Morgunblaðið - 08.09.1928, Side 2
2
MORGUNBLAÐIÐ
toMmwwxOtSEHC
Höfum til:
Nýjar ðanskar kartöflur
verulegar góðar.
Hfitel Valhöll, hlngvQllum
verður lokað 10. þ.m. Þetta verður seinasta helg-
in sem opið er á þessu sumri. Notið síðasta
tækifærið sem gefst á þessu ári til þess að njóta
skemtunar á Þingvöllum.
Virðingarfylst
Jón Guðmundsson.
isienskuni isnnlnikni
í Kaupmannahöfn, Haraldi Sigurðssyni Österbrogade 36, getur ung
stúlka fullnumið tannsmíði, Námstími 1—2 ár. GjaJd fyrir námstím-
ann 1000 ísl. kr. Nánari upplýsingar í síma 1814 eða 1886.
Þviugna og frelsi.
Svör við „Andsvörum".
Lesendur Morgunblaðsins mun
reka minni til þess, að í Lesbók
blaðsins 12. ágúst birtist þýdd
grein um skólamál með þessari
yfirskrift, eftir hinn fræga skóla-
mann Sigurd Næsgaar. Grein þessi
var þrungin krafti og eldi ný-
skóJamlannsins, og um leið lýsing
á stefnu nýskólamanna. Ásgeir
Magnússon kennari hefir fundið
sig knúðan til að skrifa andsvör
gegn grein þessari.
Eigi finnur hann þó þörf hjá
•sjer að elta ólar við greinarhöf-
und sjálfan, en hjer kveður hann
úa og grúa innan kennarastjettar-
innar af mönnum er fylgi stefnu
hans. Hann-sjer ótal „angurgapa,
hávaðamenn útblásna af vindi,
þekkingarlausa á fortíð og nútíð,
skrumara og auglýsara á ame-
ríska vísu' ‘ og fleira af þessu tæi.
Til þessara manna skrifar Ásgeir,
eða öllu heldur um þá og kveðst
vilja af góðum hug vara alþjóð
við þessum lýð.
Hið fyrsta er jég hefi að athuga
við' þessi „andsvör“ Ásgeirs er
þetta: Sjái hann einhverjar veilur
í fari starfsbræðra sinna, sem ef-
laust er ljett að finna, og vilji
hann af góðum hug leiðbeina eða
bæta úr, þá var það rjett af hon-
um að velja sjer vettvang, fyrst í
stað, í eigin málgagni kenn'ara-
stjettarinnar „Mentamálum“, en
elcki þjóta þegar í stað svo að
segja fram fyrir alþjóð með átölur
sínar. En hann hefir nú sjálfur
haslað völlinn og látum þar við
Jenda.
Hinir frjálslyndu kennarar setja
sig á háan hest, að 'dómi Ásgeirs,
og „fordæma margra alda upp-
byggilegt starf í þágu siðaðs mann
fjel'ags“ og kveður hann þá vera
„hafna yfir alt það, er áður var
talið gott og gilt.“ Rjett er það;
mikið og gott starf hefir verið
unnið á sviði uppeldis- og skóla-
mála á liðnum öldum, en þó mun
varla hægt að segja að nú sje öllu
góðu náð í þeim efnum, og nú
megi kyrðin og værðin svæfa alt
í þeim skorðum, er þessi mál eru
komin í, á því herrans ári 1928.
Verkin sýna merkin. Er núlifandi
kynslóð svo langt á veg komin
hvað' snertir mannkærleika og sið-
ferðisþroska 'að það væri að ófyrir-
synju að vonast eftir að skóla-
mönnum framtíðarinnar tækist
betur að ala upp komandi kyn-
slóðir heldur- en gömlu skólarnir
hafa gert til þessa?
Aðal ásteitingarsteinn Ásgeirs
ei hið mikla frelsi innan skóla-
veggjanna. Að hans dómi hlýtur
frelsið að verða að ótakmörkuð'u
stjórnleysi, þar sem öllum aga er
vísað á bug. Hann gleymir því, að
mennirnir eru fæddir til þess að
lifa frjálsu lífi. Einmitt þessvegna
er nauðsynlegt að leiða hið frjálsa
líf inn fyrir skólaveggina þeg'ar í
stað. Nýskólamennirnir vilja að
svo miklu leyti sem þeim er unt,
láta skólalíf barnanna vera sem
allra líkast því lífi er bíður þeirra
sem fulltíða manna, aðeins litla
mynd af lífinu sjálfu við' hæfi og
þroska barnanna. Þeir vilja kenna
börnunum að st'anda, sem fyrst,
óstudd, á eigin fótum, svo að frelsi
þeirra á fullorðinsárunum verði
þeim ekki að fótakefli. Þeir vilja
láta börnin lifa frjálsu eðlilegu
lífi á skólabekkjunum, en bægja
því ekki frá þeim.
Ásgeir segir einmitt sjálfur:
„Enda verður sumum lítið úr
frelsinu þó eigi sjeu það óvita
börn.“ Hjer er einmitt kórvilla
þeirra er hylla gömlu stefnu skóla-
mannanna. Hinir fulltíða menn,
er grein'arhöfundur segir að verði
„lítið úr frelsinu“, gera einmitt
frelsið að hættulegu vopni, er
þeir kunna ekki að fara með,
vegna þess að uppeldi þeirra hefir
ekki verið miðað við, að þeir
fengju þetta vopn í hendur. Það
er oft óþörf og hættuleg þvingun á
slcólabekkjum og í heimahúsum er
veldur því, að fjölda fulltíða
manna verður „lítið úr frelsinu.“
Það er heimskunn raunasaga er
kom fyrir í Chicago fyrir nokkr-
um árum. Þ'að átti að vanda upp-
eldi á auðugasta barni heimsins.
Frægar kenslukonur voru fengnar
til þess að ala það upp, þær
skiftust á um að vaka yfir velferð
þess. Drengurinn fekk aldrei að
koma út fyrir hallargarðinn, var
í sífeldum skóla. Einn fagran vor-
morgun misti kenslukon’an auga
af drengnum, hann hafði farið út
að garðshliðinu þar sem garð-
yrkjumaðurinn var að verki. ■—
Drengurinn hljóp út um hliðið og
hljóp beint á móti hvæsandi bif-
reið er ók eftir veginum. Tniían
stundar var drengurinn örendur.
Það hafði aldrei neitt af hinu
frjálsa eðlilega lífi komist inn
fyrir hallarveggina, inn í þennan
einstrengingslega skóla sem dreng-
urinn var alinn upp í.
Það er einnig eftirtektarvert, að
engum stúlkum er talið hættara
við falli, er iit í lífið kemur, en
einmitt þeim, er aldar eru upp við
hinn hátíðlega, sthanga aga klaust-
urskólanna.
Ásgeir er allhvassyrtur í garð
íslensku barnaskólannla: „Ait gan-
ar áfram agalaust, alt er gersneytt
fögrum siðum, röð, aga, reglu og
alt hefir glannasvip, svo að raun
er og vanvirða á að horfa.“
TJm „agaleysið og glannaskap-
inn“ vill greinarhöfundur auðsjá-
'anlega kenna þeim skólamönnum,
er fylgja stefnu nýskólamanna.
Það er heimskulegur misskiln-
ingur og hártogun á stefnu ný-
skólamanna, að þeir vilji algert
stjómleysi og engan aga. Ný-
skól'amenn vilja, að börnin hafi
aga og stjórn sem mest í sínum
höndum, )að þau hlýði af þekkingu
og skilningi er þau hafi aflað sjer.
Þeir segja, að hver fyrirskipun til
barnanna, eða hefting á frelsi
þeirra, er þau ekki skilja, sje
hættuleg uppeldi þeirra.
Fyrst er að skýra nógu vel hvers
vegna barnið má ekki gera eitt
eða, annað. Er barnið hefir skilið
það', segir það sjer sjálft hvað
það má ekki gera. Það getur t. d.
verið hættulegt að banna barni að
fara út í straumharða á, án nægi-
legrar skýringar. Barnið getur þá
einmitt stolist út í ána vegna þess
að það var bannað. En hitt er ekki
hættulegt að fara með barnið út í
ána og lofa því a,ð finna hvað
straumurinn er þungur og hættu-
legur, þá skilur það hvers vegna
beri að forðast ána.
Ásgeir Magnússon hefir höggvið'
lall-nærri ýmsum stjettarbræðrum
sínum, þar sem hann hefir færst
svo mikið í fang að flokka kenn-
arastjettina niður í: „Greinda og
góða kennara er vinnst mikið
og „heimska kennara -sem eigi
skilja eðli manna, að ógleymdum
öllum hávaðamönnum og skrum-
urum sem alstaðar eru til ills eins
og drepa tímann með hjegómleg-
um leikum og alskonar látum.“
Þáð væri sannarlega ómaksins
vert, að draga upp mynd af ein-
hver'jum hinna ,góðu og greindu‘,
-ekki þegar þeir eru að drepa tím-
ann „með hjegómlegum leilíum,"
heldur þegar þeim „vinst mikið“
við að misþyrma börnunum, and-
lega og líkamlega. Það mun þó
eigi gert að sinni.
Á síðasta
degi
verða seldir nokkrir
alfatnaðir,
Manchettskyrtur,
Vinnubuxur
og Bindi,
mjög ódýrt
Útsalan hættir
í kvöld.
Versiun
Avextir
niðursodnir frá 90 aur.
dósin. Gulrófur eg jarð-
epli ódýrast i borginni.
Versluníii Fran.
Laug&veg 12.
Simi 2296.
Það er alkunnugt að kennarar
og kenslukonur, er hylla þá stefnu,
er Ásgeir hefir tekið sjer fyrir
hendur 'að bera blak af, líta mjög
smáum augum á þessar lítilmót-
legu verur, er sitja gegnt þeim í
skólastofunni. Þeir hliðra sjer t. d.
hjá því að tala nema sem minst
til hvers barns fyrir sig. Þeir hafa
því tekið það ráð að benda á
barnið í stað þess að' ávarpa það.
Afleiðingin af þessu verður sú, að
börnin finna mjög fljótt að kenn-
arinn er þeim afar fjarri í hugs-
un og athöfnum, að hans vegir
eru ekki þeirra vegir. Börnin taka
þessu með þögn. Hjer á líka þögn-
in og kyrðin að ríkja.Þau eru víst
að þenkjá um alvöru lífsins „því
lífið jafnvel á barnsaldrinum út-
heimtir vinnu og alvörumenn“.
Hjer er alt í röð og reglu. Hjer er
aginn eins og hann á að vera. —
Hjer er líka gamalskólamaður að
verki. Sem dæmi um það', hvað
persónuleg viðltynning barna og
þessara kennara er lítil, þá er það
far títt að þeir sýna börnunum
svo litla virðingu og mikla ókurt-
eisi, að segja þeim ekki nafn sitt
í byrjun skólaársins, og í lolc þess
eru börnin oft og tíðum engu nær
um það.
Eitt er það í grein Ásgeirs, er
mjer leikur mikill hugur á að
slvilja. Hann vitnar í Sigurd Næs-
gaar: „Þegar börnin stálpast og
koma í skóla, þá steypast skóla-
reglurnar eins og helgrima yfir
alJar athafnir þeirra, starfslöngun
og starfsánægju." TTm þetta segir
Ásgeir: „Fæst af þessu er svara-
vert og ef þessar' lýsingar ættu
SMIsilan
er í fullum
gangi.
Ef þjer þurfið að
gjöra kaup, þá
notið tækifærið-
JJmalduiJflifKtion
hjer við, þá mundi rjettast að loka
skólunum í bráð og lengd og er
álitamál hugsandi m'anna hvort
eigi beri að gera það þó af alt
Öðrum ástæðum sje.“ (Lcturbr.
mín, A. K.)
Ásgeir er auðsjáanlega hreykinn
yfir að' vita þetta leynd'armál
„hinna hugsandi manna.“ Jeg hefi
grun um hvað hann á við, og fái
jeg frekari skýringu á þessum
orðum, væri mjer óblandin ánægja
að mæta Ásgeir í rökræðu um það
atriði síðar.
Arngr. Kristjánsson.
Goðafoss kom hingað að norðan
seint í gærkvöldi. Margir farþeg-
ar voru með skipinu.