Morgunblaðið - 09.04.1929, Page 7
MORGl'N Hl,AÐIt
J
VBrndartollastBfnan
og Eggert Hristjðnsson.
I.
Pyrir þinginu nú lig'gur frum-
varp, sem þeir Bjarni Ásgeirsson
og Pjetur Ottesen bera fram, þess
efnis? a?5 innflutningsgjald, kr.
4,50 á kassa, sje greitt af allri
niðursoðinni mjólk, sem til lands-
ins flytst. A innflutningsgjald
þetta að koma í stað vörutollsins,
sem nú er. Mun láta sem næst, að
þessi hækltun nemi kr. 2,82 á
hvern kassa mjólkur eða ea. 6 aur-
um á mjólkurdós. Frumvarp þetta
«r fram borið einvörðungu til þess
að gera Mjallar-fjelaginu ljettara
fyrir að selja sína mjólk, en sala
henuár iiefir gengið fremur treg-
lega að þessu, svo að harðara Sje
ekki að orði lcveðið.
Hjer er því um dulbúna vernd-
artollastefnu að ræða og má alveg
eins búast við, ef frv. þetta verð-
ur að lögum, að fetað verði lengra
áfram á þessari braut, til þess að
hlynna að einstökum landshlut-
um eða einstökum mönnum og fje-
lögum á kostnað heildarinnar og
frjáls viðskiftalífs.
Ef frv. þetta verður að lögum,
hlýtur öll erlend mjólk að hækka
í verði að minsta kosti 6 aura á
dós. Kemur sú hækkun að mestu
leyti niður á fátækasta hluta þjóð-
■arinnar, þeim sem í sjávarþorpnn-
um búa og að noltkru leyti líka
niður á útgerðinni. Af þessu hlyti
því annað tveggja að leiða það, að
alltilfinnanlegur útgjaldaauki bætt
ist á þá, sem verst þola hann, eða
þá, að þessir neytendur mjólkur-
innar yrðu nauðbeygðir til þess að
kaupa þá mjólk — Mjallar mjólk-
ina — sem þeir hafa að þessu
síður kosið, til þess að losna við
þessa útgjaldaaukningu.
Ef svo yrði nú, að neytendur
kysu fremur síðari leiðina, að
kaupa ódýrari vöruna, en að
þeirra dómi lakari, þá leiddi brátt
að því, að útlend mjólk hyrfi al-
veg af markaðnum og væri þá
Mjallar mjólkin algerlega emvöld.
Mætti þá svo vera, að eklti liði á
löngu að verðið hækkaði á henni,
svo að mjólkurneytendur yrðu
bæði að þola það, að kaupa mjólk
dýrara verði en liún nú er og auk
þess að nota mjólk, sem þeim
mörgum fellur ver. Er það og
ennfremur alþekt reynsla af vernd
artollum, að þeir hafi bæði vöru-
hækkun í för með sjer og enn-
fremur óvandaðri vöru og því er
það, að best þroskuðu þjóðimar í
verslunarefnum forðast að fara
inn á þá braut.
Má segja að það sje fyrsta skil-
yrðið til þess að innlend iðnaðar-
vara verði góð, að hún hafi við
■samkepni að etja. Hefir það líka
sýnt sig hjer, að innlendum iðnað-
arvörum hefir tekist að iitrýma
þeim títlendu algerlega burtu,
enda þótt engin tollvernd væri,
sökum þess að tekist hefir að gera
þær svo góðar, að almenningur
hefir tekið þær fram yfir útlendar
vörur sömu tegundar. Á sá íslenski
iðnaður, sem það tekst, fullan t-il-
verurjett og er þjóðinni til sóma
og fjárhagslegs gróða. En lakur
iðnaður, sem haldið el’ uppí með
verndartollum er skaðlegur og á
ekki tilverurjett undir flestum
kringumstæðum.
II.
í Morgunblaðiiiu fimtudaginn
28. mars s. 1. hefir Eggert Krist-
jánsson heildsali, umboðsmaður
Mjallar, skrifað um þetta mál. Er
grein lians svo ónákvæm í með-
ferð sannleikans, að ekki má ómót-
mælt standa, því að vera má að
einhverjir, sem um þetta mál eiga
að fjalla á þingi, taki eitthvert
mark á, henni sökum ókunnugleika
á Mjöll og Eggerti.
Heildsalinn birtir í þessari grein
sinni yfirlit yfir innflutning mjólk
ur frá 1918 til 1927 til þess að
sanna það, að innflutningur xít-
lendrar mjólkur hafi farið mink-
andi. Er innflutniiigur síðasta árs-
ins samkv. þessari skýrslu, sem
ekki skal vjefengd, 9466 kassar, og
er hann til muna minni en flest ár-
in hin, sem sltýrslan nær yfir.
Síðan segir heildsalinn: „Tel jeg
vafalitið að innflutningur hafi ver-
ið minst 2000 ks. lægri árið 1928
eða að líkindum um 7000 ks. En
skýrsla er enn ókomin um þetta."
(Leturbr. hjer). Máltækið segir, að
fáir ljúgi meira en-um helming,
og þessa reglu hefir Eggert Krist-
jánsson ekki brotið, en nærri stapp
ar það þó. Sá sem þetta ritar hef-
ir fengið upplýsingar um það hjá
Hagstofunni, að innflutningur á
dósamjólk árið 1928 hefir verið,
svo langt sem verslunarskýrslur
ná, 11672 ks., eða með öðrum orð-
um 4672 ks. meiri en E. Kr. áætl-
ar. En vafalaust mun innflutning-
urinn hafa orðið 12000 ks., og
skakkar þá hvorki meira nje
minna en um 5000 ks. Má alveg
furðulegt Iieita, að E. Kr. sltuli
leyfa sjer að fara með aðrar eins
blekkingar cða fljótfærnisgaspur
og þetta er og þurfa þó ekki ann-
að en að hringja til Hagstofunnar
til þess að fá hið sanna að vita.
Þá segir heildsalinn, að Mjöll
framleiði nií 800 ks. á mánuði.
Ekkert skal fullyrt um það, hversu
nákvæmur heildsalinn er hjer með
tölur, en einkennilega mikill vöxt-
ur sýnist þó hafa hlaupið í verk-
smiðjuna þessa fáu mánuði, sem
liðnir eru af þessu ári, því að á
árinu 1928 var ríkissjóðsstyrkur-
inn til verksmiðjunnar kr. 5263,50,
en liann er eins og kunnugt er kr.
1,50 á kassa og hefir framleiðslan
á árinu 1928 eftir því verið 3509
ks. eða tæpir 300 ks. á mánuði. —
Maður getur því freistast til að
halda, að nákvæmnin í tölunum sje
lijer sú sama og var í innflutn-
ingssltýrslunni.
Heildsalinn telur, að engin vand
kvæði sjeu á því að auka, frarn-
leiðslu Mjallar upp í 12000 ks. á
ári, enda þótt hún starfi ekki mán-
uðina ágúst og september, og skal
hjer ekki dæmt um þá möguleika
verksmiðjunnar, en sennilega verð-
ur henni það þó öllu erfiðara held-
ur en umboðsmanni hennar að
hækka eða lækka tölur um helm-
ing frá því sem þær raunverulega
eru.
Annars mætti nú virðast, sem
Mjöll gæti sæmilega unað við þá
aðstöðu, sem hún hefir gagnvart
útlendri mjólk, því að auk ríkis-
styrksins, sem hún nýtur, kr. 1,50
á ks., losnar hún auk þess við að
greiða vörutoll, flutningsgjald o.
fl., sem greiðast verður af útlendri
mjólk. Mun láta sem næst, að
þessi kostnaður, sem legst. á út-
lendu mjólkina, nemi kr. 4,60 á
hvern kassa. Nú er kassinn seldur
á 25—26 kr. og verður þá þessi að-
stöðumunur: 1.50 + 4,60 = kr.
6.10 á hvern kassa, sem seldur er
þessu verði. Það sýnist því, að
eitthvað Jiljóti að vera bogið viö
þann rekstur, sem stenst ekki sam-
kepnina eða þarf á vernd að
halda, enda þótt hann njóti þess-
ara stórkostlegu hlunninda.
Eggert Kristjánsson endar grein
sína með því að slcora á alþingis-
menn að sýna nú með því að sam-
þyltkja þetta frv., að þeir beri
hag íslenskra bænda fyrir augum.
Ef Alþingi samþykkir þetta frv.,
vinnur 'það óhappaverk, ekki að-
eins skoðað frá heildarinnar sjón-
armiði, heldur líka þeirra bænda,
sem hjer eiga mestan hlut að máli,
því að þessi verndartolhir mundi
hindra það, að þessi vara geti
írokkru sinni orðið svo góð, sem
hún getur orðið, ef hún fær að
reyna sig áfram í frjálsri sam-
kepni og stjórnendur fyrirtækis-
ins gera skyldu sína.
En eitt mundu alþingismenn
gera, ef þeir samþyktu frv. Þeir
mundu gefa heildsalanum Eggerti
Kristjánssyni von um, að draumur
hans rætist. Draumurinn um að fá
umboðslaun af allri niðursoðinni
mjólk, sem seld er á íslandi.
P.
íslenskir nppdrættir
Hafið þið, konur góðar, sjeð
uppdrættina, sem Heimilisiðnaðar-
fjelag íslands hefir nýlega gefið út
í stóru upplagi og sent víðsvegar
um land?
Það eru uppdrættir gerðir til að
vefa, sauma og prjóna eftir og
fyrirmyndirnar eúu glitofin á-
klæði, krossofnar ábreiður, flos-
sessur, brekán o. s. frv. Það er í
fyrsta skifti, sem tilraun er gerð
til að gefa íslensltum konum kost
á að sjá eitthvað af þeirri fögru
og margbreyttu list, sem hinar
gömlu ábreiður og sessur hafa að
geyma. — Þessari nýbreytni hef-
ir verið tekið feginshendi af hann-
yrðakonum úti um land; þær hafa
oft verið í standandi vandræð-
um með áð ná í íslenska upp-
drætti, þótt þær gjgynan vildu, til
vefnaðar og útsaums, svo oftast
ei gripið til útlendu uppdráttanna,
sem nóg er af við hendina. Nú er
Heimilisiðnaðarfjelag íslands að
reyna að bæta úr þessu. Byrjunin
er gerð, ein mappa komin með 10
uppdráttablöðum, snyrtileg og ó-
dýr (aðeins 1,50). Að vísu eru
uppdrættirnir ekki gerðir með lit-
um, það hefði orðið margfaldur
kostnaður. en merlti eru skýr og
greinileg, svo engum er vorkunn
að fara eftir þeim.
Það er vonandi, að hannyrða-
konur Reykjavíkur athugi líka
uppdrætti þessa og noti þá, ekki
hafa þær allar tíma nje tækifæri
til að sitja uppi á Þjóðminjasafni
til að ná þar í fyrirmyndir.
Áformað er, að fjeíagið lialdi
áfram að gefa út uppdrætti af
ýmislegri handavinnu, ef þessari
byrjun verður vel tekið, því það er
algerlega óviðunandi, að fyrir-
myndir af íslenskum listiðnaði sjeu
ekki aðgengilegar fyrir alla lands-
menn. Skólar og hannyrðanáms-
skeið þurfa að gera sitt til þess að
bstiðnaðurinn verði íslenskur, og
listamenn okkar þurfa að aðstoða
okkur. Þjóðminjasafnið ætti að
gefa út, þótt ekki væri nema eitt
vandað blað árlega. Safnast er
saman ltemur.
fslendingar eru listfeng þjóð og'
mjög mikið er unnið af hannyrð-
um árlega hjer á landi. Smekkur
almennings er að færast í þá átt-
ina að nota það sem íslenskt er, og
það er vel farið, því hjer er úr
nógu að velja, bæði til skraut-
saums og skrautvefnaðar, ef vel er
leitað.
Á Þjóðminjasafninu er mikið
til af ýmiskonar útsaum t. d., sem
ekki er hægt að hafa uppi við
daglega. Það ætti vel við að taka
þetta fram einstaka sinnum og
hafa sjerstaka sýningu á því á
safninu. Þetta er gert í þjóðminja-
söfnum annara þjóða og mundi
mælast vel fyrir hjer líka, því
þótt þetta fáist tekið 'upp eftir
beiðni, þá er það ekki nóg.
Það er ekkí vansalaust, hve lítið
við höfum af íslenskum uppdrátt-
um til sölu. Jeg er lirædd um, að
útlendingum, sem hingað koma
1930, þyki ekki fjölskrúðugt um
t að lítast í því efni.
Við verðum að leggja áherslu á,
að auká útgáfu íslenskra fyrir-
mynda af ýmsri gerð, því árlega
tapast gersamlega margir af hin-
um fögru, gömlu hlutum: brenna
seljast út úr landinu o. s. frv.
Fyrirmyndir H. ísl. eru tilraun í
þá áttt að frelsa eitthvað af gömlu
uppdráttunum frá tortímingu. —
(Möppurnar er að fá hjá bóksöl-
um bæjarins og í hannyrðaútsöl-
um.) —
H. B.
Lestur hjð „Merkúf*
Þar sem það virðist vera eitt af
stórmálunum í sunnudagablöðum
Morgunblaðsins, hvemig staðið
hafi á komu minni á fund í versl-
unarmannafjelaginu „Merkúr“,
virðist mjer rjettara að segja, áð-
ur en fleiri greinar birtast um
málið, hvemig á henni hafi stað-
ið. Fund þennan sat jeg, er jeg
hafði fengið skilaboð um það frá
Hallgrími Sveinssyni. Hallgrímur
er í stjórn fjelagsins, og inti jeg
hann eftir, hvort boðið kæmi frá
stjóminni allri og kvað hann það
vera. Það var víst mjög barna-
legt af mjer að fá boðið ekki skrif-
legt, en jeg hefi orðið svo mikillar
íslenskrar gestrisni aðnjótandi um
dagana, að jeg varaði mig ekki á
að 'þörf væri fyrir slíkt, nje að
menn ljetu atyrða gesti sína op-
inberlega fyrir það að vera boð-
flennur án þess að segja sann-
leikann.
Lesendur þessara greina í Morg-
unblaðinu hafa tekið eftir, að höf-
undar þeirra hafa sýnt svo mikla
menningu og hofmannsbrag í skrif-
um sínum, að aðrir munu ekki
komast þar jafn langt og þeir.
Ætti það að skýra, hvers vegna
þeim virðist framkoma mín svo
fruntaleg.
Helgi P. Briem.
-------------------
Calvin Coolidge,
fyrverandi forseti í Bandaríkjun-
um, hefir sest að í smábænum
Northampton, Mass., þar sem heim-
ili hans var áður en hann varð
forseti. (FB)
Fjársöfnun til
iátækra barna.
Hvaða aðferð er heppilegust?
Næsta vor á að byrja að safna
fje um land alt, til lijálpar bág-
stöddum börnum. Mjer liefir kom-
ið til liugar að benda á aðferð,
sem nota mætti við þessa fjar-
söfnun. Hjer er nú orðið altítt að
gefa í minningarsjóði við viss tæki
færi, og er það þó einkum gert
til minningar um framliðið fólk.
Hjer í Reykjavík er venja, að
barn er ekki svo skírt eða á af-
mæli, að vinir foreldranna gefi
því elilti gjafir. Jeg tala nú ekki
um, þegar það er fermt. Þá búa
menn sig undir það löngu áður að
hafa til gjafir lianda því, og auð-
vitað fá þau bömin mestar og dýr-
astar gjafir, sem eiga ríkasta for-
eldra. Eðlilega eru vinir fjölskyld-
unnar á svipuðu þrepi í mannfje-
lagsstiganum og hún hvað efni og
mannvirðingar snertir. Þessar gjaf
ir eru að jafnaði eintómt glingur
eða að minsta kosti munir, sem
enginn þarfnast. Efnaðra manna
barn fær þannig svo mörg hundr-
uð lrrónum skiftir í ónauðsynleg-
um munum á fermingardaginn
sinn. Ýmsir gefa af því að þáð er
tíska, en ekki af því að þá langi
til þess; liafa ef til vill óbeit á
tískunni. Og ýmsir foreldrar vildu
heldur vera fyrir utan þessar
tískugjafir, sem ekkert eiga skylt
við vinagjafir. Eins og gefur að
skilja fara fátæku bömin að mestu
á mis við þetta, og vonandi er
þessi siður ekki orðinn almennur
í sveitum ennþá.
Jeg vil nú beina þeirri spum-
ingu til presta þeirra, sem gang-
ast nú fyrir fjársöfnun til fátækra
barna á komandi vori, hvort ekki
væri gott ráð að láta búa til smekk
leg og viðeigandi spjöld, sem hver
sá fengi, sem gæfi í sjóð þennan,
og sem hægt væri að senda til
fermingarbarna, og sem flytti þeim
hamingjuósk og gæfi þeim jafn-
framt til kynna, að til minningar
um fermingu þeirra, hefði viðkom-
andi, sem spjaldið sendir, gefið í
sjóð til hjálpar fátækum bömum.
Þetta gæti orðið til þess að f je það,
sem nú er notað til fermingar-
gjafa, og sem að jafnaði er sama
sem kastað í sjóinn, yrði notað í
þarfir þeirra, sem þyrftu. H.
fiskmarkaður ( Hull.
Fram til 1. desember s. 1. höfðu
árið sem leið verið fluttar 112.755
smál. af fiski á markaðinn í Hull,
en það var 2300 smál. minna en
á sama tíma árið áður. Yar þetta
aðallega því að kenna, hve illa
veiddist í Norðursjó vegna ógæfta,
aðallega í nóvember. Fyrir þennan
fisk fengust 2,127.680 sterlings-
pund, eða 1,99 d. fyrir pundið, en
meðalverð árið áður var 1.76 d.
fyrir pundið.
íslensk skip komu þangað 91
ferð með 3.550 smálestir af fiski,
danskir sæslóðabátar komu 181
ferð með 600 smál. og Færeyingar
fluttu þangað talsvert af saltfiski.
í Hull eiga nú heima 270 tog-
arar. Bættust 23 nýir við á árinu,
smíðaðir í Selby og Beverley, og
7 eru í smíðum. Eru togarar þess-
ir flestir stórir nokkuð og stærri