Morgunblaðið - 09.09.1928, Page 10
10
MORGUNBLAÐIÐ
Flugferðin mik\a.
Barnasaga meö 128 mynðum eftir ö. Th. Rotman.
tv
73. Þá kom listamanninum ráð í
hug. Hann kunni líka dálítið í ensku.
„Gimsteinarnir eru í Pegasus“, hróp-
aði hann, „við komum með þá beina
leið sunnan úr Transvaal. Stórir böggl-
ar, lasm. Flýttu þjer þangað, ef þú
vilt fá eitthvað þessháttar“. Og Ali-
Ben-Kali hljóp eins og byssubrendur
á leið til loftfarsins — en þeir fje-
lagar læddust á eftir honum.
74. Einn þeirra stökk nú aftan að
Arabanum og upp á herðar honum,
svo Arabinn f-jell fram yfir sig á höf-
uðið, og þeir allir ofan á hann. En
um leið og hann fjell, þá riðu skot-
in úr byssum hans upp í loftið, svo
þau gerðu engum grand. Nú sótti
Emmen reiptagl í „Pegasus", og síð-
an bundu þeir Arabann á höndum og
fótum.
fljótu bragði öll fúkyrði þau, sem til
eru í arabisku máli. Á meðan drösl-
uðu þeir fjelagar honum á milli sín að
súlu einni mikilli. Þar bundu þeir hann
vendilega. Síðan settust þeir í makind-
um þar hjá honum og borðuðu morg-
unverð, en Arabinn braust um á hæl
og hnakka. Að því búnu stigu þeir á
„Pegasus" og flugu í norðurátt.
76. Brátt voru þeir komnir norð-
ur yfir Miðjaröarhaf, og flugu í stefnu
til Sikileyjar., Alt í einu heyra þeir
hávaða og ólæti í loftinu og fara að
líta í kringum sig. Þetta var þó stór
storkahópur, er þeir mættu. „Þeir eru
að fara til Afríku til vetrardvalar“,
sagði Emmen, „og þeir fara lengra
suður á bóginn en við fórum, eða
alla leið til Suður-Afríku“.
77. „Jeg er annars hissa á því,“
hjelt hann áfram, „að þeir skuli fara
þessa leið, því að þeir eru vanir að
fara annaðhvort um Gíbraltar ellegar
þá fyrir austan Miðjarðarhafið, og
suður Egyptaland“. En Emmen hafði
ekki fyr slept orðinu en hreyfillinn í
„Pegasus“ hóstaði þreytulega — því
að nú var bensínið þrotið. Og svo
hneig hann hægt og rólega niður á
hafiö. :■>? :*!;!!
1 - 3
78. En „Pegasus“ var eins og kött-
urinn, hann kom niður á lappirnar.
Og nú vaggaði hann ljúflega á bár-
um Miðjarðarhafsins. Blæjalogn var
á. En þrátt fyrir það varð flugmönn-
unum ekki um sel. Seint myndu þeir
ná landi með þessu móti, eða skyldu
þeir nokkurn tíma sjá land? Var nú
ekki úti um það? Þeim varð orðfátt,
en hver þeirra hugsaði sitt.
79. Tímunum saman barst „Pega-
sus“ fyrir straumi hafsins. Alt í einu
sáu þeir bóla á klettaströnd — vafa-
laust strönd Sikileyjar. En hver vissi
hvort þeim yrði þar nokkur björg.
Þeir gátu eins búist við, að hafaldan
molaði „Pegasus“ við klettana. — En
þegar neyðin er stærst, er hjálpin
næst. — Alt í einu sáu þeir gufuskip
nálgast.
80. Er skipverjar komu auga á
„Pegasus“ og þá fjelaga, skutu þeir
út báti og reru nokkrir þeirra yfir til
flugferðamannanna. En skipverjar
voru ítalskir, svo að hvorugir skildu
aðra. Emrnen benti á hreyfilinn og
hermdi eftir honum þegar hann stans-
aði: „Hrutj-tiff-tiff! — Hrutj-tiff-
tiff!“ kallaði Emmen og sýndi þeim
tóman bensíndunk. ítalirnir skildu nú
hvernig í öllu lá, og gáfu þeim bensín.
il leyflistigum.
Vínarborg til Kursk. Hann hafði
farið með þau feðgin yfir Lwow,
en Páll fór um Varsjá með Ga-
briellu Bobrinsky og varð' því full-
an sólarhring á undan þeim. Og
nú voru þau komin til Ostolga, en
Kilts og þau feðginin hlutu áð
koma síðdegis næsta dag, ef ekk-
ert hafði tafið þau, en það var
ekki vert að gera ráð fyrir því.
— Það er um að gera, mælti
Páll að lokum og horfði hinum
brúnu sveskjusteinaaugum á þá
hina til skiftis, það er um að gera
að þær kvensurnar hittist ekki.
Við verðum að stía þeim sundur,
annaðhvort með góðu eða illu. Ef
þær geta talað saman, áður en alt
er um garð gengið, og þessi Bo-
brinsky fær að vita það, að mað-
ur hennar er dauður, þá dettur
henni auðvitað ekki í liug að ná í
gimsteinana. Jeg þekki þetta fólk,
svo að jeg veit þetta með vissu.
Ef hún fær að vita að maður
hennar er dauður, og að' við höf-
um gabbað hana, þá fá hvorki ógn-
anir nje bænir lxana til þess að af-
henda gimsteinana. Og það getur
líka vel verið að hún fái slag, eða
verði brjáluð, þegar hún fær að
vita hið sanna.
Jakob Grossmann hristi höfuðið.
— Já, við verðum svei mjer að
fara varlega, sagði hann.
Vinur hans, Aoron Mosenthal
hafði sagt honum frá öllu því sem
þeim Gabriellu Bobrinsky og Pjetri
Abramovitch hafði farið á milli,
því að Aaron hafði staðið á hleri-
og heyrt hvert orð. Jakob Gross-
mann var því sem á nálum. Ef
gróðabrallið heppnaðist, þá hlaut
hann að fá stórfje í sinn hlut, því
að hann var hátt settur í glæpa-
mannafjelaginu vegna þess að
hann var veitingamaður og hafði
tækifæri til þess að kynnast mörg-
um ferðamönnum og tala við þá.
Og þar eð hann átti von á mikilli
fjefúlgu var honum mjög umhug-
að að' alt gengi vel. Hann var sem
'á nálum.
■—• 'Setjum nú svo, inælti hann,
að þessi djöfuls Svíi vilji ekki af-
henda peningana fyr en Ceeil Bo-
brinsky hafi verið slept. Það yrði
elcki þægilegt fyrir þig, Pjetur
Abramovitch.
—■ Það gerir ekkert til, mælti
Pjetur önugur. Þú gleymir því
Jakob Grossmann, að Nikolajvitch
fangelsisstjórinn í Kharkoff, er
besti vinur minn.
— Nei, því hefi jeg ekki gleymt,
mælti hinn rauðhærði Gyðingur.
En er það þá ætlan þín, Pjetur
Abramovitch að láta Ivan Niko-
la.jvitch fá hlutdeild í ágóðanum?
Heilagi Móses, hvað verður þá eft-
ir handa okkur?
— Stórfje vona jeg. Við getum
ekki komist af án Ivans Nikolaj-
vitch.
*— Hvers vegna?
— Því er fljótsvarað. Undir eins
og Svíinn sjer skipun mína til
fangelsisstjórans í Kharkoff um að
láta fangann lausan, þá sendir
hann mann þangað' eða fer þangað
sjálfur til þess að athuga málið.
— Já, auðvitað, mæltu allir ein-
um munni.
— Og þá verður Ivan Nikolaj-
vitch að fullvissa hann um það að
alt sje í reglu, að fanginn sje þar
og að honum verði slept undir eins
og nokkrar brjefaskriftir hafa far-
ið fram til málamynda. Og auðvit-
að vill hann fá eitthvað fyrir að
hjálpa okkur þannig.
— Já, auðvitað, mæltu allir ein-
um munni.
— Ivan Nikolajvitch verð'ur líka
að segja að þessari skriffinsku
verði ekki lokið á skemri tíma en
tveimur eða þremur klukku-
stundum.
— Já, sagði Jakob Grossmann,
en samt sem áður-------------
— Hlustið þið nú á! Meðan jeg
bíð í banlcanum ásamt Bobrinsky
fjelaga, gerist jeg óþolinmóður og
þegar svo sem hálf stund er liðin,
þá segi jeg að nú hafi jeg fengið
nóg af þessu og geti. ekki biðið
lengur, og ef þau trúi mjer ekki,
þá liætti jeg við alt saman.
— Hættir við alt saman? hróp-
aði Aaron Mosenthal. Heilagi Mós-
es, hvað á þá að verða um okkur?
— Jeg segi þetta bara sí sona,
asninn þinn, svaraði Pjetilr, og jeg
skal segja það oft og leggja mikla
áherslu á orðin — og að lokum
stend jeg á fætur og fer út í bif-
reið mína og læt sem jeg ætli að
fara. Og þið getið bölvað ykkur
upp á það, að þá samþykkir konan
hvað sem vera skal. Eða hvað sýn-
ist þjer, Páll Alexandrovitch ? bætti
han nvið og leit til Páls sem liafði
hlustað þegjandi á en ljet sem
hann heyrði ekki livað fram fór.
— Þði megið vera rólegir, sagði
Páll og lagði áherslu á orðin, hún
mun ganga að öllu, eins og Pjetur
Abramovitch segir. Þegar jeg færði
lienni brjefið í Nizza efaðist hún
ekki eitt andartak um að það
væri frá manni sínum. Nei, þið
skuluð ekki vera hræddir. Það er
vandalaust að eiga við hana.
— Og það er engin hætta á, að
Ivan Nikolajvitch leiki ekki sitt
hlutverk vel, mælti ráðsfulltrúinn.
Hann hefir áður brallað annað
eins. Hann mun sýna Svíanum
bækur og skjöl, undirskriftir og
stimplanir. Hann er valdsmanns-
legur í einkennisbúningi sínurn og
hann kemur vel og hreinskilnis-
lega fyrir.
— Og auk þess mun hvorki
Svíann nje Bobrinsky fjelaga
gruna neitt misjafnt, mælti Páll.
Hinir kinkuðu ltolli. Og þar sem
Jakob Grossmann var nú sann-
færður um þetta, vjek hann um-
ræðuefninu við.
— Það er leiðinlegt mælti hann,
að við skulum ekki geta komist
af án Ivans Nikolajvitch,
— Það er ekki hægt, mælti Pjet-
ur reiður. Og svo er ekki meira
um það að tala.