Morgunblaðið - 25.08.1928, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 25.08.1928, Blaðsíða 3
1 MORGUNBLAÐIÐ Stofnandi: Vilh. Finsen. Otgefandl: Fjelag i Reykjavlk. Ritstjörar: Jón Kjartansson. Valtýr Stefánsson. Auglýsingastjðri: E. Hafberg. Skrifstofa Austurstræti 8. Slml nr. 600. Auglýsingaskrifstofa nr. 700. Heimaslmar: Jön Kjartansson nr. 742. Valtýr Stefánsson nr. 1220. E. Hafberg nr. 770. A sk rif tagjald: Innanlands kr. 2.00 á mánuCl. Utanlands kr. 2.50 - --- I lausasölu 10 aura eintakiB. Erlendar símfrEgnír. Khöfn, FB 23. ágúst. Stresemann í París. Frá París er símað: Stresemann utanríkisráðherra Þýskalands, kem ur hingað einhvern næstu daga, til þess að undirskrifa ófriðar- bannssáttmála Kelloggs. Frökkum þykir koma Stresemanns eigi þýð- ingarminni en undirskrift samn- ingsins. Bnast menn við, að Strese- mann hreyfi við heimköllun setu- liðsins lir Rínarbygðtinum, en ó- kunnugt er mönnum um það, hvort liann ætlar sjer að heimta það að svo stöddu, að setuliðið verði kallað heim tir öllum Rínar- bygðunum eða aðeins úr Koblenz- beltinu nú. Bráðleg heimköllun -setuliðsins iir Koblenzbeltinu liugs- anleg, þar eð samkvæmt Versala- friðarsamningunum á að flytja setuliðið þaðan innan átján mán- nða. Mundi þá heimköllun setuliðs- ins þaðan fara fram án endur- gjalds, að því er ætlað er. Hins- vegar búast menn ekki við, að setuliðið alt verði kallað heim úr •ollum Rínarbygðum, nema í stað- inn komi víðtækt þýskt öryggis- loforð. Hoover fær lausn frá embætti. Frá Superior Wisconsin er sím- nð: Coolidge forseti hefir fallist á að veita Hoover verslunarmála- ráðherra lausn frá embætti sínu, en hann baðst lausnar nýlega til þess að geta tekið þátt í undirbún- ingi undir forsetakosninguna. Whiting, pappírsverksmiðjustjóri, hefir verið skipaður eftirmaður Öoovers. MORGUNBLAÐIÐ Hegar miliónir manna hlusta. Smith forsetaefni talar. Albert Smith. Khöfn, FB 23. ágúst. Frá Albany er símað: Albert Smith, ríkisstjóri í New York ríki hjelt ræðu fyrir utan þinghús New York ríkis í gær til þess formlega að tilkynna, að hann taki að sjer að verða í kjöri af hálfuj demokrata við forsetakosn- ingarnar, sem nú fara í hönd. — Níutíu útvarpsstöðvar vörpuð'uð út ræðu hans, en um 100.000 utan- bæjarmanna komu til þess að Jilusta á ræðuna. Pittman, Old- ungadeiddarþingmaður fyrir Ne- vada, talaði fyrst fyrir hönd demo- kratiska flokksins, en síðan talaði Smith og gerði grein fyrir skoðun sinni á ýmsum deilumálum, sem vafalaust hafa áhrif á úrslit for- setakosninganna. Smith vill draga úr bannlögTinum. Hann taldi æskilegt að bannlög- unum yrði breytt á þann hátt, að hvert einstakt ríki í Bandaríkjun- um hefði sjálfákvörðunarrjett um það, hvort það vildi hafa áfeng- isbann eða ekki. Þótt í stefnuskrá flokksins sje ákvæði um, að fram- fylgja bannlögunum, eins og þau nú eru, þá hefir Smith í mörg- um ræðurn síðan í vor aldrei farið dult með þá skoðun sína, að hann er persónulega hlyntur breytingu á bannlögunum, þannig, að leyfð verði takmörltuð sala ljettra drykkja (modification). Hann vill breyta um stefnu í utanríkismálunum. Smith talaði um utanríkismálin, en þau munu og hafa mikil áhrif á úrslit kosninganna, enda er fjöldi kjósenda í Bandaríkjunum óánægður með stefnu núverandi stjórnar í þeim málum. Kvað Smith svo að orði, að sjáanlegrar óvildar væri vart í garð Banda- ríkjanna með ýmsum þjóðum, vegna skakkrar utanríkismála- stefnu, en eirikum bæri á þessari óánægju á meðal latnesku þjóð- anna í Mið- og Suður-Ameríku. Astandið í Nicaragua kvað hann dæmi þess, að Bandaríkin hafi vik- ið frá þeirri stefnu sem kend er við Elínu Root, að Bandaríkin vilji haldai við sjálfstæði smáþjóðanna. (Þetta er í fyrsta skifti um 44 ára skeið, að forsetaefni heldur slíka ræðu í Albany, höfuðstað New York ríkis. Var afar mikið um viðbúnað, til þess að taka á móti hinum mikla mannfjölda, er safnaðist þangað. Það var Grover Cleveland, fem hjelt ræðu á þess- um stað 1884, er hann var for- setaefni. Samkvæmt síðustu ame- rískum blöðum er fylgi þeirra Hoovers og Smiths svo mikið, að ógerlegt er að spá neinu um hvor beri sigur úr býtum. Forsetaefni jafnaðarmann btiast menn við að fái mun fleiri atkvæði en verið hefir undanfarin ár, en bæði repu- blikanar og demokratar hafa svo yfirgnæfandi atkvæðafjölda fram yfir jafnaðarmenn, að þeir hafa ekkert að óttast úr þeirri átt). Konungur Alaníu. Ákveðið hefir verið, að Zogu forseti í Albaníu verði kosinn kon- ungur Albaníu á fundi albaniska þingsins á laugardaginn kemur. 'Vogaslysið. Jeg vil leyfa mjer fvrir hönd aðstandenda „Voga- slyssins“, að tjá Morgunblaðinu mitt innilegasta þakklæti fyrir samhygð þess og hluttekningu við iiið sorglega slys, sem varð hjer í lirepp síðastliðinn vetur, bæði með samskotum, sem það hafði gengist fyrir og á annan hátt, greinilega auðsýndan velvildarhug. — Með þakklæti, vinsemd og virðingu. Fyrir hönd aðstandenda Voga- sJvssins, St. Sigurfinnsson. lMíarsvínarekstur í Færeyjum. — Þann 9. ágúst veiddust 400 mar- ■svín í Vestmannahöfn í Færeyjum. Engin mars'vín veiddust þar í fvrra, og'. var því óvenjulega mikil eftirspurn eftir veiði þessari. 22.000 körfur af berjum höfðu Norðmenn flutt út til Englands í miðjum ágúst. Pingsasa Magnúsar lónssonar. Riit M. J. „Frá Alþingi 1928“, vekur mikla athygli, enda er 'það skýrt og fjörlega skrifað yfirlit yfir aðfarir stjórnarliðsins í nokkr- um veigamiklum þingmálum. Aldrei hefir á fslandi setið að völdum stjórn, er gerði eins stór- kostleg og mörg axarsköft og núverandi landstjórn, enda aldrei annar eins óskapnaður frá upphafi eins og „bændastjórnin“, sem jafnaðarmenn hafa að mestu í vas- anum, bændastjórnin að nafninu — jafnaðarmannastjórnin í reynd- inni, stjórnin með forsætis-nátt- híisfuna áhrifa- og valdalausu. Hefir Magniis Jónsson gert þarft verk, með |iví að rita yfirlit s:tt yfir meðferð þingmála, sem nú e'- nýlvomið út. Höf dregur fyrst upp í inngangi ritsins mynd af astandinu sem var, einkum í fjármálum 1924, þegar íhaldsflokkurinn var stofnaður og tók við völdum og alt var sokkið í skuldir. Því næst lýsir hann því, hvernig komið var, þegar íhaldds- floldairinn skilaði af sjer eftir tæpa 4 ára stjórn, skuldir voru greiddar og framkvæmdir í miklu fjöri og skattar höfðu verið lækk- aðir. Síðan er sagt frá kosningun- um síðustu, bandalagi Tímamanna og Jafnaðarmanna og stjórnar- mynduninni, svo og helstu lof- orðum og svokölluðum stefnumál- um nýja meiri hlutans. Síðan telvur höf. að segja frá málunum á þingi, og eru þessi mál tekin til meðferðar: 1. Kosningin í Norður-ísafjarð- arsýslu, eða Jóns Auðuns málið. Er þar lýst óhæfu þeirri, er meiri hlutinn tafði Jón Auðunn Jónsson frá þingsetu til þess að geta Jcomið fleiri mönnum í nefnd en þeir áttu að liafa þar, og gefin góð sýnis- horn af ræðumannshæfileikum dómsmálaráðherrans, þegar hann umhverfist. Lok.s er Jýst úrslitun- um, þegar alt klofnaði og ráðherr- arnir þrír lentu allir upp á kant hver við annan. 2. Þá J vsir höf. stjórnarfrum- vörpunum, þessari „lest undir þeim. þungu drápsldyfjum, sem Bólu-Hjálmar liafði á einum hesti: Loforð öðru megin en svilv hinu- ínegin“. Eru tilfærð skemtileg um- mæli í Tímanum frá því fyrir ltosningarnar um það, hvað sví- virðilegt sje að svíkja loforð við lvjósendur, og þau heimfærð upp á Tímamenn sjálfa. 3. Þá kemur það, sem höf. ltall- aj' stjórnarfrumvarpaauka, en það er allur sá sægur af frumvörpum, sem stjórnin og einkum Jónas, ljet flokksmenn sína, bæði bænd- ur og jafnaðarmenn flytja fyrir sig. 4. Næst er sagt frá aðförunum, þegar verið var að svifta Gull- bringu og Kjósasýslu öðru þing- sætinu og gefa Hafnfirðingum, í þeirri von að jafnaðarmenn hreptu það. Er sýnt fram á hvernig ltaup- nienskan milli stjórnarinnar og sósíalista ltom þar í ljós, en bændurnir látnir dansa með. 5. og 6. Þá eru ýtarlegir ltaflar nm fjárl. afgreiðsluna og skatta- málin. Munu þeir ltaflar vekja mesta athygli, því að þar er um hin alvarlegustu mál að ræða. Voru fjárlögin afgreidd með' gífurlegum tekjuhalla, þó að reynt væri að ldóra yfir það og láta sýnast á pappírnum svo sem jöfnuður væri. Er ltjósendum nauðsynlegt að Itynna sjer vel þessi vjelráð öll. Þá mun og mörgum objóða er les nýju sltattaálögurnar, á 2. miljón króría, og allir sltattar lteyrðir upp í liámarJt til þess að fá þá í allsltonar óþarfa eyðslu, bitlinga og bruðl. 7. Þá er stuttur ltafli um Lands bankalögin, og þar sýnt hve hættu legt tilræði banltanum er þar sýnt, að því er virðist mest til þess eins, að ná þar völdunum. 8. Næst er svo raltin saga varð- skipsla'ganna, sem dómsmálaráð- herra braut eins og þau væru marltleysa ein, en meiri hlutinn varð að reyna að bjarga honum með því að aulta ltostnaðinn við landhelgisgæsluna og samþykkja rökstudda dagskrá þar sem farið er með ósannindi. 9. Þá ræðir höfundurinn síld- armálin. Hefir aldrei áður verið liáð annað eins „síldarþing“ eins og þetta bændaþing síðast. Er vert ao lesa um meðferð þessara mála á þingi og sjá þau um leið eins og þau hafa orðið fram að þessu í reynslu. 10. Loks'dregur höfundur ým- islegt saman í nið'úrlagskafla, til þess að gera söguna eltlti of langa. Er þar talað um áburðarfrumvarp- ið; byggingar- og landnámssjóð með þjóðnýtingarfleyg Jónasar, aðfarir stjórnarflokltanna gegn fhaldsmönnum o. fl. o. fl. ....-—•••• 1 fiarveru minni í noltltra daga, eru menn beðnir að snúa sjer til Viðskiftafjelags- ins, Hafnarstræti 10—12, viðvíkj- andi vátryggingum. Reykjavík, 23. ágúst 1928. Þorvaldur Pðlsson, læknir. Fyrirlestur um „miðnæturmissiónina“ í Höfn með mörgum skuggamyndum flytja í Nýja Bíó klukkan 3 á morgun, Kn. Schmidt og Frederik- sen lyfsalar frá Khöfn. Aðgöngumiðar á 50 aura seldir við innganginn. Lesið tiESsa auglýsingu Besta dilkakjötið í bænum. Eng- inn sltroltkur undir 25—30 pd. —• Aðeins( á 95 aura, ^ kg., ásamt lifur og hjörtum. — Sparið pen- ingana, en ekki sporin, því ekki þýðir ódýrt að selja ef það er einskis metið. Alt sent heim. Verslunin BlOrninn. Bergstaðastræti 35. Sími 1091. HauDfð ekki nesti til ferðalags um helgina, án þess að líta inn til okkar. Stórt úrval af allskonar góð- gæti við allra hæfi. Laugaveg 63. Sími 2393- Nýtf kieidakjöt. Nýtt nautakjöt og alskonar fars. Fiskmetisgerðin, Hverfisgötu 57. Sími 2212. Ötiýrast í bænum. Úrvals dilkakjöt, hjörtu og lif- ur, lax, nýr og reyktur, kofa. íslenskar ltartöflur á 15 aura. íslenskar rófur á 15 aura o. m. fl. ódýrt. Ffltinn Lanpveg 79. Sími 1551. Brúarfoss kom hingað í gær frá útlöndum. Meðal farþega voru: Halldór Sigurðsson, Vigfús Ein- arsson, Jörgen Hansen og frú, frú Pollv Ólafsson, Magnús Magnús- son kaupmaður frá ísafirði, Guð- Jaugur Lárusson, Ólafur Helgason læknir, Jón Leifs og frú, Gunnar Kvaran kaupm., Ragnar Halldórs- sou. Mr. Mac Coll, Mr. Grav. Mr. Cottron, Miss Mac Coll, Daníel Daníelsson og frú, Jón H. Gnð- mundsson, Gissur Bergsteinsson cand. jur., ungfrú María Krist- insdóttir. Aveztir nið ursoðnír frA 90 aup, dÖBÍn. Gulröfur og jarð- epli ódýraot i korginní. Verslunln Fram. Langaveg 13. Sími 2296.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.