Morgunblaðið - 04.04.1929, Síða 3
3
MORGUNB L AÐ i t)
2HorgtmWa$ifc
■tofnandl: VUh. Flnaen.
andl: Fjelagr I Reykjavlk.
Rltatjórar: Jðn Kjartanason.
Valtýr Stefánason.
AnsiyaingaatJörl: E. Hafberg.
■krlfstofa Austurstræti S.
■tasl nr. 600.
A uslýslngaskrlfstofa nr. 700.
Kalaoaslsaar:
Jón Kjartansson nr. 742.
Valtýr Stefánsson nr. 1120.
E. Hafberk nr. 770.
Askrlftaacjald:
Innanlands kr. 2.00 á mánuBL
Dtanlands kr. 2.60 - ' ■■■■ ~
1 lausasölu 10 aura elntakld.
Erlendar símfregnir.
Khöfn, PB 2. apríl.
Stuttu bylgjurnajr. — Nýjax
uppgötvanir.
Frá Berlín er símað: Þektur
radiofræðingur, prófessor EsauS,
hefir að undanförnu starfað að
mjög víðtækum rannsóknum á
radiobylgjum, sem eru innan við
10 metra á lengd. Esaus liefir
hepnast að senda skeyti á 20 senti-
metra bylgjum, en honum hefir
•einnig hepnast að beina stuttu
bylgjunum í ákveðna átt og þann
ig tekist að koma í veg fyrir, að ó-
viðkomandi heyri skeytin. Búast
menn nú við því, að vegna þessara
rannsókna hans, verði gerlegt að
nota mjög stuttar bylgjur, og yrði
þá hægt að ráða bætur á núver-
andi rúmleysi fyrir langar bylgj-
ur. Ennfremur yrði liægt að nota
stuttu bylgjurnar. við lækningar,
til dæmis við ltrabbameini.
Takmörkun olíuframleiðslu.
Frá Washington er símað: Her
bert Hoover forseti hefir' lýst yfir
1>™» að stjórnin álíti nauðsynlegt
að talcmarka olíuframleiðsluna.
Hefir liann því látið afturkalla 350
leyfi, sem veitt höfðu verið til þess
að leita að nýjum olíulindum inn-
an ríkisins.
Til Norðurpóls { kafbáti.
Frá London er símað: Wilkins
pólkönnuður ráðgerir leiðangur til
norðurpólsins í næstkomandi júlí-
mánuði í kafbát. Alítur hann nauð
synlegt að nota kafbát til farar-
innar, til þess að geta rannsakað
pólhafið nákvæmlega. Sjerfræðing
ar efast um, að áform Wilkins
leiðangri þessum viðvíkjandi, sjeu
framkvæmanleg.
Námasprenging.
Frá Bryssel er símað: Sprenging
■varð í kolanámu nálægt Hasselt
'Tuttugu og fimm námumenn biðu
'bana.
Khöfn, FB 3. apríl.
Óeilrðimar í Kína.
Frá London er símað: Blaðið
Haily Telegraph hefir fengið
skeyti frá Shanghai þess efnis, að
ákafir bardagar sjeu háðir við
Yangtzefljótið á milli hers Nan-
kingstjórnarinnar og Hankow-
hersins. Öll verslun í Yantzedaln-
nm er lömuð.
Nanking stjórnin býst við því,
að Feng Yuh-Siang muni taka
Hankow herskildi innan hálfs mán
aðar.
Tillcynt liefir verið opinberlega,
að her stjórnarinnar í Nanking
hafi tekið herskildi borgina Hon-
chow, sem er tuttugu mílur ensk-
ar frá Hankow. Framsókn herliðs
Nankingstjórnarinnar heldur á-
fram.
Hvirfilbylur.
Frá New York borg er símað:
Hvirfilbylur hefir gert mikið tjón
í ríkjunum Minnesota, _ Iowa og
Wisconsin. Eignatjónið nemur all-
morgum miljónum dollara. Ellefu
menn hafa farist.
Chamberlain og Mussolini
tala saman.
Frá Rómaborg er símað: Musso-
lini og Chamberlain, utanríkismála
ráðherra Bretlands, hittust í gær
nálægt Firenze. Hefir verið tilkynt
opinberlega að þeir hafi rætt hin
merkustu þeirra mála, sem snerta
Bretland og ítalíu og hafi þeir
verið algerlega sammála.
Framleiðsla Norsk Hydro
eykst stórum.
Frá Ósló er símað: Stækkun
verksmiðja Norsk Hydros við
Rjukan verður fullgerð í þessum
mánuði. Framleiðsla tilbúins áburð-
ar verður þá aukin að miklum
mun. — Framleiðslan er nú eitt
hundrað og áttatíu þúsund smá-
lestir árlega, en á að verða fjög-
ur hundruð og fimtíu þúsund smá-
lestir árlega.
Hinar nýju byggingar fjelagsins
við Rjukan hafa kostað rúmlega
sjötíu milj. króna.
WngWtodj.
„Úðinn“ tekur tugara.
Yestmannaeyjum FB 3. apríl.
Oðinn kom í morgun með þýsk'
an botnvörpung, Orion frá Gee
stemiinde, tekinn við Portland.
Skipstjórinn, Karl Georg Au
gust, var dæmdur í 13.000 kr. sekt
aíli og veiðarfæri upptækt. Botn
vörpungurinn hafði lítinn afla.
Skiipstjóri áfrýjaði dóminum.
Fiskleysi í net síðustu daga.
Sjaldan minna.
Tekiaskattsviðankinn.
Ankin landhelgisgæsla-
Efri deild.
Breyting á 1. um heimild fyrir
ríkisstjórnina til þess að innheimta
tekju- og eignarskatt með 25%
viðauka, 2. umr. Eins og áður er
skýrt frá, fer frv. þetta fram á
að undanþiggja tekjuskatt ein-
staklinga, sem ekki nemur 72 kr.,
25% viðaukanum. Fjhn. hafði haft
mál þetta til meðferðar og' var þrí-
klofin í málinu. Framsóknarmenn
(ÍP og PH) vildu samþykkja frv.
óbreytt; íhaldsmenn (BKr. og J.
Þorl.) lögðu til að frv. yrði felt.
Þeir töldu sjálf heimildarligin frá
síðasta þingi ranglát og vonuðu að
stjórnin færi eins að næsta ár og
ár, þannig, að heimildarlögin
Dagbðfc.
Landsfundnr
fhaldsflokksins
byrjar í dag kl. 4f/2 e. h.
Undanfarna daga hafa allmargir
flokksmenn íhaldsflokksins komið
hingað til bæjarins til þess að
sitja á landsfundi flokksins. Von
er á fleirum í dag. Sennilega verða
samankomnir á fundi þessum
áhugamenn flokksins úr velflest-
um kjördæmum.
Sökum þess frve húsrúm í Varð-
arhúsi er lítið, er nauðsynlegt að
takmarka aðgang bæjarbúa að
fundi þessum, og verða þar eigi
aðrir bæjarmenn en fulltrúar þeir
sem tilnefndir hafa verið af fje-
lögum flokksins. Þeir utanbæjar
menn, sem hafa í hyggju að sitja
fundinn, verða að fá sjer að-
göngumiða á skrifstofu flokksins í
Varðarhtisinu fyrir kl. 3 í dag. -
Fulltrúar Varðar og Heimdalls
eiga að vitja aðgöngumiða á sama
stað.
í kvöld kl. 814 koma allir fund-
armenn saman í kaffihúsi Ros-
enbergs.
-------—------------
Þriðju hljómleika heldur Flori-
zel v. Reuter annað kvöld kl. 7,15
í Gamla Bíó — en ekki 7%, eins
og áður, vegna þess að þá er tími
of naumur vegna Bíósýningar. —
Fult hús var á hljómleiknum í
gærkvöldi.
yrðu eltlci notuð. Hinsvegar litu
íhaldsmenn í nefndinni svo á, að
ef frv. þetta yrði samþ. mundi
það freliar ýta undir það, að heim-
ildin yrði notuð. Fimti maður í
nefndinni, J. B. vildi einnig fella
frv., en af alt annnari ástæðu en
íhaldsmenn. Hann taldi skatta-
hækkun þessa rjettláta og sjálf-
sag't að nota heimildina til fulls
á næsta ári.
Ingvar Pálmason hafði frams. 2.
minnihl. Sagði hann að frv. væri
fram komið til þess að leiðrjetta
þá skýringu, sem stjórnin hefði
gefið viðvíkjandi' innheimtu á 25%
viðaukanum. Þar kæmi fram aug-
ljóst ranglæti, og hefði þingið í
fyrra aldrei ætlast til að lögin
yrðu skýrð á þann liátt sem stjórn-
in hefði gert. Hjer væri því um
sjálfsagða leiðrjettingu að ræða.
Jón Þorláksson: Þegar þessi
heimildarlög voru samþ. í fyrra,
um 25% hækkun á tekju- og eign-
arskatti, var það gert gegn atkv.
okkar íhaldsmanna. Við álitum
lögin þá ranglát og við erum sömu
skoðunar ennþá. Við teljum æski-
legast að stjórnin færi eins að
næsta ár og nú, þannig að hún
noti ekki heimíldina. Vegna þess
að stjórnin hefir orðið fyrir að-
kasti í sambandi við afturköllun
á fyrirskipun sinni viðvíkjandi
innheimtu á þessum viðbótarskatti
nú í ár og þetta liefir verið sett í
samband við lausn kaupdeilunnar,
vil jeg fyrir mitt leyti lýsa því
yfir, að jeg tel að stjórnin hafi
gert rjett þegar hún ákvað að inn-
heimta ekki viðaukann, þar sem
tekjuafgangur var um iy2 milj.
kr. sl. ár.
Jón Baldvinsson; Ef fært þykir
að lækka skatta nú, álít jeg rjett
að byrja annarstaðar en á tekju-
skattinum; nær væri að lækka
tollana. Jeg ætla ekki að fara neitt
út í gerðir stjórnarinnar í sam-
bandi við þetta mál, en tel sjálf-
sagt að heimildai'lögin verði notuð
á næsta ári.
Jón Jónsson: Skil ekki í að
nokkur þingm. skuli geta verið á
móti jafnsjálfsögðu frv. og þessu,
þar sem farið er fram á að leið-
rjetta augljóst ranglæti.
Halldór Steinsson: Út af því,
sem sagt hefir verið hjer í sam-
bandi við það, að tekjuskattsvið-
aukinn var ekki innheimtur nú í
ár, vil jeg taka það fram, að jeg
tel algerlega rangt af stjórninni
að fella niður skatt til þess að
jafna niður kaupdeilur í landinu.
f því sambandi skiftir engu máli
þúsunda eða jafnvel miljónum úr
ríkissjóði til þess að jafna kaup-
deilur, hljóta allir að sjá, að fjár-
hag ríkissjóðs er með því stefnt í
voða. Jeg tel því fullkomlega rjett-
mætt að víta stjórnina fyrir að-
gerðir hennar í síðustu kaupdeilu.
Enn töluðu þeir JBald. og P.
Herm., en að því loknu var geng-
ið til atkv. Fóru leikar svo, að frv.
var felt með 7:7 atkv. (Framsm.
og H. Steinss. greiddu atkv. með).
Þá var komið að tóbakseinokun-
inni og bjuggust margir við langri
úmr. um það mál. En svo varð
ekki; JÞorl. liafði kvatt sjer hljóðs
en lýsti yfir að hann mundi geyma
sjer að ræða málið þangað til við
síðari umr., „ef málið á að fá
að fara í nefnd.‘ ‘ Var síðan gengið
til atkv. og samþ. með 8:6 atkv.,
að vísa frv. til 2. umr. og fjlin.
(Íhaldsm. allir á móti).
NeSri deild.
Þáltill. um aukna landhelgis
gæslu við innanverðan Faxaflóa;
síðari umr. Urðu all-langar umr.
um þetta mál í gær. Hákon flutti
brtt., þess efnis, að auka einnig
gæslu sunnanverðu Breiðafjarðar
og „að haldið sje úti sjerstökum
mótorbáti til landhelgisgæslu á
svæði frá _ Hornbjargi að Straum-
nesi við Patreksfjörð yfir mánuð-
ina maí—desember.“ Þótti ýmsum
óþarft af Hákoni að vera að hnýta
till. þessari aftan í þáltill. um
aukna landhelgisgæslu á Faxaflóa;
en Hákon gat ekki á þetta fallist
og fóru svo leikar, að till. hans
var samþ. Sömuleiðis var smþ.
skrifleg brtt. frá Hannesi Jóns-
syni, um aukna gæslu (með sjer-
st. vjelbát) á innanverðum Húna-
flóa.
Till. þannig breytt var þvínæst
samþ. og afgr. til stjómarinnar.
Frv. um lögreglustjóra á Akra-
nesi, 2. umr. Allshn. hafði haft
málið til meðferðar og lagði meiri-
hlutinn (GunnSig. MG og HK)
til að frv. yrði samþ. óbreytt.
Tveir nefndarmenn (MT og
HV) voru ekki viðstaddir þegar
frv. var tekið fyrir í nefndinni og
þótti þeim h'art að rnálið skyldi
liafa verið afgr. meðan þeir voru
fjarverandi. Nál. meirihl. var þá
orðið viku gamalt, svo auðvelt var
fyrir minnihl. að gerá sínar at-
hugasemdir við frv. Eftir tölu-
vert þjark um málið var frv. áfgr.
til 3. umr. með 20:3 atkv.
Breyting á 1. um vita, sjómerki
o. fl., 2. umr. Hafði sjútvn. haft
málið til meðferðar og lagði til að
takmarka sltyldu hafnarsjóðs við
að nema burt farartálma úr höfn
við 500 kr. Færi lcostnaður þar
fram yfir, skyldi það sem umfram
er, greiðast að % úr ríkissjóði
og % úr hafnarsjóði. Þó má kostn-
aður hafnarsjóðs aldrei fara fram
úr % hluta af árstekjum hans.
Hafði Jóh. Jós. framsögu og var
brtt. nefndarinnar samþ. og frv
afgr. til 3. umr.
Dronning Alexandrine kom til
Leith kl. 7 í gærmorgun.
Trúlofun sína hafa nýlega opin
hvort skatturinn er rjettlátur eða berað, ungfrú Ragnheiður Ólafs
ranglátur. Ef gengið verður inn á dóttir, Hafnarfirði, og Guðmund-
þessa braut, að kasta hundruðum ur Hannesson, Keflavík.
Veðrið (í gær kl. 5): V-kaldi og
þökusúld og- 5—8 stiga liiti Vest-
an lands og við Húnaflóa, en þar
fyrir austan er þurt veður með
8—11 st. hita.
Lægð alldjúp skamt suður af
Hvarfi á Grænlandi. Virðist hún
stefna NA-eftir og má biiast við
að hún valdi allhvassri S og SV-
átt hjer vestan lands á tímabili
á morgun.
í Kaupmannahöfn er 3 st. frost
og í Stokkhólmi 5 st„ en sennilega
hlýnar þar töluvert á morgun.
Veðurútlit í dag: Stinningskaldi
á S og SV. Rigning öðru hvoru.
Útlit fyrir að hlýindi 'haldist
óbreytt næstu daga.
Knattspyrnufjelag Reykjavíkur
heldur dansleik á laugardaginn í
Iðnó, 9 manna hljómsveit leikur.
Aðgöngumiðár sækist í dag og á
mergun.
Snarræði. Þann 16. f. m. hvolfdi
báti á höfninni í Sandgerði; voru
3 menn á bátnum og einn ósyndur
með öllu, en hinir tveir voru synd-
ir. Meðal þeirra sem á bátnum
voru, var Gísli, sonur Gísla John-
sen konsiils og með snarræði tókst
honum að bjarga hinum ósynda
manni. Atburður þessi sýnir hve
mikil nauðsyn er á að allir kunni
að synda.
Hjúskapur. Á laugardaginn voru
gefin saman í lijónaband í Hafn-
arfirði, ungfrú Hermannía S. A.
Markúsdóttir og Ólafur Har'aldur
Stefánsson sjómaður.
fþróttafjelag Reykjavíikur. —
Fimleikaæfingar eru byrjaðar aft-
ur í öllum flokkum.
Valhöll, gistihúsið í Þingvöllum
er nú verið að flytja út fyrir ána
og á það að standa við vatnsbotn-
inn undir brekkunni nokkuð sunn-
an víð búðatætturnar. Þangað á
einnig að flytja. konungshúsið og
jafnvel sumarbústaði.
Mjólkurfjelag Reykjavíkur ætl-
ar að fara að reisa þrílyft verslun-
arhús úr steinsteypu á lóðinni nr. 5
við Hafnarstræti.
Flughöfn. Flugfjelag íslands hef-
ir farið fram á það, að hafnar-
nefnd láti gera ýms mannvirki í
Örfirisey, svo að hægt verði að
nota hana sem lendingarstað flug-
vjela. En hafnarnefnd telur ófært
að hafa lendingarstað fyrir flug-
vjelar innan hafnargarða og vill
því ekki leggja í neinn kostnað
við flughöfn í Örfirisey. Aftur á
móti vill hún ákveða stað fyrir
flughöfn í samráði við Flugf jelagið
og bendir sjerstaklega á Klepps-
vík sem lientugan stað.
Brúarfoss fór lijeðan kl. 8 í
gærkvöldi vestur og norður um
land. Farþegar voru þessir: Að-
alsteinn Friðfinnsson, Magnús
Thorberg, Björn Líndal, Ingólfur
Jónsson, Jón Guðmundsson end-
ursk., Eskildsen frkvstj., frú Sof-
fía Jóhannesdóttir, Sigfús Daníels-
son, Jón Arnesen, Helgi Guðbjarts-
son, Konráð Kristjánsson, Anton
Jónsson, Godtfredsen, Olsen trií-
boði o. m. fl.
Landspítaladagurinn. — Stjóm
Landsspítalasjóðsins hefir farið
fram á það að fá Biskupsstofutún
lánað til útiskemtana til ágóða
fyrir sjóðinn hinn 19. júní. Fast-
eignanefnd vill ekki verða við
þeirri beiðni.
Dómsmálaráðherra hefir sagt
Sigurði Pjeturssyni fangaverði
upp starfi sínu frá 1. júlí n.k.,
eða með þriggja mánaða fyrir-
vara. Hefir Sigurður þá verið
fangavörður í 2iy2 ár. Óvíst er
enn liver þar á að fá bita.
Farþegar hingað á Lýru voru