Morgunblaðið - 09.09.1928, Síða 3
MORGUNBLAÐÍÐ
3
---- ■■ ! ■IIPBMIH I IH ||| H I|m ihiiii II I|||M l—PWI—!■!
MORGUNBLAÐIÐ
Stofnandi: Vilh. Finsen.
títffefandi: Fjelag 1 Reykjavlk.
Fíitstjórar: Jón Kjartansson.
Valtýr Stefánsson.
Anglýsingastjóri: E. Hafberg.
Skrjfstofa Austurstrœti 8.
Síanl nr. 500.
Auglýsingaskrifstofa nr. 700.
H eimasímar:
Jón Kjartansson nr. 742.
Valtýr Stefánsson nr. 1220,
E. Hafberg nr. 770.
Aakriftagjald:
Innanlands kr. 2.00 á mánubl.
Utanlands kr. 2.50 - ----
í lausasölu 10 aura eintakitS.
JM—«1—»
Dagbók.
Veðrið (í gærkv. kl. 5): LægS-
3n, sem var við Reykjanes á
föstudagskvöld, hefir síðan færst
Mjög hægt norður á bóginn en
ckki til norðausturs eins og bú-
ist var við. Hefir ]jví ekkert orð-
ið af norðanátt en vindur aðeins
.gengið í suðvestrið með útsynn-
ings veðráttu. Lægðin er nú yfir
Austf jörðum og vindur |>ar hæg-
or og tvíátta með rigningu. Á
-SA-Iandi og Austfj. er SV st.
,gola, bjart veður og 12—16 stiga
hiti. Veðurútlit í dacj: SV og V
kaldi. Dálitlar skúrir, en senni-
iega bjart á milli.
ísland fer hjeðan væntanlega
á mánudag og tekur fullfermi af
síld til Danmerkur frá þessum
stöðum: ísafirði, Akureyri, Siglu
firði og Hrísey.
Kvennakeimilið Hallveigarstað-
ir. Þeir, sem vilja gerast með-
limir í H.f. Kvennaheimilið, sem
stendur fyrir byggingu Hallveig-
•arstaða hjer í bænum, geta skrif-
að sig á lista hjá Morgunblaðinu
og víðar. Hlutabrjef kosta 25—
500 kr. Sýnishorn af hlutabrjefi
«r í giugga Morgunblaðsins í dag.
Trúlofun sína opinberuðu ný-
verið ungfrú Vilborg Ólafsdótt-
ir, Bakkastíg 9, og Georg Sig-
urðsson frá Akranesi.
jjr Mýrdal. Heyskapur hefir
gengið vel í Mýrdal í sumar; eru
flestir búnir að slá, en töluverð
hey eru úti, því rosatíð hefir ver-
ið undanfarið.
Sicjurður Birkis söngkennari
var meðal farpega á Goðafossi
hingað í fyrradag.
Morg'unblaðið er 10 síður; auk
Lesbókar.
'Sjórnannastofan. Guðs] >jónusta
I dag kl. 6 síðd. S. Á. Gíslason
ialar. Allir velkomnir.
Gísli J. Glafson landssímastj.
'á fertugsafmæli í dag. — Munu
margir senda honum hlýjar
kveðjur í ]>ví tilefni, ]>ví maður-
inn er vinsæll með afbrigðum um
land alt.
Myndir ])ær, sem verið hafa á
íslensku sýningunni í Þýskalandi
'Og eiga hjer heima, verða sendar
með Goðafossi frá Hamborg !>
'22. þ. m.
Reknetabátar eru flestir að
hætta veiðum nyrðra.
Þorskveiði hefir verið mikil
undanfarið á báta úr verstöðv-
imum við Eyjafjörð; hafa marg-
ir bátarnir fengið hlaðafla.
Finnur Jónsson prófessor hef-
ir skrifað bæjarstjórn Akureyrar
Lakkarbrjef fyrir ]>ann heiður,
er bæjarstjórnin sýndi honum
á 70 ára afmæli hans, með því að
kjósa hann heiðursborgara bæ
arins. Jafnframt sendi hann bæj-
árstjórn að gjöf hlut, sem
hann segir að eigi að tákna þakk
látssemi sína við Akureyrarbæ.
Er það Þórshamar gerður eftir
fyrirmynd frá víkingaöldinni. —
Saumur, alskonar
Hurðarhúnar
Hurðarskár
Skrúfur
Gluggahengsli
Hurðarlamir
Skápskrár
Skáplamir
Snerlar o. fl. o. fl.
Yfir höfuð eru allar bygg-
ingarvörur í miklu úrvali
fyrirliggjandi.
JÁRNYÖRUDEILD
JES ZIMSEN.
Segist prófessorinn óska ]>ess, að
í hvert skifti sem bæjarstjóri eða
fundarstjóri drepi hamrinum í
borðið, sje með því „lagt smiðs-
höggið á samþyktir góðra og nyt-
samlegra ákvæða og fyrirtækja í
bráð og lengd“.
Gullfoss fór frá Leith í gær
fullfermdur vörum og er með 33
farþega.
Togarar Kárafjelagsins. Ari
kom í fyrrakvöld af veiðum til
Önundarfjarðar með 1300 mál.
Hefir hann þá aflað alls 10,600
mál, en Kári Sölmundarson 10,-
200 mál. Bæði skipin hafa lagt
afla sinn upp á Flateyri.
Sveinbjöm Björnsson, alþýðu-
skáldið okkar góða, verður 74 ára
á morgun.
Esja er væntanleg hingað í dag
úr Norðurlandshring'för.
Dómsmálaráðherrann og æran.
„Hegning upp á vatn og brauð
varðar ekki ærumissi“, segir
Tervany-ráðherrann í Tímanum í
gær. Út frá þessum vísdómi (!)
dregur svo ráðherrann margar
skemtilega vitlausar áíyktanir,
eins og t. d. þá, að saúðaþjófar
geti orðið dómsmálaráðherrar!
Eftirtektarvert að dómsmálaráð-.
herrasætið skuli vera efst 1 huga
ráðherrans þegar um það er að
ræða, að misyndismenn geti kom
ist til vegs og valda. — Annars
er rjett að fræða ráðherrann i:
það, að ekki fer það eftir refs-
ingu þeirri, sem tildæmd er,
hvort sá dæmdi „missi æruna“,
sern kallað er, heldur eftir þeim
refsiverða verknaði, sem drýgð-
ur var. Maður, sem dæmdur er
í margra ára hegningarvinnu
t. d. fyrir pólitískan glæp, getur
’haldið óskerti æru, en aftur á
rnóti mundi oftast litið svo á, að
þjófurinn „missi æruna", enda
])ótt refsing hans sje aðeins 5
daga fangelsi við vatn og brauð.
— Óviðfeldið er, að dómsmála-
ráðherrann skuli ekki vita þetta
,,Kensluáhaldið“ á Reykjum.
— Fyrir viku tilkynti stjórn-
in það, að nota ætti Thorkillii-
sjóð til kensluáhaldakaupa. Síð-
an hefir það vitnast, að Bjárni
Tímamaður Ásgeirsson á Reykj-
um hefir fengið 8000 kr. lán úr
sióðnum. Á Tímavísu er maður-
inn einskonar „kensluáhald“,
enda taumlipur og tunguliðugur
túlkur „Tímasannleika“ í hvaða
mynd sem er. Jónas fer næstu
.daga meþ „kensluáhaldið“ aust-
ur í Skaftafellssýslur.
V erslunarjöfnuðurinn. Hag-
stofan safnar mánaðarl. skýrsí-
um um verðmæti innfluttu vör-
unnar, og Gengisnefnd fær mán-
aðarskýrslur um verðmæti ])ess
sem út er flutt. Samkv. .skýrsl-
um ])essum nam innflutningur-
inn til júlíloka ]). á. kr. 30,860.-
750,00,' en útflutningurinn til
sama tíma 28,1 mil. kr., eða 2.7
milj. kr. lægri upphæð en inn-
flutningurinn.
■f 1 r
Studebaker býður yður bíla, sem taka fram öllum
bílum með sama verði — og sönnun þess er vottorð frá
American Automobile Association.
Studebaker hefir nú öll opinber ameríksk met um þol
og hraða fullhlaðinna bíla — án tillits til krafts, verðs
og útbúnaðar.
Þetta er því að þakka, að Studebaker hefir fremstu
hugvitsmönnum á að skipa, vinnur alt úr bestu efnum,
hefir þaulæfða verkamenn og grandvara eftirlitsmenn —
og þess vegna getur Studebaker selt hraðskreiðustu og
öruggustu bílana fyrir lágt verð.
Studebaker býr til bíla, sem þjer getið ekið 40 enskar
mílur á klukkutíma, daginn, sem þjer takið við þeim —
bíla, sem ekki þarf að bæta olíu á nema einu sinni á 2500
mílum (enskum). '
Reynið Studebaker í dag!-------Finnið hvernig hann
leikur við tauminn eins og besti hestur.
Verð frá 5300—12700 kr.
Umboðssaii á íslandi
Egill Vilhjálmsson.
Morgunblaðið hefir nýlega haft
tal af Jónasi Kristjánssyni for-
stöðumanni mjólkursamlagsins á
Akureyri. Lætur hann vel af starf-
semi samlagsins, og segir að alt
gangi þar að' vonum. Samtök
bænda góð í hjeraðinu, og af-
urðir samlagsins hafi selst góðu
verði.
Smjör hefir samlagið sent út,
bæði t.il Englands og Þýskalands,
og fengið fyrir það verð, sem
mjög er í námunda við verð á
dönsku mjólkurbúasmjöri, enda-
þótt samlagið liafi orðið að sætta
sig við að smjörkvartilin óhreink-
ist og velkist á leið'inni, vegna
þess, að þau eru flutt innan um
aðrar vörur.
Nú er þó eigi ráðgerður veru-
legur útflutningur á smjöri frá
sámlaginu vegna þess, að eftir-
spimi eftir smjöri þaðan er svo
mikil hjer innanlánds. Fá færri
en vilja.
Segir J. K. að mikill hugur sje
í eyfir'sku bændunum að fjölga
kúm sínum, síðan stöðugur og ör-
uggur markaður er fenginn. —
Verð*sem bændur fá fyrir mjólk-
ina, er reiknað eftir „fitueining-
um,“ hver' eining á 6 aura. Eftir
því fæst fyrir mjólkurlítra með
3,6% fitumagni 6 x 3,6, eða 21,6
eyrir.
vv' n nokkru
islrsiii áður1.
¥igfns BiibruisMa.
Klæðiskori. — Hðalsfræti 8.
liiit-ikllitniirlii
er kominn. — Stærsta úrval,
lægsta verð eftir gæðum.
háxus B. túðDígsson
Skauerslun.
Þakjárn,
nr. 24 og 26
Þaksaumur.
Þoniéksson & N^fðmann,
Símar 103 og 1903.