Morgunblaðið - 09.04.1929, Page 8

Morgunblaðið - 09.04.1929, Page 8
8 MOKGL N BLAÐIÐ rerða eigi ’smíðaðir, því að þeir borga sig ver. Hull-skipin stunda flest veiðar við ísland og í Hvíta- hafi. Veiddu Hvítaliafsfarar vel árið sem leið. 1692 ferðir voru famar til íslands (1488 á sama tíma 1927). Verð á Islandsfiski var ekki eins hátt og á öðrum fiski, 1,89 d. pundið, én var þó nokkuð lægra árið áður (1.55 d. pundið til jafnaðar). Orænlandsveiðarnar gengu vel í fyrra. Togarar fóru margar ferðir nieð fisk til Hull, en „Arctie Prince‘ ‘ og „Arctic Queen' ‘ komu með hjer um bil fullfermi af heilag fiski í frystirúmum sínum, og hef- ir sá fiskur verið seldur smám sam an í vetur og mun treinast fram á vorið. Markaðstorgið í fiskihöfninni hefir verið stækkað og bætt að miklum mun árið sem íeið. Endur- bætur þessar kosta höfnina um 100 þús. sterlingspund, en þeim verð- ur ekki lokið fyr en undir haust. Á hafnarbökkunum verða raf- magnshegrar til þess að lyfta fisk- inum upp úr skipunum. Þarna á framvegis að vera sölustaður fyrir þau skip, sem veiða við Island. frð Vesfur-fslendingum. Mannalát. Þann 4. mars andaðast að heim- ili sínu Brú í Argylebygð, Mani- toba, Albert Oliver, nálega 67 ára gamall. Var hann eihn af elstu frumbyggjum bygðarínnar. Nýlega Jje.st í spítala í Winni- peg, Egill Þorltelsson frá Árnesi, Man., 64 ára að aldri. Látinn er og í Winnipeg, á heim- ili sonar síns E. Erlendsson 68 ára gama.ll. Hann átti lengi heima við Langruth, Man. Þ. 26. febrúar andaðist í Winni- peg Kristín Magnúsdóttir eigin- kona Árna Einarssonar að Clark- Ieigh^ Man. Kristín var ættuð af Snæfells- nesi, fluttist vestur um haf 1893, giftist Árna 1896. Eignuðust þau Ástfln sigrar. sig til að vita, hvort aðrir tæki ekki undir, fen það varð ekki. — Þjer farið noklcuð rasandi, mælti Gervase lávarður gremju- lega. — Hann er ekki fyrsta bleyðan, sem jeg sje belgja sig út af gor- geir við vín, mælti Trenchard, en Wilding greip fram í fyrir hon- um. — Segið þjer að jeg vilji kom- ast hjá vandræðum? spurði hann mjúklega, en horfði svo hvast á Westmacott, að honum gerðist ó- rótt í sæti sínu. En hann þóttist þó öruggur og svaraði því: — Já, og þjer eruð tilbúinn að þurka af yður vínið, sem jeg skvetti á yður. — Er strákskrattinn vitlaus? hrópaði Trenchard og leit til Wild- ings vinar síns. í einu yfirsást Bichard West- macott, er hann hjelt að hann mætti bjóða sjer hvað sem væri gagnvart Wilding. Hann vissi það ekki, að Ruth hafði sært Wilding svo mjög vegna þess að hún sneri skyndilega við honum bakinu, að ást Wildings var nú komin á það stig, að hún gat hæglega snúist í éslöklcvandi hatur. Því að þar er fimm börn og náðu fjögur þeirra fullorðins aldri. Þ. 23. febr. andaðist að heimili sínu, skamt frá Leslie, Sask., Kristín Þorsteinsdóttir, eiginkona Sigmars Sigurðssonar. Vinsæl kona og vel látin. Þann 21. desember 8.1. fjell ís- lenskur piltur, Njáll Goodman út af smábát á Birch-firði og drukn- aði. Foreldrar hans voru hjónin Stefán Guðmundsson, dáinn fyrir nokkrum árum og Sigurveig Guð- mundsdóttir, nú gift Jónasi Sveins- sym. Búa þau skamt frá Blaine. Wash. Bandar. Þann 21. janúar andaðist í Blaine, Guðmundur Hjálmsson, frá Kúskerpi í Skagafirði. Þann 19. október fyrra árs and- aðist í Blaine Skúli Johnson frá Berjanesi» á Rangárvöllum, eftir langa og erfiða legu. Skúli fluttist vestur um haf frá Vestmannaeyj- um árið 1900. Hann var kvæntur Jóhönnu, Eyjólfsdóttur, Oddsson- ar. Varð þeim átta barna auðið og lifa sex þeirra. Þann 28. september s.l. andaðist í Blaine Eyjólfur Oddsson frá Reyðarfirði, sonur Odds Bjarnar- sonar og Maríu Einarsdóttur. — Eyjólfur var kvæntur Ingibjörgu Jónsdóttur og fluttu þau vestur um haf árið 1900, dvöldu um sjö ára slceið í Nýja íslandi, en flutt- ust þá vestur á Kyrrahafsströnd. Af níu börnum þeirra eru sex á lífi. Ein dætra þeirra er Mrs. Jak- obína Johnson í Winnipeg. Húsbnmair. í febrúar brann hús Ingvax-s Gíslasonar í Reykjavík, Man. — Hiísið var stórt og vel vandað. í mars snemma varð allmikill eldsvoði í Elfros, Sask. Brann þar lyfjabúð Pálsons bræðra, ásamt tveimur öðrum byggingum. Tjónið metið á $25.000. Bruni í Wirmipeg. Um mánaðamótin febr. og mars kviknaði í matvörubúð þeirra Steindórs Jakobssonar og O. Ólafs- oft skarnt á milli. Og þegar brenn- andi ást er ekki endurgoldin, þá snýst hún þráfaldlega upp í hatur og hefndarhug. Wilding. var sjer þessa óljóst meðvitandi, en hann hugsaði ekk- ert um, hve ósæmilegt það væri. Hann hugsaði heldur um hitt, að með því að jafna um gúlana á þessum heimska strák, gæti hann hefnt sín á systur hans. Gervase lávarður stökk á fætur og ætlaði að reyna að stilla til friðar. — í hamingjunnar bænum .... hrópaði hann, en Wilding benti honum að þegja. Hann var enn ró- legur og brosandi eins og ekkert væri um að vera. En þetta rólyndi hans þoldi Nick Trenchard ekki. Hann rauk á fætur og var svo fasmikill, að öllum varð litið á hann. Honum fanst nxi vera kom- inn tími til þess að hann skærist sjálfur í leikinn. Hann var aldavinur Anthony Wildings, en var illa við Richard Westmacott, og auk þess var hann hræddur um, að Richard gæti orð- ið þeim hættulegur, ef ekki væri gengið milli bols og höfuðs á hon- um þegar í stað. Nich Trenchard hafði kjmst mörgum mönnum um æfina og var því mannþekkjari, og þess vegna hafði hann fengið illan sonar. Eldurinn var slöktur áður en byggingin eyðilagðist, en skað- inn varð talsverður, því vörur og áhöld eyðilögðust af vatni og reyk og bxxðin brann mikið að innan. Þjóðræknisdeildin Frón í Winnipeg hjelt mót í Winnipeg í byrjun mars og sóttu það 40; manns. Yoru þar flutt erindi og mótsgestum skemt á margan hátt annan. FB. 16,586,115.73 dollara vorix útgjöld tveggja aðalflokk- anna í Bandaríkjunum, republik- ana og demokrata, í forsetakosn- ingunum síðustu. Útgjöld republik ana voru tæp hálf tíunda miljón dollara. Var skipuð sjerstök nefnd af þjóðþinginu til þess að rann- saka hve miklu fje flokkarnir hefði eytt í kosningunum. (FB) Nýju innflutningslögin í U. S. A. Á þau var minst í skeytum fyr- ir skömmu. Samkvæmt þeim ganga gildi nýjar reglur. Er leyfð ákveð in innfíytjendatala frá hverju landi, eftir því hve margir eru fyrir í Bandaríkjunum af viðkom- andi þjóð. Eins og getið var um í skeytinu, fækkar innflytjendum frá Norðuriöndum, en aftur á móti fjölgar þeim frá öðrum löndumj t. d.: Belgíu, áður 512, nú 1,304, Finn- landi, áður 471, nú 569, Bretland og NorðiTr-írland, áður 34,007, nú 65,721, Grikkland, áður 190, nú 307, Ungverjaland, áður 473, nú 869, ítalía, áður 3,845, nú 5,802, Pólland, áður 5,982, nú 6,524. Lög þessi áttu að ganga í gildi 1. júlí 1927, en var frestað. Lík- legt er talið, að þjóðþingið taki málið til meðferðar enn á ný, er það kemur saman, og fresti fram- kvæmd laganna. Eru mörg blöðin iþeirrar skoðunar, að forsetinn liefði ekki átt að hreyfa við lög- únum, fjú’vn þjóðþingið hefði rætt þau að nýju. (FB) bifur á Richard. Hann vissi, að Rjchard var heimskur, huglaus, fljótfær og 'drykkfeldui-. Slíkir menn eiga skaint í land að verða svikarar og TrenchaVd var hrædd- ur um, að Richard mundi nota sjer það, að hann vissi of mikið. Því að svo var mál með vexti, að Nick Trenchard var náfrændi Johns Trenchard, sem nýlega hafði verið dærndur fyrir landráð, en síðan sýknaður. Vakti sýkna hans mikla gleði í Norður-Englandi, en það varð til þess, að ný handtökuskip- un var gefin út og flýði hann þá land. Hann var einn af áhangend- um Monmouths greifa og það var Nick líka; hann var einn af öttil- ustu talsmönnum greifans. Og Westmacott, Wilding, Vallancey og einn eða tveir aðrir af þeim, sem þarna vora, höfðu einnig heit- ið þessum framherja siðbótarinn- ar fulltingi sínu. Vegna þess að. Trenchard þekti Richard vel, þóttist hann vita, að væri honum slept nú, þá mundi hann daginn eftir, þegar af honum rynni ölvíman, sjá, hver skyssa sjer hefði orðið á, og að frum- hlaupið mundi sjer aldrei fyrir- gefið, og þess vegna væri eina ráðið til að bjarga sjer að koma upp um Wilding, að hann væri teinn af helstú erindrekum Mon- Súllnpillur eru framleiddar úr hreinum jurtaefnum, þær hafa engin skaðleg áhrif á líkamann, en góð og styrkjandi áhrif 4 meltingarfærin. — Sólinpillnr hreinsa skaðleg efni úr blóð- inu. Sólinpillur hjálpa til að fyrirbyggja og eyða fili- pensum. Sólinpillur lækna van líðan er stafar af óreglulegum hægðum og hægðaleysi. Notk- unarfyrirsögn fylgir h^erri dós. Verð aðeins kr. 1,25. — Fæst hjá hjeraðslæknum, lyf- sölum og LAUGAVEGS APÓTEK3. gjaldmælis bifreiðar altaí til leigu hjá B. S. R. — Hvergi ódýrari bæjarkeyrsla, ei hjá B. S. B.---------Studebake: ern bíla bestir. Ferðir til Vífilsstaða og Hafnar fjarðar alla daga á hverjum kl tíma. Best að ferðast með Stude baker drossíum. Ferðir austur í Fljótshlíð þega veður og færð leyfir. Afgreiðslusímar 715 og 716. SHreiBastöð Reykjavfkur. Austurstræti 24. mouths greifa. Það var náttixrlega llt, en hitt var verra, að með því varð hann að koma upp um fleiiú, og verst af öllu þó, að með því sviki hann það málefni, er þeir börðust fjrrir. Þess vegna leit Trenchard svo á, að það yrði að ganga milli bols og höfuðs á hon- um þegar í stað. — Mjer finst, Anthony, mælti Trenchard, að nóg sje komið af þessu. Ætlar þxi að skora West- macott á hólm á morgun, eða á jeg að gera það fyrir þig? Richard kiptist við í sæti sínu, því að hann hafði ekki búist við þessu. Hann liafði ekki búist við neinni hættu úr þessari átt. í sama bili tók Wilding til máls og hvert orð, sem hann sagði, var eins og reiðarslag fyrir Richard. — Jeg þakka þjer fyrir hugul- semina, Nick, mælti hann. En jeg ætla sjálfum mjer þá ánægju að drepa Mr. Westmacott. Og svo leit hann brosandi á Richard, en Ricliard brá svo, að Iiann varð náfölur og jafnvel varir hans urðu livítar. Það rann alveg af honum ölvíman við þetta reið- arslag og hann sá nú fyrst, hve heimskulega hann hafði farið að ráði sínu. En honum var það al- veg óskiljanlegt að áætlanir' sínar skyldi bregðast svo hrapallega. — HOtÍð Nuggefl skóáburð. fijörir skðna iallega og endingargóða. Hin stöðufft vaxandi sala ,Bermaline‘ brauða er besta sönnunin fyrir gæðum þeirra — Ef þjer eruð ekki þegar Bermaline-neytandi, þá byrj- ið í dag. Obels mnnntóbak er best. nálirðárvörar allskonar. Ahöld iyrir málaraiðn. Vald. Poulsen* Slml 24. Klapparstlg 28 Hann liafði að vísu teflt djarft, en hann liafði ætlað, að það mundi óhætt. Hann ætlaði að taka til máls, en. hann var svo skelfdur, að hann kom engu orði npp. En þótt hann. hefði nú getað tekið til máls, þá hefði enginn lieyrt til hans, því að nú komst alt í uppnám í kringum borðið. Allir stukku á fætur og töluðu hver framan í anmpi af' mestu ákefð og æsingi. Wilding einn var rólegur og nú tók hann upp silkivasaklút og þerr aði vínið framan úr sjer. Hæst af öllum hafði Sir Rowland Blake — áður í lífverði konungs en hafði nú selt þá virðingarstöðu sína, því að þáð var hið seinasta, sem hann gat fengið peninga fjrrir. Blake- var biðill ungfrú Ruth Westma- cotts, og Richard vildi endilega, að- sy-stir sín giftist honum. — Þjer megið ekki gera þetta, Mr. Wilding, hrópaði liann. í guðs nafni, þjer megið það ekki! Það yrði yður til ævarandi smánar? Þetta er drengur og hann er ölv- aður. Trenchard gaf lionum hornauga og liló illilega. — Það þyrfti að taka yður blóð, Sir Rowland, mælti hann. Blake virti Trenchard ekkl svars, en starði á Wilding. Og

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.