Morgunblaðið - 26.01.1929, Side 3

Morgunblaðið - 26.01.1929, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ S morgunblaðið Stofnandi: Vilh. Finsen. Utgefandi: Fjelag í Reykjavfk. Ritstjórar: Jón Kjartansson. Valtýr Stefánsson. Auglýsingastjóri: E. Hafberg. Skrifstofa Austurstrœti 8. 8lmi nr. 500. Auglýsingaskrifstofa nr. 700. Seimaslmar: Jón Kjartansson nr. 742. Vaitýr Stefánsson nr. 1220. E. Hafberg nr. 770. A*kriftagjald: Innanlands kr. 2.00 á rnánuSL Utanlands kr. 2.50 - ---- I lausasölu 10 aura eintaklö. Rikisstjórniu og verkiallsmálin. Sáttasemjari ber fram miðlunartillögu, þar sem ætlast er til, að sjómönnum við Eimskipafjelagið sje greidd kaupuppbót úr ríkissjóði. Fer ríkisstjórnin inn á einkennilega braut í kaupgjaldsmálum. Erlendar sfmfregnir. Jarðg-öngir. undir Ennarsund. Khöfn, FB 24. jan. ^i’á London er símað: Baldwin ioísætisráðherra hefir í ræðu, sem anR hjelt í þinginu svarað fyrir- ^l’iirn viðvíkjandi áformunum um grafa jarðgöng undir Ermar- Slllid. Kvað hann æskilegt, að ^álið væri eldci gert að flokks- ^áli. Kvað hann stjórriina ætla 1 láta óvilhalla n'efnd rannsaka ^álið. yæri nauðsynlegt að rann- Saka bæði fjárhagslega og hern- 'i'airlega hlið málsins. Varnarnefnd ^kisins verði spurð til ráða, en akt hennar ráði samt ekki iirslit- 11111 eins og síðast, er málið var ^ umræðu. Áætlað er, að jarð- 8°ögin muni kosta þrjátíu miljón- sterlingspunda. Tvö hundruð jlllgmenn í neðri deild þingsins 6íl1 hlyntir jarðgöngunum. h’ylgismenn tillaganna um að ^lafa jarðgöng undir Ermarsund afa lýgj; yfir ánægju sinni með raíðu Baldwins. ^endiherra Frakklands hefir lýst ^lr því, að Frakkland sje reiðu- áið til þess að taka þátt í fram- 'Væmdum í málinu, þegar Bret- 1,1(1 hafi ákveðið að hefjast lianda 11 in frainkvæmdir. Kliöfn, FB 26. jan. Jarðgöngín fá byr í Englandi. hrá London er símað: Mótspyrn- aQ Segn því, að jarðgöng verði h’refin undir Ermarsund virðist, íara minkandí í Bretlandi. Eru ta|dar góðar horfur á því nú, að ^álið hafist fram. Eins og fyr ’htast andstæðingar málsins aðal- . að jarðgöngin myndi gera kleyft að senda her manns la megiulandiuu til þess að ráð- á England og þannig yrði ^mðarlegnr hagur af eylegu Jjþa+l y iailds lítilsverður. Hinsvegar s "rhenna nu margir af þeim, , 111 fróðir eru um þessi mál, að aery, * . <l°9rtæki seimri tíma, til dæm- ^Svjelarnar, hafi dregið mjög llr hi «yle Sej-i 'Sau söu nilm hernaðarlega hagnaði af gl1 landsins. Þar að anki sje e§f að verja inngang jarð- 'siina. Hagnaðurinn af jarð- 'jj yrði geypilega mikill, ; þau myndu auka viðskiftin yy\ill • 1 Kretlands og meginlands- ’ k1’í°hli myndi fá atvinnu við f. Vrafa jarðgöngm. Er svo ráð kv‘lr el? verður fram- í þessu máli, að námu- -J1’ Sem viö atvinnuleysi eiga að -rði lát.nir sitja fyrir at- ^riUm Vl^ ^röffinn á jarðgöng- Á fimtudagskvöld klukkan 8y2 kallaði sáttasemjari stjórn Eim- skipafjelagsins á fund, til þess að hefja umræður að nýju um kaup- gjaldsmálið. Stóð sá fundur fram til miðnættis. Annar fundur var kallaður sam- an í gær, og mætti þar stjórn Eimskipafjelagsins, stjórn Sjó- mannafjelagsins og sáttasemjari. Bar sáttasemjari þar fram miðl- unartillögu svolil jóðandi: Miðlunartillaga sáttasemjara í kaupdeilu í janúar 1929 um kjör háseta og kvndara á skipum Eimskipafjelags íslands. 1. grein.- Mánaðarkaup háseta | sje hið sama og var árið 1928, en sem uppbót á kaup þetta fái há- setar mánaðarlega fjárhæð af fúlgu þeirri, er um getur í 4. gr., sbr. og 5. gr., og skift skal milli. þeirra eftir þeim reglum, sem þar sogir. 2. grein: Kaup kyndara skal vera, 230 kr. á mánuði og kaup yfirkyndara og kolamokara hækki Idutfallslega við það, miðað við kaup 1928. 3. groin: Kaup fyrir yfirvinnu skal vera 70 aurar fyrir hverja hálfa klukltustund. 4. grein: Af hagnaði ársins 1928 leggur Eimskipafjelagið fram 5000 kr. og ennfremur leggur ríkis- stjórnin fram 11000 kr. til kaup- uppbótar handa hásetum og kynd- urum 1929. Þessa upphæð, samtals kr. 16.000, skal greiða skipverjum þessum mánaðarlega og skal kaup- uppbótinni skift milli þeirra af framkvæmdarstjóra Eimskipaf je- lagsins að fengnum tillögum stjórn ar Sjómannafjelags Reykjavíkur. 5. gTein: Þessi ráðningakjör skulu gilda um 15 mánuði, frá 1. janúar 1929 að telja og til 31. mars 1930, endn leggja Eimskipa- fjelagið og ríkisstjórnin, livor af sinni hálfn, fram tilsvarandi fúlg- ur og greinir í 4. gr. til uppbótar á kaupi háseta og kyndara fyrstu 3 mánnði ársins 1930. 6. grein: 7. gr. og 8. gr. samn- ings 27. jan. 1926 milli E. í. og kyndara og 8. og 9. gr. samnings s-d. milli E. í. og háseta falli niður en að öðru leyti gildi ákvæði tjeðra samninga með þeim breyt- ing.um sem að ofan segir. Reykjavík, 25. jan. 1929. (sign.) Björn Þórðarson. Hið alveg nýstárlega í tillögu þessari er það, að ríkisstjórnin hefir skorist. hjer í leikinn og boðið fram fje til þess að útbýta sem launauppbót banda hásetum og kyndurum á skipum fjelagsins. Tillögu þessa samþykti stjórn Sjómannafjelagsins, eins og vit- anlegt var, því að tillagan upp- fyllir allar kröfur Sjómanna- broddanna; samningstíminn er að- eins 15 mánuðir. En landsstjórnin fer, hjer inn á alveg einstaka braut, sem jafnaðarmönnum mun eigi ógeðfeld, þar sem lofað er ríkissjóðsgreiðslum til þeirra, sem vilja kauphækkanir. En það var jafn eðlilegt að Eimskipafjelags- stjórnin, eða meiri hluti hennar gæti ekki aðhylst þessa stefnu, þessa „lausn“ á málinu, sem eng- in lausn er, að öðru leyti en ef til vill |iví, að með því að lofa þessu ríkissjóðstillagi viðurkennir stjórnin að það sje ekki rjettmætt að Eimskipafjelagið standi stramn af svo háu kaupgjaldi sem jafn- aðarmannabroddarnir fara fram á. Eftirfarandi grennargerð mn af- | stöðu Eimskipafjelagsstjórnarinn- ar hefir Morgunblaðið fengið til birtingar: Afstaða Eimskipafjelagsstjóímar. Meiri hluti stjórnar Eimskipa- fjelags Islands lítur svo á, að miðl- unartillaga sáttasemjara í kaup- deilunni mn kjör háseta og kynd- ara á skiipum fjelagsins dags. 25. jan. þ. á. verði eigi skilin öðru vísi en svo, að þær 11 þús. kr., sem ætlast er til að ríkisstjórnin leggi fram, sje viðbótarstyrkur úr ríkissjóði til fjelagsins fyrir árið 1929, veittur með því skilyrði að fjelagið verji honum til þess að hækka. ltaup háJseta og kyndara, og jafnframt liggur það í tillög- unni að fjelagið leggi fram þar ao auki um 10.000 kr. á árinu til þessara kauphækkana í viðbót við þá kauphækkun er fjelagið hefir boðið fram. En þessar upphæðir samanlagðar, er' sú upphæð, um 21 þiis. kr. — tuttugu og eitt þúsund krónur — á ári, sem munar á milli iirslitatilboðs s-tjórnar Sjómanna- fjelagsins og* tilboðs Eimskipafje- lagsstjórnarinnar, þegar litið er á þessi tilboð út. af fyrir sig, og þau ekki sett í samband við kaúp- greiðslur til annara en háseta og kyndara. Með ]iessu móti mundu hásetar og kyndarar, þegar fram- boðin hækkun yfirvinnukaups er tekin með, fá alla þá kauphækkun, sem stjórn Sjómannafjelagsins krafðist. í úrslitatilboði sínu, eða með öðrum orðum 15.3% hækkun á heildarupphæð kaups og yfir- vinnu. Meiri hluti Eimskipafjelags stjórnarinnar telur því víst, að ef tillaga sáttasemjara hefði ver- ið samþykt, ]iá mundi hafa orðið litið svo á, sem hásetar og kynd- arar liefði fengið 15.3% hækkun, sem aftur hefði gefið tilefni til þess að óhjákvæmilegt væri að hækka útgjöld fjelagsins á tilsvar- andi liátt, að því er snertir aðra starfsmenn þess, en slíkar hækk- anir gátu eins og nú stendur orðið alls um 90 þús. kr. I öðru lagi leggur meiri hluti Eimskipafjelagsstjórnarinnar á- herslu á það, að annars vegar má telja mjög sennilegt að hið liækk- aða kaup, sem tjeð 11 þús. kr. framlag átti að hafa í för með sjer, mundi ekki fást lækkað aftur, en hinsvegar alveg óvíst, eða jafn- vel fremur ósennilegt að fjelagið fengi framvegis slíkan viðbótar- styrk úr ríkissjóði svo fjelagið sæti síðar eftir, með kauphækkun- ina styrklaust, að því er hana snertir. í þriðja. lagi stendur meiri hluti fjelagsstjórnarinnar fast. á þeim grundvelli að fjelagi megi ekki hækka útgjöld sín fram yfn* til- svarandi útgjöld hliðstæðra keppi- nauta m. a. vegna. þess að sje vikið frá þeim grundvelli, þá sje auknum kaupkröfum engin takmörk sett. Meiri hluti fjelagsstjórnarinnar vill halda fast við það, að eins og' sýnt er fram á ‘í skýrslu f jelags- stjórnarinnar dags. 22. jan. þ. á. þá leyfir hvorki aðstaða fjellags- ins út á við, nje inn á við, að það hafi hærri útgjöld til kaupgreiðslu en sá keppinautur, sem best launar fólki sínu, en fjelagsstjórnin hefir boðið hásetum og kyndurum sömu kjör, og þó með nokkru hærra fastakaupi til kyndara. „ScandiaH I er best. 6 stærðir fyrirliggjandi, emai- leraðar og óemaileraðar. ]ohs. Hansens Enke. H. Biering. Laugaveg 3. Sími 1550. Að þessu sinni skal eigi fjölyrt um þetta mál frá blaðsins hálfu; aðeins gripið á því, sem fyrst ligg- ur fyrir. Hjer á við 'orðtækið: „Nýir siðir með nýjum herrum,“ þar sem í fyrsta skifti er lagt inn á þá braut að ríkissjóður greiði kaupgjald við fyrirtæki sem hann á ekki sjálfur. Er ekki ólíklegt, að landsstjórninni hafi eigi í gær verið fyllilega, ljóst hve víStækar afleiðingar þetta fyrsta spor á þeirri braut gæti haft. En um þá hlið málsins skal eigi rætt hjer' nú. í dag snýst hugur manna fyrst og fremst um afstöðu Eimskipa- fjelagsstjórnarinnar til málsins. Að athuguðu máli mun eigi leika vafi á því, að það eina rjetta sem fjelagsst.jórnin gat gert var að hafna miðlun þessari eins og frá henni er gengið. Árleg launagreiðsla fjelagsins er um 600 þúsund krónur. Af þeirri upphæð fer um þriðjungur eða 200 þús. kr. til háseta og kynd- ara. En nú er það augljóst, að ef þess er krafist, og að því gengið, að laun háseta og kyndara hækki um 15%, þá verða aðrir iauna- flokkar að koma á eftir, og ár- leg launafjárhækkun yrði um 90 þús. kr. Eimskipafjelagið hefir þegar boðið 5% hækkun, er nemur í alt 30 þúsund krónum árlega. Sjó- mannafjelagsstjórnin hefir krafist 15%. Á milli hera 10%, raun- verulega 60 þúsund krónur. Nii segir ríkisstjórnin að hún vilji leggja í'ram 11.000 krónur af almannafje í eitt. skifti. ef sjó- mannabroddar fá með því kröfum sínum fullnægt. 15% hækkun nemur 90 þúsund krónum fyrir fjelagið árlega. Af þeirri uppliæð vill ríkisstjórnin greiða 11 þúsund. Eru þá um 80 þúsúnd krónur eftir, er fjelagið vcrður að taka á sig í framtíðmni. Og hversu lengi helst þessi 11 þúsund króna. kaupuppbót. Hver er' sá, sem telur rjettmætt að stjórn Eimskipaf jelagsins bindi fjelaginu slíkan bagga? Ilver er sá, sem telnr eðlilegt, og rjetfmætt að krefjast þess að Eimskipafjelagið greiði hærra Ennþá nokknr stykki eftir af Dívanteppum Seljast á iimtán krónnr Verslun Egill lacebsen. Olínpils, Olínsvnntnr, Olíuermar, Ernmmístígvjel, Vinnnvetlingar. Hvergi taetri vörur, Hvergi ódýrari. Veiðarfæraversl. ,;Geysir“. Hafið þjer oft hðfnðverk ? Ef svo er, þá komið strax í Laugavegs Apótek og látið rann- saka augu yðar, því höfuðverkur orsakast mjög oft af slæmri sjón. Öll athugun og gleraugnamátim ókeypis. Komið strax í dag í S altkjöt. Norðlenskt saltkjöt í tunnum og lausri vigt. Lægst verð. Von og Brekkustfg I. en hinn erlendi keppinautur, sem mest hefir bolmagnið? Hver sanngjarn maðúr hlýtur að sjá, að 11 þúsund króna tilboð rík- isstjórnarinnar var tálbeita ein fyrir fjelagið, og fjelagsstjórnin átti þann eina kost er hiín valdi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.