Morgunblaðið - 30.10.1928, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.10.1928, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Libbv’s mjólkin komin aftur. Lofiierðin viir Btiantshaf „Zeppelin greifi” var 124 ldst á leiðinni frá Þýskalandi til New York. Tafðist vegna óveðurs og skemda á belgnum. Her fœst i Herðubreið. Sími 678. Nýkomið: Ntrt hvelti í heilum sekkjum og lausri vigt. TIRiRflNai I -ifraveg 63. Sími 2398 Mynd af þessum hjónum er á öllum vörum, sem hið hemsfræga firma T. H. Downlng S Go. London framleiða. — Þaðan koma hinir fallegustu sokkar og bestu nssrföt sem hingað flytjast. Einkasali JvMœtdmJlifiacon Eins og sagt hefir verið frá í skeytum flaug risa-loftfarið þýska nýlega yfir Atlantshaf. Fararstjóri var dr. Eckener, og er þetta önnur i.oftferð hans vestur yfir hafið, eins og kunnugt er, því hann stýrði loftfari því, vestur, er Bandaríkjamenn keyptu af Þjóð- verjum og nefnt er nó „Los Angeles.“ Það var kl. 8 á fímtudagsmorgun þ. 12. okt., að loftfarið mikla Zeppelin greifi lagði upp í Ame- ríkuferð sína fr‘á Friedrichshafen. ! Veður var þá sæmiléga gott, en veðurútlit ekki sem best, mátti bú- | ast við slæmu veð'ri í hafmu. Dr. Eekener fararstjórinn hafði ! ákveðið fyrirfram að láta hvorki ! veður nje veðurótlit hamla sjer í frá því að leggja upp þann dag, i því áform hans var frá öndverðu i einmitt að sýna fram á það, að j loftfarið kæmist leiðar sinnar ! hvemig sem viðraði. Flogið' var fyr’st vestur á Frakk- land, snður um Lyon og yfir Spán , í stefnu til Azoreyja. Um það bil, sem loftfarið lagði ót yfir hafið fjekk það mótvind allsnarpan, og var þá ráðgert að það mundi þurfa að minka ferð sína, svo það yrði um 80 klst. á leiðinni vestnr yfir hafið. Eins og geta má nærri, voru allar loftskeytastöðvar tilbúnar til þess að' segja loftförunum frá síð- ustu veðurfregnum, og fá vitn- eskju um loftferðina. Mátti svo heita, að öll þýska þjóðin stæði á öndinni út af því hvernig ferð þessi gengi, hvernig takast mimdi að sýna heiminum á þennan hátt fram á hugvit, snilli og áræði Þjóð verja. í Ameríku var uppi fótur fit út af atburði þessum, og varð að sjá fyrir s.tórkostlegum mannflutningum til Lakehurst, en þar átti Zeppelin greifi að lenda. Var í öndverðu búist við, að þang- að' mundu koma a. m. k. 300.000 áhorfendur til þess að sjá þegar loftfarið kæmi þangað. 50.000 manns var lofað að þeir mættu koma nálægt flugvellinum, er loft- farið kæmi, en aðrir áhorfendur urðu að halda sig í 15—20 kíló- metra fjarlægð. Vegna vestanvindarins er loft- farið fjekk í byrjun, lagði Eck- ener leið sína sunnar, en til var ætlast í fyrstu, en sá kr'ókur gerði það að verkum, að leiðin varð yfir 100 þús. kílómetra, áður en komið yrði að strönd Ameríku. Seint á föstudagskvöldið skildi Zeppelin greifi við Azoreyjar. — Vestanstorminn var þá að lægja, og fór loftfarið um 100 kílómetra á klukkustund. Allar frjettir sem bárust frá loftfarinu og líðan far- þega var á oina og s-nn leið,'að alt væri í „lukkunnar velstandi.“ Milli Azoreyja og Bermuda- eyja hrepti loftfarið aftaka rok. Snemma á laugardagsmorguninn var rokið sem mest. Þá kom það slys fyrir að vindur náði sjer í gegnum op eitt sem opnað var, og svifti stóru gati eða geil í belg loftfarsins að framanverðu. Þetta varð til þess að loftfarið stakst niður á trjónuna, en rjetti sig þó bráðlega upp aftur. En kipp- urinn sem það tók, var svo mik- ill, að alt fór á tjá og tundur í farþegaklefunum. Þegar þetta vildi til sátu far- Jmgar að morguntedrykkju. — Borðbúnaður allur rauk út úr höndunum á þeim, og þeir kút- veltust innan um húsgögn þan, sem lausleg voru, en hypjuðu sig síðan hver sem betur gat í rúm sín. Beynt var nú þegar að breiða yfir geilina, sem komið hafði á belginn, og átti að stöðva ferðina á meðan. Sonur dr. Eckener og þrír menn aðrir klifruðu út á belginn. Höfðu þeir ekki annað en samanrympuð rúmteppi til að breiða yfir geilina. En er loftfarið' var stöðvað, seig það brátt í loftinu og var því sýnt að nauðsynlegt var að halda áfram ferðinni, enda þótt menn þeir, sem voru að gera við belginn, hengju svo að segja í lausu lofti. En þetta tókst alt bærilega. — Loftfarið var sett á 50 km. ferð á kluklrustund, meðan á viðgerð- inni stóð. Allur aragrúinn, 'sem beið í Lakehurst, fór að verða óþolin- móður að bíða. Von var á Zeppe- lín þangað í síðasta lagi á sunnn- dag. Var gerð fyrirspurn til Eck- eners hvenær hann byggist við að koma, en hann svaraði önuglega, að hann hefði tíma til að svara slíkum fyrirspurnum. En alla að- faranótt mánudags var loftfarið á sveimi nálægt Bermudaeyjnm og komst ekkert áleiðis. Seinni partinn á mánudag, þann 15. okt. lenti Zeppelin greifi á flugvellinum við Lakehurst. — Hafði flogið áður yfir Washing- ton og New-York. Hvarvetna sem loftfarið sást, gullu við fagnaðar- ópin. Óstjóm á móttökunum. Er loftfarið lenti eftir 124 klst. ferð ætlaði ekki að taka betra við. Fyrst var nú það, að áhorfenda- lýðurinn ruddist inn á völlinn og fjekk lögreglan við ekkert ráðið. En fyrir truflun þessa, er komst á fór móttakan í handaskolnm, og varð ekki eins góð stjórn á herliði því, sem vera skyldi, er taka átti við landfestum loftfar'sins. Eckener stóð á stjórnpalli. — Varð honum svo mikið um þetta, að hann hastaði á heimamenn með þeim hætti, sem Ameríku- mönnum líkaði ekki, og ætlaði alt að lenda í háa-rifrildi milli hans o g forstöðumanna flugvallarins. En þýski konsúll staðarins var þarna staddur og miðlaði málum. Er loftfarið var komið í fastar skorður, tóku farþegar að búast til að stíga á land, sem lög gera ráð fyrir. En þá tóku tollþjónar og eftir- Miljónum króna hafa menn fleygt út úr landinu fyr- ir óvandaðar vjelar. Útvegsmenn! látið yður það til varnaðar verða og kaupið aðeins þær vönduðustu og ábyggilegustu vjelar, sem þjer getið fengið og sparið yður mörg hundruð króna viðgerðakostnað. KELVIN mótorinn uppfyllir þessar kröfur og sparar yður margar áhyggjur. Kelvinverksmiðjan framleiðir þrisvar sinnum fleiri skipsmótora, en nokkur önnur verk- smiðja í heiminum. Kelvin mótorarnir brenna gasolíu og eru mjög spar neytnir. — Ódýrir varahlutir ávalt fyrirliggjandi. KELVIN mótorarnir eru nú töluvert ódýrari en áður. Aðalumboðsmaður 01. Eiatarsson. Hverfisgötu 34. Sími 1340. litsmemx í hnakkadrembið á þeim svo óþyrmilega, að úr' varð önnur rimma. Höfðu farþegar ekki búist við því, að leita þyrfti á þeim hátt og lágt og í farangri þeirra, eins og tollþjónar áliti að hjer mundu nm smyglara að ræða. En farþegar urðu að láta sjer það lynda, að tollskoðun yrði hin nákvæmasta. Þagnar loforð. Er hingað var komið sögunni þóttust blaðamenn mega taka til sinna ráða, og leita frjetta hjá farþegum og fararstjórum. En þá varð ekki mikið úr því. Eckener foringi fararinnar hafði skrifað undir samning við ýms blöð um það, að segja engum nema þeim, neinar frjettir af ferð- inni, fyr en eftir viku, frá því að loftfarið kom til Ameríku. Urðu farþegar allir að gangast undir þagnarloforð.En fyrirfríðindi þessi til handa blöðunum keyptu blöðin far fyrir farþegana fyrir geypi- verð. Er mælt að eigendur loftfars- ins hafi fengið hátt upp í eina miíjón marka fyrir ferðina. Loft- farið mun hafa kostað rúmlega 4 miljónir marka. Mikil óánægja reis út af þess- um frjettasamningum, er Eckener liafði gert, og talið að hann hafi fyrir þá orðið sjer til minkunar. , lohannes Veidon. Fyrirlestur og hljómleikar í Nýja Bíó, 28. þ. m. Jeg hafði að vísu búist við miklu af Yelden, er jeg tel meðal gáfnð- ustu manna, sem jeg hefi kynst, og einna harðduglegastan. Það kom mjer þó á óvart, er hann flutti fyrirlestur á íslensku — ný- kominn hingað — og það all-sköru lega. Skildist hvert orð fyrirhafn- arlaust. (Hitt var mjer kunnugt um, að hann ritar íslensku við- stöðulítið). Erindið var um Tjekko slóvaka, sjálfstæðisbaráttu þeirra, þjóðerniseinkenni og menningu, og flutt vegna þess, að nú (28. okt.) vax- 10 ára sjálfstæðisafmæli þjóð- aririnar. Voru skuggamyndir sýnd- ar til skýringar. Fyrirlestrinum var tekið afbrigða vel. Að erindinu loknu hófust hljóm- leilcar. Var fyrst leikinn þjóðsöng- ur Tjekkóslóvaka, þá fánasöngur- inn og nokkur þjóðlög, en að síð- ustu strokkvartett í F-dúr, op. 96, eftir Anton Dvorák. Er það býsna fögur tónsmíð, full af skáldlegum hugsunum, frumleg og iðandi af lífi. — Kvartettleikararnir voru: Velden (með 1. fiðlu), Þórarinn Gnðmundsson (með 2. fiðlu), Gte- org Takács (með lágfiðln) og Aicel Wold (með knjefiðlu). Það er ekki einu sinni á færi afburða- Iístamanna að flvtja kvartetta óað- finnanlega eftir skamma samæf- ingú. Til þess þarf langa sam- vinnu, jafnvel árum saman. Því var mesta furða, hversn vel tókst flutningurinn tá strokkvartett Dvoráks, (allmiklu betur en þjóð- lögin). Var sú frammistaéa öllum hlutaðeigendum til sóma og mik- illar þakkar verð. Aðalheiðurinn á Velden skilið og er ekki höggvið nærri neinum, þó að það sje sagt. Hljóðfallið örugga mun mega þakka honum fyrst og fremst — „kammermusik' ‘ -stílinn — yfir- leitt listaræna svipinn á samleikn- um! Enda var fiðluleikur hans og forusta svo sem búast mátti við af snjöllum og ágætlega mentuðnm tónlistamanni. — Strokkvartett- inum var tekið með miklum fögn- uði, og munu menn óska þess al- ment, fá að heyra hann aftur — og rneira af því tægi. Sigf. E. Chamberlain f rí sknr Frá San Francisko er símað, að utanríkisráðherra Breta, Chamber- lain, er verið hefir þar vestra mánaðartíma, sje nú fariim heim- leiðis. Sje hann nú svo heill heilsu, að hann geti tekið við fyrri störf- um sínum, er hann kemur heim.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.