Morgunblaðið - 15.02.1929, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.02.1929, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ wmm i Olseini (C N ýkomið: Steinlausar sveskjur, Þurkuð epli, Gerduft, Dr. Oetkers, Búðingsöuft, Dr. Oetkers. 96 ára reynsla hefir sýnt að aflasæl- astir eru jafnan • • • • • • Johnson & Kaaber Aðalumboðsmenn. Fyrirliggjandi: Appelsínur Jaffa 144 stk. Epli í kðssnm. do. Valensia 300 og 360 stk. Kartöflnr íslenskar og danskar. Eggert Kristjánsson & Co. Símar 1317 & 1400. Járnbrantin og „Rang-æingtir“. Vísir flytur í fyrraclag greinar- stúf frá ,Rangæingi‘, einna rauna- legustu ritsmíðinni, sem jeg hefi sjeð úr Rangárþingi. Grein þessi er þannig úr gaírði gerð, að varla :get jeg neitað mjer um að svara henni svolitlu. Og satt að segja skammast jeg mín sem Rangæ- xngur, bæði fyrir hana og höfund- inn. Greinarhöfundur þykist vera nvo kunnugur í Rangárþingi að hann sje fær um það að bera berg- málið þaðan. Og töluvert mun vera til í því, þó jeg hinsvegar hiki •ekki við að fullyrða, að grein hans sje að meira leyti bergmál af hans eigin hugsunarhætti, held- ur en Rangæinga í heild. Dauf trú og lítil skarpskygni á viðreisnarmöguleika lands og þjóðar, hefir raunalega lengi þjáð Rangæinga og hugsjónahöfðingja eiga, þeir alt of fáa enn. En aft- urhaldsrembingur sá og kotungs- hyggja, sem ganga eins og tvinn- aður göndull gegn um alla grein „Rangæings“ míns, eru meifi fyr- Irfcrðar en svo að almenningseiga weti verið þar fyrir austan. Það þori jeg vel að fullyrða, því jeg er líka dálítið kannugur þar í þingi. Með breiðleitum gleiðgosabrag, slær greinarhöfundurinn til að byrja með á næmustu strengi sjer- drægninnar og hygst sýnilega ■muni hrífa lýðinn, með þeirri að hans dómi, alveg sjálfsögðu kröfu, að austanmenn sjeu látnir leggja fram fimta hlutann af stofnkostn- aði væntanlegrar járnbrautar, sem hann telur að nema muni tveim miljónum króna eða nokkuð á þriðja þúsund krónur á hvern búandi mann í þessum sveitum. Hjer gefur höfundur helst til snöggan höggstað á sjer. Þó skal jeg ekki höggva hann að þessu sinni, heldur beina til hans þess- ari spurningu: Telur liaim efna- hag bænda þar eystra svo góðann, að þeir geti lagt þetta fje fram úr eigin sjóði, auk alls þess fjár- sem þeir nauðsynlega þurfa að nota á næstu árum, til húsabóta, jarðabóta og margs og margs? Vænti jeg greinilegs svars við þessu! Fyrnefnda kenningu sína rök- styður greinarhöfundur með þess- um orðum: „Það er ekkert vit í því, að t. d. bændur austur á Hjeraði eða norður á Hornströnd- um verði skyldaðir til þess, að kosta lagningu járnbrautar aust- ur um sveitir til jafns við bænd- ur í Árness- og Rangárvallasýsl- um, sem njóta eiga hlunnindanna af brautinni, ef þau verða nokk- ur.“ Og enn segir hann, síðar í greininnni: „Menn verða að gæta þess, að járnbrautin verður Norð- lendingum, Vestfirðingum og Austfirðingum að engu gagni. — Hinsvegar gæti hún orðið þeim til ófarnaðar. Hún gæti meðal ann- ars dregið frá þeim verkafólkið og væri ekki í upphafi sjeð fyrir endann á því, hvílíkt tjón gæti af slíku hlotist." í raun og veru er svona vitleysa alls ekki svara verð. Eða sjer það ekki hver einasti heilvita meðal- greindur maður, hve fáránleg rök- viíla felst í þessu. Auk þess er hjer nm að ræða í meira lagi óráðvendni í málflutningi þar sem það er kýlaust gefið í skyn, að skatt- .'eggja eigi bændur í öllum sveit- im landsins, til þess eins, „að hjer- uðin eystra geti fengið að búa við rándýrt og úrelt samgöngu- tæki“ eins og höf. orðar það í niðurlagi greinarinnar. Hver hefir nokkurn tíma heyrt járnbrautarvini halda slíku fram? Viil ekki Rangæingur minn skvra það ofurlítið fyrir mjer og öðrum, hvernig hin „rándýra og úrelta“ jarnbraut muni fara. að því að draga verkafólkið úr öðr- um fjórðungum landsins, í svo stórum stíl, að til tjóns leiddi og „ófarnaðar“, sem ekki yrði „sjeð fyrir endann á?“ Hann þyk- ist sýnilega vilja vera sjálfum sjer nógur og ekki upp á aðra kominn. Hann virðist ekki vera kominn á ] >að nauðsynlega þroskastig, að skilja nema að litlu leyti skyldur vorar hvers við annan og enn þá síður virðist hann hafa hugmynd um skyldur nútímans gagnvart framtíðinni. Skal jeg nú að lokum leggja fyrir hann nokkrar spurn- ingar. Veit hann ekki um þa dap- urlegu staðreynd, að í fslandssveit- um fækkar nú fólki frá ári til árs, enda þó að árlega fæðist þar nær þúsundi fólks fleira en deyr? Heldur hann að það sje aðeins dutlungar unga fólksins og glaum- girnin, sem veldur því, að öll fólksfjölgun sveitanna flyst til kaupstaðanna ? Veit. hann ekki að margur fer nú á tímum meira og minna nauðugur burt úr sveitinni sinni, fyrir þá sök eina, að hann sjer þar engin sjálfsbjargarskil- yrði ? Hefir hann ekki ennþá kom- ist í skilning um það að í sveit- unum á Suðurlandsundirlendinu er nóg rúm fyrir a. m. k. 10 sinn- um fleira fólk, en þar býr nú? Eða veit hann það kannske ekki, að á Suðurlandsundirlendinu er lang- samlega stærsta samfelda gróður- landið á landi hjer? Getur hann ekki komið auga á það, hve fjöl- margt mælir með því, að einmitt þangað austur beri á næstu árum að beina fólki því, sem um ófyrir- sjáanlega langa framtíð mun halda áfram að flytjast burt úr hinum harðbýlli og afskektari sveitum? Hefir hann ekki ennþá opnað fyrir því augun, að eitt hið alnauðsynlegasta skilyrði þess, að sveitirnar geti batnað og bygðin þjettst, eru einmitt öraggar, dag- legar samgöngur við umheiminn? Vill hann í alvöru kalla það öl- musu til vor austanmanna, þó þjóð fjelagið í heild stuðli að því, að útvega þetta öryggi því hjeraðinu sem stærst er og best og flest býð- ur framtíðarverkefnin, á landi hjer ? Veit hann ekki um þann raun- veruleika, að þjóð vorri fjölgar nú svo ört, að með sömu fjölgunar- hlutföllum verður hún orðin 200 þúsundir að 40—50 árum liðnum? Hefir „Rangæing“ mínum aldrei komið til hugar, að okkur, sem nú og um næstu áratugi eigum að ráða yfir landinu, beri að leggja til fleira en lífið, þeim þjóðæuka? Hefir hann aldrei íhugað hverj- ar skyldur á okkur hvíla, gagn- vart næstu kynslóð? •Jeg býst nú við að sýslunga mínum þyki um nóg spurt í bráð. En liann gaf með grein sinni í Vísi ástæðu til allra þessara spurn- inga og reyndar til miklu fleiri. Og eina spurningu enn verð jeg að Ieggja fyrir hann. Hann kallar járnbraut „úrelt samgöngutæbi." Getur hann með rökum bent á annað betra og ábyggilegra, eða hefir hann e. t. v. sjálfur fundið það upp? Ef svo er, þá skal enginn taka hjartanlegar í höndina á honum en jeg! Og svo að síðustu þetta, Rang- æingur minn! Blessaður reyndu að skrifa skynsamlegri grein næst en þú gerðir núna! En skyldi það mistakast þá láttu a. m. k. nafnið þitt fylgja. Þú hlýtur að. hafa hugrekki til þess. 6. febrúar 1929. Helgi Hannesson. HúsmæðJafræðslan. Álit og tillögur húsmæðra- fræðslunefndar. A búnaðarþingi ]927 var sam- þykt að ski]ia nefnd til þess að athuga húsmæðrafræðsluna. — Nefnd þessi var skipuð þann 27. október sama ár. í henni hafa átt sæti: Frú Guðrún J. Briem, frú Ragnhildur Pjetursdóttir og Sig. Sigurðsson búnaðarmálastjóri. — Hefir nefnd þessi nýlega skilað áliti sínu og liggur það fyrir bún- aðarþingi. í áliti þessu er fyrst sögulegt yfirlit yfir húsmæðrafræðslu hjer á landi, yfirlit yfir þá fræðslu eins og hún er nú á Norðurlöndum og Þýskalandi. Hefir néfndin safnað að sjer nokkrum gögnum um það mál víðsvegar að. Næstu kaflar eru nánari rök- stuðningur fyrir tillögum þeim, er nefndin flytur, en tillögur nefnd- arinnar eru þessar: 1. a. Matreiðslu- og handavinnu- kensla fyrir ungar stúlknr verði gerð að skyldunáms- grein í öllum barnaskólum. b. Ríkissjóður veiti sjerstakan styrk til að lítbúa skóla- eldhús. Nú er ekki matreiðslukensla í barnaskólum nema hjer í Rvík, og handavinna óvíða nema hjer og á Akureyri. Ætlast nefndin til, að ríkissjóð- ur kosti áhöld til 6 skólanna, sem nú eru í stærstu kaupstöðum, og nemur sá kostnaður alls tæpum 4000 krónum, eftir áætlun nefnd- arinnar. 2. Húsmæðraskólum verði kom- ið upp í öllum landsfjórðung- um, sniðnum eftir þörfum hlut, aðeigandi hjeraða. Ríkissjóð- ur styrki stofn- og reksturs- kostnað þessara skóla. Nú eru húsmæðraskólar sem kunnugt er, að Staðarfelli, Blöndu- ósi og væntanl. húsmæðradeild að Laugum. Vantar tilfinnanlegast á Austurlandi; er helst talað um Hallormsstað sem skólasetur þar. 3. Búnaðarfjelag Islands ráði nú þegar í sína þjónustu fjórar konur er hafi umferðakenslu á hendi í matreiðslu og öðru er að húsmæðrafræðslu lýtur og að notum getur komið. Einni konu er ætlað að starfa í hverjum landsfjórðungi. Bún aðarfjelagið greiði umferða- kenslukonunum kaup og sjái þeim fyrir kensluáhöldum, en hlutaðeigandi hjeruð sjái fyrir húsnæði og flutningi á milli kenslustaða. Umferðakenslan í matreiðslu hefir fram til þessa verið skipu- lagslaus, hending ráðið, livar hún hefir verið á hverju ári. Nefndin ætlast til, að kensla þessi fari fram 5. hvert ár í hjeraði hverju. Ríkissjóður leggi til nauðsynleg áhöld í upphafi og annist viðhald þeirra. Er búist við, að áhöld hverrar kenslukonu kosti um 400 krónur. 4. Búnaðarfjelag íslands gangist fyrir því, að komið verði upi> kennaraskóla fyrir þær kon- ur, er ætlast er til að hafi hús- mæðrafræðslu á hendi. Æski- legt þætti oss að sá skóli yrði settur í Gróðrarstöðina í Reykjavík. Á ]>essi skóli að verða aðalhús- mæðraskoli landsins og hinn full- komnasti. Er mjög æskilegt, ef hægt væri að koma því svo fyrir, að núverandi Gróðrarstöð Búnað- arfjelags íslands við Laufásveg fengist til skólans. Tilraunastarf- semi fjelagsins á að flytja hjeðan úr Reykjavík, en stöðin tilvalinn staður fyrir garðyrkjukenslu o. fh, sem þarf að vera í sambandi við skóla þennan. 5. Að Búnaðarfjelag íslands sjái um, að einni konu verði falið að hafa eftirlit með allri hús- mæðrafræðslu í landinu, og sje hún jafnframt leiðbeinandi í öllu, er að þessu lýtur. Þetta fyrirkomulag ætlast nefnd in helst ekki til að haldist til lengdar, heldur verði sambönd kvenfjelaganna svo öflug, að þau geti annast yfirstjórn og eftirlit þessara mála, er tímar líða. t W. Siegert. ----- A Nýlátinn er liðsforingi W. Siegert í Berlín. Var hann kunn- ur hjer á laudi; kom liingað 1926 og ferðaðist um landið. Átti hanu verulegan þátt í því, að koma á flugferðum hjer. Hann var um- sjónarmaður alls loftflota Þjóð- verja á ófriðarárunum og var þjóð kunnur maður á Þýskalandi fyrir þau störf sín. Hann ritaði bók um flugmál nokkru eftir ófriðinn og spáði því í þeirri bók, að eftir nokkur ár mundi hægt að fljúga með 1000 km. hraða á klst.; þá var venjulegur flughraði 150 km. á klst., en nú er hraðinn kominn yfir 500 km. Á norðurhveli jarðar miðað við Berlín er vegalengdin kringum hnöttinn 24 þús. km.; Siegert hjelt því fram, að flugmaður, sem færi þessa leið kring nm hnöttinn með 1000 km. hraða og flýgi undan sólu (í vesturátt), sæi aldrei sól- arlag. Ef flugmaður t. d. legði af stað frá Berlín um sólaruppkomu, væri alstaðar sólaruppkoma, þar sem hann færi um. „Tíminn yrði að rúmi,“ eins og Siégert orðaði það.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.