Morgunblaðið - 09.04.1929, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 09.04.1929, Blaðsíða 6
Þingræði og þjóðræði. Enda þótt þingræðið sje ungt — <eða öllu heldur einmitt af því að það er ungt — eru víðsvegar um lönd farnar að heyrast fleiri og fleiri raddir, sem bera þess vott að menn eru farnir að missa trúna á blessun þess fyrir þjóðirnar — að minsta kosti í því formi, sem •það er nú víðast. Einnig hjer hefir borið á þessu og um það verið rit- að, eins og kunnugt er. Því verð- rur ekki neitað að gallarnir eru margir. Hinsvegar er augljóst að einræðið er ekki heldur lýtalaust og vitanlegt að það hefir oft orð- ið þjóðunum til hinna mestu ó- .heilla. Miklu meiri óheilla en þing- ræðið, enn sem komið er. Liggur því nær að reyna að bæta ur okost- um þess heldur en að kasta því frá sjer. Enda mun slíkt hægra sagt ■en gert. Hafa ýmsar uppástungux -til bóta í þessum efnum komið fram frá vitrum mönnum víða um lönd og einnig hjer á landi (G. Einnbogason, G. Hannesson). Mig langar til í þessari grein að Jýsa með nokkrum orðum hug- mýndum, sem jeg hefi og álít að mundu bæta eitthvað úr ókostum þingræðisíns, lcomist þær til fram- kvæmda. Eftir því, sem fleiri menn fá íkosningarrjett, vex vitanlega tala þeirra, sem nota hann umhugsun- arlaust eða umhugsunarlítið. Með þeirri aðferð, sem nú er höfð má jafnvel fullyrða að margir, sem annars vilja og geta hugsað um landsmálin, fái stundum lítið eða ekkert tækifæri til þess í ýmsum tilfellum. En aðalmein þingræðisins er að uneð því eru mönnum gefin í hend- nr völd í afdrifaríkum málum, sem sumir enga hugsun eða þekking hafa og sumir ekki hafa vilja eða -tækifæri til þess að nota hugsun sína. Verður því sú niðurstaáðaji að nokkrir menn hugsa fyrir allan fjöldann og verður þá þingræðið með því nafnið tómt. Kimnugt er, að flestir eða allir stjórnmálaflokkar hafa fremur óá- kveðnar, „loðnar“ stefnUskrár. — Enn kunnugra er það, að þegar kjósa skal þingmann er „stefnu- skrá“ hans enn óljósari, enn „loðn- ari.“ Nú er vitanlegt að þareð þingmenn eru aðeins kosnir til 4 ára er hvorki til þess ætlast nje við því að búast að hinir ýmsu flokkar eða ýmsu þingmenn komi nema örlitlu broti af þvi til fram- ltvæmda á kjörtímabilinu, sem þeir æða flokkarnir lofa að beita sjer rfyrir. Einnig er um þetta oftlega farið svo' almennum, víðtækum orðum, að þau liafa í raun og veru litla þýðingu. Þetta þarf tæplega skýringar við. En þetta alt elur upp hjá kjósendum hugsunarleysi í landsmálum. Það eru t. d. allir, •eða langflestir hlyntir því, að hlúa að landbúnaði og sjávarútvegi, auka mentun og þesskonar. Það þarf enga hugsun til þess að greiða 3líku atkvæði. Hinsvegar þarf meiri eða minni hugsun til þess að dæma um ákveðnar tillögur í þessu. Nú væri rangt að segja að stjórnmálaflokkar og stjórnmála- menn komi ekki fram með neinar slíkar tillögur. En þær eru þá bornar fram á slíkan hátt að al- menningur á þess engan kost a hugsa um þær svo nokkru nemi — oftast. Það er ekki að ástæðulaus;* að oftlega hefir verið að því fund- ið að stjórnir og einstakir þing- menn bera fram á Alþingi frum- vörp fyrirvaralítið eða fyrirvara- laust. Kveður þá svo ramt að þessu að jafnvel sjálfum þing- mönnunum gefst ekki kostur að hugsa málin í ró og næði. Það er líkast því að óþarfi sje tálinn að þingmenn hugsi. Hvað þá kjós- endur. En að þessu sleptu er kunn- ugt að þegar t. d. þingmannsefni bjóða sig fram og þegar þingmála- fundir eru haldnir, þá koma fram tillögur munnlegar og með svo litlum fyrirvara, að langfæstir kjósendur hafa nokkra getu til þess að dæma um þær. Því að fæstir þeirra hafa um þær heyrt eða um þær hugsað áður. Verður því sú niðurstaðan, að t. d. tillög- ur, sem bomar eru fram á þing- málafundum, eru feldar eða sam- þyktar umhugsunarlítið og eftir augnablikstilfinning þorra manna. Umbótatillögur mínar eru þess- ar, með hliðsjón af því, sem að framan er sagt: I. Undirbúningur alþingiskosninga. Hálfu ári eða svo fyrir næstu al- þingiskosningar koma fulltrúaráð alþingiskjósendanna saman á á- kveðnum stað til fundarhalda. Hver stjórnmálaflokkur út af fyr- ir sig. Þeir fulltrúar, sem kynnu að vera utan flokka, verða að hóa sig saman til þess að mynda nýjan eða nýja stjórnmálaflolika. Takist þeim það ekki, er för þeiiTa ónýt. Ilver liópur manna, sem til þess vill ieggja fje, getur sent full- trúa á fundi þessa. HVer fulltrúi fer síðan með atkvœði á fundun- um eftir því hve margir kjósendur senda hann. En það skal sannað með skriflegu umboðsskjali. Verk- efni fulltrúaráðanna á fundum þessum skal vera að ákveða fyrir hverjum sjerstökum máluin flokk- urinn í heild sinni skuli berjast næsta kjörtímabil og koma þá til framkvæmda. Ekkert þingmanns- efni má bjóða sig fram í nafni flokksins nema hann sje skuld- bundinn að styðja framkvæmdir þessara mála með atkvæði sínu og frumkvæði, ef þarf. Geri hann það ekki, hefir hann fyrirgert þingsetu sinni. Þessi sjerstöku málefni eiga að vera fá stórmál, en nákvæm- lega tilgreind og rökstudd. Um þessi mál ganga flokkarnir síðan til kosninga og skyld skal fram- kvæmdanefnd hvers fulltrúaráðs (sú nefnd getur haft ýms málefni floklcsins með höndum), að birfca samþyktir fulltrúaráðanna innan hæfilegs tíma og á sem bestan hátt. Með þessu vinst: Pólitískar línur verða skýrar, og ákveðnar af hóp færustu manna í hverjum flokki til þess kjörnum. Ekki eins og nú af hinum og þess- um, sem gera sig að einvaldsherr- urn og kalla sig miðstjórnin flokka án nokkurs umboðs alls þorra kjós enda. Unnið verður að ákveðnum mál- um og kröftunum ekki dreift. Tal- ið skylt að gera meira en ella til þess að koma þeim áfram. Uppreisnin í Mexiko. Myndin sýnir hersveit úr riddaraliði stjórn- arinnar fyrir utan hermannaskála í Durango. Fremst á myndinni eru upreisnarmenn, sem teknir hafa verið höndum. — Af um þeim, sem hingað hafa er ekki gott að sjá hvernig ástand- ið er í Mexiko, en það virðist þó svo, sem stjórnarhernum hafi veitt betur upp á síðkastið, og þar sem Bandaríkin hafa bannað að selja uppreisnarmönnum vopn, en gefið leyfi til þess að stjórnarhernum sje seld vopn, þá eru mestar líkur Porte? Gil. til þess að uppreisnarmenn bíði fullkominn ósigur. Eftir því, sem haft er eftir einum foringja upp- reisnarmanna, var ætlun þeirra sú, að steypa stjórninni, vegna þess að hún ætlaði að þröngva upp á þjóð- in forseta, sem sje afar illa liðinn, í staðinn fyrir bráðabirgðaforset- ann Portes Gil. Forsetaefni stjóm- arinnar heitir Ortiz Rubio. „Vjer krefjumst þess,“ segja uppreisn- armenn, „að kosningarrjettur sje ótakmarkaður, að stjórnin hafi fylgi þjóðarinnar og virði frelsi hennar og rjettindi.“ Áhugi kjósenda fyrir landsmál- um vex og hugsun þeirra um þau eykst. Þeir geta löngu fyrir þing- málafundi verið búnir að íhuga málin og taka afstöðu til þeirra. Heilbrigð gagnrýni á því einnig að aukast. Yfirleitt mun óhætt að fullyrða, að líltur allar eru til þess að þegar menn löngu fyrir kosn- ingar fá í hendur yfirlit þess, sem flokkarnir ætla sjer að fram- kvæma og þetta yfirlit er skýrt ákveðið og eltki langt mál, þá muni almenningur fremur en nú fara að vega hvert móti öðru og hugsa málin betur. Almenn glam- uryrði munu því síður ráða úr- slitum. Auk þessa, sem flokkamir gera að sínum málum, geta svo fram- bjóðendumir komið með sín sjer- stöku áhugamál, fyrir kjördæmin o. fl., sem þeir ætla að bera fram á kjör'tímabilinu. Þessi sjerstöku mál eiga einnig að vera nákvæm- lega tilgreind og skylda frambjóð- anda að birta þau kjósendum sín- um á íullnægjandi hátt svo þeir eigi kost á að kynna sjer þau a. m. k. mánuði eða svo á undan fyrsta fundi, sem hann heldur með þeim vegna framboðs síns. Annars sje framboð hans ógilt. Skyldur skal frambjóðandi, þegar hann er um það spurður á fundi með kjós- endum, að lýsa skýlaust yfir, hvort liann er með eða móti á- kveðnum málum. Þessar spurning- ar og svör lians við þeim skulu þegar bókuð af funcfarritara og frambjóðandinn undirrita að rjett sje bókað. Nái frambjóðandinn kosningu og komist seinna á Al- þingi í andstöðu við afstöðu sína til málanna á undan kosningum, skal hann eins fljótt og þess er kostur halda almennan fund eða fundi með kjósendunum (leiðar- þing) og bera undir þá, hvort hann skuli fara mcð umboð þeirra á Alþingi. Sje meiri hluti þeirra því andvígur, skal hann leggja nið ur þingsæti sitt og annar kosinn í hans stað. II. ^ Undirbúningur þinga. Hjer að framan hefi jeg skrifað um undirbúning Alþingiskosninga og bent á ráð til þ'ess að fá al- menning til þess að athuga betur hvað flokkunum ber á milli, hugsa meira um málin og tillögur þær, sem fram koma og þess vegna greiða fremur sjálfstætt atkvæði um þetta. En þá fyrst, er menn gera þetta, eiga þeir skilið atkvæð- isrjett sinn. Eitthvað svipað þessu þarf síð- an að fara fram á undan hverju þingi. Landsstjórnin á að vera skyld að birta öllum almenningi frumvörp sín hæfilegum tíma áð- ur en þing byrjar, nema, svo sjer- staklega standi á, að þetta hefir ekki verið unt þar eð orsakirnar, sem skapa framkomu þess, hafa ekki orðið til fyr en seinna. Einn- ig skal hver þingmaður skyldur að fá landsstjóruinni í hendur frumvörp sín innan hæfilegs tíma og stjórnin síðan birta þau almenn ingi eins og stj órnarfrumvörpin. Framkvæmdanefndir fulltrúaráð anna skulu skyldar að kalla full- trúana saman, ef nauðsyn þykir til þess áð breyta stefnuskrám floltkanna yfirstandandi kjörtíma- bil, t. d. bæta málum við. Jeg efast ekki um, að með fram- an lýstum hætti má fá almenning smám saman til þess að hugsa sjálfstæðara um landsmál, en ella. Einnig þingmemi. Þetta er mikill gróði, því að fyrsta sporið til þess að þingræðið ltomi að notum er ;<ð fjöldinn hugsi. Næsta sporið er, »8 hann hugsi rjett. Komið hefir í því sambandi til mála, að vinsa þá úr, sem engar líkur eru til að geti þetta. Nú sem stendur á vlst aldurinn helst að vera þetta sáld- ur. En slíkt er mikil fjarstæða. Hinsvegar virðist rjettara að láta einhver ljett próf skera úr þessu. Það er heimtuð hugsun og þekk- ing á fjölmörgum sviðum lífsins nú orðið, og menn látnir ganga undir pi-óf til þess að sanna þá liugsun og þá þekking. Er þá til of mikils ætlast, að þeir menn, sem með atkvæði sínu eiga að taka af- stöðu til ýmsra vandasamra þjóð- mála, hafi eitthvað lítilsháttar til brunns að bera til að dæma um þau? Eins og nú er, þarf í raun- inni enga vitsmuni, enga þekkingu og enga lífsreynslu. Er því tæp- lega svartsýni til að dreifa, þó að ekki sje búist við prýðilegum á- vöxtum. Kr. Linnet. Heiðursdoktorar við Kaupmannahafnarháskóla. Þrjátíu og fjórir vísindamenn verða gerðir að lieiðursdoktorum við Kaupmannahafnarháskóla í til- efni af 450 ára afmælinu. Meðal hinna nafnkendustu má telja: dr. Moltesen, utanríkisráðherra Dana, Neergaard, fjármálaráðherra, dr. phil. Gustav Ilolm (fyrir vísinda- legar rannsóknir í Grænlandí), erkibiskuip Svía Söderblom dr. theol. og E. Hagerup Bull hæsta- rjettardómara í Oslo.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.