Morgunblaðið - 12.04.1929, Blaðsíða 3
3
■tofnandl: Vllh. Flnjen.
Ctcefandl: FJelagr I Reykjavtk.
Rltatjðrar: Jðn Kjartanaaon.
V'altýr Stefánaeon.
Anrlý»lng:aatJ6ri: E. Hafberg.
■krifatofa Auaturstrœti 8.
■ta»l nr. 600.
AuklýainKaskrifatofa nr. 700.
Haimaalmar:
Jðn KJartanaaon nr. 742.
Valtýr Stefánaaon nr. 1210.
H. Hafberk nr. 770.
ÁakrlftaKjald:
Innanlands kr. 2.00 A mánuVL
Ctanlands kr. 2.60 - ■— i
I lauaasðlu ,10 aura elntaklS.
mál. Hvað miklu fje stjórnin kefir
varið til þessa í fyrra er mjer
■ókunnugt, en þessar upphæðir hefi
.jeg sjeð nú:
1. Til dr. Björns Þórðarsonar
1700 kr.
2. Til Kl. Jónssonar 800 kr.
3. Til Böðvars Bjarkan 1500 kr.
4. Þá hefir 4. þm. Reykvíkinga,
'Sigurj. A. Olafssyni, verið greidd-
ar 2500 kr. fyrir endurskoðun
siglingalaganna; Kr. Bergssyni
forseta Piskifjelagsins 2000 kr.
fyrir sama, og loks Ólafi Lárus-
-syni próf. 1200 ltr. fyrir sama.
Er það samtals 5700 kr.
5. Dr. Páll E. Ólason hefir feng-
ið 500 kr. fyrir nafnbreytingafrv.
Æræga.
Meðferð stjórnarinnar á
Landhelgissjóði.
Öllum er í fersltu minni árásir
þeirra manna, sem nú sitja við
stýrið, á fyrverandi stjórn fyrir
t>að, að hún hafði látið kost.nað
við hestahald ríkisins koma á
Landhelgissjóð; þar með var einn-
ig talin járning hestanna.
Nú skyldi maður ætla, að þessir
menn hefðu látið sjer þetta að
V'arnaði verða, þegar þeir settust-
við stýrið. En hvað skeður ?
Hestabúskapur ríkisins er enn-
þá í fullum blóma — og- járn-
ing einnig — alt á Landhelgis-
sjóði! Og það hefir orðið mynd-
arleg „framsókn“ á þessu sviði,
því að bætt hefir verið við tveim-
ur bílum, sem hafa kostað um 20
þús. kr. Þar við bætist rekstr-
■arkostnaður þessara farartækja,
og hann er vafalaust mikill, því
að bílarnir eru á sífeldu ferðalagi.
En mjer er ráðgáta hvernig bíla-
ikaup þessi geta staðið í sambandi
"við landhelgisgæsluna.
En auk þessara landhelgisgæslu-
fcíla, hefir stjórnin lreypt 1—2
aðra fólksflutningsbíla fyrir fje
ríkissjóðs. Og þrátt fyrir öll þessi
‘bílakaup er miklu fje eytt fyrir
leigubíla. Svona er austurinn tak-
markalaus.
Landfræg er Borgarnesförin
mikla í fyrrasumar, þegar dóms-
niálaráðherra fór með ráðgjafar-
nefndarmennina dönsku o. fl. á
tveim herskipum. Var flotanum
aiglt eins langt og komist var inn
fjörðinn, en þar tók við annar far-
kostur. Þegar á land var komið
stóðu þar reiðubúnar allar bifreið-
lr hjeraðsins og ekið upp í sveit-
aUa. Þar var leigð* ein besta lax-
ain og síðan farið á veiðar. Mun
ferðin hafa staðið yfir í 2—3 daga
veíddist einn lax, en veiðiförin
þostaði Landhelgissjóð á annað
þúsund krónur. — Þá hefir stjórn-
111 haft ríflega vindlaverslun við
Tóbaksverslun Islands, er Hjeðinn
\’aidimarsson stýrir.
Skifting embætta bæjarfó-
geta og lögreglustjóra
í Reykjavík.
Það var liátt galað um sparnað
þegar þetta mál var fyrir Alþingi
í fyrra; 80 þúsund krónur voru,
nefndar, sem ætti að spara. En
hver hefir reynslan orðið? Fjár-
lagafrumvarp stjórnarinnar sýnir
nál. 40 þúsund króna aukinn
kostnað við skiftinguna, og þó eru
ótalin biðlaun bæjarfógeta. Og þó
eitthvað komi inn á móti, má full-
yrða að raunveruleg eyðsla vegna
þessara ráðsmensku er um 40 þiis.
kr. Geta má og þess, að á fjórða
þús. ” kr. hefir þurft til þess að
koma af stað skrifstofu lögreglu-
stjóra.
Hjer hefir verið bent á nokk-
ur atriði í bitlinga- og fjáraust-
ursögu stjórnarinnar, en það er
aðeíns hrafl; síðar mun koma
miklu meira í dagsins Ijós. Stjórn-
in telur sig ekki bundna við fjár-
lög; hún eys í algerðu lieimild-
arleysi tugum þúsunda úr ríkis-
sjóði til sinna fylgismanha. Hún
notar ríkissjóð sem flokkssjóð. —
Oþarft er að ]ýsa því spillingar-
ástandi, sem þetta skapar. En af
framkomu stjórnarinnar í þessum
málum dreg jeg þá ályktun, að
hún hafi ekki fult traust á þeim
málstað er hún berst fyrir. Ella
væri hún ekki að kaupa sjer fylgi.
y
Krossafarganið.
Jeg gat á ýmsu átt von frá
þeirri stjórn, sem nú situr við
stýrið, eft að sjá Tryggva Þórhalls
son fyrv. ritstjóra Tímans þakinn
krossaglingri — það var meira en
ndg gat órað fyrir. Þing eftir þing
höfum við Tr. Þ. staðað hlið við
hlið og barist gegn þessum hje-
góma og tildji. Við vorum inni-
lega sammála um að þar næði
hjegómaskapurinn hámarki sínu
og /ð ríkið ætti að brynja sig gegn
öllu slíku. En Tr. Þ. hefir orðið
hált á svellinu; liann hefir fallið
hvað sjálfan sig snertir og einnig
að því er snertir aðra, því að á
árinu 1928 er varið 10 þús. kr.
í þetta glingur. — Einhverntíma
liefði Tr. Þ. tekið í hendina á
mjer, og verið mjer innilega sam-
mála um, að þessum peningum
væri illa varið. — En nú?
Forsætisráðherra tekur til
máls.
Eftir að Pjetur Ottesen liafði
lokið við sína ræðu, talaði Tryggvi
Þórhallsson forsætisráðherra nokk-
ur orð. Reyndi hann að afsaka þá
bitlinga er hann hafði úthlutað.
T m utanfararstyrkina sagði hann
að oft hefði komið fyrir áður, að
uppliæð sú, er heimiluð væri í fjár-
lögum í þessu skyni nægði ekki;
einnig bæri að líta á það, að
s. 1. ár hefði verið einstakt góð-
æri og því eðlilegt að stjórnin
ljeti meira af höndum rakna til
þessara hluta. Drap hann síðan á
nokkra styrki. T. d. gat hann þess,
um styrkinn til iðnnema, að
fáir liefðu sótt; og þeir sem sóttu
hefði fengið sitt þrátt fyrir þær
1800 kr. er Hallbj. Halldórsson
fjekk. — Um kostnaðinn við undir-
M O RGUNBLAÐTÐ
búning síldarverksmiðjunnar fanst
ráðli. óþarft að fjölyrða. Það fyrir-
tæki ætti að kosta 1---1% milj.
kr. og þyrfti engan að undra þótt
nokkrar þús. færu í undirbúning.
Viðvíkjandi nefndum og aðstoð-
armönnum stjórnarinnar við und-
irbúning þingmála gat ráðh. þess,
að eðlilegt væri að ný stjórn, sem
þar að auki væri „framsækin“,
þyrfti að verja allmiklu fje í
þessu skyni.
Um fcrossana sagði forsætisráðh.,
að privatmaðurinn Tryggvi Þór-
hallsson hefði sömu skoðmi á því
máli og áður, en hann hefði orðið
að láta sínar prívatskoðanir víkja
þegar hann varð ráðherra!
ÁTirðingar
dómsmálaráðherra.
Ræða Ólafs Thors.
Jeg býst ekki við að segja
margt nýtt. Engin ávirðing
stjórnarinnar er ný nema ávirð-
ing líðandi stundar, sem svo
fljótlega gleymist í skugga
nýrrar ávirðingar. Einkunnar-
orð J. J. hefir verið: „Svo skal
böl bæta að bíða annað meira“.
Stjórnarfarið fer versnandi.
Meðan J. J. barðist til valda
beitti hann öðrum vopnum en
andstæðingar hans. Eg minni á
600 þús. kr. sem landsstjórnin
átti að hafa gefið útgerðarmönn
um, 9 milj. kr. lánsheimild sem
J. J. taldi 100 kr. skuldabagga
á hvert mannsbarn í landinu,
botnlausar skuldir ríkisins o. fl.
vísvitandi ósannindi sem J. J.
endurtók jafnoft og þau voru
rekin ofan í hann. Persónulegt
níð hans um andstæðingana er
og þjóðfrægt.
Fyrir þetta þáði J. J. tvens-
konar laun. Hann fekk titil —
titil, sem flestir telja hann vel
að kominn. Hann var kallaður
„ærulaus lygari og rógberi“.
Hann fekk líka stöðu. Hann var
gerður að æsta verði laga og
siðgæðis í landinu!
Hæstv. forseti sýndi sig lík-
legan til að hringja þegar jeg
nefndi titilinn, en þess sáust
engin merki þegar staðan var
nefnd. Titillinn er að vísu harð-
ur dómur um ráðherrann. Stað-
an þó miklu harðari dómur um
þjóðina.
„Enginn ætlast til jeg telji
sandkornin á sjávarströndu nje
syndir stjórnarinnar“, sagði
ræðumaður einn nýlega. Eg tek
undir. Syndir stjórnarinnar eru
óteljandi, og þær minni svo stór
ar að landsfrægar væru ef ein-
hver annar en J. J. hefði drýgt
þær.
Af mörgum lögbrotum og
gerræðum J. J. tek eg fá af
handahófi.
Tervani.
Saga málsins er kunn. Skips-
menn á Trausta kæra skipstjór-
ana á Jupiter og Tervani fyrir
landhelgisveiðar í Garðsjónum í
ágúst 1926. Skömmu síðar kom
Júpíter til Hafnarfjarðar. Mál
skipstjórans var rannsakað og
lauk með því að Hæstirjettur
dæmdi hann í 15 þús. kr. sekt.
Tervani náðist ekki fyr en
Þór tók skipið til Vestm.eyja í
apríl síðastl. Skipstjóri var enn
sá sami og verið hafði þegar hið
kærða brot var framið. Honum
var heimilað að sigla skipinu til
Englands en sjálfur skyldi hann
tafarlaust koma aftur og bíða
dóms, og setti hann 30 þús. kr.
þessu til tryggingar.
Skipstjóri kom svo á tilsettum
tíma. En þegar menn bjuggust
við að mál hans yrði lagt í dóm
flaug um landið sú fregn, að
honum væri uppgefnar sakir.
Hjer lýkur fyrsta þætti. En líkt
og áhorfendur fyrst skilja góð-
an sorgarleik þegar hann er á
enda, þannig fór íslendingum
hjer.
Alvöruna skildu menn. Voð-
ann ekki fyr en J. J. upplýsti
málið.
Hví gefur J. J. erl. sökudólg
stórfje úr ríkissjóði? spurðu
menn.
J. J. svaraði: Á Trausta voru
ekki ritfæri, aðeins nagli. Þegar
bent var á að slíkt kæmi málinu
ekki við, kærendur hefðu stað-
fest framburð sinn með eiði og
eiðfest vitnasönnun gilti hjer
sem annarsstaðar, þá ærðist ráð-
herrann, Þá byrjaði háðið um
naglamenninguna. „Ekkert sið-
að þjóðfjelag tekur slík sönnun-
argögn gild“. „Engir nema ,idi-
otar og bullur eru á móti mjer“,
jbætti ráðherrann við.
Hæstirjettur tók þessi gögn.
gild. Ef þau væru gild gegn
Júpíter voru þau það líka gegn
Tervani. Ráðherrann er því að
setja skrælingjastimpil á Hæsta
rjett og íslensku þjóðina. Eftir
það skiftir minStu þótt hann
kalli Hæstarjett og aðra sem
andvígir eru honum í málinu
„idiota og bullur“. En ekki er
það ráðherralegt. Hjer lýkur
öðrum þætti.
Þriðji þáttur hefst með því,
að ráðh. hefir skilist, að rök
hans voru óframbærileg. Þá
loksins, aðþrengdur og til neydd
ur kastar hann ut mörsiðrinu:
„Sendiherra Breta var hing-
að kominn til að fylgjast með
málinu og eigendur Tervani hót-
uðu að senda hingað tvo breska
lögfræðinga. Þess vegna gaf eg
upp sakir“, segir ráðherra.
Nú segir hann satt. Auðmýkt
ráðh. við erlenda höfðingja er
þekt. Það væri broslegt ef það
væri ekki skammarlegt, að sjá
hvernig ráðherrann snýst eins
og snælda kringum alla tigna
erl. gesti er hingað koma. Og
engan getur furðað á því þótt
hið litla lögvit ráðherra svimi
við þann snarsnúning.
Kjarkleysið og auðmýktin eru
afsakanir ráðherra í Tervani-
málinu, en það er gaman fyrir
svo litla þjóð, sem íslendinga,
að eiga tvö jafn frábrugðin af-
brigði, sem Jón biskup Arason
c^g Tervani ráðherrann. Þeir
hafa báðir barist við erlent
vald.
Annar ljet lífið en hlaut virð-
ingu þjóðar sinnar. Hinn misti
kjarkinn og hlaut fyrirlitningu
allra fyrir.
Afleiðingamar.
Allir þekkja stöðug klögumál
erl. sökudólga er dómi sæta
fyrir ísl. rjetti. Til þessa höfum
við þó átt ágæta talsmenn. Nú
hefir sökudólgunum bæst liðs-
auki. Dómsmálaráðh. hefir kveð
ið upp dóm um dóm Hæsta-
rjettar. Eftirleiðis nota söku-
dólgar Tervanimálið sem barefli
á Hæstarjett. „Jeg er dæmd-
ur“, segja þeir, „en af hverj-
um? Af Hæstarjetti íslendinga,
af dómstólnum, sem í Jupiter-
málinu dæmdi svo vitlausan
dóm, að dómsmálaráðherra Is-
lands skarst í leikinn til að
fyrirbyggja að rjetturinn færi
eins með Tervani, sem sannað
var að hafði framið það sama
og Jupiter var dæmdur fyrir“.
Þetta verða orð og ummæli
sökudólganna.
En hvað hugsa málsvarar okk
ar erlendis? Jeg tek strax fram,
að mjer þykir líklegt, að Bretar
sýni þá kurteisi að þakka. Það
er venja hvers siðaðs ríkis að
þakka fyrir ríkulegar gjafir
gefnar þegnum þess. En slepp-
um slíkum kurteisisskyldum.
Þær sanna auðvitað ekkert um
það sem undir býr.
Eins og dropinn holar stein-
inn hafði rógur sökudólganna
haft þau áhrif á Breta, að þeir
sendu hingað sendiherra sinn í
Kbh. til að sannprófa ísl. rjett-
arfar. 1 fyrsta skifti áttum við
að ganga undir próf erl. mál-
svara okkar. Hvernig fór? Við
stóðum okkur ekki illa. Við fjell
um ekki. Við gáfumst upp.
Við ofurseldum ísl. rjettarfar
rógi erlendra níðhögga með
uppgjöf.
Jupiter og Tervani voru báð-
ir kærðir fyrir sama brot —
framið á sama stað — á sama
tíma — af sömu vitnum — með
sömu gögnum.
Hæstirjettur dæmdi Jupiter
sekan.
Meðferð J. J. á Tervani er
því ákæra á hendur Hæstarjetti.
Þótt J. J. hefði alt annað vel
gert — en guð forði mjer frá
slíkum ósannindum — þá ætti
hann að fara frá völdum vegna
Tervani-málsins eins.
Fyrirspurnir.
Síðasta Alþ. kaus nefnd allra
flokka til aðstoðar þeim ráðh.
er með utanríkismálin fer. Sá
ráðh. er Tr. Þ. Hann hefir
dyggilega fylgt fyrirmælum
þingsins og sent nefndinni öll
utanríkismál. Ekki aðeins til
umsagnar heldur Og til ákvörð-
unar.
Tervani-málið hefir verið gert
að utanríkismáli, að lang stærsta
utanríkismáli ársins.
Nú leyfi jeg mjer að spyrja
Tr. Þ.:
1. Tók hann ákvörðun um
málið, og ef svo, hversvegna
brá hann þá vana og sendi mál-
ið ekki til utanríkisnefndar.
2. Ef það hinsvegar er rjett,
sem allir mæla, að J. J. sje hjer
einn að verki, ætlar Tr. Þ. þá að
þola J. J. að taka af sjer völdin,
og tefla sjálfstæði landsins í
voða.
Og jeg beini fyrirspurn til
hæstv. forseta B. Sv. form. ut-
anríkisnefndar:
1. Var málið sent honum til
umsagnar?
2. Ef svo, því bar hann það
ekki undir nefndina?
3. Ef ekki, ætlar hann að
þola að nefndinni sje svo fer-
lega misboðið?