Morgunblaðið - 20.12.1928, Blaðsíða 6
8
MQRGUNBLAÐIÐ
Nýkomið:
Þurkaðar ferskjur,
Þurkuð epli.
Fíkjur,
Döðlur.
Línubátur
til sölu með tækifærisverði.
Allar upplýsingar gefur.
Jön Olafsson,
Pósthússtræti 13. Símar 606 og 2231.
Amanullah konungur heldjr ræðu í stóra hofinu í höfuð
borg sinni Kabut.
Htiir ávextir:
Epli frá ....... 0,75 '/2 kg.
Vínber ., .. ... 1,25-
Bjúgaldin.....1.13----
Glóaldin frá 0,15 stk.
Verslunin Foss.
Laugaveg 25. Simí 2031.
GilletteblSð
ávalt íyrirliggjandi í heildsölu
tlilh. Fr. Frimannston
Sími 557
Van Bouiens
Heð Goðafoss komn:
Glugga- & Dyratjaldastengur úr messing, 4 gildleikar, og alt þeim
tilheyrandi; sömuleiðis höfum við fengið nýjar birgðir af pólerað-
um trjestöngum í sama tilgangi.
Án þess að gorta af innkaupum okkar, getum við fullvissað
yður um, að við seljum altaf fyrsta flokks vörur fyrir sauu-
gjamast verð í bænum.
Kaupið þess vegna alt, sem þjer þarfnist af því sem fæst í
Laugaveg 34. „ BBTN JD“ Sími 1160.
Jólagjafirnar
ern í mesta nrvali hjá
Signrþðr.
Odvr mfltarkanp.
Höfum fengið mörg hundruð kassa af allskonar
kexi og sætum kökum, sem á að seljast nú strax.
Kassinn kostar aðeins 3,45 af sætu brauði.
Notið þetta einstaka tækifæri strax.
Seljum þessar vörur í bakhúsinu.
Sendum um allan bæ.
Klöppj Langaveg 28.
Sími 1527.
Hárgreiðslustofan H0LLYW00D
(frú Solveig P. Straumland),
Langavegi 8 (1. lofti),
•verður opnuð í dag kl. 1 e. h. Verður hún framvegis
opin alla virka daga frá kl. 9 árdegis til kl. 7 síðdegis.
Þar fást andlitsböð, handsnyrting og augnabrúna, greiðsla
og hárliðun og hárþvottur, — alt samkvæmt nýjustu tísku.
»)» ■> Simi 2382 <
Best að auglýsa í Morgunblaðinu.
hættu, og yfir miklum hluta þjóð-
arinnar vofir ]>að ennfremur að
bera ok skuldaklafans fram til
hinstu stundar. -— Vegna siðferð-
ishræsni sinnar og dæmafárrar ó-
hlutvendni hafa þessir tveir menn
skapað flokkaskiftingu, sem eng-
an rjett á á sjer, og skapað með
því „ágreining og erjur“, ríg og
illdeilur meðal manna, sem saman
eiga að standa og saman verða að
standa í viðreisn og nýsköpun at-
vinnuvegar síns.
Fnrðuflngvjelin
enn á sveimi?
Mánudaginn 10. þ. m. kl. um
41/2 síðdegis, sá jeg ásamt öðrum
manni 0g konu, einkennilegt ljós,
eða öllu heldur þrjú Ijós lágt á
himninum yfir Hvaleyrarholti að
sjá þaðan sem við vorum stödd,
sem var vestast í Pirðinum.
Jeg var á leið frá íbúðarhúsi
Hellyers og ætla niður á haf-
skipabryggju til að taka á móti
s.s. ,Imperialist‘, sem var að koma
frá Englandi, rjett kominn áð
bryggjunni.
Þegar jeg hafði gengið 25—30
faðma frá fyrnefndu íbúðarhúsi,
sá. jeg yfir Hvaleyrarholti miðju,
dauft ljós, ekki hátt á lofti, jeg
gislta á eins og 1—2 mannhæðir
fyrir ofan holtið. Mjer þótti ljós
þetta einkennilegt þó dauft væri.
Jeg stansa og horfi á þetta í 2—
3 mín. og á þeim tíma skýrðist
ljósið svo mjög, að það varð mjög
bjart og stórt, en í sömu hæð og
áður. Þetta þótti mjer talsvert
kynlegt, svo jeg lileyp til íbúðar-
hússins aftur og kalla á Englend- ]
inginn, sem þar bjó, einnig kall- ]
aði jeg á konuna, serii matreiddi:
í liúsinu, og bað þau koma út og ]
sjá einkennilegt Ijós á liimninum.
Þau komu út á tröppurnar og sá-1
um við öll þrjú þetta undarlega |
ljós, sem nú var afarstórt og i
slcært, virtist vera mildu nær en
fyrst þegar jeg sá það.
Nú sjáum við öll skært Ijós,
grænt og rautt, hvort út ’af öðru
fyrir neðan hvíta, hjarta ljósið,
og var það græna að sunnanverðu
neðan við það, en hið rauða að'
norðanverðu. Jeg náði nú í kíkir
og horfðum við öil þrjú í gegnum
liann á þessi einkennilega fögru
ijós. Græna og rauða ijósið voru
bæði af sömu stærð, talsvert minni
en hið' hvíta. Okkur virtist, gegn-
' um kíkirinn sjeð, eins og ofurlítið
; hil væri milli hvíta. ijóssins og
hirina tveggja, en ]sað var erfitt
| að greina með berum augum. -
! Þessi ijós færðust nú hægt vestur
yfir holtið. Þau sáust ekki augna-
blik, því skýhnoðri sveif undan
útsynningsvimji fyrir ljósin, en
brátt sáust þau aftur í heiðríkj-
unni hjer tuu bil í sömu hæð, að
líkindum þó dálítið hærra en áð-
ur, en voru nú komin sem næst
yfir Hvaleyrarbæina að sjá frá
okkur.
Yið horfðum á ljósin öll þrjú í
áreiðanlega 3—4 mínútur, síðan
við tvö, jeg og konan, álíka langa
stund. Með öðrum orðum, var jeg
búinn að horfa á þctta í fullar 10
mínútur.
Nú hafði jeg ekki tíma til að
horfa lengur á þessi fögru en ein-
kennilegu ljós, vegna þess, eins
og áður er sagt, þurfti jeg að taka
á móti skipinu, sem var að koma,
og var nú alveg komið að' bryggj-
unni. Konan sagði mjer, að hún
hefði horft á ljósin góða stund
eftir að jeg fór, en svo hurfu þa.u
sjónum hennar balt við skýjaflóka
í vestrinu.
Þess skal getið, að eitt sinn með-
an jeg var að horfa á ljósin og
virða þau fyrir mjer, leit jeg af
þeim niður á Ijósin á „Imperial-
ist“, sem kominn var langt inn
fyrir Helgasker, og virtist mjer
græna og rauð'a ljósið á skipbnu
daufara heldur en græna og
rauða Ijósið á himninum. Getið
skal þess ennfremur, að þegar jeg
fyrst sá livíta ljósið daufa yfir
Hvaleyrarholti, sá jeg rjett um
leið ljós á bifreið, sem var að
koma niðnr holtið, einhversstaðar
að sunnán, enda þar sem jeg sá
hið fyrnefnda undraljós mikið' vest
ar á holtinu, heldur en vegurinn
liggur yfir það, og ljósin í tals-
verðri hæð fyrir ofan holtið, svo
hjer gat ekki uhdir neinum kring-
umstæðum verið um bifreiðarljós
að ræða.
Geta skal þess í sambandi við
það, sem nú hefir verið sagt, að'
nokkrum dögum áður en þetta
konfekt og átsúkkulaði
er annálað um allan heim
fyrir gæði.
í heildsölu hjá
Tobaksver^lun Islandsh.f.
NewZealand
, Jmperial Bee“
Hnnang
er mjðg næringarmikið og holt.
Sjerstaklega er það gott fyri^
þá er hafa hjarta eða nýmasjúk-
dóma.
1 heildsðlu hjá
C. Behrens,
Hafnarstræti 21. — Sími 21.
Epll 13 iPIElSllIF
best i
Verslunin Fram.
LanfSTtg 11.
■futf BN.
Uiljið þið vera
ánægð á jóluuum, þá kaupið mitt
þjóðfræga hveiti og gerduft.
Porv. Helgi Pönsson.
Bragagötu 29.
skeði, sá margt fólk hjer í Firðin-
um alveg samskonar ljós yfir Hval
eyraríiolti, en eftir lýsingu sjónar-
votta, var það eða þau hærra á
lofti, og sveif hraðara yfir, og
hvarf í stefnu yfir Alftanes.
Þess skakgetið, að framanritaða
skýrslu hefi jeg lesið upp fyrir
konunni, sem sá ljósin með mjer,
og kvað hún hana rjetta í alla.
staði. Englendingurinn, sem með
okkur var, er farinn t.il Englands,
svo undir hann gat jeg ekki borið
skýrslu þessa.
Hafnarfirði, 17. des. 1928.
Þórður Einarsson,
verkstjóri hjá Hellyer Bros.