Morgunblaðið - 16.02.1929, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.02.1929, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ D) Ste y m & Ölsein] C Nv^omiö: Steinlausar sveskjur, Þurkuð epli, Gerduft, Dr. Oetkers, Búðingsðuft, Dr. Oetkers. ? nmmimiii iiiiniiirnniinimiiinuinmiiiiTT mnnnmnmi Leikhúsið. Ef þjer biðjið um PERSIL, þá gætið þess, að þjer fáið PERSIL, því ekkert er þess í gildi. Best að avglýsa f Morgunblaðinm. nuglvsing. Hin margeftirspurðu sel- skapssjöl, eru komin aftur í verslun S. lúhannesdóttiir Austupstpastl 14. <Beint & móti Landftbankamm) Siml P887. Þvottaduft á sílkisokka, Tricotine og silki. Sjerlega gott og ódýrt. Verslun igill lacnbsen. Ríchard Ganthony: SendiboÖinn frá Mars. I>að má segja, að þessi sýning ■ije hin fyrsta í vetiir, sem ekki er Leikfjelaginu til skammar, og' í fyrsta sinn, að áhörfendur fá hugboð um, að eitthvað sje að gerast, sem skylt er því, sem rnenn annars liugsa sjer í sam- bandi við hugtakið: leikhús. Batn- andi manni er best að lifa og virð- ist nú Leikfjelagið vera koinið á þá skoðun, að það sje ekki óvið- eigandi, að það leggi að sjer, því þama var á boðstólnm leikrit, sem eitthvert erindi á og í meðferðinni viðleitni tfl að vanda sig' og er hvorttveggja þakkarvert. Þegar maður heyrir titilinn dett- ur manni ós.jálfrátt í. hug Seridi- herrann frá Júpiter eftir Kamban, enda hafði það lieyrst, að Kamban myndi hafa tekið traustataki eitt- hvað af hugmyndum hins, eða kannske bara lánað, upp á borgun í sama, persónur eða umgerðir um kenningar. Sameiginlegt með ]iess- um „hnöttóttii“ sendimönnum er, að vera kemur frá öðrum hnetti, hjá Kamban raunveruleg, lijerna ímynduð, og prjedikar góða siðu fyrir jarðbúum. Sömuleiðis eru göfugustu persónurnar umrenning- ar, sem orðið hafa óþægilega fyr- ii' barðinu á heiminum, eins og hann er. Horace Parker er ímynd sjálfs- elskunnar. Honum finst heimurinn vera umgerð í kringum sjálfan hann, og- föðursystir hans Martha og unnusta hans, Minnie, finst honum útvaldar af forsjóninni til þess að þjóna honum. Þegar ónær- gætni hans knýr Minnie til að spyrja hann, hvort hann í raun og veru elski hana, kveðst hann gera það „vísindalega“. En eftir sorg- lega reynslu hennar á þessari vís- indalegu ást, skilar hún honum trúlofunarhringnum aftur, kveður alt gullið nú vera horfið úr hon- um og fer með Mörthu á dans- leik. Þegar þær eru farnar, fer Horace að lesa í stjörnufræðisriti um pýjustu kenningar um hnött- inn Mars, en sofnar út frá því Hann dreymir síðan, að til hans kemur sendiboði frá Mars. Sendi- boðinn hefir öfl í sinni þjónustu, sem knýja Horace í draumnum til að hlýðnast honum, og setur hann Horace í spor þeirra, sem hann áður hefir fyrirlitið. Þetta hefir þann árangur, að þegar hann vaknar aftur, snýst hann frá sinni sjálfselsku-villu og finnur, að hann þarf að taka tillit til fleiri manna en sjálfs sín. Yfirleitt er leilcritið hörð ádeila á sjálfbyrgingsskap og sjálfselsku og þó að ekki sje það meistara verk, er t. d. fyrsti þátturinn snild- arlega skrifaður. Skiftast þar á hreinmeitluð tilsvör og hárhvass ir kýmnisbroddar í meistaralegri þýðingu Boga Ólafssonar. Seinni hluti leiksins er á kafi í „Senti- mentalitet* ‘ og móralprjedikunum, en slíka sósu vill fjöldinn hafa út á matinn sinn, þó að það skemmi frá listarinnar sjónarmiði. Á leikendaskránni eru 23 per- sónur auk nafnleysingja, og nokkr- ir leikendur koma þarna fram í fyrsta sinn, og eru því, sem vænta má, af hinum mörgu kölluðu, sár- fáir útvaldir. Með þeirri leiðbeiningu og þeim leikkröftum, sem Leikfjelagið hef- ir á að skipa, var yfirleitt ekki að búast við betri frammistöðu, ]>ví flestir gerðu eins og þeir gátu. En þó að þessi sýning beri eins og gull af eiri af fyrri sýningum fje- lagsins í vetur, þá strandaði hún á þeim sorglega sannleik, sem heit- ir getuleysi. í leikritinu eru mörg góð og afmörkuð hlutverk og urmull af skringilegum setningum, en sem livorttveggja datt mátt- laust til jarðar af því að leikendur gátu ekki valdið því. Það er sam- eiginlegur galli allra leikendanna, að meðferð einstakra setninga — Diktion —- er mjög ábótavant og ekki er mögidegt, að margar vit- laust sagðar setningar skapi góða heiki, nema fylgt sje lökvísi veit- ingamannsins, sem sagði: „raun- ar tapa jeg dálitlu á hverjum ein- stokmn snaps, en það er fjöldinn, sem gerir það, að jeg græði“. Og ekki er hægt í þessu atriði að skella skuldinni á húsakynnin, því setningameðferðin er sú sama, livort. sem leikið er í Iðnó eða fullkomnasta leikhúsi heimsins. — Sjerstaklega varð þetta hert í 1. þætti þegar hver ágætissetningin eftir aðra misti marks af þessum orsökum. Langþyngstu byrðina hafði Brynjólfur Jóhannesson (Horace). Eins og ávalt lagði hann sig fram og g'erði margt prýðilega, enda hefir hann tvímælalausa leikgáfu, og er leitt, að hún skuli ekki vera betur þjálfuð. Og vafalaust er hann sá af leikendunum, sem Ijet fæst tækifæri ónotuð. En þó að leikur hans væri virðingarverður, vantaði þó herslumuninn, til þess að Horaee nyti sín. Tómas Hallgrímsson leikur sendi boðann. Innkomu hans í 1. þætti er mjög klaufalega fyrir komið og sömuleiðis skeði burtför hans í 3. þætti þannig, að fáir gátu áttað sig á, hvað var að gerast. Enn- fremur talaði hann alt of lágt og beit aftan af orðunum, einkum í 1. þætti. Sem sendiboðinn kom hann mjög vel fyrir, en vantaði öll þau seguláhrif persónuleikans, sem áhorfandinn óhjákvæmilega býst við af honum. Emilía Indriðad. ljek Mörthu. Hún hafði bygt persónuna svo illa upp, að engin heilsteypt mynd varð eftir af henni í huga áhorf- andans, aðeins þokukend hug- mynd um margar góðar setningar „brendar af“ og mörg ónotuð tækifæri, og er það óvanalegt um jafnvandvirka leikkonu og ung- frúna. Arndís Bjömsdóttir Ijek Minnie og gerði hana nokkuð bragðlitla en eklci óviðkunnanlega. Valur Gíslason hafði í umrenn- ingnum gott útlit, en þegar hann talaði, var eins og að hann velti út úr sjer grjóti; orðin komu í skriðum og „kvæðalag" Leikfje- lagsins óspart notað. Af byrjendunum má helst nefna Margr. Thorberg, sem ljek konu særða mannsins (Eyj. J.) og var áreiðanlega betri helmingur þeirra hjóna. Leiktjöld og útbúnaður ljósa og annars var óvenjulega góður. Marrið í bekkjunum gerði stund um nær ómögulegt að heyra það, sem sagt var, og ættu áhorfendur »s. DrcRining Alexandnine fer til ntlanda mánndaginn 18. febrúar kl. 8 síðdegis. Farþegar sæki farseðla í dag. Tilkynningar nm vðrnr komi í dag. C* Zivnsen. Rakáhold: Rak-hníiar, — vjelar, — bnrstar, — sápa. Rak-crem í túpnm, besta raksápa, Rakblöö: »Gillette«, »Puma« o.fl. Rakpúður, rakspeglar, Shpvjelar og reimar. Mesta og besta úrvalið í bænum. Vörnhnsið. Rúgur, i Rúgmjöl, Haframjöl, Hveiti, \ Hænsnafóður „Kraft“, Hestahafrar, Bygg, í fyrirliggjand'i hjá j C. Belirens, sími 21. DarnapúBur Darnasáptrr Darnapelar Darna- svampar Gummidúkar Dömubindi Sprautur og allar tegundir af lyfjasápum. að reyna að vera ekki að brölt* meðan á sýningu stendur. Ekki var alveg fult hús fyrst* kvöldið og má Leikfjelagið sjálfu sjer um kenna, því það hefir, eii>s og í dæmisögunni, svo oft kalh að: úlfur — úlfur, að þegar l°ks . f kemur sýning, sem vert er að aiíl’ þá trúa ]>ví fáir. Að endingu: áfram — áfranJ’ þetta var spor í rjetta átt, en hol' ur má ef duga skal. A. P

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.