Morgunblaðið - 09.08.1928, Síða 3

Morgunblaðið - 09.08.1928, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ Stofnandi: Vilh. Pinsen. titgefandi: Fjelag I Reykjavlk. Ritstjórar: Jón Kjartansson. Valtýr Stefánsson. Aug'lýsingastjóri: E. Hafberg. Skrifstofa Austurstræti 8. Sími nr. 500. Auglýsingaskrifstofa nr. 700. Heimasímar: Jón Kjartansson nr. 742. Valtýr Stefánsson nr. 1220. E. Hafberg nr. 770. Askriftagjald: Innanlands kr. 2.00 á mánuCi. Utanlands kr. 2.50 - --- I lausasölu 10 aura eintakiS. Erlendar símfrEgnir. Khöfn, FB 8. ágúst. Slys við flotaæfingn. Frá Bómaborg er símað: ítaJski flotinn hefir verið við flotaæfing- ar í Adríahafi. í gær rakst kaf- bátur á tundurspilli og sökk kaf- báturinn þegar til botns. Björg- nnarstarf var straz hafið, átti að reyna að draga bátinn upp í stál- taugum. Skipshöfn kafbátsins hafði í fyrstu stoðugt samband við kaf- arana með höggmerkjum, en skyndilega hljóðnuðu merkin frá skipshöfninni. Síðustu fregnir herma, að kaf- báturinn hafi verið' dreginn upp á yfirborð sjávar. Skipshöfnin, 31 manns, dánir. ’Rannsóknin í Nobile-málinu. Ifrá Rómaborg er símað: Aðal- Tannsóknin út af leiðangri Nobile hófst í gær. Sirianni aðmíráll yfir- heyrði Nobile og menn hans. Ná- kvæmar skýrslur af rjettarhaldinu eru sendar Mussolini, sem sker úr því, hvað frekar verður gert. — Telja menn ólíklegt, að' nokkur leiðangursmanna verði ákærður. Vilhjálmur Stefánsson leggmr orð í belg. Frá New York City er símað: Vilhjálmur Stefánsson, sem býr sig undir þátttöku í Suðurpólsleið- angri Byrds, hefir í blaðaviðtali látið í ]jós álit sitt á Nobile-leið- •angrinum. Hefir það vakið mikla 'eftirtekt. Hrekur hann árásirnar út af framkomu Nobile og telur leiðangurinn þýðingarmikinn. Alít- nr hann sennilegt, að hin nýsmíð- Tiðu loftskip Breta og Þjóðverja "eti hættulaust flogið yfir pólinn. Telur hann pólleiðangrana hafa mikla þýðingu fyrir undirbúning i’eglubundinna flugferða yfir norð- Urhvel jarðar. Deilurnar hairðna í Serbíu. Frá Berlín er símað: Deilan á nnili Króata og Jugoslafa harðn- ai' stöðugt. Nýlega myrti króatisk- Jir járnbrautarþjónn júgóslafnesk- an blaðamann fyrir svæsnar árás- ir á Raditch, bændaforingja Kró- ata. Ibúarnir í Agram eru sár- gramir yfir því, að serbneskt setu- ii® hefir verið sent þangað. Blöð- m í Agram skýra frá mishepnaðri morðtilraun við Raditeh. Alexan- :,er konungur kom óvænfr heim til ®eigrad í gær ásamt utanríkisrað- herranum. Var konungurinn í sumardvöl í Bosníu. Undir eins og iiann kom til Belgrad gekk for- sætisráðherrann á fund hans. Olympíuleikamir. Frá Amsterdam er; símað: í 165 km. hjólreiðum vann Henry Han- -sen frá DanmÖrku. Siðferðiskröfnr Englendinga í opinberum málum. I. í X. árgangi Tímans, 2. tbl. ’26, er grein með ofanritaðri fyrirsögn. Þar segir svo: „Dagblöðin birta þessa dagana símskeyti um mál, sem vakið hefir geysimikið umtal og athygli á Englandi og víðar. Kvöld eitt kom einn af lög- regluþjónum Lundúnaborgar út í garð, einn þar í borginni. Sjer hann þá að einn háttsettur em- bættismaður, lögreglustjóri fyr- verandi, að nafni Thomson, er þar á tali við vændiskonu. Var Thom- son þegar stefnt fyrir lögreglu- rjett. Svaraði hann því til að hann hefði verið að „stúdera næt- urlífið“ og hefði hugsað sjer að skrifa um það blaðagreinar. En dómararnir töldu þessa afsökun ekki gilda og töldu framferði hans ósiðferðilegt. Þeir dæmdu Thomson í 8 þús- und sterlingspunda sekt, sem er meir en 176 þúsund íslenskar kr. Svo háar kröfur gera Englend- ingar til sinna opinberu starfs- mainna.“ II. „Tíminn“ bætir síðan við, að íhaldsflokkurinn ætti að athuga þetta vel og læra af því. Vel má vera, að íhaldsflokkur- inn liafi mátt og megi eitthvað læra af Englendingum í þessu efni, en miklu vissara er þó það, að framsóknarflokkurinn, og þó eink- um framsóknarherrarnir tveir, Tryggvi Þórhallsson og Jónas Jónsson, mega enn meira læra af Bretum í siðferðiskröfum þeirra í opinberum málum. Eins og Tíminn segir, voru Bret- ar svo strangir, að þeir dæmdu þennau veslings lögreglustjóra í geysiháa sekt, sem ekki hafði ann- að til saka unnið, en að tala við lconu á götu. En hvað mundu þá Bretar gera við þá ráðherra sína, sem fremdu margfalt stærri afbrot en þessi lögreglustjóri, sem þó var ekki lengur í stöðu sinni og gat því ekki heitið opinber starfsmaður. Hverri liegningu mætti t. d. hugsa sjer, að Englendingar ljetu þann ráðherra sæta, sem fótum tryði og þverbryti lög og vilja Alþingis? Mundu þeir láta hann sleppa með 1—2 hundruð þúsund króna sekt ? — Og mundi hegning- in verða nokkru vægari, þótt það væri dómsmálaráðherrann sjálfur — „æðsti vörður siðgæðis, laga og rjettar“, sem brotið hefði lög Parl'amentsins ? — Og hvernig mundi dómurinn hljóða hjá Bret- um yfir þeim ráðherra, eða ráð- herrum, sem gengu heimildarlaust, á nóttu sem degi, í ríkisfjárhirsl- una og ysu úr henni fje til alls- konar labbaliúta og snýkjudýra, sem skriðu fyrir ráðherranum og hann fyrir þeim? Og hvernig mundi almennings- álitið breska dæma þann ráðherra, ei svivirti æðsta dómstól landsins og virti doma hans að engu, en hjeldi föðurlegri verndarhendi yf- ir erlendum lögbrjótum og mis- indismönnum ? — Og mundi það verða til að draga úr áfellisdómi almenningsálitsins, ef það væri dómsmálaráðherrann sjálfur sem gerði þetta? Og hvort mundu hinir siðavöndu Bretar telja áfellisverðara hjá forsætisráðherra sínum, að hann talaði við stúlku í einhverjum lystigarði Lundúnaborgar, eða að engu orði mætti treysta sem hann segði og' gæfi opinberar yfirlýsing- ar, sem væru vísvitandi ósannindi, eða brot á gefnum loforðum? — Mundu Bretar lengi hafa slíka ráðherra yfir sjer? S&alakapplei&ssriilr. Frásögn Skotanna, er heim kom. í skotska blaðinu „Glasgow Ev- ening Times“, birtist hinn 29. júlí frásögn skotsku knattspyrnumann- anna um förina hingað og kapp- leikana. Er þar fyrst sagt frá því hverjir útlendir knattsp.flokkar hafa hingað komið áður, og hvern- ig leikar fóru með þeim og íslend- ingum, og svo segir sá, sem rit- ar þetta, um völlinn : — í Reykjavík er aðeins einn knattspyrnuvöllur, girtur með bárujárni og er þar rúm fyrir hjer um bil 5000 manns. Þar eru ekki stigpallar og ekki önnur þægindi en skjóllausir pallar öðí*u megin. Um knattspyrnumennina segir hann: — Það er ekki úr vegi að minn- ast hjer á knattspyrnumennina ís- lensku og leik þeirra. Yörnin er góð hjá, þeim, sjerstaklega í marki. Framverðirnir eru góðir til þess að brjóta á bak aftur sókn mótherja, en samleikur þeirra er slæmur og fer í ruglingi, en framherjum hætt- ir til þess að verða of ákafir og tapa sjer fyrir framan mark. Yf- irleitt hlaupa þeir of mikið og láta ekki knöttinn hafa fyrir erfiðinu. Þeir kunna ekki almennilega að „skalla“ knött og þeim hættir til þess að hlaupa of margir saman á lmöttinn. Og mesti galli þeirra í leik er sá, að þeir vilja koma knettinum frá sjer sem allra fyrst. Þeir gá ekki að því, hvers virði það er að teygja vprnina áður en þeir sleppa valdi á knettinum. En áhugi þeirra og dásamlegt lífsfjör bætir þetta upp að miklu leyti. Og drengskapur þeirra í leik er eftirtektarverður. Áhorfendur sýndu það líka, að þeir voru sannir „sport“-menn. Þrátt fyrir það, að þeir vildu gjarna að íslendingar ynni, klöpp- uðu þeir okkur lof í lófa. Og það var sama, hvort það var íslend- ingur eða Skoti, sem kænlega ljek — altaf var því tekið með jafn- miklum fögnuði. Engin hlutdrægni átti sjer stað nokkurn tíma Af þessu, sem hjer er sagt, meg- ið þjer máske ætla, að Islending- ar sje langt á eftir okkur Bretum í knattspyrnu, en ef flokkur þeirra skyldi koma hingað bráðlega, þá mega bestu áhugamenn okkar vara sig á þeim. ------------------ Botnia fór til Leith í gærkvöldi kl. 8. Meðal farþega voru Mart. Einarsson kaupm., L. ,H. Miiller kaupm., Ben. S. Þórarinsson kaup- maður, Gunnar Kvaran heildsali, ungfrú Tvede, Lárus Jóhannsson t.rúboði o. fl. við bspklaveiki. Þrátt fyrir allar rannsólmir og uppgötvanir er berklaveikin enn- þá óráðin gáta. í flestum löndum erlendis þverrar hún óðum, ef dæma skal eftir manndauðanum, en hinsvegar smitast þó nálega allir, og einhver vottur af berkl- um finst við dauðann í hverjum manni að hpita má. Það er eins og mönnum hafi vaxið mótstöðu- afl gegn veikinni,eins og friðsamleg sambúð sje komin á milli sýklanna og líkamans, þar sem áður var barátta um líf eða dauða. — Hvers vegna veikin þverrar, eða öllu heldur manndauði úr henni, vita rnenn ógjörla. Margir þakka það alskonar berklavörnum, en margt bendir þó til þess, að þær sjeu alls ekki einhlýtar. Aðrir telja að vaxandi menning, meiri þrifnaður, betri efnahagur, fæði og klæði eigi mestan þátt í þessu. Sumir ætla, að smám saman deyi þeir út, sem viðkvæmastir eru og mótstöðu- minstir, og verði því hraustasta fólkið eftir. Enn aðrir halda, að veikin gangi yfir á löngum tíma, sem hægfara farsótt, vaxi smám saman í hverju landi upp í hámark og rjeni síðan, hvort sem nokkuð er gert eða ekki. Hvernig sem öllu' þessu er farið, þá er það víst að veikin þverrar erlendis, en hjer sýnist hún standa í stað eða ágerast, þrátt fyrir allar varnir. Um ástandið hjá oss gefa eftirfarandi tölur nokkra hug- mynd: Ár Tala innan- Manndauði hjeraðssjúklinga úr berklav. 1921 310 182 1922 367 172 1923 321 167 1924 359 197 -925 332 215 1926 425 183 Sjúklingafjöldinn sýnist þá vaxa til muna, en tala dáinna stendur að' mestu í stað. Það hefði mátt búast við því, að veikin færi þverrandi á síðustu áratugum, því hagur almennings, þrifnaður og húsakynni hafa stöð- ugt farið batnandi og auk þess hefir ógrynni fjár gengið til berklavarna. Þessar vonir hafa því miður brugðist að mestu, og vjer erum tiltölulega illa settir í þessu efni. Það er jafnvel erfitt að sjá hver úrræði mættu oss helst að gagni koma. Eitt af þeim, sem gætu komið til tals er bólusetning Calmettes við berklaveiki. Jeg hefi oftar en eitt sinn drepið á þessa bólusetningu í Heilbrigðis- tíðindum sálugu, en sennilega er það nú fyrir löngu gleymt, svo jeg ryf'ja hjer upp aðalatriðin. Robert Kock, hinn heimsfrægi vísindamaður, sem fann berklasýk- ilinn, hjelt því fram, að vægileg smitun heilbrigðra með berkla- veiki væri þeim hin mesta vörn gegn alvarlegri smitun síðar. Svo virtist þetta vera við dýratilraun- ir og hafa flestir þetta fyrir satt. Nú ræður því oftast hending ein hvort maður smitast í fyrsta sinni á svo vægilegan hátt, að honum verði ekki meint við, eða svo al- varlega að hann sýkist háskalega. Það gæti því korrdð til tals, að smita menn á unga aldri með ör- smáum skamti af berklasýklum, svo framarlega sem slíkt væri áhættulaust, en á þessu er sá mikli hængur, að dauðir' sýklar eða eiturefni þeirra koma ekki að haldi. Sýklarnir verða að vera lif- andi og þá má búast við því, að jeir geti þrifist svo og fjölgað, að maðurinn sýkist af hættulegri berklaveiki. Undir þessu hafa menn ekki viljað eiga sem vonlegt er, og þess vegna var slík bólu- setning aðeins reynd á dýrum. — Þeim sýndist hún þó koma að gagni. Prófessor Calmette, forstöðu- maður Pastörsstofnunarinnar í París, hefir reynt að ráða fram úr þessum vanda með því að ala upp berklasýkla, sem sagt er að hafi mist allan þrótt til þess að sýkja menn, en sjeu þó vörn gegn nýrri sýkningu. Sýklar þessir voru upprunalega smitandi berklasýkl- ar úr kúm, en við sjerstaka rækt- un í morg ár breyttust þeir svo, að talið er að þeir geti alls ekki sýkt menn eða dýr með berkla- veiki. Calmette reyndi að nota sýkla þessa til bólusetningar á dýr um og gafst hún svo vel, að 1924 var farið að reyna hana á börn- um. Síðan hefir notkun hennar vaxið óðum, svo sagt er að nú hafi verið' bólusett alls ekki færri en 150.000 börn. Bólusetning þessi er mjög ein- föld: Barninu eru gefnir inn nokkrir dropar af sýklablöndu skömmu eftir fæðinguna (innan 10 daga frá fæðingu). Ekki verður þess vart að það sýkist neitt, en þó er sagt að bólusetningin verndi börnin fyrir berklaveiki allt að 5 ár. Væri þetta mikill ávinningur, því börnum er hætt á unga aldri og auk þess má endurtaká bólu- setninguna. 1 Frakklandi var tala bóíusettra barna þessi: 1924 bólusett 850 1925 — 4328 1926 — 14654 1927 — 37574 í öðru löndum hefir og verið* bólusettur fjöldi barna, meðal annars í Noregi. I sumum bæjum í Rúmeníu má heita, að öll ný- fædd börn hafi verið bólusett, svo þessi nýja aðferð hefir fengið mikið álit á skömmum tíma. t Frakklandi hafa einkum verið bólusett börn berklaveikr'a for- eldra, sem sífelt voru í mikilli hættu. Að sjálfsögðu hafa bólusettu börnin verið' athuguð grandgæfi- lega þessf árin og hversu hefir svo bólusetningin reynst? Af börnum á berklaheimilum dóu 0.9 af hundraði úr berklaveiki á fyrsta árinu, \en talið er að af óbólusettum börnum, sem lifðu við sömu kjör, liefa dáið 25%. — í Danmörku dóu aðeins um 8% á berklaheimilum af óbólusettum börnum, en eigi að síður áttfalt fleiri en af bólusettu börnunum í Frakklandi. Af bólusettum börnum á 1—3 ára aldri dóu aðeins 0.2%, sjö- falt færri en af óbólusettum. Af börnum í Frakklandi innan 4 ára dóu alls 16 af 1000 börnum upp og ofan. Af bólusettum dóu á sama aldri 12 af 1000 og þó lifðu þau á berklaheimilum. Engu barni hefir orðið meint við bólusetninguna að því sjeð verður. Það er auðsjeð á mörgu, að

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.