Morgunblaðið - 20.12.1928, Blaðsíða 7
ftf OKG r N HLAfllfi
Nytsamar
jólagjafir:
Þyottavindur, fleiri teg.
Bollabakkar, stórir og smáir
Reykborð, fleiri teg.
Borðhnífar, riðfríir frá 1 kr.
Alpakka borðbúnaður
Strauboltar
Eldhúshillur
Ávaxtahnífar, fleiri teg.
Búrvogir
Vasahnífar
Stálskautar
Kolakörfur
Ofnskermar
og margir fleiri hentugir
hlutir til jólagjafa fást í
JÁRNVÖRUDEILD
JESIZIMSEM.
mmmmmmmammmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm
Smíöatól
til jólagjafa handa börxmm og
fullorðmnn, er best að kaupa í
„B r y n j u“.
H-| Vffilsstaða,
Hafnarfjarðap,
III Keflavlkur
og austur yfir fjall
daglega
frá SteindóH.
Sfmí 581.
lólatriesskraut
með V* virði.
Leikföng
og ýmsar Jólagjafir með
30°/o afslætti.
Verslun
Egill lacobsen.
Ildspítur „Fyr“,
Dósamjólk „Dankow“
írystalsápa í 5 og 10 kg. ks
'Sodi, fínn og krystal.
larmelade í 13 kg. dk.
fyrirliggjandi hjá
G. Behrens,
CoaJdiiL
BNDURA
• hafa 15 ára ágæta reynslu hjer á landi, enda eiga ekki sinn líka. — Mikið úrval nýkomið. »
• c
I Verslnnim Björn Krlstjánsson. |
!•••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••.. •••••••••••„••••••••,M*#C
Hinn nýi erkiBiskup í Canter-
burv (Kántaraborg). Vegna stöðu
sinnar liefir hann tekið sæti í rík-
isstjórnarráði því, er lögum sam-
ltvæmt á að koma í stað konungs
í forföJlum hans.
fireinsun pjóðernisíns.
Útlendar raddir.
Málvamarf jelag.
afnarstræti 21.
Sími 21
Hnsgagnaskilti
i miklu úrvali.
„B r y n j a“.
Þess hefir orðið vart, að germ-
anskar þjóðir, einkum Þjóðverjar,
veita íslensku þjóðerni sívaxandi
athygli af því að þær vænta. þess,
að hið íslenska sjereðli og einkum
hinar gömlu bókmentir vorar eigi
eftir að blása nýju lífi í germanska
kynstofninn, miltlu sánnara lífi en
hann liefir lifað undanfarið undir
hinum margvíslegu og sundurleitu
áhrifum, sem þjóðirnar hafa átt
við að búa.
Það fer nú eftir andlegum hæfi-
leikum vor nútíma-íslendinga,
hvort vænta má nokkurrar forustu
af oss í þessu viðreisnarmáli. Bn
hvað sem því líður, verður þess þó
af oss krafist, að vjer verðum ekki
annara eftirbátar með að skilja
vort eigið þjóðerni og halda því
í heiðri, og að vjer revnum eftir
megni að hreinsa hurt ýmsar að-
kornnar innblandanir, þar sem
vjer eigum til jafngóð og hetri
efni innlend.
Til skýringar því, hvers af oss
er vænst, vil jeg birta kafla úr
brjefi frá ungum þýskum menta-
manni, sem hjer var uppi fyrir
nokkru. Kaflinn liljóðar svo:
— Jeg hafði lesið mikið um
byggingu íslands og hina frægu
sögti þess. Sú liugsun hafði fest
sig í mjer, að hin háheilugu nor-
rænu goð liefðu flust búferlum
til íslauds, þegar norræna kyn-
slóðin var farin að niðurlægjast
og afneita eðli sínu og uppruna.
Latnesk og hebresk menning
ffiddu eins og logi yfir hinar and
legu akurlendur Germana og
kendu þeim að fyrirlíta sína eigin
menningu — nema á íslandi —
þar höfðu goðin ennþá griðastað
og þar blómgaðist andleg norræn
ritmenning, sem s^ðar meir á að
reisa við hið fallna eðli germönsku
þjóðanna, ef þeim á að verða
þess auðið að sjá að sjer. — ís-
land var þessvegna í huga mín-
um og margra yngri mentamanna
eins og heilagt vígi hins ger-
manska sjereðlis. Þangað mundu
á komandi tímum stefna straumar
pílagríma, til þess að sækja sjer
kraft og hergja á hinum gamla
brunni Mímis! — Og' jeg lagði af
stað. Jeg ætlaði eklti að' vera einn
af hinum seinustu. — En nú verð
jeg að segja frá leiðum vonbrigð-
um, sem jeg varð fyrir. — Jeg
bjóst fastlega við því, að núlifandi
íslendingar hjeldu manna fastast
við forna siðu, og mikið hafði jeg
heyrt talað um málverndunarvið-
leitni þeirra. — Auðvitað hjetu
allir menn á fslandi norrænum
nöfnum! Bn það reyndist öðru
vísi. — Pyrstu nöfnin sem jeg
heyrði á íslandi voru Daníel,
Jónatan, -lóse}), Símon- og' Elísa-
bet —- tóm Júðanöfn! — Ham-
ingjan hjálpi oss! — Var þá
síðasta vígið líka fallið? -— Hafði
Júðamenningin líka hertekið sjálf-
an griðastað vorra fornu goða® —
Mjer lá við að rjúka af stað áftur
með sama skipi. Bn þá komu þó
ýms merki í ljós, sem milduðu
mitt æsta geð. Jeg heyrði nöfn
eins og Gunnar, Einar, Tryggvi,
Ólafur, Björn, Sigurður og fjölda
annara hánorrænna nafna. Mjer
var sagt áð útlendu nöfnin hefðu
verið mjög almenn, en værn nú
að verða sjaldgæfari og Alþingi
hefð'i nýlega rekið smiðshöggið á
og heinlínis bannað prestnm með
lögum að skfra íslensk börn út-
lendnm nöfnnm og hvetti þá, sem
slík nöfn bera til að taka npp ný
nöfn og þjóðleg.
Auk þess varð jeg var við mikla
viðleitni til verndar málsins í
heild sinni. Ritað mál á, Islandi
yfirleitt orðið vandað aftur,
og varðar það mestn nm við'hald
þess. Jeg geri minna úr því þótt
menn fleygi á milli sín ýmiskonar
útlensku í samræðum, ef fyrir-
myndarmálið í opinberum ræðum
og rituin er altaf gott.
Að láta börn sín heita útlend-
mri nöfnum, er það sama og að
óska að einkenna þau sem útlend-
inga, og slíkt á ekki að þnrfa
að henda neinn þjóðlegan íslend-
ing.------
Svo skrifar þessi Þjóðverji, og
sannarlega eiga þessi orð' erindi til
vor. Við þurfum að fara að slá
alvarlega. til hljóðs fyrir því, að
farið sje að taka upp gömul og
gleymd norræn nöfn í stað út-
lendra nafna, sem ruddu sjer til
rúms þegar þjóðin hafði gleymt
sjer og ætlunarverki sínu!
Hvað er annars nm nafnalögin,
sem vitnað var í? Er þeim ekki
eitthvað slælega framfylgt?
Ef til vill þarfnast þan endur-
skoðunar á ýmsum lið'um.
KolTiðarhðU.
Einn af vinsælustu gististöðum
á Suðurlandi er Kolviðarhóll. Ber
margt til þess, þar hefir verið
gististaður alllengi og hefir þörfin
skapað hann. Munu flestir liafa
fundið það, sem hafa ferðast yfir
hinn erfiða fjallveg, Hellisheiði
og Svínahrann á vetrin, að hans er
full þörf. Þar hafa líka Sunnlend-
ingar og allir þeir, sem lxafa ferð-
ast um hina fjölförnu Suðurlands-
braut, átt liinni mestu gestrisni
að fagna. Plestir Sunnlendingar
þekkja Kolviðarhólshjónin, og all-
ir að góðu. (festrisni þeirra er við
brugðið af öllum, sem þekkja þau,
og allri hjálpsemi. En húsakynnin
á Kolviðarhóli eru orðin óhæf og
langt á eftir kröfum tímans. Menn
finna að vísu ekki eins sárt til þess
hýe hrörleg húsin eru orðin, vegna
þéss hve lijónin gera alt, sem í
þeirra valdi stendur, til að bæta
úr líðan gestanna. Er það sjer-
staklega kuldinn, sem er óþolandi.
Það er ekki skemtilegt, að taka á
móti fólki í stórliópum illa til
reika, sem þarf hlýja húsavist og
góð'a aðhlynningu, og hafa ekki
upp á annan hita að hjóða en olíu-
ofna, og þegar þeir fara að hlýja
herbergin, þiðnar gaddurinn inn-
an úr þeim og vatnið drýpur úr
loftinu og rennur niður eftir veggj
unum. Jeg er annars alveg hissa
á, að enginn, sem farið hefir með
stjórnartaumana í þessu landi,
hafi veitt * Kolviðarhóls-liúsunum
eftirtekt og endurbætt þau eins og
önnur hús ríkisins. Allra hrýnasta
þörfin er þar fyrir miðstöðvarhit-
Útn. Það má ekki dragast, ef hús-
in eiga að teljast boðleg ferða-
fólki. En úr því jeg fór að minn-
ast. á „Hólinn“, eins og hann er
nefndiir í daglegu tali, get jeg
ekki látið hjá líða að minnast á
þá ómynd, að ekki skuli enn hafa
verið lagður afleggjari af þjóð-
veginum heim á Hólinn. Jeg var
þar á ferð í fyrravetur í snjónum,
sem hann gerði í febrúar, og mátti
þá lieita alófært kafhlaup með
hestana heim á Hólinn, og mesta
lukka, að við komum þeim heim
óskemdum. Enda sagði mjer Ims-
bóndinn á Kolviðarhóli, Sigurður
Daníelsson, að það hefði ekki bor-
ið ósjaldan við, að hann hafi þurft
að hjálpa mönnum t.il að draga ó
sjálfbjarga hesta upp úr fönninni
neðan undir hólnum, sem bærinn
er byg'ður á. Vel bygður vegur,
HasmirsiQI
tvöföld.
Yerð kr. 56.00, 64.00.
Aðeins fá sjöl ðseld.
MaiGhesier.
16 aora
kosta egta gðð
dðnsk bðknnaregg.
Lauqaveg 63. Sími 2898*
TIPifMHÐI
Hilfisk
er besta fáanlega
ryksugan,
hentug og þörf
j ó 1 a g j ö f
fæst hjá
Raftækiaverslunin
lon Sigurðsson.^
Austurstræti 7. Sími 836.
Oft hefir komið til mála. að lagðnr af beygjunni á þjóðvegin-
stofna málverndarfjelag. Er ekki um fyrir neðan Kolviðarhól, milli
kominn tíma til að gera alvöru símans og skúrsins, er bygður var
úr því? H. , fyrir snjóbílinn, og npp brekk-
una á norðanverðum hóhanm,
mundi oftast verða mjög snjólítill,
og koma áð fullu gagni.
Þegar tók fyrir bílfærið yfir
Hellisheiði 10. og 11. des. núna í
vetur, varð fjöldi fólks veðurtept-
ur á Hólnum. Meðal annars tvö
kombörn, sem varð að bera neðan
af vegi og heim þangað í grenj-
andi hríð og myrkri og umbTOta-
ófærð. Líka varð að bera konu
heim í teppi, sem var nýkomin af
spítala. Þetta er óþolandi óþæg-
indi fyrir ferðafólk, sem þarf að
ráða á bót hið bráðasta.
12. des. 1928.
FerSamaður. ~