Morgunblaðið - 09.08.1928, Síða 2

Morgunblaðið - 09.08.1928, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Hveiti: Cream of Manitoba í 63l/a kg. pokum. Glonora í 50 kg. pokum. Canadian Maid í 50 kg. pokum. Nokkpap Vetrarkápur frá i fyrra ooljast fyrlr hálf virði. Verslun Egiil lacobsen. Grammofoner, Musikinstrumentei* & Pletvarer, Til uhört billige Priser direkte fra Lager. Kataloget sendes gratis o veralt. ALLEGRO Falkoneralle 43. Köbenhavn. Solinpillur eru framleiddar úr hreinum jurtaefnum, þær hafa engin skaðleg áhrif á líkamann, en góð og styrkjandi áhrif á meltingarfærin. — Sólinpillur hreinsa skaðleg efni úr blóð- inu. Sólinpillur hjálpa við vanlíðan er stafar af óreglu- legum hægðum og hægða- leysi. — Notkunarfyrirsögn fylgir hverri dós. Verð að- eins kr. 1.00. — Fæst í LAUGAVEGS APÓTEKI. Nýtt diikekiðt, Nautakjðt og Rjómabússmjðp. Hiötbððin HaröubTBið. Sími 678. "I" Sjarui Pjetarsson óðalsbóndi á Grund. í gærmorgun Ijetst hjer í Landa- kotsspítala merkisbóndinn Bjarni Pjetursson á Grund í Skorradal. Kom hann hingað suður fyrir skemstu til þess að leita sjer lækn- ingar við langvinnu innvortis meini; var skorinn upp, en þoldi ekki skurðinn. Bjarni var fæddur 2. maí 1869, sonur góðbóndans Pjeturs Sigurðs- sonar á Grund. Tók hann við jörð og búi eftir föður sinn. Árið 1901 kvæntist hann eftirlifandi konu sinni Kortrúnu Steinadóttur frá Valdastöðum. Þrjú börn þeirra uppkomin, eru í foreldrahúsum: Kristín, Pjetur búfræðingur og Guðrún. Grund í Skorradal liggur í þjóð- braut. Þar er fagurt umhverfi og vistlegt af náttúrunnar hálfu. Bn garðinn hafa gert frægan þeir feðgar Pjetur og Bjarni, sjerstak- lega hinn síðarnefndi. —- Húsaði hann jörðina ágætlega og prýddi á alla lund. En þó verðnr lengst í minnum haft, hve ágætlega var tekið þar hverjum þeim, sem að garði bar. Að koma að Grund var eins og að koma heim til sín — þar var mönnum, þótt bráðókunn- ugir væri, tekið opnum örmum á hvaða tíma dags sem var. Og þrátt fyrir umsvifamikil bústörf var eins og Bjarni hefði aldrei svo mikið að gera, að hann gæti ekki sint gestum sínum. Það var gaman að koma að' Grund. Þar var eitt hið allra ís- lenskasta heimili. Hverjum, sem að garði bar, var tekið eins og besta vini, og alt, sém heimilið hafði að bjóða, var hverjum manni til reiðu, og alt, bæði framreiðsla og viðmót allra heimilismanna var svo gott sem frekast varð á kosið. Mætti ísland eignast mörg slík heimili sem Grund í Skorradal og marga jafn góða bændur og Bjarna. kom 2. vjelstjóri á vörð. Á viss- um tíma dældi hann bátinn eins og hans var venja og þarf að gera, vegna þess hve mikið vatn síast úr ísnum jafnbarðan sem bráðnar. Tók hann þá eftir því, að meira vatn var í bátnum en hann bjóst við. Dældi bann þá stundarfjórð- ungi lengur en venja var og minkað’i vatnið sama sem ekklert. Þá fór vjelstjóri til skipstjóra og skýrði honum frá þessu. Skipstjóri kom þegar npp á þiljur og sá þá, að báturinn var orðinn mjög síg- inn. Ljet hann þegar snúa bátn- um við og upp í vindinn og jafn- framt ljet hann fara að kasta út fiski úr' lestinni til þess að ljetta á bátnum og komast að til þess að ausa þar. Nokkra stund eftir að byrjað var að ausa, sást að sjórinn í skipinu minkaði og tókst að lokum að dæla það þurt. En ekki leitst skipstjóra 4 að halda áfram til Englands og eiga það máske á hættu að' báturinn sykki úti í reginhafi. Var þá haldið til Vestmannaeyja aftur. Þar var losað úr bátnum það, sem eftir var af fiski í honum og hann skoðaður gaumgæflega, en hvergi fanst neinn lekastaður á honum. Síðan var farin reynsluferð um- hverfis Eyjar til þess að reyna að komast eftir því, hvar báturinn væri lekur, en þá lak hann ekki einum dropa. Þá var báturinn sendur hingað til Reykjavíkur til enn frekari skoðnnar og kom hann hingað 23. júlí. Var þá ákveðið að setja hann upp í Slippinn til skoðunar. En hann komst þar ekki að þá þegar, vegna þess að olíu- skipið' „Skeljungur(< átti að drag- ast þar á land. Var það ekki fyr en 3. ágúst að „Venus“ komst þar að. Var báturinn þá gaumgæflega skoðaður' af skipaskoðunarmönn- nnum M. E. Jessén og Ólafi Th. Sveinssyni, én þeir fundu ekkert athugavert við hann — hvergi var hægt að sjá þess neinn vott að leki væri að honum. Og allan tímann frá því að báturinn sneri aftur í Atlantshafi og þangað til liann var dreginn upp í Slippinn, hafði hann verið skálþjettur eins og áður og enginn veit með vissu hvernig þessi snögglegi leki kom að honum. Þess má geta, að sjór kom að- eins í lestina en ekki í vjelarrúm, hásetaklefa nje káetu. Þar var alt þurt. Á laugardaginn var fór báturinn aftur á flot. NorðBuuuMlflriB. Norski fáninn bannfærður á Færeyjum. S?. JéMSfM & £o. Kirkjustræti 8 b. Sími 420 hafa fyrirliggjandi miklar birgðir af fallegu og endingargóðu vegg- fóðri, pappír, og pappa á þil, loft og gólf, gipsuðum loftlistum og loftrósum. GilletteblHð ávalt fyrirliggjandi í heildsölu Vilh. Fr. Fríimanniöoii Sími 557 Bát ir í pjðuarháska. Vh. „Venus“ er nærri sokkinn í hafi án þess menn viti hvernig leki komst að honum. Laust eftir miðjan júlímánuð fór vjelbáturinn „Venus“ frá Vest- mannaeyjum, hlaðinn fiski, sem hann hafði veitt í sæslóða (snurre- vaad) og var ferðinni heitið til Englands. Veður var gott og vind- ur beint á eftir. Þegar háturinn var kominn 82 enskar mílur til hafs, skiftu vjelstjórar vöku, og Skemtiferðaskipið „Mira“ kom tii Þórshafnar 28. fyrra mánaðar. Mikil viðhöfn var þar, þegar ferðamennirnir komu. Við land- ganginn var reistur „heiðurshogi“ og fánaraðir langa leið, þar sem ferðamennirnir skyldu ganga. — Sáust þar aðeins hlaktandi fær- eyski og danski fáninn. En eftir- tekt vakti það, að á tveimur stöngum, rjett við landganginn, er norski fáninn fast tjóðraður við stengurnar og negldur. Ástæðan til þess var sú, að nokkru áður en ferðamennirnir komu til Færeyja, höfðu dönsku yfirvöldin í Færeyjum tilkynt móttökunefndinni, að bannað væri með lögum að draga upp erlend- an fána í Færeyjum. Bann þetta hafði verið sett á stríðsárunum, en gleymst að fella úr gildi. Móttökunefndinni þótti þetta súrt í broti, en varð að láta sjer lynda að negla norska fánann á stengurnar og sjá nm hann ekki blaktaði, því yfirvöldin skoðuðu það sem skreytingu. Nærri má geta, að þetta tiltæki yfirvaldanna dönsku mæltist mjög illa fyrir í Færeyjum, enda málið einkar vel lagað til þess að koma af stað óvild til Dana, og því óskiljanlegt að dönsk yfirvöld skyldu fara að vekjá upp þessar leifar ófriðaráranna við slíkt tæki- færi. —— --------------- Fyrsta hijómleikar frú L. Mysz-Gmeiner voru í Gamla Bíó í fyrrakvöld. — Þegar eftir fyrsta lagið á skránni, „Allmacht“ Schuberts, var Ijóst, að þær fregnir, sem borist höfðu af þessari söngkonu, voru ckki ýktar; hjer var í raun og veru á ferð eitt af þeim stóru nöfnum, er sjást á söngskránum á megin- landi álfunnar. — Frúin hefir mikla alt-rödd, sem tamin er svo eftir öllum reglum listariunar, að ekkert heyrisí á vanta. Þó fer því fjarri, að með þessu sje alt sagt, því að meðfcrð efnisins ?r öll þrungin af því lífi og fjöri, sem listamönnum er einum gefið. Frú- in ræður ekki einungis fullkom- lega v i ð það, sem hún fer með, heldur ræður hún líka y f i r því og sýnast henni ekki takmörk sett um það, hvað hún geti fengið út úr efninu. Á skránni voru fyrst lög eftir Schúbert — auk hins áðnrnefnda. „Friihlingsglaube“, „Wohin“ og „Der Musensohn“. — Þá komu 3 lög eftir Löwe, einkennileg og fög- ur, sem ekki hafa heyrst hjer fyr. Hið fyrsta við þýskt kvæði ilm „Ólaf liljurós“, vakti sjerstaka at- hygli og aðdáun. — Þá söng frúin „Sofnar lóa“ eftir Sigfús Einars- son og „Kirkjuhvol“ eftir Árna Thorsteinsson, hvorttveggja á ís- lensku, og þótti prýðilega takast, en síðast komu 3 lög eftir Schu- mann, „Der Nusshaum“, „Du bist wie eine Blume“ og „Frúhlings- nacht“. — LTm viðtökur áheyrenda þarf ekki að fjölyrða, þær voru eins og þær geta verið bestar: lílapp, óp og framkallanir, en hitt vakti óþægilega athygli, að auð sæti skyldu sjást við þetta tæki- færi. — Sjerstaka viðurkenningu sýndu áheyrendur hr. Kurt Haeser fyrir hinn ágæta undirleik hans og margkallaður var hann frarn effir tvö lög, sem hann ljek einn, „Forngrískan musterisdans“ og „Syngjandi goshrunn“ eftir Wal- ter Niemann, sem hr. Haeser Ijek af hreinni list. Des. BengiB, Sterlingspiind............. 22,15 Danskar krónur...........121,80 Norskar krónur...........121,86 Sænskar krónur...........122,17 Dollar.....................4,56T4 Frankar.................... 17,97 Gyllini....................183,44 Mörk...................... 108,89 Dðmnregukápnriiar í mjög mörgum fögrum litum og mismunandi verði og Regnhlffaraar ódýru, komnar flsg. 0. Bunnlaugsson t Go. Híkomii: Melónur, Appelsínur, Epli, Ðananar. Verslunin Fossy Laugaweg 25. Sfmi 2031. Hrelns vörnr fást allstaðar. • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • 5ími 2? heíma 2127 Vjelarsimar. Morgunblaðið fæst á eftirgreindum stöðum,:jj utan afgreiðlunnar í Aust- stræti 8: Laugaveg 12. Laugaveg 44, Vesturgötu 29, Bræðraborgarstíg 29. Baldursgötu 11. /

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.