Morgunblaðið - 12.04.1929, Page 5

Morgunblaðið - 12.04.1929, Page 5
5 Föstudaginn 12. apríl 1929. Ifci ——■ Erlendar símfregnir. Frá Þýskalandi. Kliöfn, FB. 11. apríl. . Frá Berlín er símað : Ríkisstjórn in hefir sent út yfirlýsingu, þar Sem svo er komist að orði, að nauðsj’nlegt sje að koma í veg fyrir, að af því verði, að stjórnin fari frá, einkanlega vegna nefnd- arfundarins um hernaðarskaðabæt- Urnar. Skorar ríkisstjórnin á flokk ana, að styðja að fjárlagatillögum sjerfræðinganna, sem um var getið i skeytinu í gær. Ríkisstjórnin kveðst ætla að semja við flokkana Um breytingu á ríkisstjórninni í þeim tilgangi að tryggja henni stuðning sósialista og demokrata, eentrumflokks og þjóðflokksins.* Centrumflokkurinn, sem síðustu mánuðina hefir ekki átt sæti i rík- isstjórninni, hefir lofað að styðja ríkisstjórnina að því er heyrst hefir. Búast menn þá við, að centr- um-flokkurinn fái ]?rjá ráðherra í ríkisstjórninni. Stúdentaóeirðir á Spáni enn. Skeyti frá Spáni til þýskra blaða skýra frá stúdentaóeirðum við nokkra liáskóla á Spáni, sem und- anteknir eru frá háskólabanni því, sem Rivera fyrirskipaði í mars- mánuði. Allir stúdentar við Oviedo háskólann hafa neitað að sækja fyrirlestra. — Stúdentar flestra deilda Barcelona-háskólans sömu- leiðis. Stúdentar í Barcelona hafa farið kröfugöngu um göturnar. Lögreglunni og stúdentunum lenti saman. — 150 prófessorar liafa sent Rivera mótiuæli út af fram- komu stjórnarinnar gagnvart stúdentum. Dawes skipaður sendiherra. Frá Washington er símað: Það er opinberlega tilkynt, að fyrver- andi varaforseti Dawes hafi verið skipaður sendiherra Bandaríkj- anna í Englandi. Frá Isafirði. ísafirði, 11. apríl. FB. Niðurjöfnun. Niðurjöfnun er nýlokið hjer. Alls var jafnað niður 169 þús. kr., en rúmum 136 þús. kr. var jafnað niður árið sem leið. Hæstu gjald- endur: Nathan & Olsen 8000 kr., Botnvörpungafjel. Isfirðinga 6000 kr., Jón EdAvald 5700 kr., Sam- vinnufjel. ísfirðinga 5000 lcr., Is- húsfjelag ísfirðinga 4400, Björn Guðmundsson 4000 kr., Kaupfjelag Isfirðinga 3850 kr. og Soffía Jó- hannesdóttir 3800. Tekju- og eigna skattur kaupstaðarins helmingi hærri en í fyrra. Mannalát. Látin er 6. þ. m. frú Guðný Benediktsdóttir, kona síra Magníis- ar Jónssonar á Stað, á sjötugs- aldri. Ennfremur er látinn Kristján Kristjáhsson, fyrrum bóndi á Nauteyri, um sjötugt; Bergur Jóns son, Þverdal, Aðalvík, 90 ára; Anna Rósinkransdóttir, kona Jens Hólmgeirss’bnar bústjóra, um þrí- tugt; Rebekka Hjaltadóttir, kona Ásgeirs Jónssonar vjelstjóra á Isa- firði. t Þorleifnr Jónsson póstmelstari. Hann var fæddur 25. apríl 1855. Voru foreldrar Jians Jón Pálma- son, sem kendur var AÚð Stóradal í Húnavatnssýslu, og liona lians Ingibjörg Salóme Þorleifsdóttir. Ólst Þorleifur upp Jijá þeim, en settist rúmlega tvítugur í annan bekk lærða skólans og tók stúdents próf 1881. Sigldi liann þá til Kaup- mannahafnar og ætlaði að leggja stund á lögfræðinám, en heilsu- leysi bægði lionum frá því. Lauk liann lieimspekisprófi, en hætti svo námi og livarf heim til íslands. Árið 1886 keypti Iiann Þjóðólf og var ritstjóri hans í 6 ár, en seldi Hannesi Þorsteinssyni blaðið 1891, og fluttist þá norður. Árið 1893 kvæntist liann eftirlifandi lionu sinni, Ragnheiði Bjarnadótt- ur á Reykjahólum, og vorið eftir reistu þau bú norður í Húnavatns- sýslu og bjuggu þar á ýmsum jörð um fram til aldamóta. Öll þau ár sat Þorleifur á þingi sem fulltrúi Húnvetninga. Var hann eldú at- lcvæðamaður á þingi, en stefnu- fastur og vann þingstörf sín af stakri samviskusemi. Árið 1900 var hann slcipaður póstafgreiðslumaður í Reykjavík og fluttist þá suður, og liugði elcki á þingmensku eftir það. Starfaði liann síðan við póstliúsið fram til seinustu áramóta, eða. í nær 29 ár, og var póstmeistari frá árinu 1919. Var það erfitt starf og á- byrgðarmikið, en illa launað, svo að sultarkjör máttu heita. Var það hlutskifti Þorleifs að slíta kröftum sínum í þifgu landsins, en þalclt- irnar urðu litlar og launin enn minni. Hefir Jandið löngum farið álíka með suma starfsmenn sína, og harðdrægir bændur fara með húðarklára sína. En það er allra dómur, að Þorleifur hafi rækt póst afgreiðslumanns- og póstmeistara- störf sín af hendi með frábærri samviskusemi og verið einn af dyggustu starfsmönnum þjóðarinn- ar, og miðaði eklci vinnubrögð sín við það, live mikið hann fjekk fyrir þau. Þeim hjónum varð fimm barna auðið og eru fjögur þeirra á lífi og öll uppkomin: Þórey, verslun- armær, Salóme hjúki'unarkona, Jón Leifs tónslcáld og Páll versl- unarmaður. Jarðarför Þorleifs fór fram í gær að viðstöddu fjölmenni. Frá Vestmannaeyjum. Vestm.eyjum, FB. 11. apríl. Afli að undanförnu mjög mis- jafn, annan daginn góður, en hinn rýr. Eru menn lengi búnir að von- ast eftir hrotunni, en hún er ó- lcomin ennþá, Margir bátar hafa enn mjög lítinn afla, en fjöldinn liefir á milli 10 og 20 þúsund. — Farið er til fiskjar daglega, Danskir dragnótabátar eru komnir hingað. Hjúskapur. f dag verða gefin saman í hjónaband ungfrú Guðrún Magnúsdóttir, bæjarfógeta í Hafn- arfirði, og Garl D. Tulinius vá- tryggingastjóri. Fiskmarkaðsfrjettir. Morgunblaðið hefir leitast fyrir um upplýsingar um útlit um fisk- sölu nú á næstunni, og snúið sjer til manna, sem nokkuð eru kunn- ir því máli og fengið hjá þeim eftirfarandi upplýsingar. Að vísu er ekki hægt eftir þess- um upplýsingum að spá neinu ákveðnu um verð á fiski í náinni framtíð, en samt virðist ekki vera nein ástæða fyrir framleiðendur að fara sjer mjög óðslega með sölu, eða bjóða út framléiðslu sína fyrir verð sem ekki sam- svarar framleiðslukostnaði. Birgðir af fiski á áramótum í Noregi og íslandi voru, borin saman við undanfarandi ár: Noregi íslandi Vi 1929 70,750 skp. 45,104 skp. — 1928 50,000 — 56,799 — — 1927 94,000 — 79,182 — — 1926 96,000 — 107,211 — Frá Noregi hefir verið útflutt af fiski frá Vi—16/s: 1928 1929 Verk. kg, 6,253,006 kg. 8,172,577 Óverk. — 59,750 — 3,098,702 Samt. kg. 6,312.756 —11,271,279 Saltað i Noregi frá ‘/i—6U 1928: 28,3 milj. stykki == 34,1 þús. smál. Og á sama tíma 1929; 37,7 milj. stykki = 45,2 þús. smál. Birgðir á Íslandi: !/« 1929 79,624 skp. — 1928 70,100 — — 1927 85,000 — — 1926 88,000 — Birgðir og verð í neyslulönd- um borið saman við síðasta ár: 1928. smál. Verð pts. Bilbao *U 2200 50 kg. 74/84 Lissabon — 330 Barcelona — 900 40 — 66/68 1929. Bilbao — 1000 50 kg. 83/94 Lissabon — 1272 Barcelona — 700 40 — 98/102 Að sögn eru mjög litlar birgð- ir í Canada og Newfoundlandi. Gagnstætt því, sem oft undan- farandi hefir átt sjer stað eru mjög litlar birgðir alstaðar af fyrra* árs fiski, og [er þá siður hætt^við að”ljelegar eða skemd- ar birgðir fyrri árs sjeu að flækj- ast fyrir og sem selja verður fyrir mjög lágt verð til að losna við þær, en það hefir Iíka sín áhrif á verð nýju framleiðslunnar. -------------------- Páll Hermannsson kvartar. Frv. íhaldsmanna í Ed. um raf- orku til sveita, var til umræðu samtímis og rætt var um Bíuiaðar- bankann í neðri deild. í Nd. talaði Tryggvi Þórliallsson um þá stefnu, að beina fjármagninu til sveit- anna, svo fólkinu gæti fjölgað þar, og því gæti liðið þar Í5em best. Hann talaði með nokjcru fjálgleilc eins og honum er lagið, enda þótt ástæðan væri lítil, því jafnaðar- menn þ« gðu, og flokksmenn ílialds -flokksins eru ráðherranum ekki ó- sammála í þessu efni. En það kvein nokkuð öðruvísi í dómsmálaráðh. í sama mund í Ed. Hann vildi hvorki Ijós nje hita í sveitirnar. Honum þótti þær fram- farir alt of stórstígar fyrir sveita- hýbýlin, of dýrar. Honum þótti jað gott eins og það er, brenna sauðataði og lýsa með steinolíu. Hann var eklci hræddur um. að sveitafólkið gæti ekki unað við myrlcur og kulda sveitanna. Hann finnur lítið til þeirra óþæginda síðan sambandskaupfjelögin skutu skjólshúsi yfir hann sólarmegin í húsinu á Arnarhóli. En þá blöskraði Páli Herm. sósíalistafrekja Hriflumanns, og fanst anda kalt úr Hriflu til sveitanna. En til hvers er fyrir menn eins og Pál Hermannsson að nöldra undan „regimenti“ sósíal- ista? Það eru þeir, sem ráða þingi og stjórn. Og það er meðal annars Páll, sem hjálpar þeim til þess. Og það er myrkrið í sveitunum, sem fyrst og fremst veldur því, að sósíalistar eru hjer raunverulega við ATöld — liið andlega myrkur, sem Tímipn og blöð danskra sósí- alista hafa lætt inn í sálir all- margra sveitamanna. En einsog það mun sigra, að sveitirnar fái rafmagn, eins mun og sá tími í nánd, að full birta njóti sín í stjórniúálunum, svo hvert mannsbarn í landinu sjái spillingu þá, sem hjer ríkir meðan bændur láta sósíalista teyma sig. Otto Liebe hæstarjettarmálaflutningsmaður í Kaupmannahöfn andaðist þar 21. f. m. Hann var sonur C. Liebes hæstarjettarmálaflutningsmanns og landsþingsforseta, er gjafasjóð- urinn er kendur við, sbr. Stjt. 1902 B, bls. 11. O. L. var fæddur 1860, cand. jur. 1882, varð yfirrjettarmál- flutningsmaður 1885 og 4 árum síðar liæstarjettarmálflutnings- maður. Hann var um langt skeið formaður danslca málflutnings- mannafjelagsins, sat í nefnd nor- rænna lagamanna um undirbúning nokkurra norrænna svokallaðra borgaral. laga og átti lengi sæti í stjórn liinnar dönsku deildar inn- an sambands norrænna lagamanna. Var síðast forseti deildarinnar og gegndi forsetastörfum á fundi noriacnna lagamanna í Kaup- mannahöfn síðastliðið sumar. — Hann var forsætisráðherra Dana vikutíma eftir fall Zahle-stjórn- arinnar 1920, en tók að öðru leyti ekki þátt í stjórnmálum. 0. L. þótti góður lagamaður. Hann var ágætlega vel máli far- inn og viðfeldinn, enda vel virtur um öll Norðurlönd. Hann var m. a. Skr. af 1. F. Samningur Jugoslafa og Grikkja. Frá Berlín er símað: Samningur sá} sem áður hefir verið getið í skeytum, á milli Jugoslafívi og Grikklands, hefir verið birtur. — Samningurinn er eklci bandalags- samningur} en álcveður, að deilu- mál Griklclands og Jugoslafíu skuli jöfnuð á friðsamlegan hátt. Búast menn við, að samningurinn muni styrkja góða sambúð Grikklands og Jugoslafíu, einkanlega þar sem Grikkir liafa nýlega leyft Jugo- slafíu að hafa fríhöfn í Saloniki. Frá Búkarest er símað: Hrað- lestin á milli Bessarabíu og Búka- rest hefir hlaupið af teinunum. 24 menn meiddust, en 60 biðu bana. Nýkomið: Körfur Þvottastell, Matarstell Bollapör Eldhúsáhöld Blómsturpottar Hnífapör Burstavörur Plettvörur Eirvörur Úrvalið mest. Verðið lægst. Verslnn Júns Þúrðarsonar. All ódýrt. Hringið í síma 2088. Strausykur á 28 aura % kg., Hveiti frá 19 au. yí> kg., Kaffi- pokar 1,12, besta teg., Jónatans ex. fancy epli 85 aura Yz kg.s ísl. egg á 20 aura stk. ísl. smjör kg. á 95 aura. Sulta í % kg. dósum á 95 aura. Samsvarandi lágt verð á öllu. Alt sent heim. Verslunin Merkjasteinn, Vesturgötu 12. Sími 2088.. Syknr. Strausykur 28 aura % kg., Mola- sykur 32 aura, óbrent kaffi 1.50, Hveiti, besta teg., 22 aura, Hafr*- mjöl 24 aura, Hrisgrjón 23 aura, Flestar aðrar vörur með tilsvar- andi lágu verði. Látið þá njóta vif skifta yðar, sem selja ódýrt og kaupið í billegu búðinni. Verslnnln Merkúr, Grettisgötu 1. Sími 2098 Drengjaföt, Sportföt, Matrosaföt, Jakkaföt, Fermingarföt, nýupptekin. S. lóhannesdóttur Austurstraotl 14. (Brint i móti L&ndibink*mum Sfml 1887. Obels mnnntúbak er best. Sokkar fyrir karla og konnr stðrt og ðdýrt arval.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.