Morgunblaðið - 09.09.1928, Page 5
Sunnudaginn 9. september 1928.
5
w
Fluftninga uppefftir annasft Bifreidasfðð ICrlsftlns & Ounnars.
Simap 847 & 1214.
5öngfólk.
Með því að oss undirrituðum hefir verið falið að
mynda 100 manna blandaðan kór, er syngja á á Alþingis-
hátíðinni 1930, óskum vjer að alt það fólk, konur og
karlar, sem hugsar sjer að taka þátt í kórsöng þessum,
gefi sig fram við einhvern af oss sem allra fyrst.
I kórnefnd Alþingishátíðarinn'ar:
Sigurður Birkis. Jón Halldórsson.
sími 1382. sími 952.
Sigurður Þórðarson,
sími 2177.
fæst nú í öllum verslunum bæjarins á aðeins
1.45 dðsin.
Kaupið ekki aðra mjólk, svo lengi sem þessi er fáanleg.
Sparið peninga yðar, og styðjið um leið innlendan
iðnað. —
Bifreiðastjórar hafið þjer reynt hið heimsfræga „Fire-
stone“ bifreiðagúmmí, sem er tvímælalaust það besta sem
á markaðnum er, kemur enda á mörgum bestu bifreiðateg-
imdum er til landsins flytjast.
Firestone kostar þó minna en aðrar
sambærilegar tegundir. Allar algengar
stærðir ávalt fyrirliggjandi.
Allir þeir, sem vilja fá sem besta endingu úr dekkum
sínum, kaupa því einungis gæðamerkið „Firestone“.
Aðalumboð á fslandi.
ReiðhjólauerksmiSjan Fálhinn.
BAÐKER
á 10 krónur hjá
H. P. DUUS.
iiáfiiiiiotorar ávalt fyrirliggjandi.
Svelnn Egilsson.
umboðsmaður fyrir Ford Motor Co, sími 976.
llri&nirfig§fÍMipr
á Mseignnstt í RtyijsTfk.
Fpá umræðum á bffljarstjórnarfisndi,
Eins og kunnugt er samþykti
bæjarstjórnin í sumar aS segja
upp samningi þeim er gerður var
árið 1924 um brunatryggingar á
húseignum í bænum. Samningur sá
gilti til 5 ára, og rennur út 1.
apríl 1929. Var hann gerður við
fjelögin tvö „Baltica“ og „Nye
danske1 ‘.
Aður voru hiiseignir hjer bruna-
trygðar með húseignum dönsku
kaupstaðanna. En síðustu árin
hafði orðið tap á brunatrygging-
um hjer í bænum, og heimtaði hið
danska lcaupstaðafjelag að gjöldin
hækkuðu hjer.
Bæjarstjórnin vildi ekki ganga
að því og sagði skilið við kaup-
staðaf jelagið, og fjekk samning
við þessi tvö fjélög, hagkvæmari
en þann er var í boði.
En þó samningurinn hafi verið'
Rvík hagfeldur, hafa fjelögin
«rætt á vátryggingunni, því elds-
voðar hafa hjer verið svo litlir
þessi ár.
Slökkviliðið hefir stórum batnað
lijer, eins og kunnngt er þessi ár-
in; og steinhúsum hlutfallslega
fjölgað. Hefir þetta dregið mjög
úr eldshættunni í sumum bæjar-
hlutum. En ennþá eru hjer til
veigamikil timburhúsahver'fi, þar
sem eldhætta er mikil, þrátt fyrir
gott slökkvilið.
Síðan samningnum var sagt upp
í sumar, hafa nokkur brunabóta-
fjelög haft tal af fjárhagsnefnd
bæjarstjórnarinnar, svo sem fje-
lógin tvö er hafa tryggingarnar
nú, og Sj óvátryggingarfjela g ís-
lands.
Aðstaða innlendu fjelaganna,
Eftir því sem borgarstjóri skýrð'i
frá á bæjarstjórnarfundinum, eru
mjög mikil vandkvæði á því, að
Brunabótafjelag' fslands geti tekið
þessar tryggingar að sjer. Ef svo
ætti að vera þarf t. d. að breyta
lögum fjelagsins.
Samkvæmt þeim nær vátrygging
fjelagsins eigi nema til % af virð-
ingarverði húsanna. En húseignir
hjer er eigi hægt að vátryggja með
þeim skilyrðum, því að slíkt myndi
m. a, brjóta í bág við veðsetning-
ar húsanna,
Auk þess mundi fjelagið færast
allmikið í fang að' taka að sjer
70—80 milj. kr. vátryggingar, sam-
anborið við fjárhagslegt bolmagn
þess.
Hæpið mundi að treysta því,
að þingið fjellist á að breyta lög-
um fjelagsins, þannig að húseig-
endur í Rvík fengju sjerstöðu, og
væri því lítt hugsandi að láta málið
dragast með það fyrir angum að
fela Brunabótafjelagi fsl. þetta.
Oðru máli væri að gegna með
S j óvátry ggingarf j elagið.
Ilallgr. Benediktsson lagði ríka
áherslu á, að eigi yrði á nokkurn
hátt gengið fram hjá Sjóvátrygg-
ingarfjelaginu í þessu efni.
Kvað hann vafasamt Jfc’ort nokk-
uð ynnist við það, að leita tilboða
um samning út mn alt, í staðinn
fyrir að fjárhagsnefnd segð'i til
livernig hún vildi að samningur-
inn yrði, og gæti hún síðar spurt
Sjóvátryggingarfjel. að því, hvort
það gæti eigi fullnægt þeim ósk-
um.
Sama væri hvort leitað væri.
Fjelag það, sem tæki þetta a.ð sjer
endurtrygði síðan í mörgum fje-
lögum. Eins gerði Sjóvátrygging-
arfjelagið. Og hann vissi ekki bet-
ur. en Sjóvátryggingarfjel. stæði
nú svo vel að vígi, að það gæti
útvegað eins góðar endurtrygging-
ar. eins og hvert annað fjelag.
Á bærinn sjálfur að taka þátt
í vátrygginguimi?
Því hefir verið hreyft í bæjar-
stjórninni, að rjett væri að bærinn
tæki þátt í vátryggingunni, notaði
sjer þá kagsmunavon sem í því
felst.
Hefir Magnús Kjaran m. a. tal-
að því máli.
Hefir hann stung-ið upj> á því,
að bærinn tæki tryggingarnar al-
gerlega í sínar hendur, tæki sjálf-
ur 5% áhættu, en endurtryggi
95%. Bærinn greiðir nú 214 þús.
krónur í iðgjöld á ári. Ef bærinn
tæki 5% fengi hann í iðgjöld á
ári 10.700 kr. Ennfremur fengi
hann 5% umboðslaun af endur-
tryggingarupphæðinni og nemur
það' nálægt 10.000 krónum á ári.
í þriðja lagi kvað hann það ekki
óalgengt, að þótt bæir tækju ekki
meiri áhættu en 5%, að þá fengju
þeir hærri ágóðahlut og væri 10%
af ágóða ekki of hátt reiknað, og
ef miðað væri við síðastliðin 5 ár,
þá næmi þessi upphæð 10.000 kr.
á ári, þar sem fjelögin hafa grætt
50% af iðgjöldunum, eða um ^
railj. krónur í þessi 5 ár.
Þá fanst honum ekki ósann-
gjarnt að húseig. greiddu sömu ið-
gjöld og nú í næstu 5 ár og fengi
bærinn því í fjórða lagi þann mis-
mun, sem yrði á þeim iðgjöldum
sem hann greiðir nú og þeim sem
liann kemur til að greiða e£ betri
kjör fást og á því telur hann lít-
inn vafa. í fimta lagi væri með
þessu stigið spor 'í áttina að' mynda
varasjóð, sem gerði það liugsan-
legt að eftir nokltra áratugi gæti
bærinn sjálfur tekið meiri hluta.
af áhættunni.
Á þann hátt hefði bærinn milli
30 og 40 þús. kr. árstekjur, en
helmingur iðgjaldanna færi altaf
í alskonar smáskaða. Þar væri því
viss útgjaldaliðnr 5—6 þús. á ári,
en eftir 5 ár væri samt eftir fullar
hundrað þúsund krónur. Svo þótt
hjer kæmi upp eldur strax á næstu
fimm árum svo stór, að það væri
tjón upp á 2 miljónir, þá kæmi
100 þús. krónnr í bæjarins hlut og
stæði hann þá eigi að síður skað-
laus eftir. Svo glæfrafyrirtæki get-
ur þetta ekki kallast. En vérði
þessi leið farin, þarf hærinn að
taka lán eða eiga það víst, sem
yarasjóð alt að % miljón og telur
hann líklegt að það fáist hjá því
fjelagi sem endurtryggir fyrir bæ-
inn.
Um það væri vitanlega enginn
ágreiningur, að' fara ætti varlega.
Það vildu allir.
A síðasta hæjarstjórnarfundi
kvaðst M. Kj. hafa átt tal við
þetta við umboðsmann fyrir vá-
tryggingarfjelagið „Store Brand“,
sem hjer hefir verið' í sumar, og
hafði hann litið svo á, að það væri
engan veginn ógætilegt að hærinn
tæki sjálfur 5% af áhættunni og
þætti endurtryggjendum það oft
æskilegt. Maður þessi hefir grand-
skoðað hæinn fyrir fjelag sitt, ef
vera kynni að það vildi gera til-
boð í vátrygginguna.
Magnús Kjaran skýrði ennfrem-
ur frá því, að
Pasteignaeigendaf jelagið hefði
fengið sjerfræðing, Brynjólf
Stefánsson, til þess að athuga
þetta mál,
og væri hann að' vinna að þeirri
rannsókn. Komið hefði til mála að
athuga hvort eigi væri hægt að
skifta hæuum í reiti, og tæki hær-
inn á sig vissan liluta af vá-
tryggingunni í hverjum reit. Með
því móti mundi bærinn e. t. v. geta
fengið 15—20% af iðgjöldunum án
stórfeldrar áhættu.
Lagði hann til að bæjarstjórn
fengi tækifæri til að gera grein
fvrir á hvaða grundvelli væntan-
legur samningur ætti að vera, áð-
ur en tilhoða yrði leitað.
En tilhoðin ættu að vera öll á
sama grundvelli, ella væru þau
ekki samhærileg.
Borgarstjóri skýrði síðan málið
nokkuð. Sagði m. a. að hann von-
aðist eftir því, að bæjarstjórnin
fengi einmitt ýmiskonar tilboð, er
gerð yrðu með a. m. k. þrenns-
konar fyrirkomulagi fyrir augum.
Þegar f jelögin hefðu lagt það nið-
ur fyrir bæjarstjórninni, á hvern
hátt þau, hvert fyrir sig, gætu