Morgunblaðið - 10.03.1929, Blaðsíða 8
8
MORGUNBLAÐIÐ
Af ýmsnm gerðnm ávalt til-
búnar hjá Eyvindi.
Lanfásveg Ö2. — Sími 485.
Ung,
þýsk stnlka,
sem þegar hefir dvalið l’ár
i íslandi, ðskar eftir ein-
kverri atvinnu í vor.
Al. S. f. vísar á.
f jarðar, sem hægt er að leita skjóls
á fyrir öllum veðrum.“
5. Verkfallið. Var málinu hreyft
af kpm. Sv. Bin.,' og urðu umr. all-
harðar, og var að síðustu svohlj.
till. borin upp:
„Pundurinn álítur, að landstjórn
in sje komin inn á hættulega braut
með að jafna vinnudeilur með fjár-
framlögum úr ríkissjóði, og skorar
á Alþingi að sjá um, að slíkt komi
ekki fyrir aftur.“
Var till. samþ. með 19 shlj. atkv.
6. Síldarernkasalan. Frsm. Sv.
Ein. Bftir nokkrar umr. kom fram
svohlj. till.: ,
„Fundurinn lýsir óánægjn sinni
yfir rekstri síldareinkasölunnar,
og óskar eftir, að Alþingi afnemi
hana, þannig að framleiðendur ráði
sjálfir yfir þessari vöru sinni.“
Till. var samþ. með öllum atkv.
Daflbók.
isafoldaprerntsmiðja h. I.
beflr ávalt fyrlrllggjaadl:
LetTiarbækur og kladdar
LelBarbökarhefti
Vjeladagbækur og kladdar
Farmsklrteinl
Upprunaskirteinl
Manifest
FJárnámsbeiOni
Gestarjettarstefnur
Vlxilstefnur
Skuldalýslng
Sáttakærur *
TJmboO
HelgisiOabækur
PrestbJónustubækur
Söknarmannatal
FæBingar- og skirnarvottorO
Gestabækur glstihúsa
• Ávlsanaheftl
• Kvlttanaheftl
2 ÞlnggjaldsseBlar
• Reikningsbækur sparisJöBa
• liáutökueyBublöB sparlsJöBa
• Þerripapplr I */i örk. og nlBursk.
2 Allskonar papplr og umslög
• Einkabrjefsefnl I kössum
2 Nafnspjöld og önnur spjöld
•
• Prentun * alls konar prfntrrrki,
2 kvo rt heldnr guU-, sllfnr- etta Ut-
• prentun, eBa meB svörtn elngðngn,
• m hvergl betnr nje fljötmr af
2 hentU leyst.
■ 11 ss 1 48.
• fsafoldarprentsmiðja h.f.
Hin dásamlega
Tatol-handsápa
mýkir fog’hreinsar hörundið
og gefur „fallegan og bjartan
litarhátt.
Einkasalar:
I. Brynjðlfsson 8 Hvaran.
□ Edda 59293127 == 2
I.O.O.F.3= 1103118.90.
Veðrið (í gær kl. 5): Lægð fyrir
norðan ísland á austurleið, en há-
þrýstisvæði suðaustur undan. S og
SV-gola með 8—10 st. hita um alt
land. Þykt loft vestan lands, en
bjart fyrir norðan og austan.
1 Danmörku er nú um 0 st. hiti,
en alt að 10 st. frost í Svíþjóð
og í N-Noregi. Á Bretlandseyjum
var hitinn alt að 20 st. í dag, en
var um 0 st. í morgun.
Veðurútlit í dag: SV-gola. Skýj-
að. Dálítil rigning.
Útvarpsmálið. Almennur fund-
ur um það verður haldinn í Varð-
arhúsinu í dag kl. 5. Verða þar
ræddar nýjar tiliögur og hug-
myndir um að hrinda málinu
áfram.
Fyrirlestrar í dag; Frú Þórstína
Walters flytur fyrirlestur í Nýja
Bíó kl. 3, um heimkomu Vestur-
íslendinga 1930.Aðgangur ókeypis.
Ólafur Friðriksson flytur fyrir-
lestur í Varðarhúsinu kl. 8% um
borgina týndu í Andesfjöllum og
menning og sögu Inkanna.
Þorsteinn frá Hrafntóftum les
upp kafla úr bók Theódóru Þórð-
ardóttur „Árangur reynslu minn-
ar,“ klukkan 8 í Bárunni.
Fyrir 40 ánun stendur í ísafold:
Með mesta móti er nú aðsókn af
vermönnum hingað í sjóplássin, og
ganga þó vel út, fyrir geypilegt
kaup, 60—70 krónur um vertíðina,
eða jafnvel 80—90 krónur sumir.
Svo er aflavonin fjörug, líklega
mest vegna hinnar framúrskarandi
haustvertíðar. En von er þó aldrei
nema von.
Aðalfimdur Slysavarnafjelags Is-
lands verður haldinn í Kaupþings-
salnum í dag kl. 3.
Kristleg samkoma á Njálsgötu
1 í kvöld kl. 8. Allir velkomnir.
Galdra-Loftur. Til þess að gefa
almenningi kost á að kynnast leik-
fjelagi stúdenta, gengust „Ber-
lingske Tidende“ fyrir því, að
„Galdra-Loftur“ Jóhanns Sigur-
jónssonar var leikinn í Dagmar-
leikhúsinu í gærkvöldi. Ágóðann
af sýningunni átti Leikfjelag stú-
denta að fá að hálfu leyti; hinn
helmingurinn átti að renna í sam-
skotasjóð, sem blaðið hefir stofn-
að til þess að útvega fátæklingum
eldsneyti meðan kuldarnir eru.
Gs. ísland kom frá Vesturi og
Norðurlandi, kl. 4)4; í gær. Meðal
farþega voru: Sjera Kolheins, Guð
mundur Ólafsson lögfr., Árni Jó-
hanne'son, Eggert Stefánsson.
Stefán Sigurðsson, Indriði Helga-
Farsóttir á öllu landinu
í febrúar 1929.
Rvík Suður- land Vestur- land Norður- land Austur- land Sam- tals
Hálsbólga 158 28 22 60 4 272
Kvefsótt 211 53 39 27 21 351
Kveflungnabólga 48 27 11 0 7 93
Barnaveiki 0 0 0 0 0 0
Bamsfararsótt 0 O 0 0 0 0
Gigtsótt 4 3 8 1 1 17
Taugaveiki O O 2 2 0 4
Iðrakvef 41 15 10 13 5 84
Influensa 2182 768 684 215 138 3987
Mislingar 296 193 32 47 39 607
Lungnabólga (taksótí) .. 3 8 3 1 1 16
Heimakoma O 0 3 0 0 3
Hlaupabóla 3 2 4 0 0 9
Mænusótt 1 0 0 1 0 2
I janúar voru ekki skrásett
nema 313 tilfelli af inflúensu. En
snemma í febrúar reis ný alda og
reis mjög ört. Nú er þessi alda
sumstaðar að mestu fallin aftur
(t. d. í Rvík), sumstaðar á toppn-
um, og sumstaðar ókomin. Utan
Rvíkur bar mest á veikinni í fe-
brúar í þessum hjeruðum: Hafn-
arfjarðarh. ; (346), Skipaskagah.
(205), Keflavíkurh. (110), Pat-
reksfjarðarh. (132), Þingeyrarh.
(500). Sumstaðar í öðrum lönd-
um, t. d. Skotlandi, liefir þessi in-
flúensa valdið allmiklum maun-
dauða, svo að sumar vikurnar hef-
ir manndauði þar þrefaldast eða
ferfaldast á við það sem vant er að
vera. Hjer á landi hefir veikin orð-
ið örfáum sjúklingum að fjörtjóm.
Manndauði í Rvík í febrúar hefir
verið rjett í meðallagi.
8. mars 1929.
G. B.
son, Jón E. Sigurðsson, Ludvig
Andersen konsúll, Kjartan Gunn-
laugsson kaupm., Ólafur Einarsson
vjelfr., Þorvaldur Benjamínsson
kaupm., G. Thordarsen, Beinteinn
Bjarnason kaupm., Steingr. Björns
son, Eiríkur Kristjánsson, Björn
Kristjánsson og frú.
Sjómannastofan. Guðsþjónusta í
kvöld kl. 6, sjera Bjarni Jónsson.
Allir velkomnir.
„Sendiboðinn frá Mars“ verður
leikinn í kvöld í seinastá sinn.
Stukan Dröfn heldur skemtisam-
komu í kvöld kl. 814 í Góðtempl-
arahúsinu. Sjá nánar í auglýsingu
í blaðinu í dag.
Fyrir 50 áram. í ísafold 21. mars
1879 stendur eftirfarandi frjetta-
klausa: — Nokltur afli hefir verið
til þessa af stútungi og þyrsklingi,
þegar róið hefir verið til Sviðs, en
nú virðist fiskur alveg horfinn
innan Faxaflóa. Búið er nú að
varpa netunum í sjóiun, svo vegg-
urinn er hlaðinn fyrir þorskgöng-
urnar þegar þær koma. Þar má
segja að miklu lánsfje er kastað
í sjóinn. Ætla það hefði ekki ver-
ið eins drjúgt fyrir suma að hirða
mun betur það sauðfje, sem þeir
hundruðum saman keyptu í haust,
og sem tugum saman hefir
■fallið í vetur af ýmsum orsökum?
Á þorra var 200 fjár fallið í
Grindavík, og kunnugir hafa skríf
að oss, að suðui1 með öllum sjó,
alt suðúr í Hafnir, hafi margt
drepist, sumt úr bráðafári, sumt
flætt, en hitt sje víðast livar hor-
að. Búskapur vor hjer' syðra virð-
ist vera tómt lukkuspil bæði til
lands og sjávar.
Línuskipin Rifsnes, Atli frá
Eskifirði og Gunnar Ólafsson frá
Vestmannaeyjum komu af veiðuin
í gær, allir með ágætan afla. —
Ennfremur komu af veiðum nokkr
ir vjelbátar hlaðnir.
Úr veiðistöðvunum. Mokafli lief-
ir verið að undanförnu í Keflávík,
Njarðvíkum og Sandgerði; svo að
þurft hefir að fá menn úr Reykja-
vík og Hafnarfirði þangað suður
eftir til að gerá að aflanum. — í
Grindavík (Járngerðarsfaða-
hverfi) var fyrst alment róið á
fimtudag og aflaðist þá vel. Áður
hafa verið þar sífeldar ógæftir.
Á Vatnsleysuströnd og í Vogum
eru menn farnir að leggja net
í Garðsjó og liaff) aflað mest 70
’fiska á skip. 1 Garðinum hafa
trillubátar aflað talsvert í net. —-
í Höfnum var ágætur afli þessa
viku, 20-40 til hlutar á dag. Hafa
menn þar fengið 300—400 til lilut-
ar síðar á nýáxii.
Maí kom hingað í fyrrakvöld. —
Hafði hann hent það óhapp að
brjóta skrúfuna vestur í Jökul-
djúpi. Hafði fengið 50 tunnur l'ifr-
ar. Skipið átti varaskrúfu hjer.
Var því lagt upp í fjöru í gær,
en ekki var svo mikil fjara, að
hægt væri þá að setja skrúfuna á
það. 1
Skipaferðir. Esja, Island og
Nova kornu hingað í gær að norð-
an og vestan.
Meðal farþega á Esju voru Þor-
steinn Þorsteinsson sýslumaður
Dalamanna og frú, Oddgeir Jó-
hannsson verslunarmaður Stykkis-
hólmi, Jónas Bergmann kaupm. á
.Sandi og Hallur bóndi Kristjáns-
son á Gríshóli.
í Udenrigsministeriets Tidsskrift,
21 .febr. er löng grein um at-
vinnuvegi, verslun og fjármál ís-
lendinga árið sem leið og er hún
komin frá sendiherra íslands í
Kaupmannahöfn.
Hljómsveit Reykjauíkur.
Stjórn liljómsveitarinnar hefir
beðið blaðið fyrir eftirfarandi til-
kynningu:
Síðastl. haust var ákveðíð að
hljómsveitin hjeldi 5 hljómleika á
yfirstandandi vetri. Tveir þeirra
voru haldnir fyrir jól og ráðgert
var, að sá þriðji yrði snemma í
febrúar og svo hinir með mánaðar
millibili.
Eftir nýár neituðu tveir menn
sveitinni um frekari samvinnu,
nema fullnægt yrði skilyrðum, er
þeir settu, en sem f jelagsmönninn
þótti ekki fært að gánga að. Sama
gerðu einnig þeir útlendu hjóm-
leíkarar, sem hjer stunda atvinnu,
og áður liöfðu leikið með sveitinni.
Þrátt fyrir þetta var ákveðið að
halda hljómleik með innlendum
mönnum eingöngu og æft af kappi.
En nú hefir svo óheppilega viljað
til, að’nokltrir af fjelagsmönnum
hafa legið í inflúensu og öðrum
veikindum, svo ekki er hægt að
Svea
eldspýtnr
i heildsölu hjá
■fóbaksverjlun TsfandsKtí
smábátamðtorar ávalt
fyrirliggjanði hér
á staðnum.
C. Proppé.
Plasmon hafra-
mjol 70% meira
næringargildi
en í venjulegu
haframjoli. Ráð-
lagt af læknum.
verðlækbnu
á fjölda af nauðsynjavönwi
VersL Fíllinn.
Laugaveg "9. — Sími 1551.
I stykkjum:
Appelsínnr, Epli, Vínber,
Lanknr, Citrónnr. Lægst verö
á Islandi.
Talið við Von.
Harlmanns-
sokkar
úr ull, silki, baðmull
og ísgarni.
Smekklegtprval.
Lftið x glnggana.
Vöruhúsið.
halda hljómleik fyrst um sinn..
Sjái sveitin sjer ekki fært að;
halda þá þrjá hljómleika, sem eft--
ír eru, þegar þessi mánuður er lið-
inn, verður þeim, sem aðgöngu-
ir.iða hafa keypt að hljómleikun-
um endurgreiddir % hlutar and-:
virðis jieirra.