Morgunblaðið - 29.12.1928, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 29.12.1928, Blaðsíða 3
MOROUNRLAÐTÐ 3 MORGUNBLAÐIÐ Btofnandl: Vllh. Fln»en. TTtvefandl: Fjelagr 1 Reykjavtk. Kltetjðrar: Jðn KJartan»»on. Valtjr Stefánaaon. An*lý«lngaatjðrl: E. Hafber*. ■krlfatofa Auiturstretl (. ■lml nr. (00. Au»l?»lnKa»krtf»tofa nr. 700. Helmaslmar: Jðn KJartaniaon nr. 741. Valtýr Stefán»»on nr. 1**0. E. Hafber» nr. 770. AskrlftacJald: Innanlandi kr. Z.00 A mánuSL Utanland* kr. *.50 - ■ - • 1 lauaaaðlu 10 aura elntaklQ. Erlendar sfmfregnir. Khöfn, FB. 27. des. Deilan í Suður-Ameríku. Frá Washington er símað: Al- ameríska ráðstefnan hefir sent Paraguay og Bolivíu tillögur um tilhögun gerðadómsins út af deil- unni milli þeirra. Leggur ráðstefn- an til, að hvort ríkið um sig út- nefni tvo dómara, al-ameríska ráð- stefnan fimm. Gerðardómurinn á að úrskurða, hver eigi sök á deil- unni, sem hófst í hyr.jun desember mánaðar, en skeri ekki úr sjálfri landamæraþrætunni. Búist er við, að rannsókn gerðardómsins taki hálft ár. Vatnsveita ,í Rússlandi. Frá Moskva er símað: Byrjað ■er á 20 kílómetra langri vatns- leiðslu frá Donetzfljótinu í gegn- um ellefu námubelti í Donetzhjer- aði. Verður þetta stærsta vatns leiðsla í Rússlandi og er kostnað urinn áætlaður 35 miljónir rúblna. / Frá uppreisninni í Afghanistan. Frá London er símað: Breskar flugvjelar hafa hingað til flutt 60 Englendinga, Frakka og Þjóðverja frá Kabul til Peshewar. Ætlað er, að aðeins drotningin í Afghanistan sje flutt til Kanda- har; Amanullah dvelji stöðugt Kabul. Khöfn, FB. 28. des. Vinnufriður trygður í Noregi. Frá Oslo er símað: Samningur á milli vinnuveitenda og verka- manna var undirskrifaður á að- fangadag jóla. Núverandi launa- kjör í járniðnaðinum verða ó breytt um næstu tvö ár. Að þessir samningar tókust, hefir vakið al- menna ánægju og aukið vonir manna um, að tilraunir þær, sem í hönd fara, til samninga í öðrum iðnaðargreinum, gangi friðsam- lega. Betri horfur um iðnaðarfrið lega hafa liaft örfandi áhrif á at- vinnulífið, einkum skipaiðnaðinn. Hafa norskar skipasmíðastöðvar fengið margar nýjar pantanir. Andstaeðingar Primo de Rivera hefjast handa. Frá Berlín er símað: Skeyti frá Madrid herma, að alvarleg deila sje upp komin á milli Spánar stjórnar og liðsforingjaefnanna á Segovia. Eitt hundrað liðsforingja efni, af Segovia voru handteknir fyrir mótþróa gegn formanni Ri vera-flokksins. Margir liðsforingj ar hafa mótmælt gerðum stjórn arinnar og háfa nokkrir þeirra verið handteknir fyrir að neita að hlýða skipunum stjórnarinnar. Kaupdeilan í Þýskalandi. Frá Berlín er símað til Kaup 'mannahafnarblaðsins „Socialdemo kraten' ‘, að verkamenn í Bremer haven, Lubeck og Kiel hafi felt gerðardóminn í vinnudeilunni í skipasmíðaiðnaðinum. Álíta verka menn launahækkunina ófullnægj- andi. Inflúensan í Ameríku. Frá Washington er símað: Versl unarráðuneytið tilkynnir, að 2000 manneskjur í 78 bæjum í Banda- ríkjunum hafi dáið úr inflúensu síðastliðna viku. Frá Montreal er símað: Inflú- ensan er farin að breiðast út í Canada. 100 manneskjur hafa dáið í Montreal. Leikhnsið. Indr. Einarsson: Nýársnóttin. Það er venja flestra leikhúsa hins mentaða heims, að tjalda því besta, sem til er, á annan jóladag. Leikliússtjórarnir hugsa, að hátíð- ir sjeu til lieilla bestar og reyna venjulega að heilla sem flesta til sinna heima, þ. e. í leikhúsin, með því að bera á borð hina kjarn- mestu fæðu bókmentanna. Leikfjelagið hefir skilið hlut- verk sitt, eins og vænta mátti, því iað veit, að hjer er ekki í mörg önnur Iiús að venda en leikhúsið. Vissu menn, að mikið stóð til. For maður fjelagsins hafði sagt af sjer í fússi af því að bæjarbúar kunnu ekki að meta það góðgæti, sem hann hafði borið á borð fyrir þá, og annar kom í hans stað. Bjugg- ust menn við, að einhver sýnileg breyting yrði og helst til batnað- ar, því hugmyndaflug þeirra var ekki meira en svo, að þeir gátu varla ímyndað sjer, að leiklistin lijer gæti komist í meiri niðurlæg- ingu en hún var komin í meðan I. Waage var formaður fjelagsins Þótt flest blöðin væru full af lofsöng um hinn unga og' efnilega formann, liafði honum ekki tekist að rekast á neitt útlent leikrit, sem fólk langaði til að sjá, og hefir jví núv. formaður (Jakob Möller), sem aðdáandi hins unga manns, sennilega ályktað, að það væri ekki til, og því álitið óþarfa að fara í eftirleit. Ilann hefir þó ekki viljað brenna sig á sama útlenda soðinu, heldur fá eitthvað heima- bruggað, því „holt es lieima hvat“, og sem góðum sjálfstæðismanni hefir honum ekki fundist. nein á- stæða til að hella í fólk gutli eftir útlenda labbakúta, þegar nóg var til af þeim heima. Þegar hann leit yfir hóp hinna íslensku leikritaskálda, þá gat ekki hjá því farið, með því að mað urinn er stór sjálfur, að hann kæmi augá á þann, sem hæst gnæfði. — Jólagjöfin, sem hann valdi bæjarbúum, hafa þeir að vísu- fengið nokkrum sinnum áð- ur, og þykir slíkt reyndar heldur leiðara, en sem betuí fer hafa þó nokkrir fæðst síðanNýársnóttin var sýnd hjer áður og virðist hún til- valin fyrir þá, og aðrir hafa dáið og þurfa þeir ekki að sjá hana aft- ur og verður hlutskifti þeirra enn betra, en svo eru margir, sem lif að hafa hana af hingað til og er sennilegt, að þeim sje óhætt að sjá hana einu sinni til, án þess að bíða tjón á sálu sinni. Sumt kann þeim þó að koma að óvörum og vil jeg því aðvara þá og gefa þeim bendingar í tæka tíð. Efnið virðist vera hið sama og áður, en meðferð víða önnur. Ekki heyrist nú nema önnur hver setning og tel jeg það lcost mik- inn. Þegar jeg sá Nýársnóttina fyrst, beit það sig í mig, að álfa- meyjarnar sögðust verða jafn ung- ar og fríðar eftir 100 ár og þær væru þá, en nú eftir ekki 30 ár virtist mjer þær sumar hafa elst bara töluvert. Raunar er það að- eins til bóta fyrir lieildina, því þá verður skiljanlegra, hvers vegna þær geta ekki flekað Jón, aum- ingjann, og var jeg þó satt að segja hissa á, hve langt þær kom- ust með hann, því liann var þó skotinn í stúlku, sem allir sáu að var ung. Áður man jeg, að gaman var að Gvendi snemmbæra, en því myndi enginn trúa, sem sjer hann nú. Það verður einnig að teljast laukrjett ráðstöfun hjá formanni að setja ekki Friðfinn í hlutverk Gvendar, því menn hefðu bara hlegið að honum. Áslaug álflrona var afarglæsileg en hristi oft höfuðið, og varð eklci sjeð, hvort him gerði það yfir meðferð sjálfrar sín á hlutverkinu eða áhorfendum, sem skemtu sjer og óneitanlega voru alt aðrir en þeir, sem venjulega sækja frum sýningar fjelagsins. Að vísu getur það verið freist- ing fyrir leikanda, sem leikur álfa- kónginn, að skilja hann á þann mannlega hátt, að hann fylgi forn- um sið og drelcki sig fullan gamlárskvöld,einkum 'þar sem hann í hallargarðinum á gosbrunn, sem gýs kampavíni og þarf því ekki að vera upp á blöndu Guðbrandar kominn, en einhveriiveginn kann maður ekki við að sjá álfakónginn baða út höndunum, slangra og slettast og stappa dansskónum gólfið, sem sagt leikinn eins og drukkinn mann, og vildi jeg skjóta því til dóms- og mentamálaráð herrans, hvort slíkt æt.ti að líðast i bannlandi, á leiksviði, sem styrkt er af opinberu fje. Já, styrkt af opinberu fje. Svo að í alvöru sje talað, er fjelagið ekki styrkt til að lmlda uppi efnis lausum glansmyndasýningum og þó að ejnhverjir bæjarbúar sjeu enn á því þroskaskeiði, að hafa ánægju af slíku, á Leikfjelagið heldur að þoka þeim upp úr villu sinni, en ekki að draga aðra niður í hana. Leikhússtjórar, sem skilja starf og þýðingu leikhúsa, velja á ann an jóladag viðfangsefni úr við hafnarsölum bókmentahallarinnar, en seilast ekki eftir hálfmygluðum samtíningi neðan úr kjallaraholu. Það er ekki eyðandi orðum í að gagnrýna leik hvers einstaks eða telja upp þann aragrúa af göllum, sem á heildinni eru, því sýningin er langt fyrir neðan slíkt. Formað- urinn hefir auðsjáanlega tekið þetta leikrit vegna þess að hann hefir haft einhvern horror vacui, þ. e. hræðslu við tóma bekki, en vopnið hefir snúist í höndum hans og hann aðeins með því komið inn horror vacui hjá bæjarbúum, þ. e. hræðslunni við það', að altaf sje innantómt það, sem á leiksviðinu er sýnt. Sporin hræða. Leikfjelagið hefir á þessu an sýnt þrjú vatnsborin leikrit, í enn þynnri meðferð, og skyldi engan undra, þó bæjarbúum fariað þykja of langt milli snapsanna, þ. e. hinna góðu sýninga, og færu að athuga, hvort Leikfjelagið eins og iað nú er rekið, ætti rjett á að ifa, og marga liefi jeg heyrt segja að betra væri að það legðist niður með öllu, heldur en að stjórnend- um þess hjeldist uppi að misþyrma Itiklistinni og þolinmæði bæjarbúa lengur. Þar til er því að svara, að slíkt væri eins og að drepa sjúk- linginn til þess að forða honum frá sjúkdóminum; góður læknir reynir fyrst að gera sjer ljósar orsakirnar til sjúkdómsins og síð- an reynir hann að lækna hann. Eins er með leikdómara. Þeir mega ekki taka á með silkihönsk- um, heldur „skera“ ef með' þarf. Ef miklir gallar eru á leiksýning- um, er það annaðhvort því að kenna, að leikarar og stjórnandi gera ekki eins og þeir geta og eiga þá strangir dómar að vera aeim hvöt til að vanda sig, eða iá að þeir eru ófærir til síns starfa, og þá á að víkja þeim frá. itlingatök lengja aðeins þján- mgar hlutaðeigenda. En — „allur álfheimur bíður og vonar betri tíma“. A B. Kennari óskast til barnahælisins á VíiilsstSðnm. Nánari npplýsingar hjá fræðslnmálastjðra. Umsðkn- ir sendist þangað fyrir 3. jannar næstkomandL Branðabúðin, Laugaveg 79. Rúgbrauð, Normalbrauð, Fransk- bræuð, Súrbrauð, Vínarbrauð, Boll- ur, allskonar smákökur, Skyr o. m. fl. FQlinn. Laugaveg 79. — Súni 1551. Dagbók. □ Edda 5929163 — H. - .St. •. □ Edda. 5929167 — V. :.St.:. Listi í □ og hjá S.. M.. til 2. jan. kl. 6 síðdegis. I.O. O.F. 1 = 11012288'/2. Veðrið (í gærkv. kl. 5): Alldjúp lægð suðvestur Jaf Reykjanesi en háþrýstisvæði og 20—30 st.. frost á NA-Grænlandi. Lægðin færist hægt norðaustur eftir og fer mink- andi, en þó má búast við, að vind ur verði yfirleitt allhvass hjer á landi næsta sólarhring og fari jafn vel töluvert vaxandi norðan lands. 1 kvöld er SA-stormur í Vestm. og SA-hvassviðri í Grindavík, en logn éða hæg SA-gola á Norður- og Austurlandi. Hiti 1—5 stig um alt land. Veðurútlit í dag: Stinningskaldi á SA eða A. Skýjað loft en lítil úrkoma. Messur á morgun. I dómkirkj- unni kl. 11 síra Friðrik Hallgríms- son; kl. 2 barnaguðsþjónusta (sr. Bjarni Jónsson). í fríkirkjunni í Reykjavík kl. 2 síra Árni Sigurðsson. \ Jólagleði Mentaskólans, sem á kveðin var í kvöld, ferst fyrir af sjerstökum ástæðum. Sjömannastofan. Á annan í jól nm voru ]>ar um 60 gestir, aðal lega íslenskir sjómenn, sem ekki áttu heimili hjer. í fyrrakvöld voru þar enskir sjómenn af tveim- ur skipum, togara og línuveiðara; sátu þeir þar alt kvöldið og skemtu sjer vel við sálmasöng og kaffidrykkju, og auk þess fengu þeir gjafir, sem hinir og aðrir vel- unnarar Sjómannastofunnar höfðu sent þangað. Voru hinir erlendn sjómenn mjög hrifnir yfir viðtök- unum, ósknðu gleðilegra jóla, og er út á götu var komið hrópuðu þeir ferfalt húrra fyrir Sjómanna stofunni og viðtökunum þar. í gærkvöldi kom hingað stórt kola- skip og verða sjómenn af því gest- ir sjómannastofunnar í kvöld. Embætti. Stjórnin hefir nú val- ið menn í nokkur hinna nýju em- bætta, er hún á síðasta þingi ljet búa til. Lögmannsembættið í Rvík hefir hlotið dr. Björn Þórðarson, hæstarjettarritari, og lögreglu- stjóraembættið Hermann Jónasson fulltrúi; bæjarfógetaembættið á Norðfirði hlaut Kristinn Ólafsson bæjarstjóri í Vestamannaeyjum. I bæiarkeyrsln hefir B. S. R. 5 og 7 manna-dross- íur. — Studebaker eru bíla bestir. Hvergi ódýrari bæjarkeyrsla en hjá B. S. R. Ferðir til Vífilsstaða og Hafn- arfjarðar með Studebakerdross- íum, alla daga, á hverjum klukku- tíma. — Ferðir austur í Fljótshlíð þegar veður og færð leyfir. BHrelðastoð Reykiavfkur. Afgreiðslusímar 715 og 716. figætt saltkjöt, Fiskfars, kjötfars, Vínarpylsur. Matarbúð Sláturfjelagslns. Laugaveg 42. Síml <11, Blá Gheuiot nt best hjá S. Jöhannesdóttnr. Austurstrssti 14. (Beint á móti Landsbankanum). Simi r887. MálallutnlngsskrUstofa Ounnars E.Benedlktssomr lðgfræöings Hafnarstræti 16. Vlötalstlml 11—12 og 2—4 Sfmnr t í Heima ... 853 ““"‘l Skrlfstofan 1033 Plasmon hafra- mjöl 70% meira næringargildi en í venjulegu hafram jöli, Ráö- lagt af læknum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.