Morgunblaðið - 09.09.1928, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ
7
)
Ytra
kápnelni
nýkomið.
¥e?»slign
W—BBSBMBBHBO———PD
liýtf!
Rakvjelablað
Morex er fram-
leitt /úr príma
svensku diamant
stáli og er slíp-
að hvelft; er því
þunt og beygjan
legt, bítur þess
vegna vel.
Florex verk-
smiðjan fram-
leiðir þetta blað með það fyrir
augum að selja það ódýrt og ná
mikilli útbreiðslu.
Kaupið því Florex rakvjelablað,
(ekki af því að það er ódýrt), held
ur af því að það er gott og ódýrt.
Fæst hjá flestum kaupmönnum
.á aðeins 15 aura.
H.F. Efnagerð Reykjavíkur.
Til
Kollafjarðar
allan daginn.
Hk ð f Bulck
frá Steinðóri!
Til
Hafnarfjarðar
á hverjum klukkutíma.
Vífilsstaða
kl. 12-3-8.
Dilknbjöt,
af 28 og 3o pd. dilkum.
‘Mest úrval og lægst verð.
KjölMðm Von,
Sími 1448 (2 línur).
MorgunblaðiB
/œst á Laugavegi 12.
Erlendar símfregmr.
Khöfn, FB 8. sept.
Hermann Mueller talar máli
friðarins.
Frá Genf er símað: Hermann
Mueller hefir haldið ræðu á þingi
Þjóðabandalagsins. Taldi hann.
mikla nauðsyn vera á því, að efnd
væri loforðin sem gefin voru með
Versalafriðarsamningunum. Kvað
liann bert, að' þjóðirnar gæti ekki
borið traust til Þjóðabandalagsins,
ef afvopnunarstarfsemin bæri eng-
án áraugur. Bar hann fram áskor-
un um, að á þinginu yrði tekin
endanleg ákvörðun um að kalla
(
saman fyrstu alþjóða afvopnun-
arráðstefnuna.
Leit af leifum „Latham.“
Frá Ósló er símað: Stjórnin í
Noregi hefir í samráði við stjórn-
ina í Frakklandi ákveðið að hætta
leitinni að Latham meðfram ísn-
um, en halda í þess stað áfram
leitinni meðfram ströndum Nor-
egs. Er talið hugsanlegt að fleiri
leifar flugvjelarinnar finnist þar.
Heimköllun setuliðsins við Rín.
Frá Berlín er símað: Fregn hefir
borist frá Genf, þess efnis, að
Hermann Mneller og Briand hafi
rætt um heimköllun setuliðsins úr
Rínarbygðunum. Sagði Briand, að
heimköllun setuliðsins væri mál, er
ekki eingöngu snerti Frakkland
og Þýskaland, heldur og England,
Belgíu og ítalíu. Ríkiskanslarinn
ætlar að ræða málið' við fulltrúa
þessara ríkja innan skamms.
Vinnufriður í Englandi.
Frá London er símað: Ársþing
verklýðsfjelaganna hefir fallist á
tillögur verkamanna og vinnuveit-
enda um stofnun iðnaðarnáms og
sáttanefndar í iðnaðarmálum. —
Samþykt var að halda áfram samn
ingatilraunum við vinnuveitendnr
viðvíkjandi tryggingu iðnaðarins.
Met í Indlandsflugi.
Bretarnir Barnard og Elliot hafa
flogið frá Indlandi til London á
hálfum fimta degi, en það er 2%
degi fljótara en nokkur hefir flog-
ið á milli Indlands og Englands
áður.
Sig. Skagieldt
sýngur í kvöld í Fríkirkjunni.
1 kvöld ætlar Sig. Skagfeldt
söngvari að syngja í Fríkirkjunni,
með aðstoð Páls ísólfssonar.
Ætlar hann að syngja m.. a.
nokkur íslensk lög: Ó, guð vors
lands, Rósin eftir Árna Thorsteins-
son, sálmalög, ennfremur „Sjá
þann hinn mikla flokk“ o. fl.
Sigurður hefir sem kunnugt er
ágæta rödd, enda hlaut hann lof
fyrir söng sinn hjer í sumar.
Frjettir.
Siglufirði FB 8. sept.
Flestöll skip, sem stundað hafa
reknetjaveiði, eru að hætta. Búið
að salta: 77175, krydda 19500 og
sykursalta 11532. — Lítil síldveiði,
þó komu nokkur skip í nótt með
síld, er þau höfðu fengið á Eyja-
firði. Þorskafli fremur góður. —
Góð veðrátta.
D a g b ó k. Frh.
ísfiskssala. Þessir togarar hafa
selt afla sinn í Englandi: Karls-
efni 3. sept. fyrir 450 sterl.pund,
Apríl 5. sept. fyrir 645 pund,
Maí 3. sept. fyrir 715 pund, Geir
6. sept. fyrir 716 pund, Bragi 27.
ág. fyrir 400 pund og Júpíter 27.
ág. fyrir 990 pund sterl.
Godafoss fer hjeðan í dag til
Hull og Hamborgar fullfermduf
vörum. Meðal farþega eru: Mr.
Taylor, Axel Andersen klæðskeri,
frk. Sigríður Auðuns, frk. Sig-
ríður Bjarnadóttir, Guðrún Ög-
mundsdóttir, Simon flugmaður,
Finnbogi Rútur Valdemarsson
verkfræðingur, Grímur Magnús-
son stúdent, Jónas Sólmundar-
son, Garðar Hall, Haukur Þor-
leifsson stúdent og margir út-
lendingar. — Til Ameríku: Jó-
hanna Friðriksdóttir, Benjamín
Kristjánsson prestur með frú og
dreng, Auður Kristjánsdóttir og
Sigurlína Björnsdóttir. Til Vest-
mannaeyja: Þorbergur Friðriks-
son, Þórunn Guðmundsdóttir og
Elínborg Björnsdóttir.
Glímufjelagið Ármann hefir
um þessar mundir æfingar innan
fjelags í hlaupum, allskonar köst
um og þessum sundum: 50 metra
(frjáls aðferð), 100 metra (frjáls
aðferð), 400 metra (frjáls aðf.),
200 metra bringusundi og 100
metra baksundi. Sundið verður
þreytt hjá örfirisey, en hlaupin
og stökkin á íþróttavellinum, og
má hver horfa á, sem vill. Er
þetta því ekki aðeins keppni milli
einstakra manna, heldur einnig
skóli fyrir þá, sem hafa í huga
að æfa sig í þessum íþróttum, og
skemtun fyrir hina, sem hafa
gaman af að sjá hver fræknastur
reynist í hverri íþrótt í hvert
skifti. — í dag verður kept á
íþróttavellinum kl. 9% og kl. 11%
verður kept hjá Örfirisey í 200
metra bringusundi og 400 metra
sundi (frjáls aðferð). I gær var
kept í 100 metra baksundi, og
sigraði þar Óskar Þorkelsson á
1 mín. 47 sek. (met 1 mín 45
sek.). Annar varð Gísli Þorleifs-
son, 1 mín. 53 sek. og þriðþ
Guðni Sigmundsson 1 mín. 54
sek. — Það er afar gaman að
horfa á þessar íþróttaæfingar.
kostar ekkert — en hlýtur rv'
verða hverjum hvatning, sem
horfir á, og vekja löngun til
]>ess að keppa.
Til Strandarkirkju frá útgerð-
armanni 200 kr.
Hannes rcvSherra kom í gær af
veiðum með 113 tunnur lifrar.
Forystugreinin í síðasta tölubl.
Tímans er um trú æskumanna á
jarðræktina. Talað um, að bærid-
ur hafi brostið trú á ræktunar-
möguleikana! En hvaðan kom
vantrúin? Hver hefir best barið
barlómsbumbuna? Engir aðrir
en ritstjórar Tímans. er reynt
hafa af fremsta megni að telja
bændum trú um, að þeir gætu
ekki rótað í moldarflagi nema fá
til ^ess styrk á einhvern hátt af
opinberu fje.
TIRE3 « ttCBBER EXPORT CO„
Akran, Okio, U. S. A.
Þægileg keyrsla. Fínasta efni. Fallegt útlit. Ending óvið-
jafnanleg.
Ef dekkið, sem þjer kaupið, hefir ekki
alla þessa kosti, fáið þjer ekki fult
verðgildi fyrir peninga yðar.
GOODYEAR dekk hafa alla þessa
kosti, og er verðið hið alþekta
GOOD Y AR-verð.
Aðalumboðsmaður:
P. Stefánsson.
Þakkarvert er það, ef Tíminn
nú sjer sig um hönd, breytir um
stefnu, þó seint sje, og aðhyllist
þá meginstefnu, sem Ihaldsflokk-
urinn hefir haídið fram í jarð-
ræktarmálum, að telja í menn
dug og kjark til athafna.
Sósíalistadeild Framsóknarflokks
ins getur þó vitanlega aldrei að-
hvllst ]>á stefnu, ]>ví mark og mið
sósíalista er að draga úr öllu ein-
staklingsframtaki sem frekast er
unt.
Engu orði trúandi, sem hann
segir. Þannig er orðinn vitnis-
burður almennings um forsætis-
ráðherra okkar. Vegna þeirrar
reynslu sem fengin er í þessu
efni hefir miðstjórn íhaldsflokks
ins skriflega boðað Framsókn
fundi í Skaftafellssýslu. Frá
munnlegum fundarboðum svíkj-
ast ]>eir Tímamenn, sem kunn-
ugt er.
En svo barnalegir eru Tíma-
ritstjórar, að ]>eir auglýsa van-
traust það, sem menn bera
þeirra, með því að seg.ja frá hinu
skriflega fundarboði. Margir
hefðu haldið, að ]>eim ]>ætti betra
að tala fátt um.
Dómsmálaráðherra — sauða-
þjófur. 1 hólgrein þeirri, er Jón-
as dómsmálaráðherra skrifar um
sjálfan sig í síðasta tbl. Tímans,
kemur hann víða við að vanda.
í niðurlagi greinarinnar talar
hann um, að fullveldi íslensku
þjóðarinnar sje hætta búin’, ]>eg-
ar »svo er komið, að sauða]>jófar
geti orðið dómsmálaráðherrar.
Munu velflestir íslendingar á
sömu skoðun. En mönnum hefir
óneitanlega dottið í hug, og ]>að
hefir jafnvel komið á daginn, að
fullveldinu sje það hvergi nærri
holt, er þjóðin eignast dómsmála-
ráðherra, sem liðsinnir erlendum
veiðiþjófum með því, að taka
undir svívirðingar þeirra í garð
dómgæslu og hæstarjettar. og
jafnvel ganga feti framar í því
efni en hinir erlendu.
Sjómannakveöja.
(FB).
Farnir að fiska. Óviss heimkoma.
Kveðja. til vina og vandamanna.
Skipshöfnin á Maí.
Skólatöskur
haldgóðar og ódýrar hjá
H. P. DUUS.
Leirker
á miðstöðvarofna
(til vatnsuppgufunar).
höfum við fyrirliggjndi.
Ómissandí til þess að loft-
ið verði eigi of þurt.
]. dorlðksson S Horðmann
Símar 103 og 1903.
Fötur
Þvottabalar
Þvottapottar
Þvöttavindur
Þvottasnúrur
Glerbretti
Klemmur
Herðatrje
Luktir.
JÁRNVÖRUDEILD
JES ZIMSEN.
Þakpappi
Þrjár þyktir fyrirliggj-
andi.
Símar 103 og 1903.
ofnsveran.
Heildsölubirgðir
hjá
Daniel
Halldorssyni.
Sími 2280.