Morgunblaðið - 27.09.1928, Side 2
2
MORGUNBLAÐIÐ
SilkoHn
ofnsverta r/erir ofninn
kolsvartan og gtjáandi
Kavpið i yðar eigin
haqnað eina dós i dag
hjá kaupmanni yðar
Ofnsverta
er til margvisleg, er
aðeins
/SILKOLIN
gerir yður verulega
---ánægða. — —
Gerir
pú kaup
á slœrnum fœgiefnum, erþað
ekki aðeins uukin útqjöld úr
pyngju húsbóndans, en það
kemur enn harðara niður,
á húsmóðurina.
Ofnínn
verður skinandi
sem sól. ef
SILKOLIN
fljótandi ofn-
sverta er notuð
Mest
áberandi og djúp-
svartur litur, með lit-
illi vinnu og engu ryki
ef SILKOLIN
ofnsvertan er notuð.
Gljáandi!
i hœsta skilningi eraðeins
einn kostur SILKOLIN
ofnsvertunnar. Spyrjið
þá sem reynt haía.
Höfum til:
Kandíssykur,
Molasykur (nokkra kassa).
Varlst efilrlíkingar!
Munið vörumerkið!
Vjer leyfum oss hjer með að vekja athygli þeirra, er
með sjóklæði versla og þeirra, er þau nota, á því, að nú
höfum vjer birgðir af hinum:
Endurbættu siðstðkkumf
sem hlotið hafa meðal sjómanna, einkunnarorðið:
„Bestu stakkarnir**.
Einnig höfum við fyrirliggjandi: Öííu-Svuntur, pils
og hálfbuxur, sem eru að sínu leyti jafn vönduð framleiðsla
og síðstakkarnir.
Ennfremur verða á næstunni fyrirliggjandi: olíu-
treyjur og buxur (með axlaböndum).
Allir, sem með sjóklæði versla, ættu því fyrst og fremst
t
að hafa á boðstólum hina vönduðu vöru frá
SiðKiædaÐBrð isliifc
porstelnn Irlingseon.
70 ára minning.
í dag ex* sjötugsafmæli Þor-
steins Erlingssonar, þess mannsins,
sem ef til vill hefir skilið þjóð
sinni eftir dýrari arf en nokkur
annar síðari tíma íslendingur. Þótt
dvöl hans hjer yrði svo stutt, að
hann yrði að kveðja land sitt, þjóð
— og ástvini — aðeins 56 ára
gamall, þá lifir hann í hugum ís-
lendinga sem framherji sannleika
°8 rjettlætis og eitt vort ágætasta
skáld. Þessvegna minnist þjóðin
hans í dag með hlýjum og þakklát-
um hug. —■ Sannari mannvini en
hann hefir þjóðin átt fáa, en hann
var einnig svo einlægur vinur mál-
leýsíngjanna, að við hann eiga öll-
um fremur orðin, sem bann sjálfur
kvað á sjötugsafmæli annars ágæt-
ismanns:
„Og mannúð þinni mæt var þeirra
sæla,
sem mega líða, þegja’ og hugsa
sitt;
og það er víst: ef dýrin mættu
mæla,
þá mundi verða blessað nafnið
þitt.“
Nú mun í ráði að gefa út í haust
dýrasögur hans — æfintýrin um
málleysingjanna —, sem hann reit
í Dýravininn fyrir mörgum árum
og lengi hafa verið ófáanleg.
Slík minning mundi honum kær,
og betri bók getur æskulýður
landsins ekki kosið sjer. — En
meðal annara orða. Er ekki kominn
tími til, að þjóðin reisi Þorsteini
mínnisvarða? Snildarhreimurinn í
hörpu Þorsteins Erlingssonar
hljómar enn í dag og mun hljóma
áfram, en minnisvarðinn frá þjóð-
inni bíður óreistur. Sá minnisvarði
þarf að minsta kosti að vera kom-
inn upp á hundrað ára afmæli
hans.
Belgísku konungshjónin
hafa verið á ferðalagi í Kongó
í sumar. Er þangað kom ferðuðust
þau aðallega í flugvjclum. Flugu
alls 14.000 enskar mílur yfir ný-
lendunni. Konungurinn flaug í
einkaflugvjel sinni og stýrði henni
ávalt sjálfur. Drotningin ferðað’ist
ávalt í annari flugvjel. Þótti ekki
á það hættandi, að þau væri í
sömu flugvjelinni, ef slys vildi til.
í fjarveru minni gegnir
herra bæjarfulltrúi Guð-
mundur Ásbjörnsson störf-
um borgarstjóra.
Borgarstjórinn í Reykjavík,
26. sept. 1928.
K. Zimsen.
íllboð
óskast í að grjótpúkka og steypa
gólf í ísgeymirinn í Herðubreið.
Uplýsingar hjá
Steffánl Sigurdseyni
íshússtjóra.
Herðubreið.
Tilboi óskast
í að steypa húsgrunn með lofti og
gólfi og skaffa efni.
Upplýsingar gefur Jens Eyjólfs-
son byggingarmeistari, til 1. októ-
ber..
St. Drðfn nr. 55
liefir haustfagnað í Iðnó næstk.
laugardagskvöld kl. 9. Þess er
vænst að sem flestir fjelagar mæti.
Nánar í næstu auglýsingu.
Æ. T.
ísland og ófriðarbannssamn-
ingurinn.
Þ. 27. ágúst skrifuðu fulltrúar
15 þjóða undir ófriðarbannssátt-
mála Kelloggs, en þegar daginn
eftir var tilkynt, að 48 þjóðum
öðrum yrði boðið að skrifa undir
samninginn. Búist var við að allar
þessar þjóðir myndi láta skrifa
undir samninginn, og standa þá
64 þjóðir að samningi þessum.
(Frakkland bauð' og Rússum að
skrifa undir samninginn og var
það boð þegið). f „The New York
Times“ eru talin upp þau 48 ríki,
sem boðið hefir verið að skrifa
undir samninginn. Er ísland eitt
þessara ríkja, — Talið er víst að
fleiri þjóðir muni skrifa undir
]>ennan samning en nokkurn ann-
an, sem til þessa hefir verið gerð-
ur. — (FB.).
-------------------
Gunnlaugur Briem símaverkfræð
ingur fór í gær austur á Dyrhóla-
ey til þess að sjá um uppsetningu
á radiovita þeirn,, sem þar verður
reistur. Mun efnið í vitann að
mestu komið austur.
Pjetur A. Ólafsson konsúll kom
liingað til bæjarins í gær að norð-
an, og fór með Drotningunni í
gærlrvöldi til útlanda.
Kartafla úr Flóanum einkenni-
leg í lögun, er til sýnis í glugga
Morgunblaðsins og hafa margir
'gaman af að veita henni eftirtekt.
Slálka,
vön mfflipeidslu
óskasff að
Sk|aldb«*eið.
Nýkomið
Rúgmjöl, Hveiti, Hrísgrjón,
Melís, Strausykur, Kandís.
Læasta verð á íslandi.
Von cg Breklustíg 1-
Vörubíll,
IV2 tons, 6 cyl. hesta teg., í ágætu
standi, til söln. Bílnuni fylgir
vandaður 12 manna kassi með
stoppuðum sætum og bökum,
einnig nýr kjötkassi 0. fl.
Upplýsingar í síma 549.
Tin.
BffJlitcpMar.
Bnillitsorcam.
og Ilmwötn
er ávalff ódýrasff
og besff f
Laugavegs DpóteR.