Morgunblaðið - 30.08.1928, Qupperneq 3
3
MORGUNBLAÐIÐ
Stofnandi: Vilh. Pinsen.
tTtgefandi: Fjelag I Reykjavik.
Rltstjórar: Jón Kjartansson.
Vaitýr Stefánsson.
Auglýsingastjóri: E. Hafberg.
Skrlfstofa Austurstrœti 8.
Stmi nr. 600.
Auglýsingaakrifstofa nr. 700.
Helmasimar:
Jón Kjartansson nr. 742.
Valtýr Stefánsson nr. 1220.
E. Hafberg nr. 770.
Aekriftagjald:
Innanlands kr. 2.00 á mánuVl.
Utanlands kr. 2.60 - —
I lausasölu 10 aura eintakiS.
HeHoga-samningurinn. j
Khöfn, FB. 29. ágúst.
Blöðin ræða sáttmálann.
Krá London er símað: í blöðun-
um birtist mikið um ófriðarbanns-
samninginn, telja flest blöðin, að
hann muni hafa mikla þýðingu,
<en vara á hinn bóginn við því, að
gera sjer of miklar vonir um þá
þýðing, sem hann lcunni að hafa.
Blaðið „The Morning Post“ telur,
að þátttaka Bandaríkjanna í frið-
•arstarfinu sje þýðingarmikil. „Dai-
ly Telegraph“ telur það rökrjetta
•afleiðingu af samningnum, að
Bandaríkin geti ekki mótmælt,
þótt Þjóðbandalag'ið samþykki
refsingar ráðstafanir . gagnvart
þeirri þjóð sem rýfur friðinn.
Frá Berlín er símað: Vinstriblöð
in láta í Ijós mikla ánægju yfir
því, að undirskrift samningsins
hefir farið fram „Vossiche Zei-
tung“ teliu' ófriðarbannið, þótt ó-
fullkomið sje, þýðingarmikla fram
för í friðarmálunuum. Hægri
blöðin eru á hinn bóginn vantrúuð'
á, að samningurinn muni hafa
mikla þýðingu.
Frá Rómaborg er símað : Blaðið
-,,Livono“ segir að undirskrift
ítalíu sje aðeins formleg. í hjört-
inn sínum sjeu Italir ekki hlyntir
samningnum.
Rússar og' Kelloggssáttmálinn.
Frá París er símað: Bandaríkin
buðu í gier fjörutíu og þremur
líkjum, sein ekki skrifuðu undir
Samninginn í fyrradag, að skrifa
ordir hann. Stjórnin í Frakklandi
bauð ráðstjórninni rússnesku að
skrifa undir samninginn. Litvi-
Uov bað í tilefni af því um afrit
af brjefaviðskiftum stórveldanna
viðvíkjandi undirbúningi samnings
ins.
Afvopnunarmálin og Rússar.
Frá Moskva er símað': Litvinov
hefir sent Þjóðbandalaginu „nótu“
'Og hafnar fyrir höncl stjórnarinn-
•ar tilboði um, að Rússar taki þátt
í nefndarstörfum til undirbúnings
•eftirliti með hergagnaframleiðsl-
unni. Segir Litvinov, að Þjóð-
bandalagið hafi engu áorkað við-
víkjandi afvopnun. Starfsemi fram
annefndrar nefndar geti eins og
-sakir standa aðeins vakið tálvonir
viðvíkjandi afvopnuninni.
Lettin að Hassel.
(Sendiherrafrjett).
Rvík, 29. ágúst.
Leitað er að Hassel og fjelaga
hans Cramer í Holtsteinsborg-,
Sukkertops-, Groothaabs- og Frede-
rikshaabshjeraði, og notaðir mótor
bátar og húðkeipar. Farið er upp
á alla hæstu fjallatinda og svipast
um. Knud Rasmussen annast um
leitina innanskerja og örfar Græn-
lendinga til þess að fjölmenna í
ieitina og ganga sem best fram.
MGRGUNBLAÐIÐ
Tekjur ráðherra.
Eftirtektarverður samanburður.
i.
Stjórnarblöðin hafa undanfarið'
verið allhávær út af óhæfilega
háum tekjum, er ráðherrar íhalds-
flokksins hafi haft meðan þeir
gegndu ráðherrastörfum. Háfa
blöðin í því sambandi bir't tölur
úr skýrslu hinnar svonefndu sparn
aðarnefndar. Bnda þótt margt sje
við þær tölur að áthuga, sem
sparnaðarnefndin hefir frá sjer
sent, skal þó stjórnarblöðunum til
þægðar, lofa þeim óhögguðum að
standa. En þá verða stjórnarblöðin
að láta sjer lynda þótt reiknað' sje
með söttra tölum, þegar taldar eru
saman heildartekjur núverandi ráð
herra, og saiuanburður gerður á
þeim við tekjur ráðherra íhalds-
flokksins.
Morgunblaðið ætlar nú að gera
samanburð þenna. Verða fyrst
taldar lieildar tekjur ráðherra
Íhaldsflokksins 1926, eins og ]iær
eru útfærðar í skýrslu sparnaðar-
nefndar. Að því loknu verða tald-
ar heildartekjur núverandi ráðh.,
eftir þeim gögnuin, sem fyrir
liggja-
Sparnaðarnefndin telur þessar
heildartekjur ráðherra Ihalds-
flokksins 1926:
1.
2.
3.
3.
4.
1.
2.
3.
4.
A. Jón Magnússon. * ■" ’
Þingmannskaup.......................... 1987.92
Ráðherralaun í % ár................... 6250.00
Risnufje............................... 2000.00
B. Jón Þorláksson.
Þingmannskfyip . . . , .............. 1987.92
Ráðherralaun (-)- húsnæði í 3 mánuði) 12500.00
y2 Risnufje........................... 2000.00
Húsaléiga............................ 1050.00
C. Magnús Guðmundsson.
Þirigmannskauþ......................... 1987.92
Ráðherralaun.......................... 12500.00
y2 ráðherralaun fyrir 6 mán............ 3125.50
Embættiséftirlit........................ 756.50
10237.92
17537.92
18369.42
Morgunbl. birti fyrir skömmu
yfirlit yfir heildartekjur forsætis-
ráðherr'ans núverandi og reiknað-
ist þá svq til, að þær væru rúm-
lega 31 þúsund krónur. Þetta mun
Samtals kr. 46145.26
þó vera of lágt reiknað. Hjer
verð'a taldar heildartekjur Fram-
sóknarráðherranna. Eftir því sem
næst verður komist líta. þær þann-
ig' út:
1.
2.
3.
ri.
'6.
7.
8.
9.
1.
2
3.
4.
1.
2.
3.
A. Tryggvi Þórhallsson. j
Ráðherralaun............................ 12000.00
Risnufje................................. 4000.00
Hækkun risnufjár er stjórnarliðið á
síðasta þingi veitti..................... 4000.00
Styrkur til þess að lýsa og hita bústað
ráðh., er stjórnarliðið veitti einnig .. .. 2000.00 .
Þóknun fyrir form. í bankaráði íslb. 1600.00
Þingmannskaup............................ 1528.80
Ferðakostnaður til ijtk, áætlaður .. .. 5000.00
Fyrir stjórnarstörf í Bfj. Islands .. .. 500.00
Frítt húsnæði, áætlað...................... 3000.00
--------------- 33628.80
B. Jónas Jónsson.
Ráðherralaun............................ 12000.00
Þingmannskaup............................ 1528.80
Ferðakostnaður, áætlaður................... 3000.00
Þólmun fyrir starf í dansk-ísl.ráðgj.n. .. 500.00
------------- 17028.80
C. Magnús Kristjánsson.
Ráðherralaun............................ 12000.00
Þingmannskaup............................ 1528.80
Þóknun í bankaráði íslandsbanka .. .. 1600.00 15128.80
Á yfirliti þessu sjest, að heild-
artekjur Framsóknarráðherranna
af opinberu fje, verða nálægt 20
þús. kr. hærri en heildartekjur
ráðherra íhaldsflokksins voru árið
1926.
Þessi gífurlega hækkun stafar
fyrst og fremst af óhófi stjórn-
arliðsins á síðasta þingi, að hækka
tekjur forsætisráðherrans um 6000
krónur. — Hefði einhvern tíma
glamrað í tálknum Tímans, ef ráð-
herrar Ihaldsflokksins hefðu leyft
sjer slíka bruðlun á ríkisfje. En
nú þegir blaðsnepill þessi eins og
Samtals kr. 65786.40
múlbundinn rakki; sama gerir
danski niðursetningurinn hjer í
bænum, sem þó er sígjammandi í
tima og ótíma.
TTt af skýrslu Morgunblaðsins
um heildartekjur Tryggva Þór-
hallssonar forsætisráðherra, gat
Tíminn þess í smágrein, að það
væru „falskar tölur“, sem blaðið
birti. Um tekjur ráðherrans fór
þessu sannleikselskandi(!) stjórn-
árblaðið ni. a. orð á þessa leið:
„Falskar tölur.
Morgunblaðið birti á sunnudag-
inn var lista yfir fjárupphæðir,
sem það nefndi laun Tryggva Þór-
hallssonar forsætisráðherra. Mikið.
af því fje er alveg rangt að telja
forsætisráðherranum til tekna, því
að það er ætlað til greiðslu auka-
kostnaðar, sem starf hans hefir
í för með sjer. Má þar nefna
ferðakostnað til útlanda og fje
það, sem ætlað er til að veita
móttöku erlendum gestum.... “
Þetta segir stjórnarblaðið nú.
En hvað sagði þetta sama blað
þegar sparnaðarnefndin var að
reikna út og auglýsa „heildar-
tekjur' ‘ ráðlierra Ihaldsflokksins
1926? I því yfirliti er bæði risnu-
fje og ferðakostnaður talið ráð-
herrunum „til tekna“.
Framsóknarstjórnin hefir skip-
að' sparnaðarnefndina og blöð
stjórnarinnar hafa mikið af því
látið, live starf hennar væri mikið
og merkilegt. Ætlar Tíminn nú að
halda því fram, að skýrsla nefnd-
arinnar flytji falskar tölur? Ef
blaðið ekki vill játa þetta verður
það að viðurkenna að tölur Morg-
unblaðsins sjeu rjettar.
Varla getur ritstj. Tímans álit-
ið lesendur blaðs síns svo heimska,
að' þeir ekki sjái það, að ef rjett-
mætt hefir verið að telja ferða-
kostnað, risnufje og þessháttar
„til tekna“ þegar ráðherrar I-
haldsflokksins áttu í hlut, lilýtur
sama, reglan að gilda þegar ráð-
herran Framsóknarflokksins sitja
við stýrið.
Nú er úr vöndu að ráða fyrir
Tímann. Annað hvort verður blað-
ið að játa, að skýrsla sparnaðar-
nefndar byggist á fölskum tölum,
ellegar þá að kyngja þeirri stað-
reynd, að heildartekjur Framsókn-
ar stjórnarinnar af opinberu fje
sjeu nál. 20 þús. kr. hærri en
stjórnar íhaldsflokksins árið 1926.
Tíminn liefir í þessu máli sett
sjálfan sig í óþægilega klípu. Illt
er að verða að játa, að stjórnin
hafi skipað nefnd, launaða af
ahnannafje, ef svo skyldi koma
upp úr kafinu, að skýrslur nefnd-
arinnar væru villandi og rangar.
Hitt mundi og mælast illa fyrir,
að auglýsa fyrir alþjóð -þá gegnd-
arlausu fjárbruðlun stjórnarinnar,
að liún eyddi nafrri þriðjungi
meiru en fyrirrennarar hennar
gerðu.
Lofum svo stjórnarblöðunum að'
fá orðið.
Jarðhnsin á SnðnrlandL
, Elstu mannvirtci iandsíns sem notsid eru.
Jarðhúsin á Suðurlandi eru á-
reiðanlega meðal merkustu forn-
niinja vorra. *Um þau hefir tals-
vert verið ritað, og þau rannsökuð
enda þótt engin vissa sje enn fyrir
því hve gömul þau eru. Þeir Einar
Benediktsson skáld og Brynjólfur
Jónsson frá Minna-'Núpi rituðu
uiii hellaira fyrir mörgum árum.
Nokkru seinna tók Matthías Þórð-
arson sjer, fyrir hendur að athuga
alla þá hella sem hann hafði spurn
ir af. En hann hefir lítið' um þær
afhuganir ritað vegna þess að
haun hefir ekki átt kost á því að
skoða hella eða jarðhús annara
þjóða. En með samanburði á þeim
og jarðhúsunum hjer er helst von
um að fá vitneskju um hvenær
þau eru gerð, og til hvers.
I daglegu tali eru jarðhúsin
nefndir hellar. Hefir þetta vilt
fvrir þeim sem ókunnugir eru, og
hafa dregið það af nafninu að
hellar þessiiý sem notaðii;hafa ver-
ið frá ómUnatíð, sem peningshús,
hlöðUr og jafnvel mannabústaðir,
væru að mestu leyti gerðir af
náttúrunnar hendi, en lagaðir til
til notkunar.
Sumstaðar er það svo. En
fjöldinn allur af hellunum í Rang-
árvalla- og Árnessýslu eru jarð-
hús, sem að öllu leyti eru gerð af
manna höndum, og auðsjeð á öllu,
að notað hefir verið líkt eða hið
sania vinnulag við gröft jarðhús-
anna.
Mgbl. hefir liaft tal af Matthíasi
Þórðarsyni um jarðhús þessi eða
hellana, og hefir hann sagt um þá
in. a. eftirfarandi:
Þó ekkert verði að svo stöddu
fiillvrt um aldur jarðhúsanna, þá er
óhætt að fullyrða, að þau eru elstu
niannvirki íslands, sem enn eru í
notkun. Allvíða bæði í Árness- og
Rangárvallasýslu eru þau notuð
sem fjárhús og hlöður enn í dag.
Og suiri þeirra liafa í tíð núlifandi
manna verið notuð sem mannabú-
staðir.
Jeg hefi skoðað þau allflest.
Man jeg ekki í svip tölu þeirra,
en giska á að kunnuugt sje um
ein 100 jarð'hús. Flest eru þau á
einum bæ, að Ægisíðu, ein 12—13,
og mörg stór.
Víða standa þau óhögguð og
liafa staðið frá ómunatíð. En sum-
staðar liafa þau hálffylst hruriið
fyrir op þeirra og liafa þau þá
týnst. Á öldinni sem leið fundust
aftur allmörg jarðhús þau sem nú
eru i notkun.
I jarðhúsunum eru víða mjög
haglega gerðar livelfingar, er allar
bora að ýmsu leyti sama svip. Þar
sem jarðhúsin eru gerð þannig að
grafið er niður í hóla, er bygður
forskáli fyí'ir opið eða dyrnar.
Eru forskálar þessir allir með líkri
gerð, og er líklegt að tilhögun
þeírra sje, jafngömul og jarðhús-
in. Þar sem grafið er langt inn í
hólana eru gerðir strompar upp úr
hvelfingunni til þess að fá birtu
niður í húsið. Eru strompar þessir
hlaðnir upp í gegnum jarðveginn,
og rjett upp fyrir grassvörð. Er
op þeirra lítið efst, en þeir víkka
eftir því| sem neðar kemur. Sum-
staðar hefir mold hrunið niður um
strompa þessa svo húsin hafa
hálf fvlst um það bil, og hefir
það m. a. orðið til þess að notkun
þeirra hefir hætt og þau týnst.
— Er hvergi getið mn jarðhús
þessi eða hella í sögunum?
— Mjer er ekki kunnugt um
það nema. á eintun stað í Bisk-
upasögunum. Þar er á einum stað
talað uin Nautahelli í Odda. En
bæjarnöfn eru víða dregin af hell-
unum, svo sem Miklaholtshellir í
Flóa Hellnatún, Hellar á Landi
o. fl.
Jeg gæti ímyndað mjer, að fyr-