Morgunblaðið - 23.11.1928, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.11.1928, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Rngmjöl. Hálfsigtimiöl. Hveiti. Nýkomið: Barnagúnmnstíffvjel. Hlífarstígvjel kvenna og barna. Karlm.skóhl. ódýrar. Inniskór úr flóka og skinni, mikið úrval. Karlmannaskór, með og án táhettu, okkar góðkunnu tegundir. NB.: Lítil númer (34—37) af kvenskóm seljast fyrir hálfvirði til helgar. SkðMð Reykjavlknr, Áaáistr. s. Almenninyseldhús. Tíminn er peningar —- segja menp, en fara of sjaldán eftir ]>ví boðorði. Einkum hafa margir átt erfitt með að gera sjer grein fyr- ir því, að tími kvenfólksins sje nokkurs virði. Það eru ógurleg anna býsn, sem oft er hlaðið á herðar íslenskra húsmæðra, vegrxa óhagstæðra húsakynna, og vÖntun á flestum þeirn þægindum, sem 1 úsmæður hafa víða annarstaðar. Það er til dæmis ekki lítið verk að elda mat allan ársins hring — þó eigi sjeu nema fáir menij í heiiu ili. Verkið svo tilfinnanlega mikið, einmitt þegar heimilisfólk er fátt. En því ekki í bæ eins og Rvík að gera tilraun til þess aði ljetta eldamenskunni af lieimilunum, stofna almenijiingseldhús þar sem matreitt er í stórum stíl, fiskur og vellingur eða yfirleitt hinn óbrotn- asti matur sem hjer tíðkast á heim ilum, og sje maturinn síðan fluttur tilbúinn til heimilanna í handhæg- um ílátum sem hægt er að bregða yfir hita, áður en hann er borinn á borð. Eldhúsin ákveða viku fyrirfram hvað matreiða skuli, og panta og borga fjölskyldurnar matinn fyrir viku eða mánuð fyrirfram. ,Með þessu móti gætu margar fjölskyldur sparað mikinn vinnu- kraft á heimilunum og fengið góð- an og vel tilbúinn mat. fyrir engu hærra verð' en með því að elda hann heima. Ekki þarf að byrja í stórum stíl. Matsölukonur gætu e. t. v. byrjað á þess háttar viðskiftum með því að fá 30—40 fjölskyldur til þess að skifta við um vissan tíma. Með stjórnsemi og vandaðri matargerð myndi viðskiftamönnum við slíkt almenningseldhús brátt fjölga. Huglvsing frá byggingarnefnd. „ruiiyrt er“ Hjermeð auglýsist að byggingarnefnd hefir ákveðið, að eftirleiðis megi byggingarfulltrúi ekki leggja mál fyrir nefndina, sem kom til hans seinna en á hádegi, tveim dög- um fyrir fund, svo hann hafi nægan tíma til að gera at- huganir og tillögur. Er því brýnt fyrir öllum þeim, er send'a vilja bygging arnefnd erindi, að gæta þess, að þau sjeu komin í hendur byggingafulltrúa á tilsettum tíma. • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • Hrelns kristalsápa selst nm alt land. • • •• • • Máluerkasýning Sveins Hðrarinssonar í Bood-Templarhnsinn er opin í dag, á morgun og sunnudag kl. 10—6. » Mikill karl“. Ba’jarfulltrúi og ritstjóri Har- aldur Guðmundsson segir í Al- þýðublaðinu 16. nóvember: „Haraidur spurði borgarstjóra, livort allur þessi dráttur stafi af því, að Knútur sje á móti virkj- un Sogsins. Ekki vildi Knútur kannast við að svo sje*, en liafði upp sín fyrri svör um skort á rneiri rannsóknum.1 ‘ Sami ritstjóri segir í sama blaði 20. nóv.: „Borgarstjóri er á móti virkj- un Sogsins", og 23. nóv. lætur hann athuga- semdalaust blaðið flytja þessa klausu: „Borgarstjórinn er á móti** vírkjun Sogsins. Hlann hefir lýst yfir þeirri skoðun sinni*.“ „Mikill karl“ hann Haraldur, en sannleiksást lxans nokkuð lítil fyr- irferðar. Borgarstjórinn í Reykjavík, 22. nóv. 1928. K. Zimsen. BRAGÐIÐ mm MJ0RLÍKI XONGENSNYTOKV KOOENHAVN HOTEL COSMOPOLITE anbefaler liae rolige of velmonterede Vaerelser, alle moderne Bekvemmdigheder. Hyggelige Restaurations- lokaler. Bifiig Frokost og Dinér. PENSIONÆRER % Tlgr.-Adr.: Cosmopolit - Tclefon Centrol 80 Lokalmr tU Modot og Vdstllllng segir Alþbl. í gær, „að Ólafur Thors muni ekki taka sæti í samn- iuganefnd þeirri, er hann var kos- inn í frá útgerðarmönnum. Mun Ólafur telja heppilegra fyrir valda brölt sitt að hann Ieggi ekki hið pclitíska álit sitt í hættu í sjó- mannadeilunni. Býst haun, sem von er, við' að framkoma útgerð- armanna í gífrð sjómanna verði eltki vinsæl hjá öllum almenn- ingi.“ Mjer þykir líklegt, að ritstj. Alþbl. viti að jeg er formaður í fjelagi ísl. botnvörpuskipaeigenda, og mætti honum því vera ljóst, að ábyrgð mín á ákvörðunum út- gerðarmanna í sambandi við kaup- deiluna er hin sama livort sem jeg tek sæti í samninganefnd útgerð- armanna eða ekki. Mjer er fullljóst að jeg ber minn hluta af ábyrgðinni. Hjá því kemst jeg ekki og hefi til þess enga til- hneiging. En því hefi jeg ekki tek- ið sæti í nefndinni, að jeg fór utan rjett í því að nefndarstörf hyrj- uðu, en síðan jeg kom heim hefi jeg haft ýmsu að sinna, enda altaf tvísýnn hagnaður að því að skifta um nefndarmenn í miðjum klíðum. Reykjavík, 21. nóv. Ólafur Thors. Luendorff geðveikur. Ludendorff fyrvérandi yfirfor- ingi yfir her Þjóðverja, hefir orð- ið sjer til lítils sóma síðan ófriðn- um lauk. Hann flúði úr landi eins og keisarinn. Skrifaði síðan æfi- minningar sínar, er urðu honum til lítils álitsauka. Hann hefir verið riðinn við uppreisnartilrauuir. — En nú er hann alveg að tapa sjer, hefir fengið einskonar ofsóknar- æði, og heldur að menn sitji um líf hans. Nýlega fjekk Hindanburg skeyti á þessa leið: Hundruð borgara. í Köslin biðja yðvir að vernda Lu- dendorff, þenua mesta stjórnmála- mann Þjóðverja, fyrir þeim, sem sitja um líf hans með rýtingum, eitri og skammbyssum. Maður að nafni Ahlemann, er einskonar fylgdarsveinn Luden- dorff, og sendi skeytið. — Hafði hann lióað saman fundi þessum í Köstin, og talið fundarmönnum trú um að menn sæti um að ráða Ludendorff af dögum. En annars hefir enginn lifandi maður orðið var við að neitt slíkt ætti sjer stað, og eru þessar sögusagnir því sprottnar upp í sjúkri ímynd- un Ludendorffs og fjelaga hans. * Leturbreyting hjer. ** Leturbreyting í Alþýðublað- mu. EIMSKIPAFJELAG ÍSLANDS C ii Boðafoss" fer hjeðan í kvöld kl. 10 til Aberdeen, Hnll og Hamborg- ar. Hangikjöt austan úr Hrepp fæst í Herðnbreið. Hafrar. Danskir hestahafrar eru nýkomnir og verða fram- vegis til, og alt mögulegt hænsnafóður. Von. Prjónföt, treyja, buxur og húfa samstætt fyrir börn. Prjónpeysur. Prjóntreyjur. Prjónbuxur. Prjónhúfur. Prjónsokkar. Prjóntreflar. Fallegt, gott, ódýrt. [S. Jóhannesdóttir Auoturotratl 14. (Beint á móti Landsbankanum /. Slmf F887. Hlorakaup. Til þess að rýma fyrir jólavörunum gef jeg 15- 50% af öllum vörum nýjum sem gömlum í nokkra daga. Gjörið svo vel að líta inn, og þjer munið sann- færast um, að hjá mjer fáið þjer smekklegustu og bestu vörurnar lang ódýrast. Verslun Torfa B Pórðarsonar. Asínr, Agnrkur, Pickles, Ansjons, fást í MatarbúB Slðturfielauslns. LaugATeg 42. 8hnl *11

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.