Morgunblaðið - 02.11.1928, Síða 3

Morgunblaðið - 02.11.1928, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ 3 l MORGUNBLAÐIÐ Btofnandl: Vilh. Finsen. } títgefancii: FJelag I Reykjavlk. i Ritstjórar: Jön KJartansaon. Valtýr Stefánsson. AufirlÝsingastJöri: E. Hafberg. Bkrifstofa Austurstræti 8. Slxal nr. 500. Auglýslngaskrlfstofa nr. 700. Helmaslmar: Jön KJartansson nr. 74*. Valtýr Stefánsson nr. 1210. E. Hafberg nr. 770. AskrlftagrJald: Innanlands kr. 2.00 á mánuBi. Utanlands kr. 2.60 - —.. I lausasölu 10 aura eintakiB. Ertendar símfregnir. Svíar og Serbar. Frá Stokkhólmi er símað: Fjár- málaráðherrann í Jugoslafíu og sænski eldspýtnahringurinn hafa undirskrifað sanming, sem veitir eldspýtnahringnum þrjátíu ára einkaleyfi til þess að framleiða og selja eldspýtur í Jogóslafíu. Hins-- vegar skuldbindur eldspýtnahring- urinn^sig til þess að íitvega Júgó- slafíu lán að upphæð tuttugu og tvær miljónir dollara. llynðafitTarp byrjað fyrir alvöru í Bretlandi. Khöfn, 1. nóv. FB. Frá London er símað: Fyrsta opinbert myndaútvarp í Bretlandi fór fram í gær. Er nú talið, að mvndaútvarpið sje komið yfir til- raunastigið.Verður myndum fram- vegis útvarpað daglega. Móttöku- tæki kosta tuttugu og þrjú ster- lingspund. „Zep^elfn greifi“ Lominn heim eftir 71 stundar flug Khöfn, FB 1. nóv. Frá Berlín er símað: — Vegna storms vestan við Bretlandseyjar neyddist loftskipið Zeppelin greifi til þess að víkja frá stystu leið og stefna í suð-austur og yfir Liscayaflóa sunnan Brest og lenti i morgun klukkan sjö í Friedrichs- haven, eftir sjötíu og einnar kJukkustundar flug frá Lakehurst i New .Jersey. Höfðu menn safn- ast saman í tugþúsundatali til I>ess að fagna loftskipinu í Fried- ^ichshaven. ----——---------- MtMrtta uígð í gær. Borgarnesi, FB 1. nóv. Hvítárbrúin var vígð í dag. — ^igsluathöfn hófst klukkan rúm- lega eitt. Forsætisráðherra flutti Snjalla tölu, vestan megin árinnar, i Mýrasýslu. Hafði margt manna SaLiast þar sarnan, úr baðum sýsl- líklega um 500 manns. V«r veður ekki gott, gekk á með •kújagangi, hefði ella verið þarna *angtum fleira um manninn. Lá 'er lokið var vígsluræðunni klipti fersætisráðherrafrúin á streng, er Þaninn var yfir brúna. Voru flagg- Vtirnir í strengnum. Gekk síðan ^annfjöldinn suður yfir brúna. ^ar hjelt Guðmundur Björnsson ^ýslumaðiy ræðu og því næst vega laálastjóri. Halldór alþýðuskáld ^elgason flutti kvæði. Á undan Í8tlðunmn og eftir var sungið. krá Hvanneyri að Hvítárbrúnni nú fært bifreiðúm. Var vegur- líln nýlega lagaður. Rafmagnsmilið í bæjarstjóru. Loddaraleikur jafnaðarmanna. Eins og bæjarbúum er liunnugt, sneri Sigurður Jónasson bæjarfull- trúi sjer til þýska rafmagnsfje- lagsins 'A. E. G. í sumar, og spurði að því, hvort það vildi gera til- boð í að byggja rafstöð við Sogið. Tók fjelagið, sem eðlilegt er, lið- lega í það, og sagði líkur til, að >að myndi geta útvegað f je handa sjer til þess að byggja stöðina, 5000 hestafla, fvrir 6 miljónir marka. Um framkomu Sigurðar þar ytra í þesspm málarekstri ganga nokkrar sögur, sem ekki er vert að rifja upp að svo stöddu. En er hann kom heim hjer í september, kom það brátt í ljós, að hann var ákaflega hrevkinn af þessum mála rekstri sínum. Hefir hann fengið flokksmenn sína til þess að dást að áhuga sínum og vex gusturinn á Sigurði með degi liverjum út af máli þessu. Á rafmagnsnefndarfundi þann 2G. okt. gerði Sigurð'ui' nokkrar fyrirspurnir, m. a. hvað liði fulln- aðaráætlun Sogsvirkjunar og áætl- un um framhaldsvirkjun Elliða- ánna. % Sagði rafmagnsstjóri að von væri á áætlunum þessum bráðlega. Út af fyrirspurnum þessum í rafmagnsnefnd reis Sigurður upp á •bæjarstjórnarfundi í gær, og þeir skraffinnar aðrir, meðal jafn- aðarmanna. Skýrði Sigurður með miklum móði frá Þýskalandsför sinni og viðskiftum við' A. E. G. Las hann upp brjef frá fjelaginu til sannindajmerkis um þangað komu sína. En erindislokin eru í stuttu máli þessi: Hið þýska fjelag gefur fyrirheit um að gera tilboð í stöð við Sogið og útvega 6 miljóna marka lan ti' ]iess að byggja stöðina — með ]jví skilyrði, að bæjarstjórn Bvík- uí gangi að hinu væntanlega til- boði, svo að segja þegar í stað. Með öðrum orðum. Hið þýska fjelag ætlast til þess, að samkepni og venjulegt útboð um verkið verði látið uiður falla, bæjar- stjórnin afhendi fjelaginu málið til framkvæmda, enda þótt upp- liæð sú, sem fjelagið nefnir, sje hærri en áætlun verkfræð’inganna. Og er heim kemur, ætlast Sig- urður og þeir jafnaðarmenn til þess, að bæjarstjórn ákveði þetta; áður en fullnaðaráætlun er gerð, og án þess leitað sje fyrir sjer með lán eða tilboð annarstaðar. Á þessum grundvelli ráðast jafn- aðarmenn á meirihluta bæjar- stjórnar, sem ábyrgð hefir á fjár- málum bæjarins og ásaka andstæð- inga sína fyrir þröngsýni og aftur hald, en gæta þess ekki, að sjálf- ir sjá þeir ekki eða þykjast hvorki vilja eða geta sjeð nema eina lausn Jiessara mála, eitt f j.elag, eina leið til fjáröflunar o. s. frv. Slík framkoma er ekkert annað en pólitískur loddaraleikur, eins og Pjetur Halldórsson benti þeim rækilega á í gær á bæjarstjórnar- fundi. ^ <S> * v" Guðspekifjelagið. — Fundur í kvöld kl. 8’/2. Efni: Þjónustu- reglan. Samræmi og samanbarðnr. \ í 217. gr. almennra hegningar- laga er svo ákveðið: Ef maður raeiðir æru manns .... varðar það sektum frá 10 rd. til 200 rd. eða einföldu faligelsi í hálfan mánuð eða lengur alt að 6 mánuðum. Það er ódýr skemtun að vera mannorðsþjófur hjer á .landi enda leyfa. margir sjer þá ánægju. Hvers virði er æra manns og mann- orð og hvers virð'i er prúðmenslta manna á milli borið saman við þá óhæfu að t. d. heiðvirð sveitakona býr til rababervín, sem reynist óleyfilega sterkt. Minsta hegning við þessum' óheyrilega glæp er 1000 kr. sekt og fangelsi að auk. í 202. og 203. gr. hegningarlag- anna .... : Hver sem veður upp á annan mann ineð höggum og barsmið eða öðru líkamlegu of- beldi .... sje slíkt ofbeldi haft í frammi við foreldra .... þá varð- ar það fangelsi, ekki vægara en 4 mánaða einföldu fangelsi, eða betrunarhússvinnu alt að 2 árum. Nú má segja, að menn sjeu fjóra mánuði að afplána 5000 kr. sekt. Fyrir að' brjóta í fyrsta sinn gegn banninu um að flytja vín inn til sölu má dæma menn í 5000 kr. sekt. Það er m. ö. o. talin eins mikil 0 óhæfa að t. d. háseti á skipi gerir sjer aukaatvinnu að því að selja áfengi og að hann ráðist á gamlan heiðvirðan föður sinn með líkam- legu ofbeldi. Sú var tíðin að ann- ar mælikvarði hefði verið lagður á ]fetta. í 192. gr. hegningarlagaima stendur: Ef maður af ásettu ráði drepur föður sinn eða móður .... varðar það .... samt má færa liegninguna niður í 2 ára liegning- arvinnu, ef svo er ástatt, sem gjört er ráð fyrir í 188. gr. (Hafi verk- ið verið unnið í ákaflegri bræði sem sá er drepinn var vakti með misgjörð við sjálfan hann t. d.). í 27. gr. áfengislaganna er kveð- ið á, sem hjer segir: Ef áfengi er flutt inn í því skyni að selja það eða veita fyrir borgun, þá varðar það sektum: .... þriðja sinn 4000 — 20000 kr......Ennfremur skal sökunautur sæta fangelsi, eða ef brot er margítrekað eða miklar sakir eru að öðru leyti, hegningar- vinnu alt að tveim árum. Eftir gildandi reglum eru mfnn liðugt ár að afplána 20000 kr. sekt og getur því farið svo að forhert- ur bannlagabrjótur sitji þrjú ár í fangelsi og verði að þrælka tvö af þeim. Ef komandi kynslóðir taka þetta sem vott um siðferðisþroska ís- lendinga á því herrans ári 1928, ao það sje eins refsivert eða refsi- verðara að smvgla inn áfengi til þess að græða á því eins og að drepa móður sína jafnvel af á- settu ráði, er jeg hræddur um að sá þroski verði ekki talinn mikils virði. En í raun og veru væri sá dóm- ur ekki allskostar rjettur. Rjett- ara er að líta svo á, að meiri hluti þeirra manna sem rjeðu lögum og lofum hjer á landi á nefndu herr- ans ári, liafi látið heimskt og blint ofstæki manna, er þeir óttuðust, toga sig lengra en þeir sáu og höfðu hugmynd um. Kr. Linnet. Stjórnirnar í Þýskalandi. Ríkisstjórnin þýska hefir ein- um rómi ákveðið að undirbúa nýtt stjórnskipulag í ríkinu, bæði til stórköstlegs sparnaðar og eins til þess að gera öll stjórnarstörf fá- breyttari og auðveldari. Eins og kunnugt er, hefir hvert ríki í Þýskalandi sína eigin stjórn og þing, auk ríkisþingsins, og verð- ur af þessu óhemjulegur óþarfa- kostnaður, og auk þess verða allar framkvæmdir miklu flóknari en vera þyrfti, ef að'eins væri ein stjórn og eitt þing. En Bayernsmenn risu öndverðir gegn þessu, enda er Bayern það ríkið í Þýskalandi, sem alla jafna hefir viljað berast á sem sjer- stakt ríki, og stundum verið grunt á því góða milli þess og Prúss- lands. 4 fermingarfðt, skyrtur. flibbar, ódýrast í Ves'ðiun Sfmi 800. TiOFflHI er orðið 1.25 á borðið. Baráttan gegm krabbameininu. Á fundi í Kaupmannahöfn fyrra - þriðjudag, var stofnað landsfjelag til þess að vinna gegn útbreiðslu krabbameins og styðja tilraunii" þær, ?em nú er verið að- -gera til þess, að rannsaka krabba- meinið, og finna læknislyf gegn því. Á fundinum var kosinn for- maður C. O. Jensen, varaformenn Lassen skrifstofustjóri og Skott- Hansen læknir. (Tilkynning frá sendiherra Dana.) —-—«m»—-— Ókyrð í Afghanistan. Þegar Amanullah konungur kom úr Norðurálfuför sinni, var það hans fyrsta verk, að' reyna að koma á ýmsum Norðurálfusiðum heima fyrir, til dæmis að Afghanar tæki upp búning Norðurálfu- manna.En þetta mætti megnri mót- spyrnu meðal alþýðu, og hafa gengið ýmsar sögur um það, að ókyrð nokkur' hafi verið í ríkinu síðan. Og til marks um það, að þetta er satt] kemur sú fregn það- an að austan að hinn 10. október hafi herlið' verið sent til þess að „refsa“ íbúunum í Ghilzai. Er það þorp nokkurt, Iskamt frá Altimur-skarði. raVifilssta^a, Hafnarfjarðar, Keflawikup og anstur yfir fjall daglega frá Steindóri. Sími 581. 3 j JHvítar og mislitar afpassaðar ! lardínur eru seldar með miklum afslætti. Verslun m ]8C0bS8B. Maismjöl kom med Brúarfossi. Verður selt mjög ódýrt. Von. T. O. O F. 1 — 1101128'/, — I & II 15 ár eru liðin í dag síðan fyrsta tölublað Morgunblaðsins kom út. Saga þess um þessi fimtán ár, verður ekki rakin hjer, en þó er rjett að taka nokkrar línnr upp úr ávarpi þess er það reið úr' hlaði: „Það er ekkert „stórblað'1 — eins og sumir í skopi hafa kallað það — sem hjer hleypur af stokkun- um. -*---En það á að geta orðið „stórblað“, eftir íslensknm mæli- kvarða, þegar fram líð'a stundir.“ — Nú þegar, eftir aðeins 15 ár, er Morgunhlaðið orðið stórblað eft- ir íslenskum mælikvarða, mörgum sinnum stærra en nokkurt annað blað, sem út. hefir verið gefið á íslandi. Ný neðanmálssaga hefst í blað- inu í dag og er hún eftir' Rafael Sabatine, þann rómanahöfund, sem nú er mest lesinn í álfunni. Fylg- ist vel með — vður mun ekki iðra þess. Sagan mnn veita yður marga skem.tilega stund, og þegar fram í sækir munuð þjer jafnan I bíða framhaldsins með óþr'eyju. Vjelæreimar, íleimalánar og alkkonar Reitnaóburður. ValA. Ponlsen. Seik frestað. Vegna óvið- | ’a orsaka var hljómleik próf. Velden frestað. Andvirði keyptra að'göngumiða verður greit.t í bókabúðtinum. „LjTa“ fór hjeðan í gærkvöldi Meðal farþega voru Tómas Tóm- asson ölgerðarmaður, Guðmundur Kristjánsson skipamiðlari, ungfrú Sesselja Sigmundardóttir, Helgi H^llgrímsson kaupmaður, As- mundur Jónsson kaupmaður, Hafn arfirði, Jón Leifs og frú, konsúls- frú Lövland með börli sín, frú Eva Björnsson, Nordenstedt verk- fræðingur, sem verið hefir við sænska íshúsið hjer, Johs. M. Övergaard verkfræðingur o. m. fl. Til Vestmannaeyja voru margir farþegar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.