einu ltom afar mikill leki
að skipinu. Fyltist vjelarúmið
hrátt og kæfði sjórinn eldana og
gat skipið þá enga björg sjer veitt.
Annað skip kom á vettvang og
reyndi að draga „Rejoice“ til
lands, en lekinn var svo ákafur
að skipið sölck þar niður, en menn
björguðust.
Minnir þetta slys mjög á það
hvernig „Menja“ sökk.
Dr. Jón Helgason biskup fór á
fimtudaginn var austur í Árnes-
sýslu í vísitasíuferð.Bjóst hann við'
að verða fjarverandi í 12—14
daga.
Nýkomið:
SporlfSt
frá kr. 58.00.
Reiðjakkai*, Sport-
húfur, Sportskyrt-
ur. — Sportskyrtur
fyrir drengi.
H.F
[EIMSKIPAFJELAG
mm íslands Effl
„Soðaiess"
fer hjeöan mámsdag,
6- ágúst kl. 8 síðdegis
til Hull og Hamborg-
ar.
Farseölar óskast
sóttir fyrir hádegi á
mánudag.
MorgunMaðið
fæst á eftirgreindum stöðum,
utan afgreiðlunnar í Aust-
stræti 8:
Laugaveg 12.
Laugaveg 44,
Vesturgötu 29,
Bræðraborgarstíg 29.
Ðaldursgötu 11.
Vinnubuxur,
Sportbuxur,
Reiðjakkar,
Drengjaföt,
i
MAR 158-1958
MÝ egg
á 15 aura.
Appdlsínur
Nýjar kartöflur á 15 au.
Islenskt smjör
Sykur, ódýr.
Hermann Jónsson,
Bergstaðastræti 49.
Sími 1994.