Morgunblaðið - 12.12.1928, Blaðsíða 3
MORGUN BL Af)H
9
MORGUNBLAÐIÐ
Btofnandl: Vllb. Flnaen.
tTtaef&ndl: FJela* I Reykjavln
Rltatjör&r: Jön KJartanaaon.
Valtjr Stef&naaon
A.ucl^’alngaatjörl: E. Hafber*
Bkrlfatofa Auaturotnetl B.
tími nr. 600.
kUKlýalnKaakrlfatofa nr. 700
Halnaataaar:
Jön KJartanaaon nr. 741.
Valtýr Stefánaaon nr. 1110
B. Hafber* nr. 7T0.
kakrlf tacjald:
Innanlanda kr. 6.00 á aánutll
Ut&nlanda kr. 1.60 - —
7 lauaaaðlu 10 aura etntaktt)
Erlendar símfrEgnir,
Kliöfn, PB. 10. des.
Ráðsfundur Þjóðabandalagsins.
Frá Lugano er sím'að: Ráðsfund-
uir Þjóðabandalagsins liófst í dag.
ISngin stórmál á dagskrá. Mesta
-athygli í sambandi við fundinn er
talið að einkaumræður Briands,
'Stresemanns og Chamberlains muni
vekja, einkanlega umræður þeirra
viðvíkjandi skaðabótagreiðslum
JÞjóðverja, heimsendingu setuliðs
Bandamanna úr Rínarlöndum o. s.
fry.
Æsingar í Bolivíu.
Prá Lapaz er símað: Landamæra
bardági sá, sem um var getið í
skeyti í fyrradag, á milli Para-
guay-hers og Bolivíu-liers, hefir
vakið miklar æsingar í Bolivíu
gegn Paraguay. Stjórnin í Bolivíu
hefir sent sendiherra Paraguay
heim til lands síns. Bolivíu-herinn
thefir aftur náð virkinu á sitt vald.
Heitir virkið „Varguadis“.
Prá Buenos Aires er símað:
iBlöðin í S.-Ameríku álíta landa-
’mæraskærurnar á milli Paraguay
ng Bójivíu alvajrlegar. Fregnir
hafa borist um, að Bolivia kalli
saman herinn.
Verðhrun á kauphöllinni í
New York.
Prá New York er símað: Nýlega
byrjaði afturkippur á kauphöll-
inni eftir verðhækkunina, sem var
afleiðing af kosningasigri Hoovers.
Feiknaverðfall í fyrradag og mik-
ið hræðsluuppþot á ltauphöllinni.
Tapið vegna verðfallsins í fyrra-
•dag kringum 1200 miljónir doll-
ara. Sum hlutabrjef fjellu um 70
atig.
Uppreistarmenn biðja um frið.
Prá London er símað: Skeyti til
sendisveitar Afghanistan í London
hermir, að 300 uppreistarmenn hafi
fallið, en 200 verið handteknir í
bardögunum við afghanska stjóm-
arherinn. Ennfremur að uppreist-
armenn óski að semja um frið.
Nýfdeila.
Sj ómannaf j elagið segir upp samn-
ingi við Eimskipafjelagið.
PB 11. des. 1928.
Sjómannafjelagið hefir sagt upp
samningi sínum við Eimskipafje-
lagið frá næsta nýári og gert kröf-
ur, sem stjórn fjelagsins hefir
ekki sjeð sjer fært að ganga að.
Aftur á móti hefir stjórn Eim-
skipafjelagsins boðið að fram-
lengja núverandi samning við Sjó-
mannafjelagið. Hafa stjórnir fje-
laganna. átt einn viðtalsfund um
málið.
4« «
* •
% 4
# *
; i
4 «
t 4
« •
♦ •
t •
• •
Hreins
kerti
Mta allir.
«*••• •••••••••••••••••••••
Brnðkanp.
fallegar 09 kaerkomnar bráðkanps- og takifærisgjafir ern landslags-
mynðir frá Lofti - Nýja Biá. Spyrjið þaiThjón og aðra sem hafa feng-
iö sendar myndir frá Lofti, hvort annað prýði heímilið meira 7 Loftur
hefir gott úrval — alt úr íslandsfilmunni. — Myndirnar eru ekki ódýrar,
en fallegar. Kostar ekkert að sjá þær.
Loftnr » Nýja Bíð. Altaf ttl viðtals eftir kl. 2.
„Aliaf að tapa
kaffl
Síðustu greinum Sigurjóns Á.
Olafssonar í Alþýðublaðinu var að
mestu svarað hjer í blaðinu áður
en hann hafði lokið máli sínu. —-
Með sínum eigin orðum hefir hann
verið negldur við þá staðreynd,
að kauphækkunarkrafa lians nem-
ur 50—60%. Og með sjálfs hans
ummælum hefir það verið sannað,
að ótækt er og fjarstæða að
ætla sjer að taka erlenda útgerð
til samanburðar og sönnunar á
kröfurjetti Sigurjóns til 50—60%
kauphækkunar.
Til þess að ummæli Sigurjóns
sjeu Iirakin í öllum greinum, og
ekki standi steinn yfir steini í
uodirstöðu þeirri, er hann hugðist
bygt geta á kröfur sínar, er rjett
að athuga eina atriðið, sem ósvar-
að er, þ. e. hlutdeild íslenskra og
erlendra togarasjómanna í afla.
Sýnist e. t. v. sem óþavft. sje
að fjölyrða um þetta, en valt virð-
ist þó að treysta glöggskygni al-
mennings, þegar maður sá, sem
ber sk.vlda til þess að þekkja þessi
mál. er haldinn slíku brjálæði sem
formaður Sjómannafjelagsins.
Hann hefir viljað leita kröf-
um sínum stuðnings með því
að halda því fram, að kaupgjald
íslenskra togarasjómanna væri
minni hluti af afla togaranna, en
erlendir sjómenn fá af afla er-
lendra togara.
í algleyming kemst þessi fá-
heyrða endemi með svohljóðandi
gleiðletraðri yfirlýsing S. Á. Ó.
i síðustu grein hans:
„Ber alt að sama brunni. ís-
lensk togaraútgerð ver minstn af
verði aflans til launa“.
S. Á. Ó. telur að kaupið nemi
24,5% af andvirði aflans — á ísl.
skipum. Það er rangt. — En látuin
þá rangfærslu liggja á milli hluta.
Athugum hitt, að samltv. opinber-
um skýrslum fóru togarar Þjóð-
verja 1924 6351 veiðiför. Meðal-
útgerðarkostnaður á mánuði var
10,146 mörk. Meðalkaup á mánuði
2260 mörk, eða 22%. Líkt er kaup
gjaldshlutfall á enskum togurum,
en á þeim belgiskn er það mun
lægra. En alt þetta skiftir litlu
máli.
Hitt er aðalat.riðið, að ]>egar
rnaður sá, sem í bili tekur sjer
forystu sjómannanna, krefst kaup
liækkunar, sem hann sjálfur telur
50—60%, ]>á færir liann slík rök
fvrir rjettmæti kröfunnar.
Málið er ekki torskilið.
Til fullkomrar skýringar er best
að sníða dæmi við hæfi S. Á. Ó.
Segjum, að stjórn Sjómannafjelags
ins ta^ki sig til og færi að róa
austur á Stokkseyri á sex manna
fari á uæstu vertíð, og yrði Sigur-
jó.o formaðurinn.
Þeir sex-menningarnir myndu
fá um % af andvirði afla eða svo,
samkv. venju.
Þá gæti Sigurjón Á. Ólafsson
Sjómannafjelags- og sexærings-
formaður gleiðletrað í Alþýðublað-
inu:
„Ber nú alt að sama brunni.
Stokkseyrarútgerðin ver mestu af
andvirði aflaas til launa“.
En væri þetta nú sönnun þess,
aS stjórn Sjómannafjelagsins bæri
meira úr býtum en hásetar á tog-
urum, sem að sögn Signrjóns fá
aðeins af andvirði aflans?
Ef nú S. Á. Ó. skyldi geta átt-
að sig á því, að samt sem áður
væri hlutur togaraháseta meiri
en þeirra, sem frá Stokkseyri róa,
þá mun e. t.. v. renna upp fyrir
honum, að eins og talsverður mun-
ur er á togaraiítgerð í Reykjavík
o g Sttokkseyrayútgerðinni, hvað
snertir aflamagn, útgerðarkostnað
og hluta útgerðarkostnaðar, sem í
kaupið fer, eins er liinn mest.i mun
ur á þessu, þegar rætt er um ísl.
togaraxitgerð eða erlenda.
Hjer eru gerð út stærri skip og
dýrari, fleiri menn á hverju skipi
hjer en annarsstaðar, alt að þre-
falt fleiri, betra fæði hjer, meira
veiðarfæraslit, oft tvöfalt kola-
verð hjer, þyngri skattar, hærri
vextir o. fl. o. fl.
Stefnir alt að því að breilcka
bilið milli íslenskrar og erlendrar
útgerðar, og gera allan samanburð
Sigurjóns fjarstæðukendan. Alveg
eins og sjómaðurinn á 6 manna
farinu, er fær % af % aflans eða
% vel getur borið minna úr býtum
en togaraháseti, sem fær, eftir
Sigurjóns-reikningi, 1/20—1/30 af
Y, aflans eða V120—%o> eins verður
enginn skynsamlegur samanburður
gerður á launakjörum íslenskra og
erlendra togaraháseta, eftir því,
hvort mikill eða lítill hluti aflans
fer í kaup hásetanna.
Er þá þessi bábilja Sigurjóns
kveðin niður.
Enn má nefna tvö minni háttar
atriði í síðustu greinum Sigur-
jóns. Hann telur framkvæmda-
stjórana of marga og tekjur frarn-
kvæmdastjóra og skipstjóra of
háar.
Hið fyrra atriði byggir liann enn
á erlendum samanburði; segir, að
erlendis stjórni sami maður mörg-
um skipum, en lijer fáum. S. Á. Ó.
þekkir illa það sem íslenskt. er, en
hið erlenda ver, og ferst honum
allur erlendur samanhurður ó-
hönduglega. — Hugsanlegt er, að
með tímanum megi eitthvað fækka
hjer þeim mönnum, sem bera fram-
kvæmdastjóranafn. En vinnukraft-
ur við stjórn útgerðarinnar verður
að vera að mestn sá sarni og nú
er. Munurinn hjer og erlendis auð-
sær vegna þess, að það er meira
nýkamið.
Ólafur Gíslason & Co.
Jólagjafirnar
ern f mesta únrali hjá
SI g n r þ ð r.
verk að stjórna útgerð eins skips
hjer en margra erlendis. Erlendis
er aflinn seldur, er skipið ltemur
í höfn, en hjer „byrjar vinnan fyr-
ir framkvæmdastjórana, þegar hún
hættir erlendis“, eins og merkur
útgerðarmaður enskur komst að
orði, er liann hafði kynst verki og
vanda ísl. ú t ge rð a i'm an n a, því
framkvæmdastjórar ytra hafa enga
hafa enga fyrirhöfn af sölunni.
Plestir framkvæmdastjórar hafa
lijer hlægilega lág laun, miðað við
erlend Iaunakjör, en sumir þeirra
og eins ýmsir skipstjórar hafa all-
há laun. Eru þau ákveðin eftir
þeirri grundvallarst.efnu, að meta
forvstuna umfram almenna starfs-
krafta. Um ágæti þeirrar stefnu
mun óþarfi að ræða við Sigurjón,
því hún ríkir auðsjáanlega og
drotnar í Sjómannafjelaginu og
Alþýðuflokknum. Sjest það glögg-
lega með því að bera saman tekj-
ur Sigurjóns, Jóns Baldvinssonar,
Haraldar Guðmundssonar við sjó-
raannakaup. Allir munu þessir
menn hafa hærri tekjur en meðal-
laun framkvæmdastjóra; þó eng-
inn iþessara „leiðtoga" komist í
hálfkvisti við hæstlaunaða fram-
kvæmdastjóra landsins: Hjeðinn
Valdimarsson.
Fátækramálin
og fátækrafulltrúarnir.
Á síðasta bæjarstjórnarfundi
komu m. a. fátækramálin til um-
ræðu. Hallgrímur Benediktsson
vakti fyrst máls á þeim. Hann er
í fátækranefnd.
Hann taldi það augljóst mál,
að leita þyrfti umbóta á þessum
sviðnm, því þeir sem kunnugir
væri fátækraframfærinu hjer í
bænum vissu vel, að ýmislegt færi
þar aflaga, með því fyrirltomulagi
sem nú er.
Þegar tekin var upp sú tilhögun
sagði H. B. að skipa launaða fá-
tækrafulltrúa, er gætu gefið sig
við því starfi, var það gert með
það fyrir augum, að menn þessir
gæti komið fram með tillögur til
Karlmanna
og nnglingaföt, blá og mis-
lit, seljast með 10% af-
slætti til jóla.
Verslun
Torfa G. Pðrðarsonar
Langavegi.
umbóta, er miðaðar væri við
ástandið hjer í bænujn.
Menn þessir hafa ennþá unnið of
skammán tíma, til þess að búast
megi við gagngerðum breytingum.
En jeg vona, að margt gott geti
leitt af starfi þeirra.
Eftir mínum kunnugleika á
þurfalingum bæjarins, má skifta
þeim í alveg greinilega flokka. —
Einn flokkurinn eru gamalmennin,
er unnið hafa baki brotnu alla æf-
ina, og hefir dagað uppi, mist stoð
skyldmenna sinna, og eigi hafa get
að lagt neitt fyrir til efri áranna.
Þetta er sá flokkur manna, sem
þjóðfjelaginu ber brýnust skylda
að sjá farborða. Og ilt er til þess
að vita, að eigi skulu vera til nein-
áv tryggingar eða sjóðir, til þess
að nota, til að sjá þessu fólki
fyrir nauðsynlegum lífeyri.
Annar flokkur er sá, sem fer á
sveitina, vegna þess að sjúkdómar
eða. önnur óhöpp gera fólkinu
ómögulegt að stunda atvinnu sína
um lengri eða skemri tíma. Sjer-
stök hjálp kemur þar að bestu
haldi.
Og þá eru ótaldir slæpingjar og
vandræðamenn, sem geta ekki eða
vilja ekki sjá fyrir sjer sjálfir.
En eins og nú horfir við, er alt
í einn lagi, einum hrærigraut,
hendingum og ti.lviljunum háð.
Er vonandi að takast megi
brátt að finna betra skipulag á
fátækraframfærinu.