Morgunblaðið - 26.09.1928, Qupperneq 2
2
MORGUNBLAÐIÐ
D MamaH I Olsbm ((
Höfum til:
Kandíssykur,
Molasykur (nokkra kassa).
í dag er slátrað
dilkum úp Lundareykjadal
og Biskupatungum.
Slátnrfjelag Snðnrlands.
Sími 249 (3 linur).
K jallarapláss
iil iðnreksturs eða undir geymslu, þrjú samliggjandi her-
bergi rúmgóð og hlý, öll móti suðri, til leigu frá 1. okt. n. k.
Magnús Matthi«ssonf
Túngötu 5. — Sími 532.
2 skrifstofnherbergi
411 leigu f Hafnarstræií 15. Upplýeingar i sima 616.
Kandíssykur
Dósamjólk, Súkkulaðl, Kex og Kðkur, margar teg.
tleildversl. Barðars Gisfasonar.
Fjölbreytt úrval af
Regnfiökkum
og
Kðpum
fyrir
konur karla
og börn
Gód snið.
Falle&ir litir.
Komifl og athugið
verfl og gæði.
rkmLÍdm rhnaAim
• •
• •
••
• •
• •
• •
• •
• •
• •
• •
• •
Fólksflutningur til Bandaríkjaaina.
Eins og kunnugt er takmarka
Bandaríkjamenn fólksinnflutninga
inn í land sitt. Er leyfS ákveðin
tala innflytjenda frá hverju landi.
Vegna þess að atvinnuskilyrði í
Ameríku hafa farið versnandi
sækjast menn nú ekki eins eftir
að komast vestur og áður. Jafnvel
Canadabúar og Mexikóbúar sækja
þangað ekki eins mikið og áður,
en það eru engar hömlur á inn-
flutningi fólks frá þessum löndum
til Bandaríkjanna. Árið 1927 komu
500.631 innfJytjandi til Bandaríkj-
anna, en sama ár fóru 274.356
heim til lands síns aftur, eða 20.-
848 fleiri en árið áður. — (FB.).
Bákarfregn.
Einar Þorkelsson: Haga-
lagðar, Rvík 1928.
Það má segja, að Einar Þor-
kelsson lætur skamt höggva milli.
Hefir nú um skeið birtst árlega
bólt eftir hann, Skjóna og Fer-
fætlingar 1926, Minningar 1927 og
Hagalagðar, hin nýja bók hans,
• í ár. í Hagalögðum eru níu smá-
sögur og hafa sumar þeirra verið
prentaðar áður í tímaritum. Góða
dóma hefir höf. fengið fyrir sögur
sínar og mun þeim ekki haggað
hjer. Eru glögg hin sömu höfund-
areinkenni á hinum nýju sögum,
Sem fram hafa komið í fyrri bók-
um hans: Rík samúð með þeim,
sem bágt eiga, bæði mönnum og
skepnum, lítt skeikull skilningur
á sálarlífi þeirra, sönn og kjarn-
mikil frásögn og einkar vandað'
málfar.
Hjer skal skýra stuttlega frá
efní þessara sagna. Fýrsta sagan
heitir Munaðarleysingjar. Aðal-
persónan er Halla á Seli, gæðá-
'og myndarkona. Segir hún frá
bernskuárum sínum og verðUr les-
andanum sú frásögn minnisstæð
um sumt; elcki síst, er hún á sjö-
unda árinu lætur gefa Rúnu litlu
á Hálsi, fátæku, munaðarlausu
telpunni, sem engan átti að, spari-
kjólinn sinn, þann eina, sem hún
átti. Lýsingin á Rúnu litlu er
eflaust sönn, þó að vjer, sem enn
megum ungir teljast, þekkjum
ekki dæmi til slíkrar meðferðar á
munaðarlausum börnum. Og æfi-
ferill Rúnu verður í samræmi við
uppeldið, — hún hverfur út í spill-
inguna. Uppeldið hefir orðið þar
áhrifaríkara en upplagið, að' dómi
böfuudar. Má vera, að sá dómur
sje rjettur1.
Næsta sagan Á banasængimii,
segir frá Ilallvarði bónda í Nesi,
sem gaf á banasæng sinni óvinum
sínum, þremur fátækúm bændum
í grendinni, höfðinglegar og fall-
egar gjafir með þeim hætti að
hjálpa dóttur eins þeirra til þess
að geta dvalist erlendis til lækn-
inga en styrkja son annars til
háskólanáms ytra og gefa þeim
þriðja jörðina, sem hann bjó á.
Hallvarður gamli var einnig hesta-
maður mikill og er fljet.tað inn í
söguna frásögn af einum góðhesti,
er hann átti.
Lært hjá ömmu, er falleg saga
um lítinn dreng sem hafði lairt
það hjá ömmu sinni að vera góður
við allar skepnur. Segir sagan frá
áhyggjum hans um líf sundurskor-
ins ánamaðks, sem hann hafði
fundið, og hverng hann flytur
hann í kálgarðinn hennar mömmu
sinnar í von um, að hann skríði
þar saman aftur.
Kápa, er saga, sem segir frá
kosta á, sem Sigurður bóndi í Seli
átti. „Hún var alla æfi tvílemhd
og hafði því fætt tólf lömb átta
vetra.“ Er það snotur dýrasaga.
Mera-Grímur er næsta sagan og
segir þar frá Mera-Grími, hesta-
manni miklum, en að öðru leyti
engum sjerstökum hæfileikamanni.
En hann hratt, af sjer slyðruorð-
inu er honum tókst á Gránu sinni
að bjarga konu frá druknun með
snarræði sínu en hraustleika hryss-
unnar. En af vosbúðinni tók Grím-
ur lungnabólgu og Ijest fáum dög-
uro síðar. Lýsingin á Mera-Grími
ef skýr og minnisstæð lesand-
anum.
Röddin er saga, sem á að sýna
mun þess að gera gott til þess að
sýnast fyrir mönnum og að gera
gott af sönnum kærleika til þeirra,
sem bágt eiga. Annars vegar pró-
fasturinn með samskotalistafm, er
hann talar 'fagurt fj7rir, en gefur
minst allra sjálfur, en hins vegar
barnið, sem biður móður sína grát-
andi að hjálpa manninum, sem
var blautur og nakinn, þurka
liann, gefa honum föt. Þessi saga er
boðskapur um það, að trúin er
dauð án verkana. Sagan er vel
sögð, Prófasturinn með alla sína
guðræknismælsku er skýrt dregin
persóna og góð er einnig lýsingin
á Hallsteini, gámla hákarláfor-
manninum.
Varðengillinn er smásaga um
fyrirmyndar hryssu, sem reynist
húsbónda sínum hinn mesti holl-
vættur í svaðilírörum hans, bíður
eftir honum, er hann liggur á víða-
vangi í drykkjuroti, og ver hann
ef einhver ætlar að koma nálægt
honum. Þegar hryssan fellur frá,
gengur eigandinn í bindindi um
vín. „Jeg vissi ekki hver verða
myndi, varðengill minn í ferðalög-
um, þegar jeg nyti hennar ekki
lengur við,“ segir hann.
Ólíkindatólið er saga um ein-
kennilegan mann, Hreggvið bónda
í Tungu, sem talinn er af sveit-
ungum sínum beggja handa, járn
um margt. En höf. skilst þó svo
við hann, að lesandinn efast ekki
urn, að það var maður, sem óhætt,
var að tréysta og átti bæði dreng-
skáp og höfðingslund ef því var
að skifta. — Síðasta sagan1 heitir
Heimþrá, og segir frá væng-
brotinni lóú, sem ekki gat komist
burt um haustið, síðustu æfidöguin
hennar og banameini.
Jeg sagði áðan, að eitt af ein-
kennum þessa höfnndar, væri
einkar vandað málfar. En þó held
jeg, að jeg rnegi fullyrða, að ís-
lenska Einars Þorkelssonar sje
ekki daglegt, íslenskt sveitamál —
og því síður kaupstaðarmál. í
sögum hans má benda á fjölda
orða, sem aldrei eru notuð í dag-
legu tali, mörg þeirra heyra forn-
málinu til og önnur mun hann
hafa skapað sjálfur. Og honum
hefir tekist vel að samræma gam-
alt og nýtt í stíl sínum. Hann er
einn þeirra, milifandi rithöfúnda:,
sem bera merki íslenskunnar hæst
í ritum sínum. Þótt eigi væri öðr-
nm ástæðum til að' dreifa, er stór
fengur í hver'ri bók, sem frá hon-
um kemur.
G. J.
Flö austan,
Holti undir Eyjafjöllum,
FB. 22. sept.
Sláttur að lokum kominn, gekk
betur en áhorfðist í fyrstu. Hey-
skapur að vísu heldur minni en í
fyrra, en ekki útlit fyrir nein
vandræði hjer um slóðir, vegna
lítils heyafla.
Garðuppskera stendur yfir. Garð
ávöxtur með fallegasta móti.
Loftur Jónsson í Vík í Mýrdal
hefir nýlega fengið sjer vöruflutn-
ingabifreið.
Bifreiðaferðir til Víkur lialda
áfram.
Kjólatau,
Morgunkjólatau,
Flauel,
Silki,
Flúnel,
Rúmteppi,
Borðdúkar,
misl. og hv.
Legubekkjaábreiður.
Vetrarsjöl.
Fata- og yfirfrakkatau
og alt til fata.
Nærfatnaður
kvenna. karla og barna.
Peysufataflauel,
Skúfasilki. .
Vsraiunin |
Bjorn ilrlstjánsson.
]fin BlSresson S Co.
Gilrðfir
frá Hvanneyri, vaxnar a.f ís-
lensku fræi, eru nú fyrir-
liggjandi.
Verð kr. 12.00 pr. 100 kg.
Um 150 tn. af samskonar
róf'um seldum við hjer í
íyrra, og allir kaupendurnir
voru ánægðir.
Kaupfieiai Borgfiriinga.
Sími 514.
Kjötbúðin HerðubreiD
Sími 678.
Piltur
14—15 ára, vel reiknandi,
siðprúður og vandaður í hví-
vetna, getur komist að við
matvöruverslun, sem af-
fí'reiðslu- og sendisveinn frá
1. okt.
Umsóknjr ásamt launakröfu
og heimilisfangi, sjeu komn-
ar til A. S. I. 28. þ. m., merkt
„Vandaður“.
S.R.F.1!
Fundur í Iðnarmannahúsinu
fimtudaginn 27. sept. kl. SV2 e. h.
ísleifur .Jónsson skólastjóri og
Jakob Jóh. Smári adjunkt flytja
erindi.