Morgunblaðið - 20.04.1929, Page 3

Morgunblaðið - 20.04.1929, Page 3
MORGUNBLAÐTÐ 3 Jftonsttttbiaðifc ffltoíuantíi: Vilh. Fin^en. ntvefandi: Fjelag f Reykjavlk. IfclTðtjórar: Jón Kjartamson. Valtýr Stefánsson. Ansrlý«inga8tJ6ri: E. Hafberg. fflkrlfatofa Aueturstrœti 8. fflivkl nr. 500. An*lý«inga8krif8tofa nr. 700. Heimaslmar: Jón Kjartansson nr. 742. Valtýr Stefánsson nr. 1220. E. Hafberg nr. 770. Aakrlftagjald: Innanlands kr. 2.00 k mánutii. Utanlands kr. 2.50 -------— I ÍAuaasölu 10 aura eintakÍV. Einkasala á lyfjuin. Pramsóknarbændmn ]>ykir orðiS nóg um einokunarfrmnvörp sósíalista. Frv. Jóns Baldvinssonar um ®inkasölu á lyfjum, var til 2. nmr. í Bd. í gær. Allshn. hafði haft. málið til meðferðar og nefnd- in klofnaði. Ingvar og JBald. vildu samþ. frv. með smávægilegri breyt ingu, en JóhJóh. vildi fella það. Xieitað hafði verið álits landslækn- is pg stjórnar Læknafjelags ís- lands um málið; lagði landlæknir með því að frv. yrði samþ., enda •er hann talinn faðir þess, því •ísamskonar frv. frá honum var lagt fyrir þingið 1921. Stjórn Lækna- fjelags fslands lagði hinsvegar á *nóti frv. Flm. frv. bera fram þá aðal- ástæðu fyrir cinkasölu á lyfjum, að lyfin sjeu óhæfilega dýr nú í lyfja'búðum. Stjórn Læknafjelags- ins játar að lyfin sjeu of dýr, en ðendír rjettilega á, að því sje ein- göngu um að kenna trassaskap heilbrigðisstjórnar, sem ákveður taxta lyfjanna. Segir í álitsskjali form. Læknafjelagsins, að heil- hrigðisstjórnin setji taxta á lyf hjer að mestu í blindni eftir ■danska lyfjataxtanum, án þess að kynna sjer hið raunverulega verð lyfjanna erlendis. Slík aðferð uær vitanlega ekki nokkuiTÍ átt. Og er það sátt að segja harla undravert, að heiíbrigðisstjórnin skuli ekki lagfæra þessar misfell- ur áður en hún fer að mæla með ríkiseinokun á þessari verslmi. — Lað er skylda heilbrigðisstjórnar, að setja sanngjarnan taxta á öll lyf; þann taxta á hún að finna nieð rannsókn- á.hinn raunverulega verði lyfjanna erlendis, en ekki að fara. eftir þeim taxta, sem aðrar þ.jóðir kunna að setja. Það má segja þeim Framsóknar- 'bændum í Bd. til lofs, að þeir snerust andvígir gegn þessu ein- ’okunarafkvæmi sðsíalista. „Batn- midi manni er best að lifa“, má um þá seg.ja, og er vonandi að batinn verði áfrámhaldandi. Afdrif þessa máls urðu þau, að samþ. var með 9 :3 atkv. ( 4 móti ‘Sósíalistar og Ingvar) svohlj. rök- Judd dagskrá frá Jóni í Stóradal: „1 ]>ví trausti að ríkisstjórnin ^úti fara fram endurskoðun á nú- gildandi lyfjataxta og athuga hver •Pað muni vænlegust til að lækka verð lyfja fyrir almenning, tekur <Jei]rlin fyrir næsta mál á dag- skrá.<‘ Þar með er málið úr sögunni. Pjárlögin. Annari uinr. var lokið * ^d. í gærkvöldi; verður sagt. 'U-a úrslitum í hlaðinu á morgun. Dagbók. □ Edda 59294256 — 1. Fyrirl.:. B. •. R. •. M. •. Lokafun'dur. Listi hjá S. -. M. •. til þnðjudagskvölds. Veðrið (í gær kl. 5): Norðan- garðinum er nú lokið um alt land, en þó er enn þá 2—^ stiga frost á N- og A-landi. Á S- og V-landi er frostlaust, eða 1—2 st. hiti. Háþrýstisvæðið er að færast suð- ur fyrir landið, en grunn lægð yfir Grænlandi breiðist austur eftir. Hefir hún þegar valdið lítils hátt- ar snjókomu á útkjállcum vestan lands. Loftvog er fallandi á S-Græn- landi og er það sennilega lægðin frá Kanada, sem veldur því. Er eigi ósennilegt að hún muni valda hjer umskiftum til hlýrrar S-áttar á, sunnudaginn. Við Færeyjar og N-Skotland er vindur allhvass á norðan, með krapajeljum. Veðurútlit í dag: SV-gola. Skýj- að loft og senmlega lítil úrkoma. Frostlaust. Messur á morgun: 1 Dómkirkj- unni kl. 11, sjera Friðrik Hall- grímsson. (Férming). Bngin síð- degismessa. I Fríkirkjunni kl. 5. Sjera Árni Sigurðsson. Rjettið hjalparhönd. Piltur einn frá Siglufrrði, Jón Andersen að nafni kom inn í skrifstofu Morg- unblaðsins í gæi', og sagði rauna- sögu sína. Hann var á ferð í 01- afsfirði þ. 23. janúar síðastliðinn. Þar vildi það slys til að drengur sem með honum var, handljek hlaðna byssu hans, og reið skotið úr byssnnni í hendi Jóns. Molaðist höndin svo að eigi voru önnur ráð en taka hana af honum. Gerði það Sig. Magnússon læltnir. Pilt- urinn er 18 áta. Er hann nú hing- að kominn til þess að fá sjer gerfi- liönd, því að svona á sig kominn á hann erfitt, ef ekki ómögulegt' með að vinna fyrir sjer. En hann er svo fátækur, að hann hefir ekki efni á að kaupa sjer gerfihöndina, og eru það vinsamleg tilmæli blaðs ins, að bæjarbúar greiði götn þessa bágstadda pilts og skjóti saman nokkru fje handa honum. Sam- skotafje veitt móttaka á afgreiðslu Morgunblaðsins. „Dauði Natans Ketilssonar" var leikinn í fyrrakvöld við mikla að- sókn. Leiknum vel tekið af áheyr- endum. í leikslok voru aðalleik- endurnir og höfundurinn kölluð fram. Leikið verður næst á morg- un og á þriðjudaginn kemur. En þar sem mest alt er uppselt að sunmidagssýningunni verða að- göngumiðar að þriðjudagssýning- unni einnig seklir í kvöld og á morgun. Próf. Magnús Olsen flutti fyrsta háskóláfyrirlestur sinn í gærkvöldi í Kaupþingssalnum. Á undan tal- aði dr. Sigurður Nordal, kynti fyrirlesarann og bauð hann og frú hans velkomin til íslands og árn- aði þeim alls góðs. Kvað hann svo að orði, að enginn ágreinmgur hefði orðið um það í háskólaráð- inu, þegar rætt var um hvaða er- lendum prófessor skyldi hingað boðið, að það væri Norðmaður, og enginn ágreiningur hefði lieldur orðið um það, hverjum bjóða skyldi. Allir hefði talið sjálfsag-t að bjóða próf. Olsen fyrstum. — Væri hann háskólanum aufústu- gestur og teldi háskólinn sjer virð- ingu að því að hann hafði þegið boðið. — Fyrirlestur próf. Olsens f jallaði aðallega um rúna Og helln- ristusteininn, sem fanst hjá Kára- stöðum í Firðafyllci. Taldi hann þær rúnir 1700 ára gamlar. Sýndi hann ýmsar skuggamyndir til skýr ingar, bæþi af staðnum, þar sem steinninn fanst og ristunum og eins af öðrum ristum til hliðsjón- ar. Var erindi þetta nokkurskonar inngangur að þeim fyrirlestrunl sem á eftir fara. Aðsókn var góð, en samkomustaðurinn er. afleitur. Skuggamyndirnar nutu sín ekki vegna þess að þær voru úti í horni og' sáu sumir ekkert af þeim. — Lágt er undir loft í salnum og verður því fljótt illverandi þegar margir eru komnir þangað. Er vonandi að sjeð verði fyrir betra húsnæði næst. Frá Akureyri var símað í gær, að þar væri gott veður, hægviðri og sólskin en nokkurt frost. — í fyrradag • var þar norðanstórhríð með köflum og setti niðiu- dálít- inn snjó, en birti undir kvöldið og- herti þá frostið um nóttina og í gærmorgun var þar 6° frost, en þá mátti kalla frostlaust hjer. Símakappskákin milli Osló og Reykjavíkur liefst í fyrramálið kl. 7x/z en ekki 11 eins °S áður var sagt, og á henni að vera lokið kl. 3. Veldur þessari breytingu það, að síminn fekst ekki til af- nota á öðrum tíma. Hjer verður telft í Bárunni; verða leikarnir símaðir þaðan suður á loftskeyta- stöð, þaðan loftleiðina til Bergen, og þaðan með síma til Ósló. Er ekki að efa að skákmenn vorir munu gera sitt besta til þess áð vinna sigur og verður þessi sex manna hólmganga áreiðanlega hin harðasta og munu menn fylgja henni með áhuga. Verður öllum heimilt að koma í Báruna og horfa á skákirnar og til þess að sem flestir komist að til að horfa á, verða höfð sex aukaborð í salnum og leikarnir jafnframt sýndir á þeim. Fiskafliim á iillu landinu er tal- inn 165.711 skpd. hinn 15. þ. m., en var um sama leyti i fyrra 133.824 skpd. Hafa Vestmanuaeyj- ar og verstöðvarnar hjer austan- fjalls orðið mjög útundan með afla á þessari vertíð. Þannig eru nú ekki talin nema 49 skippund á Eyrarbaklca í stað 565 í fyrra, á Stokkseyri 168 í stað 785, og í Vestmíannaeyjum 21.401 í stað 28.040 í fyrra um sama leyti. — Aft’nr á móti er aflinn á Akranesi nær því lielmingi meiri en í fyrra. Fiskveiðar Færeyinga hjer við land. hafa gengið með allra besta móti í ár. Hjer í Reykjavík liafa skúturnar selt 937 skippund, en í Hafnai-firði 1448 skippund og þrír farmar hafa farið til Færevja. Kappgilíma Knattspymuf j elags Reykjavíkur. Innanfjelagskeppni í K. R. í íslenskri glímu hefir staðið yfir undanfarna daga. — Var kept í öllum þyngdarflokk- um og tóku flestir glímumenn fje- lagsins þátt í keppninni. Úrslit urðu þessi: f ljettasta flokki hlaut 1. verðlaun Georg Sveinsson og í miðflokki Jón Sigurgeirsson. — í þyngsta flokki varð hlutskarpast- ur Jóhannes Björnsson stúdent og hlaut því glímubikar K. R. að þessu sinni. Er kept um bikannn tvisvar á ári, í janúar og apríl. Knattspyrnufjelag Reykjavíkur tekur nú miklum framförum í ís- lenskri glímu undir forustu Þor- geirs Jónssonar glímukongs. Fram og Kna-ttspymufjelag Reykjavíkur. Hinn gamli og fyrr- urn skæði keppinautur K. R. í knattspyrnu, Fram, færði K. R. fagran bikar á 30 ára afmæli þess með þökk fyrir marga harða Grænar ertur extra fínar-fínar-miðlungs og grófar. Belgjabaunir miðlungs Tomato Purée Champignons Sardínur franskar 2 teg. Tomato Ketchup 7 oz og 12 oz gl. Pickles Matarlitur. Fisksósa. Soyur. Sultutau, allar tegundir. Marmelade. Svissneskur ostur í dósum tvær tegundir. Nýkomið: Fermingar- skyrtnr Verslun igili Iscobseii. Hvít Silká-tricotine nærföt fyrir fermingarstúlkur frá 3.80 stykkið. Tekið upp í dag hjá S. iDhannesdóttur H. Óiafsson & Bernhöft. Sími 2090. Framhaldsfundur 1.1, Kll i Slll verður haldinn í Varðarhús- inu við Kalkofnsveg mánu- daginn 22. þessa mánaðar kl. 5 eftir hádegi. Fundarefni samkvæmt f je- Iagslögum. STJÓRNIN. H.F EIMSKIPAFJELAG Í5LANDS f REYKJAVÍK 'it „EsjaK Vörnr ðskast afhentar í iay eða fyrir hádegi á mánn- dag. ,Gelotex‘- plilur einangra ágætlega hita og kulda, draga ekki í sig raka, rifna ekki, þenjast ekki og þurfa engan sjer- stakan undirbúning undir múr- sljettun. — „Celotex“ hefir verið notað í mörg hús hjer á landi, alstaðar með góðum árangri. Fæst í Timburverslnu Árna Jónssouar. Hverfisgötu 54. Sími 1104. og drengilega knattspyrnuorustu á liðnum árum. Kafbátahernaðurinn er skemtilegasta bók, sem hægt er að fá handa drengj- nm. Tilvalin fermingjargjöf eða sumargjöf. Fæst hjá bóksölum. Austupstrœtl 14. Beint á móti Landsb*.r.kamum)> Simi f887. Drvals vðrnr. Lægsta verð. ísl. kartöflur 15 aura % kg., rófur 15 aura % kg., Strausykur 30 aura % kg., Molasykur 35 aura Yz kg„ Haframjöl 25 aura, Hrís- grjón 25 aura, Hveiti 25 aura, Kæfa 1 kr. Edamerostur 1,40. Mystuostur 65 aura. Versl. Ffllinn. Qiasla oerslun Qailarlns. Hrossakjöt af ungu : 50 aura % kg„ mikið ódýrara í heilum stk. Spaðsaltað dilkakjöt á 65 au. % kg. Nýtt smjör, ný egg, nýtt skyr, soðinn og súr hvalur. Verslnnin Björninn Sími 1091. Bergstaðastræti 35. Laukur, Exportkaffi L. D. „Husholdning' * súkkulaði, „Konsum“ súkkulaði, „Salami“ pylsur, Maccaroni, Þurk. Epli, fyrirfiggjandi hjá C. Behrens, Sími 21. Málingarvörnr allskonar. Ahöld fyrir málaraiðn. Vald. Poulsen, Sfmi 24. Klappapstlg 29. Nýtt Hangikjöt, harðfiskur, smjör ísl., hákarl, saltkjöt í tunnum og lausri vigt og egg. ifon og Brekkustfg 1.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.